Viðskipti erlent

Time Warner þrefaldar gróða

Hagnaður Time Warner tæplega þrefaldaðist eftir hagræðingu
Hagnaður Time Warner tæplega þrefaldaðist eftir hagræðingu

Hagnaður bandaríska fjölmiðla- og útgáfusamsteypunnar Time Warner tæplega þrefaldaðist á þriðja fjórðungi ársins. Mestur hluti hagnaðarins kemur frá auglýsingatekjum nethluta félagsins, American Online (AOL).

Hagnaður samsteypunnar nam 2,3 milljörðum Bandaríkjadala, jafnvirði 155,8 milljarða íslenskra króna, en hann nam 853 milljónum dala eða 57,7 milljörðum króna á sama tíma fyrir ári.

Time Warner hefur hagrætt talsvert í rekstri með það fyrir augum að bæta afkomu AOL. Meðal annars var 5.000 starfsmönnum sagt upp í sumar auk þess sem breskur armur AOL var seldur í sumar.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×