Fleiri fréttir

Stöndum með ungu fólki

Fjóla Hrund Björnsdóttir og Brynjólfur Þorkell Brynjólfsson skrifa

Málefni ungs fólks eru okkur í Miðflokknum hugleikin en það er ekki hægt að segja að þau hafi endilega verið ofarlega á baugi í þessari baráttu. Það eru mörg málefni sem snerta ungt fólk og margt má betur fara, þetta höfum við orðið rækilega var við í kosningabaráttunni enda lagt okkur eftir að hlusta á og hitta ungt fólk. Þeirra er framtíðin og öll þróuð lýðræðisþjóðfélög leggja sig eftir að tryggja ungu fólki tækifæri og stuðning.

Heilbrigð sál í hraustum líkama

Arnhildur Ásdís Kolbeins skrifar

Heilbrigðisskimun fyrir alla yfir fertugu.Hér áður fyrr var gjarnan sagt að sama hversu allt væri svart, „ég hef þó góða heilsu“. Með nútímalæknisfræði og þekkingu sem stöðugt er að aukast, er hægt að greina marga sjúkdóma á byrjunarstigi. Slík greining kemur ekki aðeins í veg fyrir óþarfa þjáningar fólks heldur er verulegur fjárhagslegur ábati af því að greina sjúkdóma snemma.

Kvótann heim

Georg Eiður Arnarson skrifar

Ég hef aðeins að undanförnu verið spurður að því hvað þetta þýði í stefnu Flokks fólksins, kvótann heim?

Tuttugu aðgerðir - Ekkert kjaftæði

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Píratar leggja sérstaka áherslu á aðgerðir í loftslagsmálum og var stefna flokksins talin sú metnaðarfyllsta af Ungum umhverfissinnum. Aðgerðir gegn loftslagsbreytingum eru tækifæri til góðra breytinga á samfélaginu - baráttan gegn loftslagsbreytingum er á sama tíma baráttan fyrir sanngjarnari heimi, samfélagi sem tekur meira tillit til fólks og náttúru.

Hvert stefnir Þýska­land?

Ívar Már Arthúrsson skrifar

Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fara fram á sunnudaginn og búast má við því að þær verði afar spennandi. Angela Merkel er að hætta sem kanslari landsins, þannig að það er einnig verið að kjósa um það hver muni taka við embætti af henni.

Kvóta­brask­kerfið kosninga­mál - enn einu sinni

Atli Hermannsson skrifar

Almenningi er talin trú um að kvótakerfið sé það besta og allur heimurinn horfi öfundaraugum til okkar. Flest okkar láta því duga að vera mötuð á rangfærslum frá sérhagsmuna aðilum sem stýra umræðunni.

Eiga börnin að borga skuldirnar okkar?

Sigþrúður Ármann skrifar

Það er svo auðvelt að lofa og lofa, ætla að eyða og eyða peningum annarra. Meira að segja peningum sem eru ekki til staðar. Hugmyndir vinstri flokka, með loforðum um að auka útgjöld um tugi og jafnvel hundruð milljarða, sem fjármagna á með skattahækkunum og lántökum, virka ekki.

Sér­stakur frí­stunda­styrkur – mikil­vægt rétt­lætis­mál!

Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar

Sérstökum frístundastyrk er ætlað að gera börnum keift að stunda fjölbreyttar tómstundir óháð efnahag foreldra en rannsóknir hafa sýnt að þáttaka barna efnaminni foreldra er mun minni í skipulögðu tómstundastarfi en annarra. Ljóst er að tómstundastarf barna getur verið þungur baggi fyrir tekjulág heimili og kostnaður valdið því að börn tekjulágra taka síður þátt í slíku starfi.

Þarf Austurland þingmenn?

Jónína Brynjólfsdóttir skrifar

Nú þegar dregur nær kosningum þá blasir raunveruleikinn við.

Þagmælska

Marta Jóns Hjördísardóttir skrifar

Hugleiðingar vegna umræðu um málefni um sjúklinga í fjölmiðlum.

Eirík Björn á þing

Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar

Eitt af því ánægjulega eftir langan tíma í pólítík er að kynnast öflugu fólki um allt land. Sumir eru eftirminnilegri en aðrir. Það á við um Eirík Björn Björgvinsson oddvita Viðreisnar í Norðausturkjördæmi.

Tryggjum öldruðum á­hyggju­laust ævi­kvöld

Guðmundur Ragnarsson skrifar

Áhyggjulaust ævikvöld á ekki að vera innihaldslaus frasi. Okkur ber skylda til að sjá til þess að fólkið sem hefur skapað það samfélag sem við tökum við ljúki ævi sinni í öryggi og með reisn. Það eru mannréttindi að eiga áhyggjulaust ævikvöld.

Þegar hægri höndin veit ekki af þeirri vinstri

Hrafnkell Brimar Hallmundsson skrifar

Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar.

Kratar komið heim!

Gylfi Þór Gíslason skrifar

Krati er lítið fallegt orð sem hefur verið í íslensku máli í fjölda ára. Það hefur verið notað um fólk sem var í Alþýðuflokknum. Þetta er styttinga á orðinu sósíaldemokrati sem upphaflega var þýtt sem jafnaðarmaður á íslensk

„Það skiptir máli hverjir stjórna“

Þorsteinn Sæmundsson skrifar

Vinstri Græn ganga nú til kosninga undir kjörorðinu: „Það skiptir máli hverjir stjórna.“ Það er þakkarvert að VG skuli minna kjósendur á hverju „stjórn“ þeirra á heilbrigðisráðuneytinu hefur skilað á fjórum árum.

Öruggt þak yfir höfuðið

Katrín Jakobsdóttir skrifar

Við Vinstri-græn vitum að húsnæðismál eru eitt stærsta kjaramálið. Þess vegna lögðum við mikla áherslu á umbætur í húsnæðismálum í náinni samvinnu við verkalýðshreyfinguna á kjörtímabilinu.

Við getum eytt bið­listunum því við höfum gert það áður

Vilhjálmur Árnason skrifar

Biðlistar eftir nauðsynlegri og sjálfsagðri heilbrigðisþjónustu spretta upp eins og enginn sé morgundagurinn. Þetta er óþolandi. Börn eiga t.d. ekki að þurfa að bíða eftir tíma hjá talmeinafræðingi eða geðheilbrigðisþjónustu, fólk með stoðkerfisvanda á erfitt með að bíða eftir sjúkraþjálfun eða aðgerð sem linar þjáningarnar, eins og liðskiptaaðgerð.

Sam­fylkingin í sókn

Logi Einarsson skrifar

Jafnaðarmenn finna mikinn meðbyr víða um þessar mundir. Eftir norsku þingkosningarnar í síðustu viku munu jafnaðarmenn leiða ríkisstjórnir allra hinna Norðurlandanna. Það stefnir í stórsigur í Þýskalandi næsta sunnudag. Og Ísland getur bæst í hópinn.

Okkar ofur­kraftur

Haraldur Ingi Haraldsson skrifar

Við sósíalistar tölum um kærleikshagkerfið. Það þýðir einfaldlega að undirstaða efnahagsstjórnar á Íslandi skuli vera samkennd, mannúð og hlýja.

Bið­listar vinna gegn far­sæld barna

Þorsteinn Hjartarson skrifar

Fjölskyldusvið Árborgar hefur unnið markvisst að því að efla þverfaglegar áherslur og snemmtækan stuðning við börn og unglinga. Til að ná árangri á því sviði er lögð áhersla á að sem flestir, sem koma að málefnum barnanna, vinni þétt saman.

Hvar er heimilis­læknirinn minn?

Unnur Rán Reynisdóttir skrifar

Íbúum á Suðurnesjunum hefur undanfarin ár fjölgað mun hraðar en í öðrum landshlutum. Undirrituð hefur lagt sín lóð á vogarskálarnar þegar hún flutti með sín 4 börn í Reykjanesbæ fyrir ekki svo löngu síðan.

Skattalækkanir sem nýtast öllum

Birgir Ármannsson skrifar

Í kosningabaráttunni heyrast háværar raddir af vinstri vængnum um að hér á landi ríki gríðarlegur ójöfnuður og nauðsynlegt sé að bregðast við með róttækum aðgerðum, ekki síst í skattamálum. Þessi málflutningur byggir á afar veikum grunni, svo ekki sé meira sagt.

Næstu stjórnvöld verða raunverulega að skilja mikilvægi nýsköpunar

Hildur Sverrisdóttir skrifar

Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga.

Afglæpavæðing - Ekkert kjaftæði

Lenya Rún Taha Karim skrifar

Viðhorf samfélagsins í garð vímuefnaneytenda hefur breyst hratt á undanförnum árum. Skaðaminnkun hefur sannað gildi sitt, en þrátt fyrir það eru stjórnvöld lengi að taka við sér. Í áratugi hafa fyrirbyggjandi aðgerðir stjórnvalda falist í hræðsluáróðri, skrímslavæðingu og stríði gegn vímuefnum - en það sem gleymist er að stríðið gegn vímuefnum er stríð gegn vímuefnaneytendum.

Tölum um Evrópu­sam­bandið

Dóra Sif Tynes skrifar

Í kosningabaráttunni sem nú stendur yfir hefur lítið verið talað um afstöðu flokka til samtarfs við Evrópuþjóðir, hvort heldur er á grundvelli EES samningsins eða Evrópusambandsins.

Í hverju felst frelsi í menntamálum?

Helga Lára Haarde skrifar

Menntamál hafa ekki verið mjög fyrirferðarmikil í aðdraganda Alþingiskosninganna. Þau eru eigi að síður gríðarlega mikilvægur málaflokkur.

Spurt er um málefni sveitarfélaga í aðdraganda alþingiskosninga

Bragi Bjarnason skrifar

Í aðdraganda alþingiskosninga er rætt um fjölbreytt málefni. Frambjóðendur og flokkar reyna eftir fremsta megni að koma sínum áherslum á framfæri til okkar kjósenda svo við getum kosið “rétt”, ef svo má taka til orða.

Við erum öll hinsegin

Viðar Eggertsson skrifar

Það eru ekki einungis forréttindi að fá að eldast, heldur líka forréttindi að fá að eldast í jafn framsæknu samfélagi og Íslandi. Margt vatn hefur runnið til sjávar síðan ég var barn og unglingur. Miklar framfarir hafa átt sér stað í réttindum kvenna, réttindum barna, réttindum hinsegins fólks og trans-fólks. Og ég hef verið svo heppinn að hafa verið hluti af þeirri vegferð þó það hafi ekki alltaf verið auðvelt.

Húsnæðisskorturinn og lausnir Miðflokksins

Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar

Ein af grunnþörfum fólks er að hafa þak yfir höfuðið, skjól. Kostnaður við að eiga eða leigja húsnæði er stærsti hluti af ráðstöfunartekjum fólks. Það er því ljóst að með því að ná húsnæðiskostnaði niður fæst ein mesta kjarabót sem hægt er að hugsa sér.

Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vera í næstu ríkisstjórn

Bryndís Haraldsdóttir skrifar

Stefna Sjálfstæðisflokksins er gömul og rótgróin en á jafn vel við í dag og árið 1929 þegar flokkurinn var stofnaður. Frjálslyndi í takt við skynsamlega íhaldssemi hefur tryggt þjóðinni þann árangur sem við höfum náð. Flokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem nýtur hvað mests fylgis og verið burðarás í íslensku samfélagi. Á þeirri tæpu öld sem liðin er frá stofnun flokksins hefur Ísland færst frá því að vera með fátækustu þjóðum Evrópu í það að vera með þeim ríkustu.

Heilbrigðisskimun allra er réttlætismál

Vilborg Þóranna Bergmann Kristjánsdóttir skrifar

Heilbrigðismálin hafa verið fyrirferðamikil í aðdraganda kosninga sem er skiljanlegt í ljósi þess hve núverandi ríkisstjórn hefur haldið þar illa á málum. En það þarf að nálgast þessi mál á nýjan hátt og það er það sem Miðflokkurinn hefur gert, með róttækum tillögum um kerfisbreytingar þar sem heilsuvernd allra verður í forgrunni.

Stórkostlegt samfélag

Gunnar Smári Egilsson skrifar

Við Sósíalistar lögðum línurnar fyrir kosningarnar á laugardaginn á Sósíalistaþingi.

Amma mín og bensíndælan

Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar

Amma mín reykti pípu sem var brotin og þurfti hún að teipa hana saman reglulega. Það þurfti mikið átak að fá ömmu mína til að eyða pening í sjálfa sig.

Gamli ferða­fé­laginn nema á öðrum for­sendum

Ástþór Ólafsson skrifar

Kínverski herforinginn eða stríðsmaðurinn Sun Tzu sagði á sínum tíma „Helsta leiðin til að vinna óvininn er að berjast ekki“. Þarna er hægt að velta mörgu fram eins og þýðir þetta, að við eigum að gefast upp og láta óvininn sigra okkur?

Er fullreynt með fullveldið?

Karl Gauti Hjaltason skrifar

Vinstri flokkarnir virðast hafa það eitt að markmiði að stækka ríkisbáknið, hækka skatta, draga úr frelsi fólks og þrengja þannig að öllu athafnafrelsi í landinu. Miðflokkurinn hefur á þessu sviði markað sér stöðu með athafnafrelsi og gegn þeirri hugsun að ríkið hafi lausnir við öllum vandamálum.

Þegar litlu málin verða stóru málin

Lovísa Oktovía Eyvindsdóttir skrifar

Þú startar bílnum og án aðvörunar heyrast háværar rökræður stjórnmálafólks úr útvarpinu. Það er á dagskrá dægurþáttur þar sem ræða á málefnum líðandi stundar. Tala um stóru málin.

ADHD - Skítugu börnin hennar Evu?

Arna Þórdís Árnadóttir skrifar

ADHD er stórt og mikilvægt heilbrigðisverkefni sem þjóðin stendur frammi fyrir í dag. Stórt verkefni, en virðist á engan hátt vera í forgangi. Af einhverjum ástæðum lítur út fyrir að enginn vilji taka þetta verkefni að sér almennilega og allir innviðir eru löngu sprungnir.

Hvers vegna ekki Samfylkingu?

Þór Saari skrifar

Samfylkingin sem stjórnmálaflokkur á sér merkilegar rætur eða allt aftur til hugmynda Nóbelsskáldsins okkar um samfylkingu allra vinstri manna, og var á sínum tíma mikill vonarneisti í stjórnmálum, meðal annars minn.

Virðing

Georg Eiður Arnarson skrifar

Virðing er það fyrsta sem mér dettur í hug þegar við tölum um fólkið okkar sem í dag er orðið fullorðið og lagði grunninn að því samfélagi sem við búum við í dag.

Heppni

Jóna Guðbjörg Torfadóttir skrifar

Í þessu þjóðfélagi sem við búum í ríður mjög á að vera heppin(n). Það veltur mjög á heppni hvaða spil eru á hendi í upphafi og ennfremur hvernig gengur að spila úr þeim. Það þarf lítið út af að bregða fyrir margan til að ágætis líf breytist í andhverfu sína. Ef vel á að vera þarf helst tvær útivinnandi manneskjur til að halda heimili. Flest þurfum við að standa skil á húsaleigu eða afborgun af húsnæðisláni ásamt því að eiga fyrir öðrum nauðsynjum um hver mánaðamót.

Sjá næstu 50 greinar