Þegar hægri höndin veit ekki af þeirri vinstri Hrafnkell Brimar Hallmundsson skrifar 20. september 2021 14:31 Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar. Það er sök sér, enda menningararfurinn mis ofarlega í huga okkar. En það er öllu verra þegar stjórnkerfið virðist ekki vita af tilvist eigin stofnana eða skilja hlutverk þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir og fjárveitingar. Minjastofnun varð til skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og tók við því hlutverki sem Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd höfðu áður. Stofnunin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og hefur m.a. það hlutverk að gefa út leyfi til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér (fornleifauppgreftir), en gegnir einnig lögbundnu hlutverki þegar kemur að skráningu, verndun og friðun minja og mótttöku og vörslu gagna. Minjastofnun á t.a.m. að halda skrá yfir allar þekktar fornleifar og gera aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni. Þetta er æði kostnaðarsamt eins og gefur að skilja. Á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok var lögð rík áhersla á verndun náttúru, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, sem er gott. Umhverfisstofnun lagðist í mikið friðlýsingarverkefni sem fylgdi mikið fjármagn. Þetta fé flæddi um umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en eins og áður segir heyrir Minjastofnun undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Öllum þessum umsvifum hefur fylgt gríðarleg aukning verkefna til Minjastofnunar, en það er engu líkara en að gleymst hafi að taka með í reikninginn að víðast hvar í íslenskri náttúru er að finna menningarminjar, sem ber lögum samkvæmt að skrá og eftir atvikum rannsaka eða friðlýsa. Það sama gildir um aðalskipulög eða deiliskipulög á vegum sveitarfélaga, en fjöldi þeirra skipulagsmála hefur stóraukist með tilheyrandi kröfu um skráningar á fornleifum, án þess að fjármagn fylgi. Hvort vandinn liggur í því að Minjastofnun sé rangt staðsett innan stjórnkerfisins og ætti að heyra undir annað ráðuneyti get ég ekki sagt til um. En það er deginum ljósara að eitthvað skortir upp á skilvirkni kerfisins og heildarsýn þegar hægri höndin veit ekki af hinni vinstri, eða lætur sem hún sé ekki til. Menningararfurinn er forgengilegur og er eðli málsins samkvæmt að hverfa fyrir augunum á okkur. Ef við áttum okkur á mikilvægi hans, sem lagasetning virðist nú benda til, þá verður að gæta þess að hann verði ekki útundan þegar gerðar eru áætlanir um náttúruna sem hann er hluti af. Höfundur er fornleifa- og tölvunarfræðingur og skipar 3. sæti Pírata í Suðurkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Píratar Suðurkjördæmi Menning Fornminjar Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Jón Þór Stefánsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Minjastofnun Íslands er ekki sú ríkisstofnun sem mest er milli tannanna á fólki frá degi til dags. Raunar ætla ég að leyfa mér að efast um að fólk þekki almennt til starfsemi stofnunarinnar eða viti endilega af tilvist hennar. Það er sök sér, enda menningararfurinn mis ofarlega í huga okkar. En það er öllu verra þegar stjórnkerfið virðist ekki vita af tilvist eigin stofnana eða skilja hlutverk þeirra þegar ákvarðanir eru teknar um aðgerðir og fjárveitingar. Minjastofnun varð til skv. lögum um menningarminjar nr. 80/2012 og tók við því hlutverki sem Fornleifavernd og Húsafriðunarnefnd höfðu áður. Stofnunin heyrir undir mennta- og menningarmálaráðuneyti og hefur m.a. það hlutverk að gefa út leyfi til fornleifarannsókna sem hafa jarðrask í för með sér (fornleifauppgreftir), en gegnir einnig lögbundnu hlutverki þegar kemur að skráningu, verndun og friðun minja og mótttöku og vörslu gagna. Minjastofnun á t.a.m. að halda skrá yfir allar þekktar fornleifar og gera aðgengilegar á miðlægum gagnagrunni. Þetta er æði kostnaðarsamt eins og gefur að skilja. Á því kjörtímabili sem nú er að líða undir lok var lögð rík áhersla á verndun náttúru, ekki síst vegna fjölgunar ferðamanna, sem er gott. Umhverfisstofnun lagðist í mikið friðlýsingarverkefni sem fylgdi mikið fjármagn. Þetta fé flæddi um umhverfis- og auðlindaráðuneytið, en eins og áður segir heyrir Minjastofnun undir mennta- og menningarmálaráðuneytið. Öllum þessum umsvifum hefur fylgt gríðarleg aukning verkefna til Minjastofnunar, en það er engu líkara en að gleymst hafi að taka með í reikninginn að víðast hvar í íslenskri náttúru er að finna menningarminjar, sem ber lögum samkvæmt að skrá og eftir atvikum rannsaka eða friðlýsa. Það sama gildir um aðalskipulög eða deiliskipulög á vegum sveitarfélaga, en fjöldi þeirra skipulagsmála hefur stóraukist með tilheyrandi kröfu um skráningar á fornleifum, án þess að fjármagn fylgi. Hvort vandinn liggur í því að Minjastofnun sé rangt staðsett innan stjórnkerfisins og ætti að heyra undir annað ráðuneyti get ég ekki sagt til um. En það er deginum ljósara að eitthvað skortir upp á skilvirkni kerfisins og heildarsýn þegar hægri höndin veit ekki af hinni vinstri, eða lætur sem hún sé ekki til. Menningararfurinn er forgengilegur og er eðli málsins samkvæmt að hverfa fyrir augunum á okkur. Ef við áttum okkur á mikilvægi hans, sem lagasetning virðist nú benda til, þá verður að gæta þess að hann verði ekki útundan þegar gerðar eru áætlanir um náttúruna sem hann er hluti af. Höfundur er fornleifa- og tölvunarfræðingur og skipar 3. sæti Pírata í Suðurkjördæmi.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun