Okkar ofurkraftur Haraldur Ingi Haraldsson skrifar 20. september 2021 10:31 Við sósíalistar tölum um kærleikshagkerfið. Það þýðir einfaldlega að undirstaða efnahagsstjórnar á Íslandi skuli vera samkennd, mannúð og hlýja. Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er sem heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Í núverandi samfélagskipan snýst allt um að fjármálamarkaðurinn, stóru fyrirtækin og hlutabréfamarkaðurinn skili sem mestum skammtíma hagnaði sem síðan er skipt á milli eigenda og stjórnenda. Það er kerfi þar sem hin auðugu og sterku hafa ógnarvöld en hin fátæku og veiku hafa lítil sem engin völd yfir lífi sínu eða samfélagi. Ekki hlusta á þau ósannindi að þetta sé á einhvern hátt réttlátt eða í samræmi við hið „rétta“ eðli mankynsins. Það er áróður þeirra fáu sem hafa hag af þessu óréttláta fyrirkomulagi. Það er áróður þeirra stjórnmálaafla sem stjórna fyrst og fremst fyrir hina fáu ríku eða vilja skríða undir væng þeirra og valdefla stöðugar hægri stjórnirSamkenndin er miðlæg í kærleikshagkerfinu. Samkenndin er meira að segja svo margslungin tilfinning að við getum fundið fyrir henni í líkamanum. Þegar við sjáum einhvern þjást bregðast ákveðnar taugafrumur við, svokallaðar spegil nevrónur og endurspegla þjáningar annarra svo við getum beinlínis upplifað þær sjálf. Þetta er alveg stórkostlegur eiginleiki. Hugræn samkennd snýst svo um að skilja aðstæður fólks og geta sett sig í spor þess. Af þessum fögru tilfinningum sprettur svo óeigingjarnt örlæti. En það að geta gefið af sér af öllu hjarta án þess að krefjast endurgjalds eða gróða er einfaldlega besta tilfinningin. Það getum við svo ótal mörg sannreynt í samskiptum við börnin okkar. Við getum átt slíkt samfélag – það sem við þurfum að gera er að hafna áróðrinum um annað og áróðrinum um að við getum ekkert og þurfum alltaf, vinstra fólk, að beygja okkur undi vilja hægrisins. Núna höfum við sjálfstraust og sterka sjálfsmynd og við eigum að taka það sem okkur hefur verið neitað um. Um það snýst erindi Sósíalistaflokksins fyrir þessar kosningar. Höfnum drottnunarhagkerfi hinna fáu og tökum í þess stað upp kærleikshagkerfi fjöldans. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp siðlegri bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf og ójöfnuður í landinu minki, skjótum við efnahagslegum stoðum undir stórátak í uppbyggingu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu, við lyftum fátækum, öldruðum og öryrkjum upp úr fátæktargildrunni, hefjum byggingu félagslegra íbúða í stórum stíl og svo framvegis. Við getum eignast þannig samfélag. Það er fullkomlega mögulegt. Ofurkrafturinn er okkar og það er nóg til í þessu ríka landi. Veljum lífið 25 september, líf okkar allra, líf sem mun aðeins blómstra innan lífvænlegs samfélags byggt á samkennd og virðingu. Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu. X-J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Skoðun Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Við sósíalistar tölum um kærleikshagkerfið. Það þýðir einfaldlega að undirstaða efnahagsstjórnar á Íslandi skuli vera samkennd, mannúð og hlýja. Öll helstu afrek sín hefur mannskepnan unnið í samvinnu. Það er einkenni okkar sem tegundar. Við erum félagsverur, rísum hæst þegar samfélag okkar er sem heilbrigðast, réttlátast og jafnast. Í núverandi samfélagskipan snýst allt um að fjármálamarkaðurinn, stóru fyrirtækin og hlutabréfamarkaðurinn skili sem mestum skammtíma hagnaði sem síðan er skipt á milli eigenda og stjórnenda. Það er kerfi þar sem hin auðugu og sterku hafa ógnarvöld en hin fátæku og veiku hafa lítil sem engin völd yfir lífi sínu eða samfélagi. Ekki hlusta á þau ósannindi að þetta sé á einhvern hátt réttlátt eða í samræmi við hið „rétta“ eðli mankynsins. Það er áróður þeirra fáu sem hafa hag af þessu óréttláta fyrirkomulagi. Það er áróður þeirra stjórnmálaafla sem stjórna fyrst og fremst fyrir hina fáu ríku eða vilja skríða undir væng þeirra og valdefla stöðugar hægri stjórnirSamkenndin er miðlæg í kærleikshagkerfinu. Samkenndin er meira að segja svo margslungin tilfinning að við getum fundið fyrir henni í líkamanum. Þegar við sjáum einhvern þjást bregðast ákveðnar taugafrumur við, svokallaðar spegil nevrónur og endurspegla þjáningar annarra svo við getum beinlínis upplifað þær sjálf. Þetta er alveg stórkostlegur eiginleiki. Hugræn samkennd snýst svo um að skilja aðstæður fólks og geta sett sig í spor þess. Af þessum fögru tilfinningum sprettur svo óeigingjarnt örlæti. En það að geta gefið af sér af öllu hjarta án þess að krefjast endurgjalds eða gróða er einfaldlega besta tilfinningin. Það getum við svo ótal mörg sannreynt í samskiptum við börnin okkar. Við getum átt slíkt samfélag – það sem við þurfum að gera er að hafna áróðrinum um annað og áróðrinum um að við getum ekkert og þurfum alltaf, vinstra fólk, að beygja okkur undi vilja hægrisins. Núna höfum við sjálfstraust og sterka sjálfsmynd og við eigum að taka það sem okkur hefur verið neitað um. Um það snýst erindi Sósíalistaflokksins fyrir þessar kosningar. Höfnum drottnunarhagkerfi hinna fáu og tökum í þess stað upp kærleikshagkerfi fjöldans. Með því að breyta ríkisfjármálum, hefta græðgi fjármálakerfisins, taka upp siðlegri bankastarfsemi með samfélagsbönkum og skattleggja þau ríku svo þau greiði sinn réttláta skerf og ójöfnuður í landinu minki, skjótum við efnahagslegum stoðum undir stórátak í uppbyggingu gjaldfrjálsrar grunnþjónustu, við lyftum fátækum, öldruðum og öryrkjum upp úr fátæktargildrunni, hefjum byggingu félagslegra íbúða í stórum stíl og svo framvegis. Við getum eignast þannig samfélag. Það er fullkomlega mögulegt. Ofurkrafturinn er okkar og það er nóg til í þessu ríka landi. Veljum lífið 25 september, líf okkar allra, líf sem mun aðeins blómstra innan lífvænlegs samfélags byggt á samkennd og virðingu. Kjósum með hjartanu. Skilum rauðu. X-J. Höfundur er oddviti Sósíalistaflokksins í Norðausturkjördæmi.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun