Næstu stjórnvöld verða raunverulega að skilja mikilvægi nýsköpunar Hildur Sverrisdóttir skrifar 20. september 2021 08:30 Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga. Nýsköpun, hugvit og tækniþróun munu skipta höfuðmáli í samfélagsbreytingum og því hvernig við leysum verkefni. Sú þróun er á fleygiferð, ný verðmætasköpun fer nú þegar að miklu leyti fram á grundvelli hátækni og hugvits og þekking á þeim sviðum verður æ mikilvægari hjá einstaklingum og í samfélaginu í heild. Hér er þegar fjöldi fyrirtækja sem nýta gott starfsumhverfi á Íslandi með hugviti sínu og þekkingu til að leysa vandamál, gera nýjar hugmyndir að veruleika eða skapa meiri verðmæti úr því sem fyrir er á borð við jarðvarma eða sjávarútveg. Þetta eru lítil og stór fyrirtæki í líftækni, þjónustu, hugbúnaðargerð, heilsutækni, matvælaframleiðslu, vélbúnaðarhönnun og svo má lengi telja. Þau gefa fólki tækifæri til að nýta menntun sína og hæfileika, þau skapa ný, fjölbreytt störf og bæta samfélagið auk þess að skapa verðmæti. Verðmæti nýsköpunar liggja samt fyrst og fremst í tækifærum næstu áratuga. Við þurfum að ræða hvernig við ætlum að leysa stóru verkefnin framundan. Loftslagsvandinn bíður okkar, að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, búa menntakerfið undir framtíðina og halda Íslandi samkeppnisfæru sem landi þar sem eftirsótt er að búa og starfa. Bestu lausnirnar munu ekki felast í að setja meira fé í gamlar aðferðir. Þær felast í því hvernig við nýtum tækni og nýja þekkingu okkur til góðs. Hið opinbera er ekki rétti aðilinn til að takast á við það eitt síns liðs. Hættulegur afleikur Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna Til að undirstrika að þetta er raunverulegt áhyggjuefni má benda á stórslys í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg sem hyggst ráða 60 sérfræðinga og leggja í stjarnfræðilegan kostnað til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Þetta er eitt stærsta innanhússverkefni sögunnar sem verður þá unnið án gegnsæis, án utanaðkomandi hugmynda sem fæðast þegar fólk með sérþekkingu sækist eftir verkefnum og án augljósrar ábyrgðar á að verkið heppnist vel. Ég verð að viðurkenna að það er hreinlega stórundarlegt að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstri græn ætli sér út í þessa úreltu og arfavondu vegferð. Sérstaklega þegar fyrirmynd núverandi ríkisstjórnar liggur fyrir í Stafrænu Íslandi sem hefur útvistað sínum þróunarverkefnum að langmestu leyti með sáralítilli yfirbyggingu og stýringu. Því miður vekur þetta útspil flokkanna ekki mikið traust á að þar sé nægilegur skilningur á hver er grunntónn allrar velheppnaðrar nýsköpunar. Við leysum verkefnin með því að leyfa kröftum fólks að njóta sín, að sem flestir hafi tækifæri til að leggja til málanna. Ríkið á að leggja til ramma og gott umhverfi svo við getum beislað þessa krafta í þágu samfélagsins og hugvitið og þekkingin verði til. Þannig verður Ísland að landi þar sem nýsköpun blómstrar og leysir vandamál. Þetta hugarfar mun skilja að þau ríki sem ná árangri næstu áratugi frá þeim sem dragast aftur úr og við verðum að varast orðræðu sem sækir lausnir sínar og hugmyndir áratugi aftur í tímann. Heiminum um miðja þessa öld verður nokk sama um þær. Nýsköpunarstefna stjórnvalda sem kynnt var af núverandi nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins árið 2019 og fylgt hefur verið eftir síðan með ýmsum hætti skapar mikilvægan grundvöll þess að búa Ísland undir að mæta áskorunum framtíðarinnar. Ég held það skipti afgerandi máli, og get varla ítrekað það nóg, að þau stjórnvöld sem taka við stjórn landsins að loknum kosningum verða að skilja þetta mikilvægi nýsköpunar fyrir framtíð okkar og þess að fólk með hugmyndir hafi tækifæri til að gera þær að veruleika. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingiskosningar 2021 Skoðun: Kosningar 2021 Sjálfstæðisflokkurinn Nýsköpun Hildur Sverrisdóttir Mest lesið Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Við höfum ekki hugmynd um hvernig heimurinn lítur út eftir tuttugu ár, ekki frekar en við gátum ráðið nákvæmlega í framtíðina fyrir tuttugu árum. Við sáum ekki fyrir rafhlaupahjól, Netflix eða snjallsímann. En við vissum samt að tæknin myndi eiga stóran þátt í framförum næstu áratuga. Nýsköpun, hugvit og tækniþróun munu skipta höfuðmáli í samfélagsbreytingum og því hvernig við leysum verkefni. Sú þróun er á fleygiferð, ný verðmætasköpun fer nú þegar að miklu leyti fram á grundvelli hátækni og hugvits og þekking á þeim sviðum verður æ mikilvægari hjá einstaklingum og í samfélaginu í heild. Hér er þegar fjöldi fyrirtækja sem nýta gott starfsumhverfi á Íslandi með hugviti sínu og þekkingu til að leysa vandamál, gera nýjar hugmyndir að veruleika eða skapa meiri verðmæti úr því sem fyrir er á borð við jarðvarma eða sjávarútveg. Þetta eru lítil og stór fyrirtæki í líftækni, þjónustu, hugbúnaðargerð, heilsutækni, matvælaframleiðslu, vélbúnaðarhönnun og svo má lengi telja. Þau gefa fólki tækifæri til að nýta menntun sína og hæfileika, þau skapa ný, fjölbreytt störf og bæta samfélagið auk þess að skapa verðmæti. Verðmæti nýsköpunar liggja samt fyrst og fremst í tækifærum næstu áratuga. Við þurfum að ræða hvernig við ætlum að leysa stóru verkefnin framundan. Loftslagsvandinn bíður okkar, að tryggja framúrskarandi heilbrigðisþjónustu, búa menntakerfið undir framtíðina og halda Íslandi samkeppnisfæru sem landi þar sem eftirsótt er að búa og starfa. Bestu lausnirnar munu ekki felast í að setja meira fé í gamlar aðferðir. Þær felast í því hvernig við nýtum tækni og nýja þekkingu okkur til góðs. Hið opinbera er ekki rétti aðilinn til að takast á við það eitt síns liðs. Hættulegur afleikur Viðreisnar, Pírata, Samfylkingar og Vinstri grænna Til að undirstrika að þetta er raunverulegt áhyggjuefni má benda á stórslys í uppsiglingu hjá Reykjavíkurborg sem hyggst ráða 60 sérfræðinga og leggja í stjarnfræðilegan kostnað til að byggja upp stafræna innviði borgarinnar. Þetta er eitt stærsta innanhússverkefni sögunnar sem verður þá unnið án gegnsæis, án utanaðkomandi hugmynda sem fæðast þegar fólk með sérþekkingu sækist eftir verkefnum og án augljósrar ábyrgðar á að verkið heppnist vel. Ég verð að viðurkenna að það er hreinlega stórundarlegt að Viðreisn, Píratar, Samfylking og Vinstri græn ætli sér út í þessa úreltu og arfavondu vegferð. Sérstaklega þegar fyrirmynd núverandi ríkisstjórnar liggur fyrir í Stafrænu Íslandi sem hefur útvistað sínum þróunarverkefnum að langmestu leyti með sáralítilli yfirbyggingu og stýringu. Því miður vekur þetta útspil flokkanna ekki mikið traust á að þar sé nægilegur skilningur á hver er grunntónn allrar velheppnaðrar nýsköpunar. Við leysum verkefnin með því að leyfa kröftum fólks að njóta sín, að sem flestir hafi tækifæri til að leggja til málanna. Ríkið á að leggja til ramma og gott umhverfi svo við getum beislað þessa krafta í þágu samfélagsins og hugvitið og þekkingin verði til. Þannig verður Ísland að landi þar sem nýsköpun blómstrar og leysir vandamál. Þetta hugarfar mun skilja að þau ríki sem ná árangri næstu áratugi frá þeim sem dragast aftur úr og við verðum að varast orðræðu sem sækir lausnir sínar og hugmyndir áratugi aftur í tímann. Heiminum um miðja þessa öld verður nokk sama um þær. Nýsköpunarstefna stjórnvalda sem kynnt var af núverandi nýsköpunarráðherra Sjálfstæðisflokksins árið 2019 og fylgt hefur verið eftir síðan með ýmsum hætti skapar mikilvægan grundvöll þess að búa Ísland undir að mæta áskorunum framtíðarinnar. Ég held það skipti afgerandi máli, og get varla ítrekað það nóg, að þau stjórnvöld sem taka við stjórn landsins að loknum kosningum verða að skilja þetta mikilvægi nýsköpunar fyrir framtíð okkar og þess að fólk með hugmyndir hafi tækifæri til að gera þær að veruleika. Höfundur er í 2. sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík suður
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun