Sjálfstæðisflokkurinn þarf að vera í næstu ríkisstjórn Bryndís Haraldsdóttir skrifar 19. september 2021 20:31 Stefna Sjálfstæðisflokksins er gömul og rótgróin en á jafn vel við í dag og árið 1929 þegar flokkurinn var stofnaður. Frjálslyndi í takt við skynsamlega íhaldssemi hefur tryggt þjóðinni þann árangur sem við höfum náð. Flokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem nýtur hvað mests fylgis og verið burðarás í íslensku samfélagi. Á þeirri tæpu öld sem liðin er frá stofnun flokksins hefur Ísland færst frá því að vera með fátækustu þjóðum Evrópu í það að vera með þeim ríkustu. Það skiptir máli hver stjórnar Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ríkissjóður haft bolmagn til að taka á móti heimsfaraldri með öflugum stuðningsaðgerðum sem tryggðu rekstrargrundvöll fyrirtækja og um leið afkomu heimilanna í landinu. Allir mælikvarðar benda til þess að aðgerðir okkar síðustu kjörtímabil og þær ákvarðanir sem teknar voru í ríkisfjármálum séu grundvöllur þeirrar viðspyrnu sem Ísland býr yfir nú þegar við búum okkur undir að vaxa út úr faraldrinum. Þetta er ekki sjálfsagt. Tryggjum áframhaldandi velsæld á Íslandi Tryggjum áframhaldandi ábyrga efnahagsstjórn, tryggjum lægri skatta í þágu heimila og fyrirtækja. Tryggjum rétt allra til heilbrigðisþjónustu, þjónustu sem snýst um einstaklinginn sem sækir þjónustuna en ekki um kerfið sem veitir hana. Ráðumst í uppstokkun á tryggingarkerfi öryrkja þar sem fjárhagslegt sjálfstæði þeirra er tryggt á sama tíma og hvati til atvinnuþátttöku er til staðar. Tryggjum áframhaldandi alþjóðasamstarf og alþjóðaviðskipti á okkar forsendum. Tryggjum stafræna byltingu í opinberri þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarmálum. Tryggjum möguleika eldra fólks til að láta að sér kveða á vinnumarkaði okkur öllum til hagsbóta. Tryggjum valfrelsi á öllum sviðum, líka í samgöngum. Setjum X við D strax í dag og tryggjum að Ísland verði áfram land tækifæranna. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bryndís Haraldsdóttir Sjálfstæðisflokkurinn Skoðun: Kosningar 2021 Alþingiskosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Mest lesið Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir Skoðun Burt með stöðumælana! Björn Jón Bragason Skoðun Skoðun Skoðun Gleði eða ógleði? Haraldur Hrafn Guðmundsson skrifar Skoðun Tískuorð eða sjálfsögð réttindi? Vigdís Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Ráðherrann og illkvittnu einkaaðilarnir Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Áttatíu ár frá Hírósíma og Nagasakí Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Er einhver hissa á fúskinu? Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Réttmætar áhyggjur eða ósanngjarnar alhæfingar? Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun „Þótt náttúran sé lamin með lurk!“ Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Ekkert ævintýri fyrir mongólsku hestana María Lilja Tryggvadóttir skrifar Skoðun Nám í skugga óöryggis Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Tæknin á ekki að nota okkur Anna Laufey Stefánsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat í skólum og hvað svo? Rakel Linda Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Tóbakslaust Ísland! - Með hjálp stefnu um skaðaminnkun Bjarni Freyr Guðmundsson skrifar Skoðun Meðsek um þjóðarmorð vegna aðgerðaleysis? Pétur Heimisson skrifar Skoðun Tími ábyrgðar í útlendingamálum – ekki uppgjafar Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Takk starfsfólk og forysta ÁTVR Siv Friðleifsdóttir skrifar Skoðun Þjóðarmorðið í Palestínu Arnar Eggert Thoroddsen skrifar Skoðun Eldra fólk, þolendum ofbeldis oft ekki trúað Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Tölfræði og raunveruleikinn Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Umgengnistálmanir – brot á réttindum barna Einar Hugi Bjarnason skrifar Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar Skoðun Baráttan um þjóðarsálina Alexandra Briem skrifar Skoðun Lagaleg réttindi skipta máli Kári Garðarsson skrifar Skoðun Pride and Progress: Advancing Equality Through Unity Clara Ganslandt skrifar Skoðun Hver rödd skiptir máli! Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Sýnum þeim frelsið Þorbjörg Þorvaldsdóttir skrifar Sjá meira
Stefna Sjálfstæðisflokksins er gömul og rótgróin en á jafn vel við í dag og árið 1929 þegar flokkurinn var stofnaður. Frjálslyndi í takt við skynsamlega íhaldssemi hefur tryggt þjóðinni þann árangur sem við höfum náð. Flokkurinn hefur frá stofnun verið sú stjórnmálahreyfing sem nýtur hvað mests fylgis og verið burðarás í íslensku samfélagi. Á þeirri tæpu öld sem liðin er frá stofnun flokksins hefur Ísland færst frá því að vera með fátækustu þjóðum Evrópu í það að vera með þeim ríkustu. Það skiptir máli hver stjórnar Undir stjórn Sjálfstæðisflokksins hefur ríkissjóður haft bolmagn til að taka á móti heimsfaraldri með öflugum stuðningsaðgerðum sem tryggðu rekstrargrundvöll fyrirtækja og um leið afkomu heimilanna í landinu. Allir mælikvarðar benda til þess að aðgerðir okkar síðustu kjörtímabil og þær ákvarðanir sem teknar voru í ríkisfjármálum séu grundvöllur þeirrar viðspyrnu sem Ísland býr yfir nú þegar við búum okkur undir að vaxa út úr faraldrinum. Þetta er ekki sjálfsagt. Tryggjum áframhaldandi velsæld á Íslandi Tryggjum áframhaldandi ábyrga efnahagsstjórn, tryggjum lægri skatta í þágu heimila og fyrirtækja. Tryggjum rétt allra til heilbrigðisþjónustu, þjónustu sem snýst um einstaklinginn sem sækir þjónustuna en ekki um kerfið sem veitir hana. Ráðumst í uppstokkun á tryggingarkerfi öryrkja þar sem fjárhagslegt sjálfstæði þeirra er tryggt á sama tíma og hvati til atvinnuþátttöku er til staðar. Tryggjum áframhaldandi alþjóðasamstarf og alþjóðaviðskipti á okkar forsendum. Tryggjum stafræna byltingu í opinberri þjónustu, ekki síst í heilbrigðis- og velferðarmálum. Tryggjum möguleika eldra fólks til að láta að sér kveða á vinnumarkaði okkur öllum til hagsbóta. Tryggjum valfrelsi á öllum sviðum, líka í samgöngum. Setjum X við D strax í dag og tryggjum að Ísland verði áfram land tækifæranna. Höfundur skipar þriðja sæti á lista Sjálfstæðisflokksins í Suðvesturkjördæmi.
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun
Skoðun Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Sorglegur uppgjafar doði varðandi áframhaldandi stríðin í dag Matthildur Björnsdóttir skrifar
Skoðun Frá dulúð til daglegs lífs: Hvernig nýjasta gervigreindin vinnur með þér – og gerir þig klárari Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Stjórnun, hönnun og framkvæmd öryggisráðstafana í Reynisfjöru Magnús Rannver Rafnsson skrifar
Skoðun Ósýnilegur veruleiki – Alvarlegt ME og baráttan fyrir skilningi Helga Edwardsdóttir skrifar
Þegar hæstaréttarlögmenn kynda undir mismunun og kerfisbundnu ofbeldi Sigríður Svanborgardóttir Skoðun