Skoðun

Kratar komið heim!

Gylfi Þór Gíslason skrifar

Krati er lítið fallegt orð sem hefur verið í íslensku máli í fjölda ára. Það hefur verið notað um fólk sem var í Alþýðuflokknum. Þetta er styttinga á orðinu sósíaldemokrati sem upphaflega var þýtt sem jafnaðarmaður á íslensku.

Oft var ég kallaður, í gamla daga, „helvítis kratinn“, þegar mest gekk á hjá okkur Alþýðuflokksmönnum í pólitíkinni og hafði oft gaman af. Við kratar höfum skilgreint okkur, sem eðalkrata, blúndukrata og vöfflukrata svo eitthvað sé nefnt. Fer ekki nánar út í það hér.

Í umræðunni í Samfylkingunni undanfarin misseri er oft talað um kratana og svo annað Samfylkingarfólk. Andstæðingar tala um að kratarnir séu að yfirgefa Samfylkinguna og farnir hingað og þangað.

Eins og ég sagði í upphafi var orðið krati notað yfir okkur sósíaldemókrata, það er Alþýðuflokksmenn.

Hvaða flokkur í íslenskri pólitík í dag er skilgreindur sem sósíaldemókratískur flokkur. Það er jú Samfylkingin. Þar af leiðandi er Samfylkingarfólk kratar upp til hópa.

Samfylkingarfólk þarf að fara að viðurkenna það líkt og þau hafa gert með því að taka fram rósina, en svo var ekki í fyrstu kosningum Samfylkingarinnar.

Ég vil segja það við gömlu ,,kratana“ úr Alþýðuflokknum og hafa ráfað yfir í aðra flokka.

Félagar, komið heim í flokk okkar jafnaðarmanna á Íslandi. Sannir jafnaðarmenn geta ekki farið að kjósa Viðreisn, Framsókn, VG eða Sjálfstæðisflokkinn né aðra flokka.

Ágætu félagar, gamlir Alþýðuflokksmenn um land allt.

Vinnum kosningarnar saman. Sameinumst og kjósum öll.

Samfylkinguna á laugardaginn 25. september. X-S sigur jafnaðarmanna.

Höfundur skipar 10. sæti á lista Samfylkingarinnar í Norðvesturkjördæmi.



Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Skoðun

Saman gegn ríkisofbeldi

Vilhjálmur Yngvi Hjálmarsson,Örlygur Steinar Arnaldsson,Sigurhjörtur Pálmason,Simon Valentin Hirt,Kristbjörg Arna E. Þorvaldsdóttir,Ari Logn,Margrét Rut Eddudóttir skrifar

Sjá meira


×