Hvert stefnir Þýskaland? Ívar Már Arthúrsson skrifar 20. september 2021 20:00 Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fara fram á sunnudaginn og búast má við því að þær verði afar spennandi. Angela Merkel er að hætta sem kanslari landsins, þannig að það er einnig verið að kjósa um það hver muni taka við embætti af henni. Síðustu fjögur árin hefur Þýskalandi verið stýrt af samsteypustjórn flokks Kristilegra Demókrata og Jafnaðarmannaflokksins, en nokkuð öruggt þykir að sú stjórn muni ekki starfa áfram eftir kosningar, jafnvel þótt meirihluti væri fyrir því í þinginu. Það bendir því allt til þess að ný stjórn muni taka við völdum. Kannanir gefa til kynna að það verði mynduð þriggja flokka stjórn og að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Einn þessara möguleika væri stjórn Kristilegra Demókrata, Græningja og Frjálsra Demókrata. Sá möguleiki þykir hins vegar ekki líklegur, þar sem Græningjar hafa margoft gefið í skyn að þeir séu ekki beinlínis spenntir fyrir slíkri stjórn. Það bendir því margt til þess að Jafnaðarmenn muni leiða næstu ríkisstjórn og fá til liðs við sig Græningja og síðan annað hvort Frjálsa Demókrata eða róttæka vinstri flokkinn, „Die Linke“. Þó að fulltrúar Jafnaðarmanna og Græningja hafi ítrekað gefið í skyn að það gæti orðið erfitt að mynda stjórn með „Die Linke“, þykir mörgum stjórnmálaskýrendum það ekkert ólíklegra en að þeir myndi stjórn með Frjálsum Demókrötum. Mörgum á hægri væng stjórnmálanna hugnast hugmyndin um að stjórn verði mynduð með „Die Linke“ alls ekki. Þannig hafa t.d. Kristilegir Demókratar varað við því að slík stjórn myndi ógna þýsku efnahagslífi og almennri velsæld í landinu. Þeir hafa ítrekað hvatt Jafnaðarmenn og Græningja til að útiloka að mynda stjórn með „Die Linke“, en fulltrúar beggja flokka vilja halda þessum möguleika opnum. Ljóst er að slík stjórn væri róttækasta ríkisstjórn í sögu Þýska Sambandslýðveldisins og að hún myndi ráðast í víðtækar aðgerðir í ýmsum málum, svo sem heilbrigðismálum. Margir Þjóðverjar líta svo á að heilbrigðiskerfið í landinu sé of stéttskipt og þess vegna hafa flokkarnir á vinstri vængnum margoft lýst yfir vilja sínum til að breyta því. Ef Jafnaðarmenn og Græningjar myndu hins vegar fara í stjórn með frjálsum demókrötum, þá er talið nokkuð ljóst að sú stjórn myndi t.d. ekki hækka neina skatta, þar sem formaður flokksins, Christian Lindner, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að hægt sé að mynda ríkisstjórn með honum. Það má sem sagt búast við því að töluverðar breytingar muni eiga sér stað í þýskum stjórnmálum á næstu árum, hvernig svo sem kosningarnar um næstu helgi fara. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Skoðun Skoðun Það ber allt að sama brunni. – Mín kenning. Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hver mun stjórna heiminum eftir hundrað ár? Sigurður Árni Þórðarson skrifar Skoðun Íbúðir með froðu til sölu Björn Sigurðsson skrifar Skoðun Að hafa eða að vera Guðrún Schmidt skrifar Skoðun Mikilvægar kjarabætur fyrir aldraða Inga Sæland skrifar Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Tryggðu þér bíl fyrir áramótin! Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Formúlu fyrir sigri? Nei takk. Guðmundur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Norræn samstaða skapar tækifæri fyrir græna framtíð Nótt Thorberg skrifar Skoðun Má umskera dreng í heimahúsi? Eva Hauksdóttir skrifar Skoðun Viðskiptafrelsi og hátækniiðnaður Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Hver er virðingin fyrir skólaskyldunni? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar Skoðun Valþröng í varnarmálum Gunnar Pálsson skrifar Skoðun Fjólubláar prófílmyndir Anna Sóley Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Er þetta planið? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Tækifærin í orkuskiptunum Jón Trausti Kárason skrifar Skoðun Frekar rétt að endurskoða sambúðina Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Bullur í Brussel Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Áminntur um sannsögli Jón Ármann Steinsson skrifar Skoðun Nvidia, Bitcoin og gamla varnarliðið: Hvað bíður Íslands? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Sjá meira
Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fara fram á sunnudaginn og búast má við því að þær verði afar spennandi. Angela Merkel er að hætta sem kanslari landsins, þannig að það er einnig verið að kjósa um það hver muni taka við embætti af henni. Síðustu fjögur árin hefur Þýskalandi verið stýrt af samsteypustjórn flokks Kristilegra Demókrata og Jafnaðarmannaflokksins, en nokkuð öruggt þykir að sú stjórn muni ekki starfa áfram eftir kosningar, jafnvel þótt meirihluti væri fyrir því í þinginu. Það bendir því allt til þess að ný stjórn muni taka við völdum. Kannanir gefa til kynna að það verði mynduð þriggja flokka stjórn og að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Einn þessara möguleika væri stjórn Kristilegra Demókrata, Græningja og Frjálsra Demókrata. Sá möguleiki þykir hins vegar ekki líklegur, þar sem Græningjar hafa margoft gefið í skyn að þeir séu ekki beinlínis spenntir fyrir slíkri stjórn. Það bendir því margt til þess að Jafnaðarmenn muni leiða næstu ríkisstjórn og fá til liðs við sig Græningja og síðan annað hvort Frjálsa Demókrata eða róttæka vinstri flokkinn, „Die Linke“. Þó að fulltrúar Jafnaðarmanna og Græningja hafi ítrekað gefið í skyn að það gæti orðið erfitt að mynda stjórn með „Die Linke“, þykir mörgum stjórnmálaskýrendum það ekkert ólíklegra en að þeir myndi stjórn með Frjálsum Demókrötum. Mörgum á hægri væng stjórnmálanna hugnast hugmyndin um að stjórn verði mynduð með „Die Linke“ alls ekki. Þannig hafa t.d. Kristilegir Demókratar varað við því að slík stjórn myndi ógna þýsku efnahagslífi og almennri velsæld í landinu. Þeir hafa ítrekað hvatt Jafnaðarmenn og Græningja til að útiloka að mynda stjórn með „Die Linke“, en fulltrúar beggja flokka vilja halda þessum möguleika opnum. Ljóst er að slík stjórn væri róttækasta ríkisstjórn í sögu Þýska Sambandslýðveldisins og að hún myndi ráðast í víðtækar aðgerðir í ýmsum málum, svo sem heilbrigðismálum. Margir Þjóðverjar líta svo á að heilbrigðiskerfið í landinu sé of stéttskipt og þess vegna hafa flokkarnir á vinstri vængnum margoft lýst yfir vilja sínum til að breyta því. Ef Jafnaðarmenn og Græningjar myndu hins vegar fara í stjórn með frjálsum demókrötum, þá er talið nokkuð ljóst að sú stjórn myndi t.d. ekki hækka neina skatta, þar sem formaður flokksins, Christian Lindner, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að hægt sé að mynda ríkisstjórn með honum. Það má sem sagt búast við því að töluverðar breytingar muni eiga sér stað í þýskum stjórnmálum á næstu árum, hvernig svo sem kosningarnar um næstu helgi fara. Höfundur er nemi.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kerfisbundin villa – Af hverju þurfa börn innflytjenda að læra íslensku sem annað mál? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða í Kópavogi á sama tíma og bæjarsjóður er rekinn með halla Bergljót Kristinsdóttir skrifar
Skoðun Frystum samninga. Stoppum atkvæðagreiðslur. Ótímabundið frost Pétur Björgvin Sveinsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun