Hvert stefnir Þýskaland? Ívar Már Arthúrsson skrifar 20. september 2021 20:00 Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fara fram á sunnudaginn og búast má við því að þær verði afar spennandi. Angela Merkel er að hætta sem kanslari landsins, þannig að það er einnig verið að kjósa um það hver muni taka við embætti af henni. Síðustu fjögur árin hefur Þýskalandi verið stýrt af samsteypustjórn flokks Kristilegra Demókrata og Jafnaðarmannaflokksins, en nokkuð öruggt þykir að sú stjórn muni ekki starfa áfram eftir kosningar, jafnvel þótt meirihluti væri fyrir því í þinginu. Það bendir því allt til þess að ný stjórn muni taka við völdum. Kannanir gefa til kynna að það verði mynduð þriggja flokka stjórn og að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Einn þessara möguleika væri stjórn Kristilegra Demókrata, Græningja og Frjálsra Demókrata. Sá möguleiki þykir hins vegar ekki líklegur, þar sem Græningjar hafa margoft gefið í skyn að þeir séu ekki beinlínis spenntir fyrir slíkri stjórn. Það bendir því margt til þess að Jafnaðarmenn muni leiða næstu ríkisstjórn og fá til liðs við sig Græningja og síðan annað hvort Frjálsa Demókrata eða róttæka vinstri flokkinn, „Die Linke“. Þó að fulltrúar Jafnaðarmanna og Græningja hafi ítrekað gefið í skyn að það gæti orðið erfitt að mynda stjórn með „Die Linke“, þykir mörgum stjórnmálaskýrendum það ekkert ólíklegra en að þeir myndi stjórn með Frjálsum Demókrötum. Mörgum á hægri væng stjórnmálanna hugnast hugmyndin um að stjórn verði mynduð með „Die Linke“ alls ekki. Þannig hafa t.d. Kristilegir Demókratar varað við því að slík stjórn myndi ógna þýsku efnahagslífi og almennri velsæld í landinu. Þeir hafa ítrekað hvatt Jafnaðarmenn og Græningja til að útiloka að mynda stjórn með „Die Linke“, en fulltrúar beggja flokka vilja halda þessum möguleika opnum. Ljóst er að slík stjórn væri róttækasta ríkisstjórn í sögu Þýska Sambandslýðveldisins og að hún myndi ráðast í víðtækar aðgerðir í ýmsum málum, svo sem heilbrigðismálum. Margir Þjóðverjar líta svo á að heilbrigðiskerfið í landinu sé of stéttskipt og þess vegna hafa flokkarnir á vinstri vængnum margoft lýst yfir vilja sínum til að breyta því. Ef Jafnaðarmenn og Græningjar myndu hins vegar fara í stjórn með frjálsum demókrötum, þá er talið nokkuð ljóst að sú stjórn myndi t.d. ekki hækka neina skatta, þar sem formaður flokksins, Christian Lindner, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að hægt sé að mynda ríkisstjórn með honum. Það má sem sagt búast við því að töluverðar breytingar muni eiga sér stað í þýskum stjórnmálum á næstu árum, hvernig svo sem kosningarnar um næstu helgi fara. Höfundur er nemi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar í Þýskalandi Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Skoðun Skoðun ESB og Kvótahopp Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Sjá meira
Kosningar til þýska þingsins, Bundestag, fara fram á sunnudaginn og búast má við því að þær verði afar spennandi. Angela Merkel er að hætta sem kanslari landsins, þannig að það er einnig verið að kjósa um það hver muni taka við embætti af henni. Síðustu fjögur árin hefur Þýskalandi verið stýrt af samsteypustjórn flokks Kristilegra Demókrata og Jafnaðarmannaflokksins, en nokkuð öruggt þykir að sú stjórn muni ekki starfa áfram eftir kosningar, jafnvel þótt meirihluti væri fyrir því í þinginu. Það bendir því allt til þess að ný stjórn muni taka við völdum. Kannanir gefa til kynna að það verði mynduð þriggja flokka stjórn og að það séu nokkrir möguleikar í stöðunni. Einn þessara möguleika væri stjórn Kristilegra Demókrata, Græningja og Frjálsra Demókrata. Sá möguleiki þykir hins vegar ekki líklegur, þar sem Græningjar hafa margoft gefið í skyn að þeir séu ekki beinlínis spenntir fyrir slíkri stjórn. Það bendir því margt til þess að Jafnaðarmenn muni leiða næstu ríkisstjórn og fá til liðs við sig Græningja og síðan annað hvort Frjálsa Demókrata eða róttæka vinstri flokkinn, „Die Linke“. Þó að fulltrúar Jafnaðarmanna og Græningja hafi ítrekað gefið í skyn að það gæti orðið erfitt að mynda stjórn með „Die Linke“, þykir mörgum stjórnmálaskýrendum það ekkert ólíklegra en að þeir myndi stjórn með Frjálsum Demókrötum. Mörgum á hægri væng stjórnmálanna hugnast hugmyndin um að stjórn verði mynduð með „Die Linke“ alls ekki. Þannig hafa t.d. Kristilegir Demókratar varað við því að slík stjórn myndi ógna þýsku efnahagslífi og almennri velsæld í landinu. Þeir hafa ítrekað hvatt Jafnaðarmenn og Græningja til að útiloka að mynda stjórn með „Die Linke“, en fulltrúar beggja flokka vilja halda þessum möguleika opnum. Ljóst er að slík stjórn væri róttækasta ríkisstjórn í sögu Þýska Sambandslýðveldisins og að hún myndi ráðast í víðtækar aðgerðir í ýmsum málum, svo sem heilbrigðismálum. Margir Þjóðverjar líta svo á að heilbrigðiskerfið í landinu sé of stéttskipt og þess vegna hafa flokkarnir á vinstri vængnum margoft lýst yfir vilja sínum til að breyta því. Ef Jafnaðarmenn og Græningjar myndu hins vegar fara í stjórn með frjálsum demókrötum, þá er talið nokkuð ljóst að sú stjórn myndi t.d. ekki hækka neina skatta, þar sem formaður flokksins, Christian Lindner, hefur sett það sem skilyrði fyrir því að hægt sé að mynda ríkisstjórn með honum. Það má sem sagt búast við því að töluverðar breytingar muni eiga sér stað í þýskum stjórnmálum á næstu árum, hvernig svo sem kosningarnar um næstu helgi fara. Höfundur er nemi.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar