Amma mín og bensíndælan Ingunn Rós Kristjánsdóttir skrifar 19. september 2021 14:31 Amma mín reykti pípu sem var brotin og þurfti hún að teipa hana saman reglulega. Það þurfti mikið átak að fá ömmu mína til að eyða pening í sjálfa sig. Amma mín nýtti allt sem nýta mátti og lagði fyrir þann litla pening sem henni áskotnaðist yfir ævina með rekstrinum á sínum litla sveitabæ. Amma mín sparaði og safnaði til þess að hjálpa afkomendum sínum að eiga betra líf. Hún færði fórnir fyrir komandi kynslóðir. Amma og afi voru með bensíndælu á litla býlinu sínu og söfnuðu þannig pening til að geta séð fyrir menntun barna sinna. Þótt þau hefðu lítið á milli handanna, fór allt sem þau áttu aflögu til afkomendanna. Þau vildu tryggja þeim betra líf. Þetta gerðu þau alla ævi, án þess að kvarta nokkurn tímann. Við þurfum að taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og færa fórnir til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð, einhverja framtíð. Okkar fórnir þurfa þó að vera af öðrum toga. Róttæk skref strax Við þurfum að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Við þurfum að breyta neyslumynstri okkar og stjórnvöld þurfa að taka stór og róttæk skref strax. Við megum engan tíma missa. Hvers vegna höfum við verið að menga svona mikið hingað til? Er það vegna þess að við erum svona vond og okkur er alveg sama um umhverfið? Nei, ég vil nú ekki trúa því. Við mengum vegna þess að það er hagkvæmt, það borgar sig. Amma mín og afi voru með bensíndælu vegna þess að það var hagkvæmt og þau gátu borgað fyrir menntaskólagöngu barna sinna með þeim ágóða. Ef það hefði borgað sig og verið hagkvæmt að endurheimta votlendi á þeirra jörð, þá hefðu þau gert það. Ef það hefði borgað sig að vera með grænmetisframleiðslu, þá hefðu þau gert það. Þar liggur vandinn og sömuleiðis lausnin. Það eru þeir hvatar sem eru fyrir hendi. Við þurfum að breyta hvötunum, koma inn með græna hvata og sjá til þess að það byrji að borga sig að vera umhverfisvænn. Loforð stjórnmálanna Þau sem hafa fylgst með umræðum fyrir komandi kosningar hafa eflaust tekið eftir því að loftslags- og umhverfismál er stórt áherslumál fyrir komandi kosningar, sem er mjög ánægjulegt og svo sannarlega tími til kominn. Það er þó óskandi að þetta sé ekki bara tískubóla, heldur muni raungerast á næsta kjörtímabili. Ungir Umhverfissinnar gáfu út einkunnagjöf sína fyrir stefnur stjórnmálaflokkanna um daginn með Sólarkvarðanum. Þar mátti þó sjá að einungis nokkrir flokkar fengu ekki falleinkunn í loftslagsmálum. Þarna stendur skýrt val frammi fyrir kjósendum, vilji þeir sjá metnað í umhverfis- og loftslagsmálum á næsta kjörtímabili. Ég, sem ung manneskja í framboði sem er mjög annt um loftslagsmál, var afar stolt af þeirri einkunn sem Viðreisn fékk út úr þessum kvarða og mun leggja mig alla fram við að halda flokknum við efnið, auðnist okkur að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Stórt stef í umhverfisstefnu Viðreisnar er að koma á grænum hvötum inni í hringrásarhagkerfið, enda fengum við hæstu einkunn allra flokka í þeim efnum. Við þurfum að fá alla með okkur í lið; einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og sérstaklega bændur. Viðreisn sér fyrir sér stór tækifæri fyrir bændastéttina í að gerast vistbændur. Þá hefðu þeir val um að geta rekið starfsemi sína á að hugsa vel um landið okkar og hjálpa þjóðinni að ná umhverfismarkmiðum sínum, og lifað á því. Þá þurfum við að endurskoða styrkjakerfi bænda og veita þeim frelsi til að stunda þann búskap sem þeim hentar og bera með sér hvata sem miða að markmiðum okkar í loftslagsmálum. Byggja undir kerfi sem miðar að aukinni kolefnisjöfnun. Tökum okkur ömmu til fyrirmyndar Stundum þegar ég hef kveinkað mér yfir því að það verði of erfitt að leggja á sig þessar breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná árangri í loftslagsmálum, þá verður mér hugsað til hennar ömmu minnar og þær fórnir sem hún færði. Ég tel að við þurfum að sýna kjark og þor og taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og vera tilbúin að færa fórnir og leggja svolítið á okkur til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð. Eins og þau gerðu fyrir okkur. Höfundur er Vestfirðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Kosningar 2021 Viðreisn Loftslagsmál Mest lesið Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Framtíðin fær húsnæði Ingunn Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Börnin sem deyja á Gaza Elín Pjetursdóttir skrifar Skoðun Brýr, sýkingar og börn Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvað er lýðskóli eiginlega? Margrét Gauja Magnúsdóttir skrifar Skoðun Búum til pláss fyrir framtíðina Birna Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Hættuleg ofnotkun svefnlyfja á Íslandi Drífa Sigfúsdóttir skrifar Skoðun Kveikjum neistann um allt land Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Ætlar Ísland að fara sömu leið og Evrópa í útlendingamálum? Kári Allansson skrifar Skoðun Samtökin 78 verðlauna sögufölsun Böðvar Björnsson skrifar Skoðun Afstaða – á vaktinni í 20 ár Arndís Vilhjálmsdóttir,Guðbjörg Sveinsdóttir skrifar Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Varað við embætti sérstaks saksóknara Gestur Jónsson skrifar Skoðun Út af sporinu en ekki týnd að eilífu María Helena Mazul skrifar Skoðun Meira að segja formaður Viðreisnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Steypuklumpablætið í borginni Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Kærum og beitum Ísrael viðskiptabanni! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Blæðandi vegir Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar Skoðun Hroki og hleypidómar - syngur Jónas Sen? Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar Skoðun „Nýtt veiðigjald: sátt byggð á hagkvæmni“ Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Opinber áskorun til prófessorsins Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Nærvera Héðinn Unnsteinsson skrifar Skoðun Þegar Dagur lét mig hrasa á gangstéttarhellu Björn Teitsson skrifar Skoðun Þessi jafnlaunavottun... Sunna Arnardottir skrifar Skoðun Heilsuspillandi minnisleysi í boði Sjálfstæðisflokksins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun #BLESSMETA – fyrsta grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Dáleiðsla er ímyndun ein Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Sjá meira
Amma mín reykti pípu sem var brotin og þurfti hún að teipa hana saman reglulega. Það þurfti mikið átak að fá ömmu mína til að eyða pening í sjálfa sig. Amma mín nýtti allt sem nýta mátti og lagði fyrir þann litla pening sem henni áskotnaðist yfir ævina með rekstrinum á sínum litla sveitabæ. Amma mín sparaði og safnaði til þess að hjálpa afkomendum sínum að eiga betra líf. Hún færði fórnir fyrir komandi kynslóðir. Amma og afi voru með bensíndælu á litla býlinu sínu og söfnuðu þannig pening til að geta séð fyrir menntun barna sinna. Þótt þau hefðu lítið á milli handanna, fór allt sem þau áttu aflögu til afkomendanna. Þau vildu tryggja þeim betra líf. Þetta gerðu þau alla ævi, án þess að kvarta nokkurn tímann. Við þurfum að taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og færa fórnir til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð, einhverja framtíð. Okkar fórnir þurfa þó að vera af öðrum toga. Róttæk skref strax Við þurfum að grípa til alvöru aðgerða í loftslagsmálum. Við þurfum að breyta neyslumynstri okkar og stjórnvöld þurfa að taka stór og róttæk skref strax. Við megum engan tíma missa. Hvers vegna höfum við verið að menga svona mikið hingað til? Er það vegna þess að við erum svona vond og okkur er alveg sama um umhverfið? Nei, ég vil nú ekki trúa því. Við mengum vegna þess að það er hagkvæmt, það borgar sig. Amma mín og afi voru með bensíndælu vegna þess að það var hagkvæmt og þau gátu borgað fyrir menntaskólagöngu barna sinna með þeim ágóða. Ef það hefði borgað sig og verið hagkvæmt að endurheimta votlendi á þeirra jörð, þá hefðu þau gert það. Ef það hefði borgað sig að vera með grænmetisframleiðslu, þá hefðu þau gert það. Þar liggur vandinn og sömuleiðis lausnin. Það eru þeir hvatar sem eru fyrir hendi. Við þurfum að breyta hvötunum, koma inn með græna hvata og sjá til þess að það byrji að borga sig að vera umhverfisvænn. Loforð stjórnmálanna Þau sem hafa fylgst með umræðum fyrir komandi kosningar hafa eflaust tekið eftir því að loftslags- og umhverfismál er stórt áherslumál fyrir komandi kosningar, sem er mjög ánægjulegt og svo sannarlega tími til kominn. Það er þó óskandi að þetta sé ekki bara tískubóla, heldur muni raungerast á næsta kjörtímabili. Ungir Umhverfissinnar gáfu út einkunnagjöf sína fyrir stefnur stjórnmálaflokkanna um daginn með Sólarkvarðanum. Þar mátti þó sjá að einungis nokkrir flokkar fengu ekki falleinkunn í loftslagsmálum. Þarna stendur skýrt val frammi fyrir kjósendum, vilji þeir sjá metnað í umhverfis- og loftslagsmálum á næsta kjörtímabili. Ég, sem ung manneskja í framboði sem er mjög annt um loftslagsmál, var afar stolt af þeirri einkunn sem Viðreisn fékk út úr þessum kvarða og mun leggja mig alla fram við að halda flokknum við efnið, auðnist okkur að komast í ríkisstjórn á næsta kjörtímabili. Stórt stef í umhverfisstefnu Viðreisnar er að koma á grænum hvötum inni í hringrásarhagkerfið, enda fengum við hæstu einkunn allra flokka í þeim efnum. Við þurfum að fá alla með okkur í lið; einstaklinga, stofnanir, fyrirtæki og sérstaklega bændur. Viðreisn sér fyrir sér stór tækifæri fyrir bændastéttina í að gerast vistbændur. Þá hefðu þeir val um að geta rekið starfsemi sína á að hugsa vel um landið okkar og hjálpa þjóðinni að ná umhverfismarkmiðum sínum, og lifað á því. Þá þurfum við að endurskoða styrkjakerfi bænda og veita þeim frelsi til að stunda þann búskap sem þeim hentar og bera með sér hvata sem miða að markmiðum okkar í loftslagsmálum. Byggja undir kerfi sem miðar að aukinni kolefnisjöfnun. Tökum okkur ömmu til fyrirmyndar Stundum þegar ég hef kveinkað mér yfir því að það verði of erfitt að leggja á sig þessar breytingar sem eru nauðsynlegar til að ná árangri í loftslagsmálum, þá verður mér hugsað til hennar ömmu minnar og þær fórnir sem hún færði. Ég tel að við þurfum að sýna kjark og þor og taka okkur þessa kynslóð til fyrirmyndar og vera tilbúin að færa fórnir og leggja svolítið á okkur til að tryggja komandi kynslóðum betri framtíð. Eins og þau gerðu fyrir okkur. Höfundur er Vestfirðingur og skipar 4. sæti á lista Viðreisnar í Norðvesturkjördæmi.
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Menntun sem mannréttindi – ekki forréttindi París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Gaza sveltur til dauða - Tími bréfaskrifta er löngu liðinn Magnús Magnússon,Hjálmtýr Heiðdal skrifar
Skoðun Fái einstaklingar sem eru hættulegir sjálfum sér ekki viðeigandi búsetuúrræði blasir við mikill harmleikur Elínborg Björnsdóttir skrifar
Skoðun Sveitarfélög gegna lykilhlutverki í vistvænni mannvirkjagerð Guðrún Lilja Kristinsdóttir,Bergþóra Góa Kvaran skrifar