Fleiri fréttir

Á­skorun til stjórn­valda

Vilhjálmur Birgisson skrifar

Fjölmargt launafólk hefur nýtt sér úrræði stjórnvalda og ráðstafað hluta af séreignarsparnaði skattfrjálst inn á húsnæðislán sín. Það er mat mitt að hér sé um mjög skynsamlega ráðstöfun að ræða enda umrædd ráðstöfun skattfrjáls og það er einnig mitt mat að besti lífeyrir heimilanna er að eiga skuldlitla eða skuldlausa eign þegar fólk fer á eftirlaun.

Af út­brunnum læknum, morðum og mar­tröðum

Ingibjörg Elsa Björnsdóttir skrifar

Fólksfjölgun á landsbyggðinni er almennt hæg nema á nokkrum svæðum. Fólksfjölgun hefur verið gríðarleg í Borgarbyggð, á Akranesi, í Árborg og á Suðurnesjum. Ég sem er húsmóðir á Selfossi flutti í um 6000 manna sveitarfélag árið 2007 en er núna í 10500 manna sveitarfélagi í mars 2021.

Yfir og allt um kring

Hólmfríður Árnadóttir skrifar

Menntun er lýðheilsumál, umhverfismál og atvinnumál. Menntun er í raun ótal margt fleira því hún er yfir og allt um kring í öllu sem við gerum. Lífið er í raun eitt lærdómssamfélag, samfélag sem við lifum og hrærumst í um leið og við menntumst, formlega og óformlega.

Borgarlínan – Bein leið

Jón Ingi Hákonarson og Sar Dögg Svanhildardóttir skrifa

Borgarlínan er eitt viðamesta verkefnið sem sveitarfélögin á höfuðborgarsvæðinu hafa staðið að í sameiningu. Frumdrög fyrsta kafla hafa nú litið dagsins ljós og því mikilvægt að sveitarfélögin styðji vel við verkefnið og og bregðist hratt við breytttum aðstæðum hverju sinni.

Fast­eigna­salar á hálum ís?

Steinunn Ýr Einarsdóttir og Einar G. Harðarson skrifa

Setning nýrra laga um fasteignaviðskipti árið 2015 var mikið gæfuspor fyrir fasteignasölu á Íslandi. Fagmennska hefur tekið við og nú eru flestir löggiltir fasteignasalar eða nemar í löggildingu sem vinna þetta starf.

Geta öll börn hjólað inn í sumarið?

Matthías Freyr Matthíasson skrifar

Þau sem voru það heppin að hafa afnot af reiðhjólum í æsku muna væntanlega jafn vel eftir því og undirritaður hversu mikil frelsistilfinning það var, þegar hægt var að taka hjól sitt út að vori og hjóla um og finna vindinn (og jú stundum regnið) leika um andlitið.

Hvernig bætum við þjónustu við eldra fólk?

Ólafur Þór Gunnarsson skrifar

Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu).

Leyfum fjólunni að blómstra

Vilhjálmur Árnason skrifar

Flestir landsmenn þekkja til Garðyrkjuskóla Íslands að Reykjum í Ölfusi, þaðan birtast gjarnan myndir af forseta Íslands í heimsókn á sumardaginn fyrsta. Alltaf er gleði og spenna þann dag á Reykjum og ljóst að mikil gróska og kraftur býr í starfsfólki og nemendum sem vekur hjá manni von í brjósti um framtíð garðyrkju á Íslandi.

Nýtt leiðanet: Samspil Strætó og Borgarlínunnar

Ragnheiður Einarsdóttir,Sólrún Svava Skúladóttir og Valgerður Gréta Benediktsdóttir skrifa

Í almennri umræðu hefur borið á töluverðum misskilningi varðandi framtíðarhlutverk Strætó og samspil Strætó og Borgarlínunnar. Því teljum við mikilvægt að upplýsa almenning um helstu staðreyndir málsins.

Réttlát umskipti í loftslagsmálum

Drífa Snædal,Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifa

Baráttan gegn hamfarahlýnun er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Þess vegna hafa samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og Þýska alþýðusambandinu sameinað krafta sína og unnið að tillögum um réttlát umskipti til kolefnislauss samfélags.

Á að banna þjóðsönginn, dagatalið og þjóðfánann?

Gunnlaugur Stefánsson skrifar

Stjórnmálaflokkar, sem setja kröfuna um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í stefnuskrá sína, verða að svara þessum spurningum, ekki síst af því að nú er Þjóðkirkjan sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu með rekstur sinn og starfsemi.

Palestínsk yfir­völd í slæmum fé­lags­skap

Finnur Thorlacius Eiríksson skrifar

Í síðustu viku greindi Reuters-fréttaveitan frá birtingu tillögu að stofnun fyrirhugaðra alþjóðasamtaka. Sextán aðildarríki Sameinuðu þjóðanna ásamt ríkisstjórn Palestínu koma að tillögunni. Þeirra á meðal eru Íran, Kína, Norður-Kórea, Rússland, Sýrland og Venesúela.

Tryggingar gegn náttúru­ham­förum

Hulda Ragnheiður Árnadóttir skrifar

Náttúruöflin hafa svo sannarlega minnt á sig að undanförnum misserum. Nýliðið ár hófst með snjóflóðum á Flateyri og lauk með aurskriðum á Seyðisfirði. Undanfarnar vikur hafa einkennst af stöðugum jarðskjálftum á Reykjanesskaga sem búa okkur undir frekari jarðhræringar og jafnvel eldgos.

Er Móna Lísa bóla?

Gylfi Þór Sigurðsson skrifar

Undanfarin misseri hefur umræðan um rafmyntir verið hávær. Úr mörgum áttum hafa heyrst gagnrýnisraddir og efasemdir um ágæti þeirra og röksemdirnar verið fjölbreyttar.

Reykjavík - fyrir okkur öll!

Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar

Undanfarna mánuði hefur farið fram víðtækt samráð um mótun velferðarstefnu Reykjavíkurborgar. Í ferlinu hefur markvisst verið kallað eftir og hlýtt á fjölbreyttar raddir borgarbúa, samstarfsaðila, hagsmunaaðila, starfsfólks og kjörinna fulltrúa.

Byggjum nýtt geð­sjúkra­hús

Karl Reynir Einarsson skrifar

Það kemur eflaust mörgum á óvart að ekki er gert ráð fyrir nýrri geðdeild í nýjum Landspítala. Hafist var handa við núverandi geðdeildarbyggingu árið 1974 og starfsemi hófst fimm árum seinna. Tíminn hefur ekki farið ljúfum höndum um geðdeildina við Hringbraut, það þekkja allir sem þangað hafa komið og þeir sem þar vinna.

Gleymdir vegir

Þröstur Friðfinnsson skrifar

Stjórnvöld eru að gera átak í samgöngumálum víða um land og ekki vanþörf á. Það er þakkarvert sem gert er, en þó eru enn til vegir sem ekki ná athygli þingmanna þó brýn þörf sé á úrbótum.

Ís­lendinga­sumar og allt í blóma?

Bjarnheiður Hallsdóttir skrifar

Þeir eru fjölmargir sem tala af miklum sannfæringarkrafti, með rómantískt blik í auga, að fráleitt sé að breyta fyrirkomulagi á landamærum Íslands, til að erlendir ferðamenn geti heimsótt okkur á ný.

Karl og Dóra og lífs­gæði les­blindra

Guðmundur S. Johnsen skrifar

Mikilvægur þáttur í starfsemi Félags lesblindra er sértæk ráðgjöf um hjálpartæki lesblindra. Í viðamiklu fræðslustarfi félagsins í skólum og vinnustöðum hefur meðal annars verið fjallað um notkun lesblindra á tölvum og snjalltækjum.

Fá feður að taka þátt?

Ottó Sverrisson skrifar

Nú er mikið rætt um að drengir og ungir menn eigi erfitt með að fóta sig í tilverunni. Í stað þess að skella þessari skuld á „feðraveldið“ eins og mörgum útlærðum snillingum í kyn- og sálarfræði er svo tamt að gera þá gæti það kannski haft áhrif að mikill hluti þessara drengja eða ungu manna komi frá skilnaðarheimilum.

Saga af bestu mann­eskju í heimi

Ingileif Friðriksdóttir skrifar

Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla. Alla nema þig.

Þú heldur ráð­stefnu og hvað svo?

Kristjana Björk Barðdal og Unnur Ársælsdóttir skrifa

Ungar athafnakonur héldu ráðstefnuna „Frá aðgerðum til áhrifa - vertu breytingin” í Hörpu í lok febrúar. Megin markmið ráðstefnunnar var að ýta undir kvenfyrirmyndir ásamt því að varpa ljósi á stöðu kynjanna í íslensku atvinnulífi. 

Lang­tíma­lausnir við skamm­tíma­vanda­máli?

Guðbrandur Einarsson skrifar

Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi.

For­dóma­fulla Ís­land

Lúðvík Júlíusson skrifar

Íslendingar monta sig reglulega af því hvað við stöndum okkur vel í mannréttindamálum, að Ísland ætti að vera fyrirmynd annarra ríkja. Fyrir marga á Ísland þá virðast mannréttindi og virðing fyrir fólki því miður fjarlægur draumur.

Jafn­rétti á öllum sviðum sam­fé­lagsins

Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar

Til að knýja fram breytingar í samfélaginu þarf að breyta ýmsum hugmyndum, hefðum og venjum. Eitt af því er hugarfar þeirra sem starfa við gerð fjárlaga og fjármálaáætlana. Eitt af þeim verkefnum sem hægt er að nýta í þeirri vegferð er kynjuð fjárlagagerð eins og ríkisstjórnin hefur gert, til að mynda með fimm ára áætlun um kynjaða fjárlagagerð.

Þetta gæti verið einfalt

Berglind Ósk Guðmundsdóttir skrifar

Íslendingar kunna að vera heimsmeistarar. Ekki að það sé sérstaklega spennandi í þessu tilviki. Íslendingar virðast lengi hafa verið ötulir talsmenn skriffinnskunnar og þannig höfum við bakað okkur þau vandræði að regluverkið okkar er risavaxið ferlíki.

Kraftar menntunar leysast úr læðingi

Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar

Áskoranir veirufaraldurs og sú atburðarás jarðhræringa sem við upplifum nú undirstrika enn og aftur mikilvægi samfélagslegrar samstöðu við að leysa flókin verkefni.

Að eiga í engin hús að venda

Egill Þór Jónsson og Ragnhildur Alda María Vilhjálmsdóttir skrifa

Það er alls ekki langt síðan ónefndur netverji lét reyna á mátt Facebook í von um að finna húsaskjól fyrir mann sem svaf fyrir utan loftræsiskerfisviftu frá bílakjallara í Reykjavík.

Frelsið fyrst

Dagbjartur Gunnar Lúðvíksson skrifar

Bláar gallabuxur eru stranglega bannaðar. Þær fást ekki í búðum, þær fást ekki sendar til landsins og ef þú kemst yfir par skaltu fela það á öruggum stað því þín bíður löng fangelsisvist ef einhver kemst að því. Þetta er í Norður-Kóreu, ekki á Íslandi.

Þegar kjarkinn til breytinga skortir

Sara Dögg Svanhildardóttir skrifar

Enn einu sinni undirbjuggu unglingarnir sig fyrir samræmd könnunarpróf og sátu stressuð fyrir framan tölvuskjá þegar tölvan óhlýðnaðist.

Staða fatlaðs fólks í hamförum

Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Árni Múli Jónasson skrifa

Margir Íslendingar hafa eflaust síðustu vikur og mánuði leitt hugann að hamförum og neyðarástandi, eftir langan tíma með COVID-19 heimsfaraldrinum og nú nýverið vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss.

Ríkur maður borgar skatt!

Einar A. Brynjólfsson skrifar

Áhugaverðasta frétt síðustu vikna er eflaust af manninum sem ákvað að flytja aftur til Íslands, ásamt fjölskyldu sinni, áður en hann gengi frá sölu á verðmætu fyrirtæki sem hann hafði byggt upp af elju og dugnaði í útlöndum.

Mikil tæki­færi fram­undan í fast­eigna­tækni­iðnaði

Hjörtur Sigurðsson,Hlynur Guðjónsson og Eyrún Arnarsdóttir skrifa

Fasteignatækni (e. Proptech) er regnhlífarhugtak yfir tæknifyrirtæki sem vinna með fasteignir á einn eða annan hátt. Á Íslandi starfar fjöldi slíkra fyrirtækja og er fasteignatækni vaxandi iðnaður.

Þingið gerði mistök

Andrés Ingi Jónsson skrifar

Þegar okkur verður á í messunni er best að viðurkenna það. Það er mannlegt að gera mistök og þá er rétt að horfast í augu við þau, biðjast afsökunar og bæta ráð sitt. Við Alþingismenn gerðum mistök og nú gefst okkur tækifæri til að bæta upp fyrir þau.

Hóp­upp­sagnir kvenna­stétta á lands­byggðinni í boði heil­brigðis­ráð­herra

Anna Kolbrún Árnadóttir skrifar

Tvö sveitarfélög hafa sent frá sér harðorða yfirlýsingu vegna vanda dvalar- og hjúkrunarheimila. Það eru sveitarfélögin Fjarðarbyggð og Vestmannaeyjar. Yfirlýsingin snýr að mestu um hvernig þau hafa mætt tómlæti að hálfu Sjúkratrygginga Íslands sem fer með samningsumboð fyrir hönd heilbrigðisráðuneytisins.

Jákvæð karlmennska styður jafnrétti og frelsi karla

Þorsteinn V. Einarsson skrifar

Ísland stendur framarlega í jafnréttismálum og ungir karlar eru opnir fyrir breytingum á samfélagsgerðinni. Enn ríkir þó kynbundið misrétti og merki eru um að íhaldssamar ráðandi karlmennskuhugmyndir takmarki lífsgæði og tækifæri karla og drengja.

Duttlungar fasismans

Magnús D. Norðdahl skrifar

Þann 9. nóvember 2016 vaknaði heimsbyggðin upp við vondar fréttir. Donald Trump hafði verið kosinn forseti í Bandaríkjunum.

Samningar um læknis­þjónustu

Reynir Arngrímsson skrifar

Því miður virðist markmið yfirstjórnar heilbrigðismála nú um stundir vera að skera niður þjónustu sjálfstætt starfandi lækna, draga úr fjármagni og þar með framboði á sérhæfðri læknisþjónustu.

Jón Steinar og nýjasta aftur­köllunarf­árið

Helgi Áss Grétarsson skrifar

Lögfræðingurinn Jón Steinar Gunnlaugsson er vart óumdeildur maður en ólíkt mörgum öðrum lögfræðingum er Jón hreinskilinn maður. Hann tjáir skoðanir sínar hispurslaust, jafnvel um viðkvæm málefni.

Sjá næstu 50 greinar