Fasteignasalar á hálum ís? Steinunn Ýr Einarsdóttir og Einar G. Harðarson skrifa 19. mars 2021 07:31 Setning nýrra laga um fasteignaviðskipti árið 2015 var mikið gæfuspor fyrir fasteignasölu á Íslandi. Fagmennska hefur tekið við og nú eru flestir löggiltir fasteignasalar eða nemar í löggildingu sem vinna þetta starf. Í lögunum er skilgreint hlutverk fasteignasala og óhlutdrægni við að vera milliliður um kaup og sölu fasteigna. Hann á sem sagt að vera hlutlaus milliliður og gæta jafnt að hagsmunum kaupenda og seljenda. Það gefur auga leið að þar geta auðveldlega orðið hagsmuna árekstrar en í flestum tilfellum hefur þetta gengið ágætlega. Þvinganir Í dag er staðan þannig á fasteignamarkaðinum að eftirspurn eftir eignum er töluverð umfram framboð. Í dag eru um 900 eignir í sölumeðferð á Reykjavíkursvæðinu miðað við um 4000 þegar jafnvægi er á markaði. Nú er því hart barist um að fá eignir í sölumeðferð. Skiljanlega, allir vilja fá sem mest viðskipti til sín. Þá reynir á siðgæði fasteignasala. Nú hefur borið á því að fasteignasalar neiti að taka við tilboðum frá væntanlegum kaupendum ef þeim líkar ekki skilyrðin sem kaupendur setja. Sumir ganga svo langt að taka ekki við tilboði nema þeir fái eign í sölu hjá sér sem viðkomandi þarf að selja til að geta staðið undir kauptilboði. Þannig þvinga þeir kaupendur til þess að gerast viðskiptavinir hjá sér. Þetta er viðskiptaþvingun sem heftir viðskiptafrelsi fólks og skapar enn frekari ójöfnuð á markaði. Hvað um þá sem eiga ekki eignir? Fá þeir hugsanlega alls ekki að gera kauptilboð hjá viðkomandi fasteignasala? Núna þurfa bæði Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið að skoða þessi mál því þau færast í aukana og valda tapi hjá neytendum og hefta eðlilega samkeppni með þvingunum. Kaupendum eru ekki bara sett skilyrði um sölu sinna eigna heldur einnig hvaða söluþóknun þeir þurfa að greiða fasteignasalanum fyrir sölu á sinni eign. Einnig er ekki víst að seljandi fái hæsta verðið ef einhver fær ekki að bjóða í eignina. Enn og aftur þeir verst settu Efnahagskreppan sem við erum nú stödd í kemur einna verst niður á þeim eignalausu þar sem verðbólgan birtist í eignamyndun. Fasteignaverð hefur hækkað um 8% samkvæmt nýjustu tölum á síðustu mánuðum og það er því ljóst að sanngirni á fasteignamarkaði hefur veruleg áhrif á jöfnuð í samfélaginu og að ungt fólk geti eignast sína fyrstu eign. Þar er ábyrgð fasteignasala mikil. Þeir eru að hlutast til um framtíð fólks, ungs fólks sem ekki á eign og möguleika þeirra á fjárfestingum. Að neita fólki um að gera tilboð í fasteign eða að þvinga það til viðskiptasamninga við sig til þess að fá að gera kauptilboð í eign hlýtur að teljast alvarlegt brot. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað og nemi í lögg.fasteignaEinar G. Harðarson löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Fasteignamarkaður Steinunn Ýr Einarsdóttir Einar G. Harðarson Mest lesið Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson Skoðun Skoðun Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Stjórnendur sem mega ekki stjórna Stefán Vagn Stefánsson skrifar Skoðun Stokkhólmseinkenni sem við ættum að forðast Aðalsteinn Júlíus Magnússon skrifar Skoðun Eflum iðnlöggjöfina og stöðvum brotin Hilmar Harðarson skrifar Skoðun Pjattkratar taka til Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Sumt er bara ekki hægt að rökræða Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Vaxtamunarviðskipti láta aftur á sér kræla Jökull Sólberg Auðunsson skrifar Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Græðgin í forgrunni Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Greiningar eða lausnir – hvort vegur þyngra? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Sterk staða Hafnarfjarðar Orri Björnsson skrifar Skoðun Bless bless jafnlaunavottun Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Miðstýrt skólakerfi eða fjölbreytni með samræmdu gæðamati? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Heiðursgestur Viðreisnar vill heimsveldi Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Veðmál barna – hættulegur leikur sem hægt er að stöðva Jóhann Steinar Ingimundarson skrifar Skoðun Allt leikur í umburðarlyndi – eða hvað? Sigurður Eyjólfur Sigurjónsson skrifar Skoðun Lyfjafræðingar - traustur stuðningur í flóknum heimi Sigurbjörg Sæunn Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Þvílíkt „plan“ fyrir íslensk heimili Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Ísland og móðurplanta með erindi Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háttvirta nýja þingkonan, María Rut Kristinsdóttir Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun Alþjóðadagur krabbameinsrannsókna – eitthvað sem mig varðar? Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar Skoðun Villa um fyrir bæjarbúum Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Olíufyrirtækin vissu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Sjá meira
Setning nýrra laga um fasteignaviðskipti árið 2015 var mikið gæfuspor fyrir fasteignasölu á Íslandi. Fagmennska hefur tekið við og nú eru flestir löggiltir fasteignasalar eða nemar í löggildingu sem vinna þetta starf. Í lögunum er skilgreint hlutverk fasteignasala og óhlutdrægni við að vera milliliður um kaup og sölu fasteigna. Hann á sem sagt að vera hlutlaus milliliður og gæta jafnt að hagsmunum kaupenda og seljenda. Það gefur auga leið að þar geta auðveldlega orðið hagsmuna árekstrar en í flestum tilfellum hefur þetta gengið ágætlega. Þvinganir Í dag er staðan þannig á fasteignamarkaðinum að eftirspurn eftir eignum er töluverð umfram framboð. Í dag eru um 900 eignir í sölumeðferð á Reykjavíkursvæðinu miðað við um 4000 þegar jafnvægi er á markaði. Nú er því hart barist um að fá eignir í sölumeðferð. Skiljanlega, allir vilja fá sem mest viðskipti til sín. Þá reynir á siðgæði fasteignasala. Nú hefur borið á því að fasteignasalar neiti að taka við tilboðum frá væntanlegum kaupendum ef þeim líkar ekki skilyrðin sem kaupendur setja. Sumir ganga svo langt að taka ekki við tilboði nema þeir fái eign í sölu hjá sér sem viðkomandi þarf að selja til að geta staðið undir kauptilboði. Þannig þvinga þeir kaupendur til þess að gerast viðskiptavinir hjá sér. Þetta er viðskiptaþvingun sem heftir viðskiptafrelsi fólks og skapar enn frekari ójöfnuð á markaði. Hvað um þá sem eiga ekki eignir? Fá þeir hugsanlega alls ekki að gera kauptilboð hjá viðkomandi fasteignasala? Núna þurfa bæði Neytendastofa og Samkeppniseftirlitið að skoða þessi mál því þau færast í aukana og valda tapi hjá neytendum og hefta eðlilega samkeppni með þvingunum. Kaupendum eru ekki bara sett skilyrði um sölu sinna eigna heldur einnig hvaða söluþóknun þeir þurfa að greiða fasteignasalanum fyrir sölu á sinni eign. Einnig er ekki víst að seljandi fái hæsta verðið ef einhver fær ekki að bjóða í eignina. Enn og aftur þeir verst settu Efnahagskreppan sem við erum nú stödd í kemur einna verst niður á þeim eignalausu þar sem verðbólgan birtist í eignamyndun. Fasteignaverð hefur hækkað um 8% samkvæmt nýjustu tölum á síðustu mánuðum og það er því ljóst að sanngirni á fasteignamarkaði hefur veruleg áhrif á jöfnuð í samfélaginu og að ungt fólk geti eignast sína fyrstu eign. Þar er ábyrgð fasteignasala mikil. Þeir eru að hlutast til um framtíð fólks, ungs fólks sem ekki á eign og möguleika þeirra á fjárfestingum. Að neita fólki um að gera tilboð í fasteign eða að þvinga það til viðskiptasamninga við sig til þess að fá að gera kauptilboð í eign hlýtur að teljast alvarlegt brot. Steinunn Ýr Einarsdóttir, markaðsstjóri hjá Kaupstað og nemi í lögg.fasteignaEinar G. Harðarson löggiltur fasteignasali hjá Kaupstað.
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar
Skoðun Áskorun til ríkisstjórnarinnar: Innleiðum birgðaskyldu á eldsneyti Halla Hrund Logadóttir skrifar
Skoðun Rétt skal vera rétt um gatnamót við Höfðabakka og Bæjarháls Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar
Skoðun Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir skrifar
Skoðun Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir skrifar
Skoðun NATO riðar til falls en hvað þýðir það fyrir skilnaðarbarnið Ísland? Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju ættum við að stunda geðrækt, rétt eins og líkamsrækt? Sigrún Þóra Sveinsdóttir skrifar
Af hverju kynjafræði? Og hvaða greinar hafa fengið svipaðar mótbárur í gegnum tíðina? Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir Skoðun
Háskólasamfélagið geri skyldu sína strax, stjórnvöld hafa brugðist Auður Magndís Auðardóttir,Elí Hörpu og Önundar,Eyrún Ólöf Sigurðardóttir,Helga Ögmundardóttir,Íris Ellenberger,Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir,Katrín Pálmad. Þorgerðardóttir Skoðun
Þúsundir kusu Sönnu Anna Bentína Hermansen Einarsdóttir,Ármann Hákon Gunnarsson,Baldvin Björgvinsson,Brynja Guðnadóttir,Haraldur Ingi Haraldsson,Jón Hallur Haraldsson,Kolbrún Erna Pétursdóttir,Ólafur H. Ólafsson,Rakel Hildardóttir,Sigrún Jónsdóttir Skoðun