Gjöf Vinnumálastofnunar til lánardrottna þinna Bjarki Eiríksson skrifar 16. mars 2021 09:01 Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Atvinnuleysi mælist nú um 11,4 prósent í landinu, sem þýðir að rúmlega 21 þúsund manns eru án atvinnu og er undirritaður þeirra á meðal. Starfslok mín hjá fyrrverandi vinnuveitanda voru þann 31. janúar sl. og eftir að hafa ráðfært mig við starfsmann VMST um tveimur vikum fyrr sendi ég inn umsókn um atvinnuleysisbætur þann 1. febrúar. VMST tekur fram að stofnunin gefi sér 4-6 vikur til að vinna umsóknina og úrskurða í henni. Sá tími þýðir að fólk sem missir skyndilega vinnuna getur treyst því að það fái ekki greiðslu frá VMST fyrr en eftir gjalddaga reikninga. Þann 3. mars sl. (tveimur dögum eftir að fólk með atvinnu fær venjulega greidd út laun sín) fékk ég loks skilaboð frá VMST um að þau þurfi frekari gögn og að ég verði að senda þeim launaseðil janúarmánaðar. Ég bíð ekki boðanna og sendi tafarlaust umræddan launaseðil samdægurs. Þegar þetta er skrifað (15. mars) eru 12 dagar frá því að ég sendi inn fullnægjandi gögn til VMST og ekki bólar enn á greiðslu. Ég hef að vísu fengið loforð um að ég fái greitt annað hvort þann 15. eða 16. en þá, ef ég væri verr settur fjárhagslega, væri ég búinn að safna dráttarvöxtum í 15-16 daga á húsnæðisláni og öðrum tilfallandi reikningum, kreditkort væri lokað, debetreikningurinn væri að öllum líkindum mjög rýr, ef ekki tómur, og allar tölur í heimabankanum skærrauðar. Ég er svo gæfusamur að hafa verið tiltölulega skynsamur í fjármálum undanfarin ár og get því bjargað mér (auk þess að eiginkonan er með vinnu og stöðugar tekjur) en það er ekki endalaust hægt að ganga á höfuðstólinn og lítið má út af bregða. Þó eru einfaldlega ekki allir í eins góðum málum og ég þegar kemur að því að þurfa að greiða mánaðarlega reikningana og ef ég finn fyrir kvíða- og streitueinkennum vegna þess að ég fæ ekki greitt fyrr en um miðjan mánuð, get ég rétt ímyndað mér hvernig fólki sem stendur hallari fæti líður við sömu aðstæður. Þessi langi afgreiðslutími umsókna hjá VMST er ekki til fyrirmyndar og í raun algjörlega óásættanlegur, þrátt fyrir að um sé að ræða tíma sem ekki eiga sér fordæmi í sögunni hvað fjölda umsækjenda varðar. Það er ekki boðlegt að hið opinbera gefi fjármála- og lánastofnunum með þessum hætti, milljónir úr vösum almennings í formi dráttarvaxta. Frá fólki sem ekkert hefur sér til saka unnið nema að það eitt að missa vinnuna. Um það verður ekki deilt að úrvinnslutími umsókna er of langur. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á raunveruleika fólks í þessari stöðu og leggja áherslu á að stytta tímann. Fólkið sem reiðir sig á greiðslur úr atvinnuleysissjóði á betra skilið en frekari óvissu og aukinn kostnað ofan á það ástand sem fyrir er. Höfundur er atvinnulaus. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vinnumarkaður Bjarki Eiríksson Mest lesið Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sameining sem eflir íslenskan landbúnað Egill Gautason skrifar Skoðun Konur sem stinga hvor aðra í bakið Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjölbreytileiki er styrkleiki Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Það er list að lifa með krabbameini Hlíf Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Um kynjafræði og pólítík Hanna Björg Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Við fylgjum þér frá getnaði til grafar Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Ef þið bara hefðuð séð heiminn út frá mínum augum: Börn & ADHD Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun 112. liðurinn í aðgerðaáætlun í menntamálum? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson skrifar Skoðun Konur á örorku Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Drambið okkar Júlíus Valsson skrifar Skoðun Við vitum Guðrún Jónsdóttir skrifar Skoðun Ekki sama hvaðan gott kemur Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í meðferð eiga rétt á fagfólki orð duga ekki lengur! Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Greindarskerðing eða ofurgáfur með gervigreind Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Stöndum saman gegn fjölþáttaógnum Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hagræðing á kostnað fjölbreytni og gæðamenntunar Ida Marguerite Semey skrifar Skoðun Umbúðir en ekkert innihald í Hafnarfirði Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Við viljum tala íslensku, en hvernig Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Mansalsmál á Íslandi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Hættur heimsins virða engin landamæri Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Tímamót í sjálfsvígsforvörnum Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Yfirgangur, yfirlæti og endastöð Strætó Axel Hall skrifar Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar Skoðun Skapandi menntun skilar raunverulegum árangri Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Sex ára sáttmáli Davíð Þorláksson skrifar Sjá meira
Nú á tímum gífurlegs fjölda uppsagna fjölgar þeim eðlilega sem sækja þurfa um bætur úr atvinnuleysistryggingasjóði Vinnumálastofnunar (VMST). Atvinnuleysi mælist nú um 11,4 prósent í landinu, sem þýðir að rúmlega 21 þúsund manns eru án atvinnu og er undirritaður þeirra á meðal. Starfslok mín hjá fyrrverandi vinnuveitanda voru þann 31. janúar sl. og eftir að hafa ráðfært mig við starfsmann VMST um tveimur vikum fyrr sendi ég inn umsókn um atvinnuleysisbætur þann 1. febrúar. VMST tekur fram að stofnunin gefi sér 4-6 vikur til að vinna umsóknina og úrskurða í henni. Sá tími þýðir að fólk sem missir skyndilega vinnuna getur treyst því að það fái ekki greiðslu frá VMST fyrr en eftir gjalddaga reikninga. Þann 3. mars sl. (tveimur dögum eftir að fólk með atvinnu fær venjulega greidd út laun sín) fékk ég loks skilaboð frá VMST um að þau þurfi frekari gögn og að ég verði að senda þeim launaseðil janúarmánaðar. Ég bíð ekki boðanna og sendi tafarlaust umræddan launaseðil samdægurs. Þegar þetta er skrifað (15. mars) eru 12 dagar frá því að ég sendi inn fullnægjandi gögn til VMST og ekki bólar enn á greiðslu. Ég hef að vísu fengið loforð um að ég fái greitt annað hvort þann 15. eða 16. en þá, ef ég væri verr settur fjárhagslega, væri ég búinn að safna dráttarvöxtum í 15-16 daga á húsnæðisláni og öðrum tilfallandi reikningum, kreditkort væri lokað, debetreikningurinn væri að öllum líkindum mjög rýr, ef ekki tómur, og allar tölur í heimabankanum skærrauðar. Ég er svo gæfusamur að hafa verið tiltölulega skynsamur í fjármálum undanfarin ár og get því bjargað mér (auk þess að eiginkonan er með vinnu og stöðugar tekjur) en það er ekki endalaust hægt að ganga á höfuðstólinn og lítið má út af bregða. Þó eru einfaldlega ekki allir í eins góðum málum og ég þegar kemur að því að þurfa að greiða mánaðarlega reikningana og ef ég finn fyrir kvíða- og streitueinkennum vegna þess að ég fæ ekki greitt fyrr en um miðjan mánuð, get ég rétt ímyndað mér hvernig fólki sem stendur hallari fæti líður við sömu aðstæður. Þessi langi afgreiðslutími umsókna hjá VMST er ekki til fyrirmyndar og í raun algjörlega óásættanlegur, þrátt fyrir að um sé að ræða tíma sem ekki eiga sér fordæmi í sögunni hvað fjölda umsækjenda varðar. Það er ekki boðlegt að hið opinbera gefi fjármála- og lánastofnunum með þessum hætti, milljónir úr vösum almennings í formi dráttarvaxta. Frá fólki sem ekkert hefur sér til saka unnið nema að það eitt að missa vinnuna. Um það verður ekki deilt að úrvinnslutími umsókna er of langur. Félagsmálaráðherra þarf að átta sig á raunveruleika fólks í þessari stöðu og leggja áherslu á að stytta tímann. Fólkið sem reiðir sig á greiðslur úr atvinnuleysissjóði á betra skilið en frekari óvissu og aukinn kostnað ofan á það ástand sem fyrir er. Höfundur er atvinnulaus.
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun
Skoðun Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Að hafa hemil á nýjum ófjármögnuðum útgjöldum er lykillinn að sjálfbærum rekstri sveitarfélaga Jón Ingi Hákonarson skrifar
Skoðun Homo sapiens að öðrum toga: Af hverju ætti ég eiginlega að mæta á PIFF-kvikmyndhátíðina? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hugsum fíknivanda upp á nýtt - Ný nálgun í meðhöndlun fíknivanda og áhættuhegðunar Svala Jóhannesdóttir,Lilja Sif Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Háskólinn á Bifröst – Öflugur og sjálfstæður fjarnámsskóli Sólveig Hallsteinsdóttir skrifar
Skoðun Það eru fleiri fiskar í sjónum og fleiri sjónarmið í hafstjórn Guðbjörg Ásta Ólafsdóttir skrifar
Mega einhverf hverfa? Ármann Pálsson,Björg Torfadóttir,Sigrún Ósk,Sigurjón Már,Halldóra Hafsteins,Guðlaug Svala Kristjánsdóttir,Mamiko Dís Ragnarsdóttir Skoðun