Hvernig bætum við þjónustu við eldra fólk? Ólafur Þór Gunnarsson skrifar 18. mars 2021 15:31 Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu). Felum þeim ábyrgð á stýringu, og felum þeim fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og tryggjum fjármögnun. Leyfum þeim að meta hvaða þjónusta er heppileg fyrir hvern og einn, og með hvaða hætti er best að tryggja vilja hins aldraða og mæta þörfum hans. Svo koma útskýringar. Hvers vegna sveitarfélögin? Því þau eru best til þess fallin að stýra og meta þörf fyrir nærþjónustu, og mun líklegri til að stýra fjármagninu þangað sem það nýtist best ef kostnaðurinn við dýrustu þjónustuna (hjúkrunarheimili) er líka á þeirra ábyrgð. Ef sveitarfélag hefur val um að bæta heimaþjónustu, sem tryggir fólki öryggi heima, eða að byggja og reka hjúkrunarrými sem kosta 15-20 milljónir á ári hverju, auk stofnkostnaðar, er líklegt að valið um að bæta þjónustu heima yrði auðveldara. Ef afleiðingarnar af því að bæta ekki heimaþjónustu verða þær að kostnaður flyst yfir á ríkið er ekki skrítið að sveitarfélögin velji önnur verkefni fram yfir bætta öldrunarþjónustu. Hvernig nákvæmlega? Við klárum nákvæma kostnaðargreiningu á rekstri hjúkrunarrýma, og fjármögnum þau í samræmi við það. Inni í þeirri greiningu yrði að vera horft til þess að smærri einingar kosta óhjákvæmilega meira fyrir hvert pláss, og að fjarlægðir frá þjónustustað hafa áhrif á hvenær þörf fyrir þjónustu verður meiri en hægt er að veita heima. Við skýrum það í lögum að þjónusta við eldra fólk, þar með talin þjónusta á hjúkrunarheimili, sé á hendi sveitarfélaga, með annarri þeirri þjónustu sem eldra fólk þarf. Við felum sveitarfélögunum að stýra heimahjúkrun og heimaþjónustu saman til að tryggja besta nýtingu starfsfólks og fjármuna. Þetta er þegar gert í Reykjavík með sérstökum samningi og að hluta annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og gengur vel. En vilja sveitarfélögin þetta verkefni? Mörg þeirra vilja verkefnið, en þau eru líka mörg hrædd við að þau fengju ekki næga fjármuni til verksins. Slíkt þarf að tryggja. Einnig þarf að horfast í augu við það að mjög lítil sveitarfélög geta átt í erfiðleikum með að sinna þjónustu, og frekari verkefni gætu kallað á að þau þyrftu að vinna meira saman eða sameinast. Snýst um þjónustu og þarfir Á endanum snýst þetta um hvernig við viljum að búið sé um þjónustu við eldra fólk. Viljum við áfram hjakka í sama farinu þar sem ríki og sveitarfélög kasta boltanum á milli sín og ekkert gerist, eða viljum við leita leiða til að þjónustan batni og fjármagn nýtist betur. Ég held að valið sé auðvelt. Höfundur er þingmaður VG. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ólafur Þór Gunnarsson Skoðun: Kosningar 2021 Eldri borgarar Alþingi Vinstri græn Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Nú ætla ég að svara eins og stjórnmálamenn gera yfirleitt ekki. Svarið kemur strax, flóknu útskýringarnar á eftir. Við bætum hana með því að fela sveitarfélögunum ábyrgð á öllum þjónustuþáttum (öðrum en beinni heilbrigðisþjónustu). Felum þeim ábyrgð á stýringu, og felum þeim fjárhagslega ábyrgð á verkefninu og tryggjum fjármögnun. Leyfum þeim að meta hvaða þjónusta er heppileg fyrir hvern og einn, og með hvaða hætti er best að tryggja vilja hins aldraða og mæta þörfum hans. Svo koma útskýringar. Hvers vegna sveitarfélögin? Því þau eru best til þess fallin að stýra og meta þörf fyrir nærþjónustu, og mun líklegri til að stýra fjármagninu þangað sem það nýtist best ef kostnaðurinn við dýrustu þjónustuna (hjúkrunarheimili) er líka á þeirra ábyrgð. Ef sveitarfélag hefur val um að bæta heimaþjónustu, sem tryggir fólki öryggi heima, eða að byggja og reka hjúkrunarrými sem kosta 15-20 milljónir á ári hverju, auk stofnkostnaðar, er líklegt að valið um að bæta þjónustu heima yrði auðveldara. Ef afleiðingarnar af því að bæta ekki heimaþjónustu verða þær að kostnaður flyst yfir á ríkið er ekki skrítið að sveitarfélögin velji önnur verkefni fram yfir bætta öldrunarþjónustu. Hvernig nákvæmlega? Við klárum nákvæma kostnaðargreiningu á rekstri hjúkrunarrýma, og fjármögnum þau í samræmi við það. Inni í þeirri greiningu yrði að vera horft til þess að smærri einingar kosta óhjákvæmilega meira fyrir hvert pláss, og að fjarlægðir frá þjónustustað hafa áhrif á hvenær þörf fyrir þjónustu verður meiri en hægt er að veita heima. Við skýrum það í lögum að þjónusta við eldra fólk, þar með talin þjónusta á hjúkrunarheimili, sé á hendi sveitarfélaga, með annarri þeirri þjónustu sem eldra fólk þarf. Við felum sveitarfélögunum að stýra heimahjúkrun og heimaþjónustu saman til að tryggja besta nýtingu starfsfólks og fjármuna. Þetta er þegar gert í Reykjavík með sérstökum samningi og að hluta annars staðar á höfuðborgarsvæðinu og gengur vel. En vilja sveitarfélögin þetta verkefni? Mörg þeirra vilja verkefnið, en þau eru líka mörg hrædd við að þau fengju ekki næga fjármuni til verksins. Slíkt þarf að tryggja. Einnig þarf að horfast í augu við það að mjög lítil sveitarfélög geta átt í erfiðleikum með að sinna þjónustu, og frekari verkefni gætu kallað á að þau þyrftu að vinna meira saman eða sameinast. Snýst um þjónustu og þarfir Á endanum snýst þetta um hvernig við viljum að búið sé um þjónustu við eldra fólk. Viljum við áfram hjakka í sama farinu þar sem ríki og sveitarfélög kasta boltanum á milli sín og ekkert gerist, eða viljum við leita leiða til að þjónustan batni og fjármagn nýtist betur. Ég held að valið sé auðvelt. Höfundur er þingmaður VG.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun