Staða fatlaðs fólks í hamförum Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir og Árni Múli Jónasson skrifa 15. mars 2021 17:01 Margir Íslendingar hafa eflaust síðustu vikur og mánuði leitt hugann að hamförum og neyðarástandi, eftir langan tíma með COVID-19 heimsfaraldrinum og nú nýverið vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss. Þá hafa margar fjölskyldur komið sér upp „viðlagakassa“ eins og Rauði kross Íslands hefur hvatt fólk til að gera og jafnvel gert áætlanir um viðbrögð ef neyðarástand myndast fyrir heimili sín. Margt fólk hefur þau forréttindi að geta hoppað fram úr rúminu um miðja nótt, gripið tösku með helstu nauðsynjum og komið sér út. Fatlað fólk er ekki alltaf í þeirri stöðu. Sumir þurfa aðstoð við að flýja heimili sín og aðrir þurfa aðstoð við að átta sig á því að neyðarástand sé uppi, t.d. vegna heyrnarskerðingar, sjónskerðingar eða þroskahömlunar. Í 11. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að framfylgja, er áréttað að ríki skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, t.d. vegna vopnaðra átaka, neyðarástands sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamfara. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda íslenskra stjórnvalda að huga að þörfum fatlaðs fólks þegar hættuástand ríkir, heldur er það einnig þjóðréttarleg skylda þeirra. Tryggja rýmingaáætlanir öryggi fatlaðs fólks? Rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins nefnir fatlað fólk tvisvar, annars vegar er almenningur þar hvattur til að huga að fötluðum og öldruðum nágrönnum sem gætu þurft aðstoð og hins vegar er þar minnst á ferðaþjónustu fatlaðs fólks, þegar kemur að áætlunum um fólksflutninga af hamfarasvæðum. Þá er talað um viðkvæma samfélagshópa og stuðning við þá og nefnt að sérstaklega að tryggja þurfi að boð berist um rýmingu og að þeir sem þurfa, fái aðstoð við rýmingu. Það er mikið öryggismál fyrir fatlað fólk að vita að það fái aðstoð í hamfaraástandi og þurfi ekki að óttast að það þurfi sjálft að hafa samband við viðbragðsaðila ef símkerfi liggja niðri eða að reiða sig á velvild og aðstoð nágranna sinna. Allt of oft er fatlað fólk sett í þá stöðu að þurfa sjálft að huga að öryggi sínu og velferð. Það á, líkt og almenningur, að geta treyst því að okkar frábæru viðbragðsaðilar hugsi einnig um þarfir þeirra. Afar jákvætt er þó að tekið sé fram að öryggi sumra gæti verið betur tryggt með því að verja húsið fyrir hamförum, frekar en að hætta á flutning fólks. Við viljum þó ítreka að þetta þarf alltaf að meta í samráði við þá einstaklinga sem í hlut eiga og af virðingu fyrir óskum viðkomandi. Upplýsingagjöf og þarfir fatlaðs fólks Fatlað fólk á samkvæmt samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks rétt á að fá upplýsingar á máli sem það skilur. Þetta á einnig við um upplýsingar stjórnvalda um rýmingar og hættuástand sem kann að skapast. Stjórnvöld verða að taka tillit til þeirra hópa sem nota samfélagsmiðla og fréttamiðla takmarkað og muna að koma upplýsingum til þeirra á auðskildu máli. Þá er afar mikilvægt að skilaboðum sé komið til fólks um hvernig eigi að komast í fjöldahjálpastöðvar og að aðgengi sé tryggt að þeim fyrir alla hópa fatlaðs fólks. Tryggja þarf að fatlað fólk geti notað hvíldar- og salernisaðstöðu og að afmörkuð rými, eins og við verður komið, séu fyrir fólk sem þarf næði vegna fötlunar sinnar. Engar upplýsingar eru um aðgengi í fjöldahjálparstöðum eða í kröfum um slíkt í rýmingaráætlunum né á heimasíðu Rauða kross Íslands. Hver heldur utan um búsetu fatlaðs fólks? Mikilvægt er að hafa í huga að margt fatlað fólk býr utan stofnana, á eigin heimilum, og getur því ekki reitt sig á að félagsþjónustan tryggi öryggi þess. Þetta hefur komið mjög glögglega í ljós í COVID-19 faraldrinum þar sem sumir NPA-notendur áttu erfitt með að fá aðgang að hlífðarfatnaði og aðstoð. Þá hefur hópur fatlaðra einstaklinga ekki aðstoð á nóttunni þó að þeir þurfi á henni að halda , eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum nýverið, og eru því algjörlega varnarlausir komi upp neyðarástand á nóttunni. Sú spurning vaknar hvernig eigi að tryggja að fatlað fólk og aðrir sem þurfa aðstoð vegna færni eða veikinda, fái nauðsynlega aðstoð ef það þarf að rýma þegar engar upplýsingar eru um hvar þessir einstaklingar búa eða við hvaða aðstæður. Engar upplýsingar eru t.a.m. um hvort einhver á heimilinu geti veitt þeim aðstoð eða hvort þeir geti sjálfir kallað eftir hjálp ef slíkt álag er á símkerfum að ekki verði hægt að ná í viðbragðsaðila. Taka þarf tillit til persónuverndarsjónarmiða í öflun slíkra gagna, en mikilvægt er þó að viðbragðsaðilar viti hvar fólk sem þarfnast aðstoðar er staðsett komi neyðarástand upp. Ekki er að sjá í rýmingaráætlun að neinn beri ábyrgð á að veita slíkar upplýsingar. Almannavarnir og viðbragðsaðilar hafa sýnt þjóðinni á undanförnum misserum í hve góðum höndum íbúar landsins almennt eru, t.a.m. í snjóflóðinu á Flateyri í byrjun árs 2020, í aurskriðunum á Seyðisfirði sem féll fyrir síðustu jól og í COVID faraldrinum. Það er hins vegar afar mikilvægt að hugað sé sérstaklega að og undirbúin viðeigandi viðbrögð vegna fatlaðs fólks í hvers kyns hamförum og neyðarástandi. Landssamtökin Þroskahjálp eru nú sem áður reiðubúin til að koma að slíkri vinnu. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, sérfræðingur í málefnum fatlaðs fólks hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson, lögfræðingur hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagsmál Eldgos og jarðhræringar Árni Múli Jónasson Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir Mest lesið Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir Skoðun Á hlaupum undan ábyrgðinni Áslaug Friðriksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Tjaldið fellt í leikhúsi fáránleikans Vésteinn Ólason skrifar Skoðun Heilbrigðisreglugerð WHO: Hagsmunir eða heimska? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Málþófs klúður Sægreifa-flokkanna Jón Þór Ólafsson skrifar Skoðun Græna vöruhúsið setur svartan blett á íslenskt samfélag Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Dæmt um efni, Hörður Árni Finnsson,Elvar Örn Friðriksson,Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Flugnám - Annar hluti: Afskiptaleysi stjórnvalda Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Sóvésk sápuópera Franklín Ernir Kristjánsson skrifar Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Dæmir sig sjálft Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Mega blaðamenn ljúga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Ákall um nægjusemi í heimi neyslubrjálæðis Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar Sjá meira
Margir Íslendingar hafa eflaust síðustu vikur og mánuði leitt hugann að hamförum og neyðarástandi, eftir langan tíma með COVID-19 heimsfaraldrinum og nú nýverið vegna jarðskjálfta og yfirvofandi eldgoss. Þá hafa margar fjölskyldur komið sér upp „viðlagakassa“ eins og Rauði kross Íslands hefur hvatt fólk til að gera og jafnvel gert áætlanir um viðbrögð ef neyðarástand myndast fyrir heimili sín. Margt fólk hefur þau forréttindi að geta hoppað fram úr rúminu um miðja nótt, gripið tösku með helstu nauðsynjum og komið sér út. Fatlað fólk er ekki alltaf í þeirri stöðu. Sumir þurfa aðstoð við að flýja heimili sín og aðrir þurfa aðstoð við að átta sig á því að neyðarástand sé uppi, t.d. vegna heyrnarskerðingar, sjónskerðingar eða þroskahömlunar. Í 11. gr. samnings Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks, sem Ísland hefur skuldbundið sig til að framfylgja, er áréttað að ríki skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk njóti verndar og öryggis þegar hættuástand ríkir, t.d. vegna vopnaðra átaka, neyðarástands sem kallar á mannúðaraðstoð og náttúruhamfara. Það er því ekki aðeins siðferðisleg skylda íslenskra stjórnvalda að huga að þörfum fatlaðs fólks þegar hættuástand ríkir, heldur er það einnig þjóðréttarleg skylda þeirra. Tryggja rýmingaáætlanir öryggi fatlaðs fólks? Rýmingaráætlun höfuðborgarsvæðisins nefnir fatlað fólk tvisvar, annars vegar er almenningur þar hvattur til að huga að fötluðum og öldruðum nágrönnum sem gætu þurft aðstoð og hins vegar er þar minnst á ferðaþjónustu fatlaðs fólks, þegar kemur að áætlunum um fólksflutninga af hamfarasvæðum. Þá er talað um viðkvæma samfélagshópa og stuðning við þá og nefnt að sérstaklega að tryggja þurfi að boð berist um rýmingu og að þeir sem þurfa, fái aðstoð við rýmingu. Það er mikið öryggismál fyrir fatlað fólk að vita að það fái aðstoð í hamfaraástandi og þurfi ekki að óttast að það þurfi sjálft að hafa samband við viðbragðsaðila ef símkerfi liggja niðri eða að reiða sig á velvild og aðstoð nágranna sinna. Allt of oft er fatlað fólk sett í þá stöðu að þurfa sjálft að huga að öryggi sínu og velferð. Það á, líkt og almenningur, að geta treyst því að okkar frábæru viðbragðsaðilar hugsi einnig um þarfir þeirra. Afar jákvætt er þó að tekið sé fram að öryggi sumra gæti verið betur tryggt með því að verja húsið fyrir hamförum, frekar en að hætta á flutning fólks. Við viljum þó ítreka að þetta þarf alltaf að meta í samráði við þá einstaklinga sem í hlut eiga og af virðingu fyrir óskum viðkomandi. Upplýsingagjöf og þarfir fatlaðs fólks Fatlað fólk á samkvæmt samningi SÞ um réttindi fatlaðs fólks rétt á að fá upplýsingar á máli sem það skilur. Þetta á einnig við um upplýsingar stjórnvalda um rýmingar og hættuástand sem kann að skapast. Stjórnvöld verða að taka tillit til þeirra hópa sem nota samfélagsmiðla og fréttamiðla takmarkað og muna að koma upplýsingum til þeirra á auðskildu máli. Þá er afar mikilvægt að skilaboðum sé komið til fólks um hvernig eigi að komast í fjöldahjálpastöðvar og að aðgengi sé tryggt að þeim fyrir alla hópa fatlaðs fólks. Tryggja þarf að fatlað fólk geti notað hvíldar- og salernisaðstöðu og að afmörkuð rými, eins og við verður komið, séu fyrir fólk sem þarf næði vegna fötlunar sinnar. Engar upplýsingar eru um aðgengi í fjöldahjálparstöðum eða í kröfum um slíkt í rýmingaráætlunum né á heimasíðu Rauða kross Íslands. Hver heldur utan um búsetu fatlaðs fólks? Mikilvægt er að hafa í huga að margt fatlað fólk býr utan stofnana, á eigin heimilum, og getur því ekki reitt sig á að félagsþjónustan tryggi öryggi þess. Þetta hefur komið mjög glögglega í ljós í COVID-19 faraldrinum þar sem sumir NPA-notendur áttu erfitt með að fá aðgang að hlífðarfatnaði og aðstoð. Þá hefur hópur fatlaðra einstaklinga ekki aðstoð á nóttunni þó að þeir þurfi á henni að halda , eins og fjallað hefur verið um í fjölmiðlum nýverið, og eru því algjörlega varnarlausir komi upp neyðarástand á nóttunni. Sú spurning vaknar hvernig eigi að tryggja að fatlað fólk og aðrir sem þurfa aðstoð vegna færni eða veikinda, fái nauðsynlega aðstoð ef það þarf að rýma þegar engar upplýsingar eru um hvar þessir einstaklingar búa eða við hvaða aðstæður. Engar upplýsingar eru t.a.m. um hvort einhver á heimilinu geti veitt þeim aðstoð eða hvort þeir geti sjálfir kallað eftir hjálp ef slíkt álag er á símkerfum að ekki verði hægt að ná í viðbragðsaðila. Taka þarf tillit til persónuverndarsjónarmiða í öflun slíkra gagna, en mikilvægt er þó að viðbragðsaðilar viti hvar fólk sem þarfnast aðstoðar er staðsett komi neyðarástand upp. Ekki er að sjá í rýmingaráætlun að neinn beri ábyrgð á að veita slíkar upplýsingar. Almannavarnir og viðbragðsaðilar hafa sýnt þjóðinni á undanförnum misserum í hve góðum höndum íbúar landsins almennt eru, t.a.m. í snjóflóðinu á Flateyri í byrjun árs 2020, í aurskriðunum á Seyðisfirði sem féll fyrir síðustu jól og í COVID faraldrinum. Það er hins vegar afar mikilvægt að hugað sé sérstaklega að og undirbúin viðeigandi viðbrögð vegna fatlaðs fólks í hvers kyns hamförum og neyðarástandi. Landssamtökin Þroskahjálp eru nú sem áður reiðubúin til að koma að slíkri vinnu. Inga Björk Margrétar Bjarnadóttir, sérfræðingur í málefnum fatlaðs fólks hjá Landssamtökunum Þroskahjálp. Árni Múli Jónasson, lögfræðingur hjá Landssamtökunum Þroskahjálp.
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Á hvaða vegferð er ríkisstjórn Kristrúnar Frostadóttur gagnvart sjávarútvegssveitarfélögunum? Anton Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað hefur áunnist á 140 dögum? Heiða Björg Hilmisdóttir,Dóra Björt Guðjónsdóttir,Sanna Magdalena Mörtudóttir,Helga Þórðardóttir,Líf Magneudóttir skrifar