Á að banna þjóðsönginn, dagatalið og þjóðfánann? Gunnlaugur Stefánsson skrifar 18. mars 2021 09:30 Stjórnmálaflokkar, sem setja kröfuna um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í stefnuskrá sína, verða að svara þessum spurningum, ekki síst af því að nú er Þjóðkirkjan sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu með rekstur sinn og starfsemi. Prestarnir eru ekki embættismenn ríkisins, heldur starfsfólk kirkjunnar sem borgar því laun. Kirkjujarðasamkomulagið er viðskiptasamningur, þar sem ríkið greiðir afgjald af kirkjujörðum til kirkjunnar. Þýðir „aðskilnaður“ að þessum samningi verði sagt upp og ríkið skili kirkjunni jörðum sínum? Nú gerir ríkið alls konar fjársamninga við fyrirtæki og félagasamtök án þess að þau teljist þess vegna ríkisfyrirtæki. Má nefna íþróttahreyfinguna, Rauða Krossinn, lífeyrissjóðina, verkalýðshreyfinguna og fleiri. Væri ráð að beita tungutaki „aðskilnaðar“ þar? Sömuleiðis setur Alþingi fyrirtækjum nákvæm lög til að starfa eftir eins og gildir um kirkjuna og trú-og lífsskoðunarfélögin. Umræðan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju er því komin að stöðu kristinna gilda í þjóðlífinu og hvernig við viljum haga skipan um þau. Mikið hefur skort á í umræðunni hvað eigi að „aðskilja“ og hvað leiðir af því. Þjóðsöngurinn eftir sr. Matthías Jochumsson, Ó, guð vors lands, er bænasálmur og ortur með tilvísan í 90. sálm Davíðs í Biblíunni. Felur krafan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í sér að skipta þjóðsöngnum út fyrir annan af því að söngurinn gæti verið „áróður“ fyrir kristna trú? Gildir sama um dagatalið sem er samofið sögu og boðskap Jesú Krists eða þjóðfánann með sínum kristna krossi. Allt eru þetta hornsteinar og skilaboð um að í landinu býr kristin þjóð. Þjóðkirkjan gegnir með mannauði sínum, skipulagi og víðtæku starfi um allt land, veigamiklu hlutverki í menningarlífi og velferðarþjónustu. A.m.k. 90% allra útfara fara fram á vegum Þjóðkirkjunnar, og fólkið velur það. Þjónustan felur í sér sálgæslu, oft í sárum aðstæðum og fer ekki hátt. Mun „aðskilnaður“ ríkis og kirkju takmarka eða breyta þessari þjónustu? Kirkjan hefur staðið fyrir helgihaldi og athöfnum í meira en 1000 ár, sér einnig um umfangsmikla félagslega þjónustu fyrir unga og aldna. Hjálparstarf kirkjunnar er áþreifanlegur vitnisburður um það. Á að „aðskilja“ eitthvað þar? Kirkjan varðveitir í húsum sínum og umhverfi gríðarleg menningarverðmæti. Stofnun hollvinafélags á Húsavík til að fjármagna viðgerðir á kirkjunni þar er táknrænt um það. Fólkinu finnst vænt um kirkjuna sína. Þýðir „aðskilnaður“, að þessar eignir kirkjunnar verði settar í umsjá ríkisins af því að einhverjir telji þær sameign þjóðar og hvað kostar það? Þá eru kirkjurnar inngrónar af menningu og sögu. Þar blómgast listin og fjölskrúðugt starf. Kirkjukórarnir og tónlistarfólkið vitna t.d. um það. Hefur „aðskilnaður“ ríkis og kirkju áhrif þar? Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu á fjölmennri hátíð á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum, að kirkjan væri elsta og stærsta lýðræðishreyfingin og lagði áherslu á að kirkjan er fólkið í landinu. Leiða má að því gild rök, að lútersk Þjóðkirkjuskipan á Norðurlöndum hafi örvað þróun um almenna velferð og mannréttindi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Þar vó þungt alþýðufræðslan sem kirkjan sá um og þrátt fyrir sára örbirgð þjóðarinnar. Lýðræði er kjölfesta í starfsháttum kirkjunnar. Heimafólkið velur prestinn og einstaklinga í sóknarnefnd til að sjá um stjórnsýsluna og starfið í sjálfboðinni þjónustu. Þar á ríkið enga aðkomu. Kveðið er á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Kirkjan á að vera evangelisk og lútersk til að ríkisvaldið geti stutt hana og verndað. Meirihluti kjósenda vildi ekki breyta þessu í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nokkrum árum. Það eru tær skilaboð um kristinn sið í landinu. Vilja stjórnmálaflokkar, sem hrópa á „aðskilnað“ ríkis og kirkju, breyta því? Það þurfa kjósendur að vita. Eða er þessi pólitíski frasi um „aðskilnað“ ríkis og kirkju merkingarlaus tímaskekkja og nær væri að ræða kjarna málsins, samfélag kristni og þjóðar? Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Heydölum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Þjóðkirkjan Gunnlaugur Stefánsson Mest lesið Halldór 15.11.2025 Halldór Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Fúsk eða laumuspil? Eva Hauksdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hvað þýðir „að vera nóg“ Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Nýjar lóðir í betri og bjartari borg Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Tími kominn til að hugsa um landið allt Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Milljarðakostnaður sérfræðinga Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Snýst um deilur Dags og Kristrúnar Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun „Mamma, eru loftgæðin á grænu?“ Sara björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur utanríkisráðherra Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Samfélag þar sem börn mæta afgangi Grímur Atlason skrifar Skoðun „Samræði“ við barn er ekki til - það er alltaf ofbeldi Guðný S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Staða íslenskrar fornleifafræði Gylfi Helgason skrifar Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Tími jarðefnaeldsneytis að líða undir lok Nótt Thorberg skrifar Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar Skoðun Ríkið græðir á eigin framkvæmdum Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar Skoðun Íslenska sem annað tungumál Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Sykursýki snýst ekki bara um tölur Erla Kristófersdóttir,Kristín Linnet Einarsdóttir skrifar Skoðun Íslenskan er í góðum höndum Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Ójafn leikur á Atlantshafi Björn Brynjúlfur Björnsson skrifar Skoðun Höfnum óráðsíunni og blásum til sóknar Guðbergur Reynisson skrifar Skoðun Stór baráttumál Flokks fólksins orðin að lögum Inga Sæland skrifar Skoðun Víð Sýn Páll Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvenær er nóg orðið nóg? Guðrún Ósk Þórudóttir skrifar Skoðun Hringekjuspuni bankastjórans: Kjósum frekar breytilega og háa vexti Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Þegar útborgunin hverfur: Svona geta fjölskyldur tapað öllu Már Wolfgang Mixa skrifar Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar Skoðun Hugleiðingar um Sundabraut Kristín Helga Birgisdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem virka: Garðabær í fremstu röð Almar Guðmundsson,Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Að búa við öryggi – ekki óvissu og skuldir Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Sjá meira
Stjórnmálaflokkar, sem setja kröfuna um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í stefnuskrá sína, verða að svara þessum spurningum, ekki síst af því að nú er Þjóðkirkjan sjálfstæð og aðskilin frá ríkinu með rekstur sinn og starfsemi. Prestarnir eru ekki embættismenn ríkisins, heldur starfsfólk kirkjunnar sem borgar því laun. Kirkjujarðasamkomulagið er viðskiptasamningur, þar sem ríkið greiðir afgjald af kirkjujörðum til kirkjunnar. Þýðir „aðskilnaður“ að þessum samningi verði sagt upp og ríkið skili kirkjunni jörðum sínum? Nú gerir ríkið alls konar fjársamninga við fyrirtæki og félagasamtök án þess að þau teljist þess vegna ríkisfyrirtæki. Má nefna íþróttahreyfinguna, Rauða Krossinn, lífeyrissjóðina, verkalýðshreyfinguna og fleiri. Væri ráð að beita tungutaki „aðskilnaðar“ þar? Sömuleiðis setur Alþingi fyrirtækjum nákvæm lög til að starfa eftir eins og gildir um kirkjuna og trú-og lífsskoðunarfélögin. Umræðan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju er því komin að stöðu kristinna gilda í þjóðlífinu og hvernig við viljum haga skipan um þau. Mikið hefur skort á í umræðunni hvað eigi að „aðskilja“ og hvað leiðir af því. Þjóðsöngurinn eftir sr. Matthías Jochumsson, Ó, guð vors lands, er bænasálmur og ortur með tilvísan í 90. sálm Davíðs í Biblíunni. Felur krafan um „aðskilnað“ ríkis og kirkju í sér að skipta þjóðsöngnum út fyrir annan af því að söngurinn gæti verið „áróður“ fyrir kristna trú? Gildir sama um dagatalið sem er samofið sögu og boðskap Jesú Krists eða þjóðfánann með sínum kristna krossi. Allt eru þetta hornsteinar og skilaboð um að í landinu býr kristin þjóð. Þjóðkirkjan gegnir með mannauði sínum, skipulagi og víðtæku starfi um allt land, veigamiklu hlutverki í menningarlífi og velferðarþjónustu. A.m.k. 90% allra útfara fara fram á vegum Þjóðkirkjunnar, og fólkið velur það. Þjónustan felur í sér sálgæslu, oft í sárum aðstæðum og fer ekki hátt. Mun „aðskilnaður“ ríkis og kirkju takmarka eða breyta þessari þjónustu? Kirkjan hefur staðið fyrir helgihaldi og athöfnum í meira en 1000 ár, sér einnig um umfangsmikla félagslega þjónustu fyrir unga og aldna. Hjálparstarf kirkjunnar er áþreifanlegur vitnisburður um það. Á að „aðskilja“ eitthvað þar? Kirkjan varðveitir í húsum sínum og umhverfi gríðarleg menningarverðmæti. Stofnun hollvinafélags á Húsavík til að fjármagna viðgerðir á kirkjunni þar er táknrænt um það. Fólkinu finnst vænt um kirkjuna sína. Þýðir „aðskilnaður“, að þessar eignir kirkjunnar verði settar í umsjá ríkisins af því að einhverjir telji þær sameign þjóðar og hvað kostar það? Þá eru kirkjurnar inngrónar af menningu og sögu. Þar blómgast listin og fjölskrúðugt starf. Kirkjukórarnir og tónlistarfólkið vitna t.d. um það. Hefur „aðskilnaður“ ríkis og kirkju áhrif þar? Ólafur Ragnar Grímsson sagði í ræðu á fjölmennri hátíð á Sauðárkróki fyrir nokkrum árum, að kirkjan væri elsta og stærsta lýðræðishreyfingin og lagði áherslu á að kirkjan er fólkið í landinu. Leiða má að því gild rök, að lútersk Þjóðkirkjuskipan á Norðurlöndum hafi örvað þróun um almenna velferð og mannréttindi í samanburði við önnur lönd í Evrópu. Þar vó þungt alþýðufræðslan sem kirkjan sá um og þrátt fyrir sára örbirgð þjóðarinnar. Lýðræði er kjölfesta í starfsháttum kirkjunnar. Heimafólkið velur prestinn og einstaklinga í sóknarnefnd til að sjá um stjórnsýsluna og starfið í sjálfboðinni þjónustu. Þar á ríkið enga aðkomu. Kveðið er á um stöðu kirkjunnar í stjórnarskrá: „Hin evangeliska lúterska kirkja skal vera Þjóðkirkja á Íslandi, og skal ríkisvaldið að því leyti styðja hana og vernda“. Kirkjan á að vera evangelisk og lútersk til að ríkisvaldið geti stutt hana og verndað. Meirihluti kjósenda vildi ekki breyta þessu í þjóðaratkvæðagreiðslunni fyrir nokkrum árum. Það eru tær skilaboð um kristinn sið í landinu. Vilja stjórnmálaflokkar, sem hrópa á „aðskilnað“ ríkis og kirkju, breyta því? Það þurfa kjósendur að vita. Eða er þessi pólitíski frasi um „aðskilnað“ ríkis og kirkju merkingarlaus tímaskekkja og nær væri að ræða kjarna málsins, samfélag kristni og þjóðar? Höfundur er fyrrverandi sóknarprestur í Heydölum.
Skoðun Saman náum við lengra. Af hverju þverfagleg endurhæfing skiptir máli Rúnar Helgi Andrason skrifar
Skoðun Hefjumst handa við endurskoðun laga um Menntasjóð námsmanna Kolbrún Halldórsdóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Ósanngjarnar hækkanir á vörugjöldum án fyrirvara – ábyrgðarleysi gagnvart atvinnulífi Friðrik Ingi Friðriksson skrifar
Skoðun Íslenska módelið í forvörnum – leiðarljós sem við erum að slökkva á Árni Guðmundsson skrifar
Skoðun Skattar lækka um 3,7 milljarða en fötluð börn bíða áfram eftir þjónustu Sigurbjörg Erla Egilsdóttir skrifar