Langtímalausnir við skammtímavandamáli? Guðbrandur Einarsson skrifar 16. mars 2021 11:30 Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar aðgerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir. Atvinnuleysi tífaldast Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnarmeirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur atriði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum ekki kannski tekið undir þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „ […]það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnuleysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frumkvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki langtímalausn á skammtímavandamáli? Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbótakerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsugæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sérstakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög velkomin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suðurnesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og faraldurinn gengur niður. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Guðbrandur Einarsson Skoðun: Kosningar 2021 Suðvesturkjördæmi Vinnumarkaður Reykjanesbær Mest lesið Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Notkun ökklabanda Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Skólaskætingur Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir skrifar Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar Skoðun Ný sókn í menntamálum Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Þjóðarmorð, fálmandi mjálm eða aðgerðir? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Vin í eyðimörkinni – almenningsbókasöfn borgarinnar Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Er Akureyri að missa háskólann sinn? Aðalbjörn Jóhannsson skrifar Skoðun Tíu staðreyndir um alvarlegustu kvenréttindakrísu heims Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Ég vildi óska þess að ég hefði hreinlega fengið krabbamein Íris Elfa Þorkelsdóttir skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Fjárfestum í fyrsta bekk, frekar en fangelsum Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Eftirlíking vitundar og hætturnar sem henni fylgja Þorsteinn Siglaugsson skrifar Skoðun Andaðu rólega elskan... Ester Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Gagnvirkni líkama og vitundar til heilbrigðis Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Nýjar lausnir í kennslu – gamlar hindranir Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kópavogsleiðinn Ragnar Þór Pétursson skrifar Skoðun Samstarf sem skilar raunverulegum loftslagsaðgerðum Nótt Thorberg skrifar Skoðun Lærum að lesa og reikna Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Loforðið sem borgarstjóri gleymdi Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Kristrún, það er bannað að plata Snorri Másson skrifar Skoðun Öndunaræfingar í boði SFS Vala Árnadóttir skrifar Skoðun Öndum rólega – á meðan húsið brennur Magnús Magnússon skrifar Skoðun Umbylting ríkisfjármála á átta mánuðum Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Mestu aularnir í Vetrarbrautinni Kári Helgason skrifar Skoðun Átta atriði sem sýna fram á vanda hávaxtastefnunnar Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun 50 þúsund nýir íbúar – Hvernig tryggjum við samheldni? Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar Skoðun Framtíð nemenda í fyrsta sæti í Kópavogi Ásdís Kristjánsdóttir skrifar Sjá meira
Reykjanesbær er það sveitarfélag sem hvað verst hefur orðið úti vegna kórónuveirufaraldursins. Atvinnuleysi hefur mælst í hæstu hæðum og miklu meira en það var eftir efnahagshrunið 2008. Það myndi hafa áhrif í hvaða sveitarfélagi sem er að búa við 25% atvinnuleysi. Slíkt kallar á fumlausar aðgerðir til þess að standa með þeim sem búa við þær skelfilegu aðstæður. Aðgerðir sem ekki er hægt að bíða eftir. Atvinnuleysi tífaldast Ríkisstjórn Íslands telur eðlilegt að atvinnuleysisbótatímabilið sé það stysta sem verið hefur á þessari öld þrátt fyrir að atvinnuleysi sé í sögulegu hámarki. Á Suðurnesjum hefur atvinnuleysið tífaldast frá því þegar best lét. Flestir þeir sem eru á atvinnuleysisskrá munu fara til þeirra starfa sem þeir sinntu áður en til faraldursins kom um leið og færi gefst. Þess vegna er svo mikilvægt að hlúa að þessum hópi á meðan að þetta ástand varir. Þingmenn stjórnarmeirihlutans tala í sífellu bara um virkni og að halda lífi í fyrirtækjunum. Á þess konar leikrit mátti m.a. hlusta á Sprengisandi nýverið þar sem þrír þingmenn tókust á um ástandið hér suður með sjó, tveir frá stjórnarmeirihluta, þar af annar sem situr sem þingmaður Suðurkjördæmis og síðan þingmaður Samfylkingarinnar í kjördæminu. Vil ég leyfa mér að vitna í nokkur atriði sem stjórnarþingmennirnar létu hafa eftir sér. Þingmaður Framsóknarflokks: „Við í Framsóknarflokknum, við höfum ekki kannski tekið undir þessar hugmyndir Samfylkingarinnar um að það sé besti kosturinn til að koma til móts við þennan hóp með því að lengja atvinnuleysistímabilið.“ Þáttastjórnandi: Þið teljið að þetta sé ekki nógu góð hugmynd að lengja þetta tímabil? Þingmaður Framsóknarflokks: „Nei við teljum skynsamlegra að fara aðrar leiðir […]“ Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „ […]það kannski sem greinir mína pólitík frá pólitík Oddnýjar í staðinn fyrir að halda áfram og lengja atvinnuleysisbótatímabilið þá vil ég miklu frekar veita súrefni til fyrirtækja og fólkið á Suðurnesjum þarf að búa til einhver tækifæri úr þeim mikla auð sem þarna er […] í mínum huga er það ekki þannig að við niðri á þingi eigum að koma okkur saman jæja nú ættu allir að fara í eitt stykki álver eða eitthvað annað heldur búa til þennan ramma og leyfa frumkvöðlum þessa lands að finna út úr því hvað hægt er að gera og það er kannski innspýtingin sem vantar þarna á Suðurnesjum.“ Þáttastjórnandi: Er það ekki langtímalausn á skammtímavandamáli? Þingmaður Sjálfstæðisflokks: „Það er alltaf lausnin held ég að hugsa um fyrirtækin og að þau þurfi súrefni og að það þurfi að byggja upp en ég held að það sé engin langtímalausn sko að lengja bara í atvinnuleysisbótakerfinu okkar heldur þarf þetta fólk að fá vinnu og ef það er ekki vinna þá þurfum við auðvitað að vera með einhver virkniúrræði.“ Það var og. Ég hlýt að spyrja eins og þáttastjórnandi hvort reyna eigi að beita langtímalausnum til þess að leysa skammtímavandamál. Þingmaður Sjálfstæðisflokksins talaði einnig um að styrkja grunninnviði, eins og menntakerfið og heilsugæsluna á Suðurnesjum. Hvorki ég né aðrir hér hafa séð einhvern sérstakan vilja þessarar ríkisstjórnar til þess að styðja við og styrkja þá grunninnviði. Verði tekin einhver skref í þá átt verða þau mjög velkomin. Það virðist vera orðin eins konar „mantra“ þessarar ríkisstjórnar að koma þurfi fólkinu hér á Suðurnesjum í einhverja virkni. Að koma okkur til vinnu með einhverjum hætti. Ég vil hins vegar breyta þessari möntru. Ég vil að stutt verði við fólk á meðan það þarf á því að halda og ég fullyrði að það mun ekkert skorta á viljann til vinnu um leið og faraldurinn gengur niður. Höfundur er forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar og oddviti Beinnar leiðar.
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun
Skoðun Meiri gæði og mun minni álögur - Hveragerðisleiðin í leikskólamálum Jóhanna Ýr Jóhannsdóttir,Sandra Sigurðardóttir,Dagný Sif Sigurbjörnsdóttir,Halldór Benjamín Hreinsson,Njörður Sigurðsson skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg stígur fyrsta skrefið í snjallvæðingu umferðarljósa! Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Þéttingarstefnan hefur brugðist og Dóra breytir um umræðuefni Aðalsteinn Haukur Sverrisson skrifar
Framtíðin í fyrsta sæti – mikilvægi forgangsröðunar á tillögum Kópavogsbæjar í grunnskólamálum Sigrún Ólöf Ingólfsdóttir Skoðun