Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar 30. janúar 2026 14:30 Djöfulsins pakk ..sagði einhver.. Já, það er kannski besta orðið yfir þá sem hafa stjórnað þessu landi síðustu áratugina. Ég tek ekki svo sterkt til orða að jafnaði, þótt ég hafi mínar skýru skoðanir á þeim sem bjóða sig fram til að „stjórna okkur til góðs“. En ég er orðin ótrúlega vonsvikin – og satt best að segja gapandi – yfir því hvernig hægt er að koma fram við samborgara sína aftur og aftur, án þess að blikna. Það virðist skipta engu máli hvaða flokkur eða hvaða manneskja kemst inn á þing. Fólk gengur inn um dyrnar, snýst í hring í gáttinni og kemur út breytt. Tilbúið að svíkja það sem það lofaði, aftur og aftur. Stendur síðan blákalt frammi fyrir þjóðinni og lýgur. Fyrir okkur sem teljumst til „venjulegs fólks“ er þetta óskiljanlegt. Ég vil trúa því að flestir búi yfir innri áttavita. Að við finnum muninn á réttu og röngu. Að við vitum hvenær við erum að ljúga, hvenær við erum að svíkja, hvenær við erum að haga okkur af græðgi. Og að við vitum, innst inni, að það er ekki gott fyrir okkur sjálf – né samfélagið – að koma illa fram við aðra. Þessi áttaviti er ekki lærður; hann er meðfæddur. Samt virðist eitthvað gerast þegar fólk kemst til valda. Þá er eins og það slökkni á þessum áttavita. Ábyrgð hverfur. Orð missa gildi sitt. Það sem áður var sagt af festu verður allt í einu að „flóknu samhengi“ sem enginn ber lengur ábyrgð á. Kannski er pirringsþröskuldurinn minn styttri en ella þessa dagana, en ég er komin gjörsamlega upp í kok af þessu fólki sem situr og þykist stjórna landinu okkar. Stór hluti þeirra eru blákaldir lygarar. Annar stór hluti eru hugleysingjar. Annaðhvort er kerfið sem okkur er sagt að virki einfaldlega fals, eða þá að þetta fólk er orðið svo flækt inn í valdakerfið – kjötkatlana, ríkissjóð, ESB sjóði og fjármálahagsmuni – að það situr þar eins og blóðsugur á blóði almennings. Og þau vita þetta. Þau vita að fólkið lætur ljúga að sér. Þau vita að þó þau ljúgi þurfi þau aldrei að bera ábyrgð á lygunum né afleiðingum þeirra fyrir venjulegt fólk. Þau gera einfaldlega það sem þeim sýnist – og það sem þau hagnast á. Í kjölfar hækkandi verðbólgu er það eingöngu almenningur sem tapar. Höfum það alveg á kristaltæru. Matur hækkar. Skattar hækka. Gjöld hækka. Lán hækka. Afborganir hækka. Leiga hækkar. Laun standa í stað. Og þegar það gerist á fólk enn erfiðara með að standa undir daglegum útgjöldum. Þetta er hringrás. Og þeir sem græða eru fjármagnseigendur. Alltaf. Þeir bera aldrei ábyrgð. Það gerir almenningur. Og hér kemur það sem enginn vill segja upphátt: Enginn sem á peninga vill losna við verðtrygginguna. Ekki bankar. Ekki lífeyrissjóðir. Ekki fjármagnseigendur. Og þar með talið ekki stjórnmálamenn. Ástæðan er einföld: verðtryggingin er eitt hagkvæmasta kerfi sem fjármagnskerfið hefur nokkurn tíma fengið. Hún tryggir að kröfur rýrna aldrei. Hún flytur alla verðbólguáhættu af þeim sem eiga peninga yfir á þá sem skulda. Hún sér til þess að fjármagn tapist ekki, sama hvað gerist í hagkerfinu. Og þess vegna hagnast þau á því að halda verðbólgu hárri. Þess vegna vill enginn „ábyrgur“ stjórnmálamaður snerta þetta kerfi. Að afnema verðtryggingu myndi þýða að færa áhættu aftur á banka, lífeyrissjóði og þá sem eiga eignir og kröfur. Það væri raunveruleg kerfisbreyting. Og raunverulegar kerfisbreytingar eru einfaldlega ekki gerðar í okkar samfélagi. Í staðinn er þetta alltaf kallað „flókið“. Alltaf sagt að „ekki sé rétti tíminn“. Alltaf varað við „óvissu“ og „óstöðugleika“. En það sem í raun er verið að verja er einfalt: hagsmuni þeirra sem græða á því að kerfið sé óbreytt. Þess vegna hefur ekkert breyst frá hruni 2008. Kerfið var ekki brotið upp. Það var lagað – fyrir þá sem áttu peninga, fyrir þá sem höfðu völd – og gegn þeim sem skulduðu. Er fólk ekki komið með nóg af þessum lygum? Það er ótrúlegt hversu margt í þessu samfélagi við sættum okkur við, þótt það ætti að vera algjörlega óásættanlegt. Verðtryggð húsnæðislán tengd neysluvísitölu – vísitölu sem á að mæla neyslu – þó við borðum ekki húsin okkar. Við neytum þeirra ekki, við seljum þau ekki daglega. Þau eru ekki mjólk, ekki brauð, ekki bensín. Samt er kostnaðurinn við þau bundinn við vísitölu sem á að spegla daglega neyslu – ekki raunveruleikann. Ætti að vera löngu búið að afnema tengingu verðtryggðra lána við þessa vísitölu. Fjármagnseigendur hagnast endalaust á verðbólgu, á meðan almenningi blæðir í hvert skipti. Hér á landi hefur verið gengið endanlega frá því að ungt fólk geti eignast húsnæði nema eiga ríka foreldra. Afgangurinn situr fastur á leigumarkaði þar sem stór fasteignafélög stórgræða á okurleigu, á meðan stjórnvöld horfa á og kalla þetta „markað“. Þetta er kerfi sem ver fjármagn – og lætur almenning borga. Þess vegna spyr ég: Hafa þau sem tóku við stjórnartaumum landsins logið sig inn á Alþingi landsmanna? Ekki endilega með berum ósannindum, heldur með loforðum sem þau vissu að yrðu aldrei efnd. Ef svo er: af hverju? Hafa þau hagsmuna að gæta af því að viðhalda þessu ástandi?Hagnast þau sjálf – beint eða óbeint – á verðtryggingu, verðbólgu, háum vöxtum og kerfi sem flytur byrðar niður en ver fjármagn uppi?Ef svarið er nei – hvers vegna er þá ekkert gert?Ef svarið er já – hvers vegna er það ekki rætt? Hvenær varð „stöðugleiki“ orð yfir kerfi sem almenningur borgar fyrir en fær aldrei að móta? Og hvenær varð það eðlilegt í lýðræðisríki að enginn bæri persónulega ábyrgð, jafnvel þegar afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar? Í heiðarlegu kerfi ættu svörin að vera einföld. Í stað svara er notuð orðaræpa. Flókin hugtök, loðin orð, endalausar útskýringar sem útskýra í raun ekkert. Þegar fólk biður um skýr svör um hvernig kerfið virkar og hvers vegna þetta fær að viðgangast, er því mætt með orðaflaumi sem drepur umræðuna fremur en að skýra hana. Í slíku umhverfi verður skilningur að ógn. Skýrleiki verður hættulegur. Og fáfræði verður að auðlind. Það er varla tilviljun að ekkert raunverulegt uppnám skapist yfir því að stór hluti ungra einstaklinga komi ólæs úr grunnskóla, ófær um að lesa sig í gegnum flókin kerfi, samninga og pólitíska orðræðu. Kerfi sem lifir á ruglingi þarf ekki upplýsta borgara. Það þarf þreyttan, ringlaðan og orðlausan fjölda. Ekki vegna þess að fólk sé ófært. Heldur vegna þess að upplýst fólk spyr spurninga. Og spurningar eru hættulegar þessu ástandi. Jafnvel þegar fólk reynir að bjarga sér sjálft er því refsað. Ef tveir eða fleiri leigja saman íbúð, óskyldir, einfaldlega til að lækka himinháan leigukostnað og lifa af, er það túlkað sem „sameiginlegar tekjur“. Húsnæðisbætur falla niður – ekki vegna þess að fólkið hafi það betra, heldur vegna þess að kerfið ákveður að telja saman tekjur sem í raun hafa ekkert með hvor aðra að gera. Kerfið refsar samhjálp. Það refsar skynsemi. Það refsar fólki fyrir að reyna að draga úr eigin útgjöldum. Skilaboðin eru skýr: Reyndu ekki að laga stöðuna sjálf. Kerfið vill ekki lausnir – það vill stjórn. Þetta er ekki velferðarkerfi sem styður fólk. Kerfið heldur fólki í heljargreipum – ekki svo fast að það brotni, en nægilega fast til að það hreyfist ekki úr sporunum.Og þetta er ekki í lagi. Og við vitum það. Kerfi halda ekki áfram af því þau eru réttlát. Þau halda áfram af því fólk aðlagast þeim. Og ég segi þetta beint: Þetta er ekki Ísland sem fólk á að sætta sig við. Og þeir sem viðhalda þessu ástandi – með gjörðum sínum eða aðgerðaleysi – bera ábyrgð. Hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki. Því hvað annað á að kalla þetta? Ef þetta er ekki dulbúið þrælahald – hvað er það þá? Höfundur er þátttakandi í Lýðræðisflokknum og Okkar borg, og trúir að samfélag eigi að byggjast á réttlæti og mannvirðingu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun: Sveitarstjórnarkosningar 2026 Mest lesið Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson Skoðun Nýi Landspítalinn: klúður sem enginn þorir lengur að ræða Sigurður Sigurðsson Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson Skoðun Maðurinn sem ég kynntist í löggunni Þuríður B. Ægisdóttir Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Hlúum að hjarta skólans skrifar Skoðun Ef þetta er ekki þrælahald – hvað er það þá? Ágústa Árnadóttir skrifar Skoðun Af hverju þurfa börn að borga í strætó? Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Flóttamannavegurinn er loksins fundinn Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður fyrir fólk á öllum æviskeiðum Helga Björg Loftsdóttir skrifar Skoðun 3,7 milljarða skattalækkun í Hafnarfirði Orri Björnsson skrifar Skoðun Nokkur orð um rekstrarkostnað Arnar Már Jóhannesson,Ásgerður Ágústsdóttir skrifar Skoðun ESB er (enn) ekki varnarbandalag Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar Skoðun Suðurlandsbraut á skilið umhverfismat Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Loforðin ein vinna ekki á verðbólgunni Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun Ástæða góðs árangurs í handbolta Lárus Bl. Sigurðsson skrifar Skoðun Skaðlegt stafrænt umhverfi barna Sigurður Sigurðsson skrifar Skoðun U-beygja framundan Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Ríkisstjórnin ræður ekki við verkefnið Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Kæra heilbrigðisráðherra, Alma Möller Arnar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Súkkulaðisnúðurinn segir sannleikann Björn Ólafsson skrifar Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar Skoðun Setjum ekki skátastarf á varamannabekkinn Óskar Eiríksson skrifar Skoðun Björg fyrir Reykvíkinga Þorbjörg Helga Vigfúsdóttir,Þórey Vilhjálmsdóttir skrifar Skoðun Enn má Daði leiðrétta Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Ég sá Jesú í fréttunum Daníel Ágúst Gautason skrifar Skoðun Ógnarstjórn talmafíunnar Vigdís Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar Skoðun Leiðtogi með reynslu, kjark og mannlega nálgun Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Hundrað–múrinn rofinn! Anna Björg Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert stefnum við? Jasmina Vajzović skrifar Skoðun Hrunamannahreppur 5 - Kópavogur 0 Gunnar Gylfason skrifar Skoðun Nýja kvótakerfið hennar Hönnu Katrínar Steinunn Ólína Þorsteinsdóttir skrifar Sjá meira
Djöfulsins pakk ..sagði einhver.. Já, það er kannski besta orðið yfir þá sem hafa stjórnað þessu landi síðustu áratugina. Ég tek ekki svo sterkt til orða að jafnaði, þótt ég hafi mínar skýru skoðanir á þeim sem bjóða sig fram til að „stjórna okkur til góðs“. En ég er orðin ótrúlega vonsvikin – og satt best að segja gapandi – yfir því hvernig hægt er að koma fram við samborgara sína aftur og aftur, án þess að blikna. Það virðist skipta engu máli hvaða flokkur eða hvaða manneskja kemst inn á þing. Fólk gengur inn um dyrnar, snýst í hring í gáttinni og kemur út breytt. Tilbúið að svíkja það sem það lofaði, aftur og aftur. Stendur síðan blákalt frammi fyrir þjóðinni og lýgur. Fyrir okkur sem teljumst til „venjulegs fólks“ er þetta óskiljanlegt. Ég vil trúa því að flestir búi yfir innri áttavita. Að við finnum muninn á réttu og röngu. Að við vitum hvenær við erum að ljúga, hvenær við erum að svíkja, hvenær við erum að haga okkur af græðgi. Og að við vitum, innst inni, að það er ekki gott fyrir okkur sjálf – né samfélagið – að koma illa fram við aðra. Þessi áttaviti er ekki lærður; hann er meðfæddur. Samt virðist eitthvað gerast þegar fólk kemst til valda. Þá er eins og það slökkni á þessum áttavita. Ábyrgð hverfur. Orð missa gildi sitt. Það sem áður var sagt af festu verður allt í einu að „flóknu samhengi“ sem enginn ber lengur ábyrgð á. Kannski er pirringsþröskuldurinn minn styttri en ella þessa dagana, en ég er komin gjörsamlega upp í kok af þessu fólki sem situr og þykist stjórna landinu okkar. Stór hluti þeirra eru blákaldir lygarar. Annar stór hluti eru hugleysingjar. Annaðhvort er kerfið sem okkur er sagt að virki einfaldlega fals, eða þá að þetta fólk er orðið svo flækt inn í valdakerfið – kjötkatlana, ríkissjóð, ESB sjóði og fjármálahagsmuni – að það situr þar eins og blóðsugur á blóði almennings. Og þau vita þetta. Þau vita að fólkið lætur ljúga að sér. Þau vita að þó þau ljúgi þurfi þau aldrei að bera ábyrgð á lygunum né afleiðingum þeirra fyrir venjulegt fólk. Þau gera einfaldlega það sem þeim sýnist – og það sem þau hagnast á. Í kjölfar hækkandi verðbólgu er það eingöngu almenningur sem tapar. Höfum það alveg á kristaltæru. Matur hækkar. Skattar hækka. Gjöld hækka. Lán hækka. Afborganir hækka. Leiga hækkar. Laun standa í stað. Og þegar það gerist á fólk enn erfiðara með að standa undir daglegum útgjöldum. Þetta er hringrás. Og þeir sem græða eru fjármagnseigendur. Alltaf. Þeir bera aldrei ábyrgð. Það gerir almenningur. Og hér kemur það sem enginn vill segja upphátt: Enginn sem á peninga vill losna við verðtrygginguna. Ekki bankar. Ekki lífeyrissjóðir. Ekki fjármagnseigendur. Og þar með talið ekki stjórnmálamenn. Ástæðan er einföld: verðtryggingin er eitt hagkvæmasta kerfi sem fjármagnskerfið hefur nokkurn tíma fengið. Hún tryggir að kröfur rýrna aldrei. Hún flytur alla verðbólguáhættu af þeim sem eiga peninga yfir á þá sem skulda. Hún sér til þess að fjármagn tapist ekki, sama hvað gerist í hagkerfinu. Og þess vegna hagnast þau á því að halda verðbólgu hárri. Þess vegna vill enginn „ábyrgur“ stjórnmálamaður snerta þetta kerfi. Að afnema verðtryggingu myndi þýða að færa áhættu aftur á banka, lífeyrissjóði og þá sem eiga eignir og kröfur. Það væri raunveruleg kerfisbreyting. Og raunverulegar kerfisbreytingar eru einfaldlega ekki gerðar í okkar samfélagi. Í staðinn er þetta alltaf kallað „flókið“. Alltaf sagt að „ekki sé rétti tíminn“. Alltaf varað við „óvissu“ og „óstöðugleika“. En það sem í raun er verið að verja er einfalt: hagsmuni þeirra sem græða á því að kerfið sé óbreytt. Þess vegna hefur ekkert breyst frá hruni 2008. Kerfið var ekki brotið upp. Það var lagað – fyrir þá sem áttu peninga, fyrir þá sem höfðu völd – og gegn þeim sem skulduðu. Er fólk ekki komið með nóg af þessum lygum? Það er ótrúlegt hversu margt í þessu samfélagi við sættum okkur við, þótt það ætti að vera algjörlega óásættanlegt. Verðtryggð húsnæðislán tengd neysluvísitölu – vísitölu sem á að mæla neyslu – þó við borðum ekki húsin okkar. Við neytum þeirra ekki, við seljum þau ekki daglega. Þau eru ekki mjólk, ekki brauð, ekki bensín. Samt er kostnaðurinn við þau bundinn við vísitölu sem á að spegla daglega neyslu – ekki raunveruleikann. Ætti að vera löngu búið að afnema tengingu verðtryggðra lána við þessa vísitölu. Fjármagnseigendur hagnast endalaust á verðbólgu, á meðan almenningi blæðir í hvert skipti. Hér á landi hefur verið gengið endanlega frá því að ungt fólk geti eignast húsnæði nema eiga ríka foreldra. Afgangurinn situr fastur á leigumarkaði þar sem stór fasteignafélög stórgræða á okurleigu, á meðan stjórnvöld horfa á og kalla þetta „markað“. Þetta er kerfi sem ver fjármagn – og lætur almenning borga. Þess vegna spyr ég: Hafa þau sem tóku við stjórnartaumum landsins logið sig inn á Alþingi landsmanna? Ekki endilega með berum ósannindum, heldur með loforðum sem þau vissu að yrðu aldrei efnd. Ef svo er: af hverju? Hafa þau hagsmuna að gæta af því að viðhalda þessu ástandi?Hagnast þau sjálf – beint eða óbeint – á verðtryggingu, verðbólgu, háum vöxtum og kerfi sem flytur byrðar niður en ver fjármagn uppi?Ef svarið er nei – hvers vegna er þá ekkert gert?Ef svarið er já – hvers vegna er það ekki rætt? Hvenær varð „stöðugleiki“ orð yfir kerfi sem almenningur borgar fyrir en fær aldrei að móta? Og hvenær varð það eðlilegt í lýðræðisríki að enginn bæri persónulega ábyrgð, jafnvel þegar afleiðingarnar eru fyrirsjáanlegar? Í heiðarlegu kerfi ættu svörin að vera einföld. Í stað svara er notuð orðaræpa. Flókin hugtök, loðin orð, endalausar útskýringar sem útskýra í raun ekkert. Þegar fólk biður um skýr svör um hvernig kerfið virkar og hvers vegna þetta fær að viðgangast, er því mætt með orðaflaumi sem drepur umræðuna fremur en að skýra hana. Í slíku umhverfi verður skilningur að ógn. Skýrleiki verður hættulegur. Og fáfræði verður að auðlind. Það er varla tilviljun að ekkert raunverulegt uppnám skapist yfir því að stór hluti ungra einstaklinga komi ólæs úr grunnskóla, ófær um að lesa sig í gegnum flókin kerfi, samninga og pólitíska orðræðu. Kerfi sem lifir á ruglingi þarf ekki upplýsta borgara. Það þarf þreyttan, ringlaðan og orðlausan fjölda. Ekki vegna þess að fólk sé ófært. Heldur vegna þess að upplýst fólk spyr spurninga. Og spurningar eru hættulegar þessu ástandi. Jafnvel þegar fólk reynir að bjarga sér sjálft er því refsað. Ef tveir eða fleiri leigja saman íbúð, óskyldir, einfaldlega til að lækka himinháan leigukostnað og lifa af, er það túlkað sem „sameiginlegar tekjur“. Húsnæðisbætur falla niður – ekki vegna þess að fólkið hafi það betra, heldur vegna þess að kerfið ákveður að telja saman tekjur sem í raun hafa ekkert með hvor aðra að gera. Kerfið refsar samhjálp. Það refsar skynsemi. Það refsar fólki fyrir að reyna að draga úr eigin útgjöldum. Skilaboðin eru skýr: Reyndu ekki að laga stöðuna sjálf. Kerfið vill ekki lausnir – það vill stjórn. Þetta er ekki velferðarkerfi sem styður fólk. Kerfið heldur fólki í heljargreipum – ekki svo fast að það brotni, en nægilega fast til að það hreyfist ekki úr sporunum.Og þetta er ekki í lagi. Og við vitum það. Kerfi halda ekki áfram af því þau eru réttlát. Þau halda áfram af því fólk aðlagast þeim. Og ég segi þetta beint: Þetta er ekki Ísland sem fólk á að sætta sig við. Og þeir sem viðhalda þessu ástandi – með gjörðum sínum eða aðgerðaleysi – bera ábyrgð. Hvort sem þeir viðurkenna það eða ekki. Því hvað annað á að kalla þetta? Ef þetta er ekki dulbúið þrælahald – hvað er það þá? Höfundur er þátttakandi í Lýðræðisflokknum og Okkar borg, og trúir að samfélag eigi að byggjast á réttlæti og mannvirðingu.
Skoðun Ríkisborgararéttur – sömu reglur eiga að gilda fyrir alla Katrín Haukdal Magnúsdóttir skrifar
Skoðun Ekkert styður fullyrðingar um lélegan árangur af Byrjendalæsi Guðmundur Engilbertsson,Gunnar Gíslason,Jenný Gunnbjörnsdóttir,Ragnheiður Lilja Bjarnadóttir,Rannveig Oddsdóttir,Rúnar Sigþórsson skrifar
Skoðun Samtalið er hafið – farsældarráðin eru lykillinn Arna Ír Gunnarsdóttir,Bára Daðadóttir,Erna Lea Bergsteinsdóttir,Hanna Borg Jónsdóttir,Hjördís Eva Þórðardóttir,Nína Hrönn Gunnarsdóttir,Sara Björk Þorsteinsdóttir,Þorleifur Kr. Níelsson skrifar
Skoðun Andstæðingar dýrahalds og hagnaðardrifið dýraverndarstarf Hallgerður Ljósynja Hauksdóttir skrifar