Réttlát umskipti í loftslagsmálum Drífa Snædal, Sonja Ýr Þorbergsdóttir og Þórunn Sveinbjarnardóttir skrifa 18. mars 2021 12:01 Baráttan gegn hamfarahlýnun er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Þess vegna hafa samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og Þýska alþýðusambandinu sameinað krafta sína og unnið að tillögum um réttlát umskipti til kolefnislauss samfélags. Tillögurnar birtast í skýrslum þar sem fjallað verður um stöðuna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og verður sú íslenska kynnt í dag. Samtök launafólks lýsa yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en leggja áherslu á að árangri verði ekki náð nema með réttlátum umskiptum. Til að sátt náist í samfélaginu um þær mikilvægu breytingar sem þarf að gera verður að tryggja afkomu- og atvinnuöryggi launafólks og leggja áherslu á góð og græn störf. Réttlát umskipti Með réttlátum umskiptum vörðum við leiðina að öruggari framtíð núlifandi og komandi kynslóða og tryggjum sanngjarna skiptingu kostnaðar og ávinnings á leið okkar að kolefnishlutlausu hagkerfi. Nauðsynlegar kerfisbreytingar verða að grundvallast á félags- og umhverfisvernd og taka tillit til stafrænnar þróunar, sjálfvirknivæðingar og lýðfræðilegrar þróunar. Þær munu hafa áhrif á framleiðsluferla, neyslu og vinnumarkað. Á Íslandi er stéttarfélagsaðild almenn, atvinnuþátttaka mikil og atvinnustig að jafnaði hátt. Ef fleiri störf tapast en verða til, ef atvinnuöryggi minnkar og hlutfall láglaunastarfa eykst á kostnað annarra starfa mun það hafa í för með sér aukinn tekjuójöfnuð og grafa undan samfélagslegri einingu og velmegun. Íslensk stjórnvöld þurfa því að vinna markvisst að því að móta hagkerfi fyrir framtíðina með stefnu í atvinnumálum og tengja hana við menntun, færni, vinnumarkaðinn, tæknibreytingar og nýsköpun. Einnig þarf að móta fjárfestingarstefnu fyrir lágkolefnishagkerfi og nýta skatta- og tekjutilfærslukerfin með jöfnuð að leiðarljósi. Í stefnu um sjálfbært, grænt hagkerfi verður að leggja áherslu á að skapa góð störf, öfluga almannaþjónustu og trygga afkomu. Stjórnvöld þurfa að vera skipulögð og fumlaus í aðgerðum og forðast að láta markaðinn einan ráða ferðinni því markaðurinn er blindur á félagslegar afleiðingar og getur því dýpkað ójöfnuðinn sem þegar er til staðar. Með réttlátum umskiptum, áherslu á samvinnu, þekkingu og afdráttarlausar aðgerðir geta stjórnvöld tekist á við þessar áskoranir og óvissu þeim tengdum. Verkalýðshreyfingin á að hafa sæti við borðið Réttlát umskipti byggja á samvinnu og lýðræðislegu samráði þar sem staða launafólks og almennings alls þarf að vera í forgrunni. Aðgangur verkalýðshreyfingarinnar að ákvörðunum er varða loftslagsstefnu Íslands er í dag mjög takmarkaður og nauðsynlegt er að formgera hlutverk hreyfingarinnar í mótun stefnu um réttlát umskipti. Í ljósi mikilvægis loftslagsmála og réttlátra umskipta er nauðsynlegt að koma á virku samstarfi til að tryggja árangursríkar kerfisbreytingar til að draga úr losun, samfélagslega einingu og velmegun. ASÍ, BHM og BSRB leggja því til að slíkur vettvangur sem myndaður sem fyrst sem fái það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Drífa Snædal Sonja Ýr Þorbergsdóttir Þórunn Sveinbjarnardóttir Loftslagsmál Mest lesið Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Sjókvíaeldi á Íslandi fjarstýrt með gervigreind frá Noregi Ingólfur Ásgeirsson skrifar Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan er vannýtt auðlind Jón Daníelsson skrifar Skoðun Ef Veðurstofan spáði vitlausu veðri í 40 ár, væri það bara í lagi? Björn Ólafsson skrifar Skoðun Hægri sósíalismi Jón Ingi Hákonarson skrifar Skoðun 5 ára vegferð að skóla framtíðarinnar – eða ekki! Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Sjá meira
Baráttan gegn hamfarahlýnun er brýnasta umhverfis-, samfélags- og efnahagsmál samtímans. Þess vegna hafa samtök launafólks í Norræna verkalýðssambandinu og Þýska alþýðusambandinu sameinað krafta sína og unnið að tillögum um réttlát umskipti til kolefnislauss samfélags. Tillögurnar birtast í skýrslum þar sem fjallað verður um stöðuna á Norðurlöndunum og í Þýskalandi og verður sú íslenska kynnt í dag. Samtök launafólks lýsa yfir stuðningi við loftslagsmarkmið stjórnvalda en leggja áherslu á að árangri verði ekki náð nema með réttlátum umskiptum. Til að sátt náist í samfélaginu um þær mikilvægu breytingar sem þarf að gera verður að tryggja afkomu- og atvinnuöryggi launafólks og leggja áherslu á góð og græn störf. Réttlát umskipti Með réttlátum umskiptum vörðum við leiðina að öruggari framtíð núlifandi og komandi kynslóða og tryggjum sanngjarna skiptingu kostnaðar og ávinnings á leið okkar að kolefnishlutlausu hagkerfi. Nauðsynlegar kerfisbreytingar verða að grundvallast á félags- og umhverfisvernd og taka tillit til stafrænnar þróunar, sjálfvirknivæðingar og lýðfræðilegrar þróunar. Þær munu hafa áhrif á framleiðsluferla, neyslu og vinnumarkað. Á Íslandi er stéttarfélagsaðild almenn, atvinnuþátttaka mikil og atvinnustig að jafnaði hátt. Ef fleiri störf tapast en verða til, ef atvinnuöryggi minnkar og hlutfall láglaunastarfa eykst á kostnað annarra starfa mun það hafa í för með sér aukinn tekjuójöfnuð og grafa undan samfélagslegri einingu og velmegun. Íslensk stjórnvöld þurfa því að vinna markvisst að því að móta hagkerfi fyrir framtíðina með stefnu í atvinnumálum og tengja hana við menntun, færni, vinnumarkaðinn, tæknibreytingar og nýsköpun. Einnig þarf að móta fjárfestingarstefnu fyrir lágkolefnishagkerfi og nýta skatta- og tekjutilfærslukerfin með jöfnuð að leiðarljósi. Í stefnu um sjálfbært, grænt hagkerfi verður að leggja áherslu á að skapa góð störf, öfluga almannaþjónustu og trygga afkomu. Stjórnvöld þurfa að vera skipulögð og fumlaus í aðgerðum og forðast að láta markaðinn einan ráða ferðinni því markaðurinn er blindur á félagslegar afleiðingar og getur því dýpkað ójöfnuðinn sem þegar er til staðar. Með réttlátum umskiptum, áherslu á samvinnu, þekkingu og afdráttarlausar aðgerðir geta stjórnvöld tekist á við þessar áskoranir og óvissu þeim tengdum. Verkalýðshreyfingin á að hafa sæti við borðið Réttlát umskipti byggja á samvinnu og lýðræðislegu samráði þar sem staða launafólks og almennings alls þarf að vera í forgrunni. Aðgangur verkalýðshreyfingarinnar að ákvörðunum er varða loftslagsstefnu Íslands er í dag mjög takmarkaður og nauðsynlegt er að formgera hlutverk hreyfingarinnar í mótun stefnu um réttlát umskipti. Í ljósi mikilvægis loftslagsmála og réttlátra umskipta er nauðsynlegt að koma á virku samstarfi til að tryggja árangursríkar kerfisbreytingar til að draga úr losun, samfélagslega einingu og velmegun. ASÍ, BHM og BSRB leggja því til að slíkur vettvangur sem myndaður sem fyrst sem fái það hlutverk að leggja grunninn að stefnu um réttlát umskipti á Íslandi. Höfundar eru forseti ASÍ, formaður BSRB og formaður BHM.
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun
Skoðun „Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson skrifar
Skoðun Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson skrifar
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
„Finnst ykkur skrýtið að ég mæti á Austurvöll – Pabba mínum var fórnað á altari niðurskurðar“ Davíð Bergmann Skoðun
Hvers vegna skipta hagsmunir verslanakeðja meira máli en öryggi barna í Ásahverfi Reykjanesbæ? Ólafur Ívar Jónsson Skoðun
Kjarnorkuákvæðið: Neyðarhemill en ekki léttvægt leikfang popúlista Kristinn Karl Brynjarsson Skoðun