Saga af bestu manneskju í heimi Ingileif Friðriksdóttir skrifar 16. mars 2021 13:32 Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla.Alla nema þig. Já, um leið og ég segi þér frá þessari stórkostlegu manneskju ætla ég nefnilega að segja þér að hún fyrirlítur þig. Eða, ég túlka það að minnsta kosti sem svo. Og staðfesta mín í þeirri túlkun er slík að ég ætla að leyfa mér að fullyrða það. „En hvers vegna í veröldinni fyrirlítur hún mig?“ spyrðu kannski. „Ég hef ekki einu sinni hitt hana.“ Og svarið mitt gæti þá verið að sé ég nokkuð viss um að henni þyki þú bara ekki nógu vel heppnað eintak. Þú sért ekki alveg í samræmi við ætlanir. Þetta gæti vakið hjá þér undrun og kveikt á ýmsum tilfinningum. „En ég legg mig fram við að koma vel fram við aðra og reyni að breyta rétt. Ég hef aldrei framið lögbrot og á enga óvini. Ég á þvert á móti mjög marga vini og fjölskyldu sem ég elska. Fólkið í kringum mig elskar mig á móti og myndi lýsa mér sem góðri manneskju. Ég skil ekki hvers vegna mesta fyrirmyndarmanneskja alheims ætti að fyrirlíta mig. Og fyrir hvað nákvæmlega?“ gætirðu spurt. Ég myndi þá svara og segja þér að það væri nú einfaldlega fyrir það að vera þú. En það er svo sem bara mín túlkun á þessari manneskju. Ég er auðvitað ekki hún. En ég bara veit að hún fyrirlítur þig. Sama hvað þú segir þá bara er það þannig. Hvernig myndi þér líða í þessum sporum? Myndi þetta ekki reita þig til reiði? Ég veit að minnsta kosti að það gerir það hjá mér. En hvaðan kemur þessi saga og hver er tilgangurinn með henni? Jú, í gær gaf Vatíkanið út ákvörðun, sem Frans páfi samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa hjónabönd samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir Guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Og það er nákvæmlega þess vegna sem mér líður eins og þér hefur kannski liðið við lesturinn hér að ofan. Ég er manneskjan sem situr og spyr sig hvers vegna útsendarar svokallaðs æðra máttarvalds geta túlkað hluti á þann hátt að þessi æðri máttur fyrirlíti mig fyrir það sem ég er. Ef til er einhvers konar Guð þá er óskiljanlegt hvernig stofnanir eins og kaþólska kirkjan geta haldið því fram að hann geri upp á milli okkar mannfólksins, sem hann á að hafa skapað. Og ef hann ætlaði að fara í manngreinarálit myndi ég ætla að mikilvægasti mælikvarðinn væri sá hvort við séum góðar manneskjur sem breytum rétt og komum vel fram við annað fólk. Er það ekki annars boðskapurinn? Fólk sem stendur á bakvið útskúfun og fyrirlitningu á hópum í samfélaginu, og tekur útilokandi ákvarðanir í skjóli valds og túlkunar sinnar á einhverju sem er eða er ekki - og lætur þannig eins og einstaklingar sem unnu sér ekkert til sakar annað en að elska og vera til, séu annars flokks, myndi hríðfalla á slíku manngæskuprófi. Höfundur er stofnandi Hinseginleikans. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hinsegin Mest lesið Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson Skoðun Skoðun Skoðun Stytta þarf veiðitíma svartfugla strax Hólmfríður Arnardóttir,Helga Ögmundardóttir skrifar Skoðun Hver greiðir fyrir breytingarnar? Svanfríður G. Bergvinsdóttir skrifar Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar Skoðun Stöndum vörð um Héraðsvötnin! Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Við erum búin að missa tökin Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar Skoðun Rýr húsnæðispakki Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hrekkjavaka á Landakoti Kristófer Ingi Svavarsson skrifar Skoðun Óvenjulegt fólk Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Hálfrar aldar svívirða Stefán Pálsson skrifar Skoðun $€tjum í$lensku á (mat) $€ðilinn! Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Skoðun Minna tal, meiri uppbygging Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Skoðun Ný nálgun – sama markmið: Heimili fyrir fólkið í borginni Heiða Björg Hilmisdóttir skrifar Skoðun Geymt en ekki gleymt Ástþór Ólafsson skrifar Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar Skoðun „Lánin hækka – framtíðin minnkar“ Sveinn Óskar Sigurðsson skrifar Skoðun Hey Pawels í harðindunum Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Land rutt fyrir þúsundir íbúða í Úlfarsárdal Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Dýrmæt þjóðfélagsgerð Eva Björk Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Hver er þessi Davíð Oddsson? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar Skoðun Þjóðkirkjan engu svarar – hylur sig í fræðilegri þoku Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Borgarstefna kallar á aðgerðir og fjármagn Ásthildur Sturludóttir skrifar Skoðun Skjáheimsókn getur dimmu í dagsljós breytt Auður Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Eru álverin á Íslandi útlensk? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Öryggisgæslu í Mjódd, núna, takk fyrir! Helgi Áss Grétarsson skrifar Skoðun Erum við ennþá hrædd við Davíð Oddsson? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Sjá meira
Ég ætla að segja þér frá bestu manneskju í heimi. Hún er góðmennskan uppmáluð og fer aldrei í manngreinarálit. Hún er ávallt með opinn faðm og hjartalag hennar er einstaklega fallegt. Þetta er mesta fyrirmyndarmanneskja sem heimurinn hefur séð. Hún gerir ekki upp á milli fólks, og elskar alla.Alla nema þig. Já, um leið og ég segi þér frá þessari stórkostlegu manneskju ætla ég nefnilega að segja þér að hún fyrirlítur þig. Eða, ég túlka það að minnsta kosti sem svo. Og staðfesta mín í þeirri túlkun er slík að ég ætla að leyfa mér að fullyrða það. „En hvers vegna í veröldinni fyrirlítur hún mig?“ spyrðu kannski. „Ég hef ekki einu sinni hitt hana.“ Og svarið mitt gæti þá verið að sé ég nokkuð viss um að henni þyki þú bara ekki nógu vel heppnað eintak. Þú sért ekki alveg í samræmi við ætlanir. Þetta gæti vakið hjá þér undrun og kveikt á ýmsum tilfinningum. „En ég legg mig fram við að koma vel fram við aðra og reyni að breyta rétt. Ég hef aldrei framið lögbrot og á enga óvini. Ég á þvert á móti mjög marga vini og fjölskyldu sem ég elska. Fólkið í kringum mig elskar mig á móti og myndi lýsa mér sem góðri manneskju. Ég skil ekki hvers vegna mesta fyrirmyndarmanneskja alheims ætti að fyrirlíta mig. Og fyrir hvað nákvæmlega?“ gætirðu spurt. Ég myndi þá svara og segja þér að það væri nú einfaldlega fyrir það að vera þú. En það er svo sem bara mín túlkun á þessari manneskju. Ég er auðvitað ekki hún. En ég bara veit að hún fyrirlítur þig. Sama hvað þú segir þá bara er það þannig. Hvernig myndi þér líða í þessum sporum? Myndi þetta ekki reita þig til reiði? Ég veit að minnsta kosti að það gerir það hjá mér. En hvaðan kemur þessi saga og hver er tilgangurinn með henni? Jú, í gær gaf Vatíkanið út ákvörðun, sem Frans páfi samþykkti, um að kaþólskir prestar megi ekki blessa hjónabönd samkynja para. Það sé ekki í samræmi við ætlanir Guðs og ekki sé hægt að blessa syndsamlega hegðun. Og það er nákvæmlega þess vegna sem mér líður eins og þér hefur kannski liðið við lesturinn hér að ofan. Ég er manneskjan sem situr og spyr sig hvers vegna útsendarar svokallaðs æðra máttarvalds geta túlkað hluti á þann hátt að þessi æðri máttur fyrirlíti mig fyrir það sem ég er. Ef til er einhvers konar Guð þá er óskiljanlegt hvernig stofnanir eins og kaþólska kirkjan geta haldið því fram að hann geri upp á milli okkar mannfólksins, sem hann á að hafa skapað. Og ef hann ætlaði að fara í manngreinarálit myndi ég ætla að mikilvægasti mælikvarðinn væri sá hvort við séum góðar manneskjur sem breytum rétt og komum vel fram við annað fólk. Er það ekki annars boðskapurinn? Fólk sem stendur á bakvið útskúfun og fyrirlitningu á hópum í samfélaginu, og tekur útilokandi ákvarðanir í skjóli valds og túlkunar sinnar á einhverju sem er eða er ekki - og lætur þannig eins og einstaklingar sem unnu sér ekkert til sakar annað en að elska og vera til, séu annars flokks, myndi hríðfalla á slíku manngæskuprófi. Höfundur er stofnandi Hinseginleikans.
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun
Skoðun Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson skrifar
Skoðun Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir skrifar
Skoðun Stöðug uppbygging orkuinnviða Adrian Pike,Bjarni Þórður Bjarnason,Tómas Már Sigurðsson skrifar
Skoðun Tvöföld mismunun kvenna í hópi innflytjenda Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar
Skoðun Tækni og ungmenni: Hvar liggur ábyrgðin og hvað getum við gert? Stefán Þorri Helgason skrifar
Skoðun Hvað gerir brjóstakrabbamein að ólæknandi brjóstakrabbameini? Helga Tryggvadóttir,Ólöf Kristjana Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Hugsanlega löglegt, en siðlaust og grimmt — af hundsráni í GOGG Kristinn Ka. Nína Sigríðarson skrifar
Hjúkrunarheimili í Þorlákshöfn Gestur Þór Kristjánsson,Sigurbjörg Jenný Jónsdóttir,Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir Skoðun
Um Liverpool, Diogo Jota, áföll og sorgina – hugleiðingar sálfræðings Andri Hrafn Sigurðsson Skoðun