Mikil tækifæri framundan í fasteignatækniiðnaði Hjörtur Sigurðsson, Hlynur Guðjónsson og Eyrún Arnarsdóttir skrifa 15. mars 2021 15:31 Fasteignatækni (e. Proptech) er regnhlífarhugtak yfir tæknifyrirtæki sem vinna með fasteignir á einn eða annan hátt. Starfsemi þessara fyrirtækja getur falið í sér undirbúning framkvæmda, hönnun, uppbyggingu, rekstur, leigu og umbreytingu fasteigna með tækni, en öll eiga þessi fasteignatæknifyrirtæki það sameiginlegt að hafa tækniþróun og -notkun sem ráðandi þátt í starfsemi sinni. Á Íslandi starfar fjöldi slíkra fyrirtækja og er fasteignatækni vaxandi iðnaður. Flest þessara fyrirtækja bjóða upp á eða eru að þróa hugbúnaðarlausnir og sum þeirra framleiða einnig tækjabúnað. Fyrirtækin eiga það mörg sameiginlegt að vinna með lausnir sem snúa að sjálfbærni með því að veita yfirsýn og hafa stjórn á kolefnisfótspori, auðlindanotkun og orku. Mörg þeirra myndu jafnframt flokkast undir það að vera svokölluð fjártæknifyrirtæki (e. Fintech) sem einnig er vaxandi grein hér á landi. Á Norðurlöndunum hafa fasteignatæknifyrirtæki tengst í samtökum í hverju landi. Þannig hefur myndast net tengiliða þar sem fyrirtækin deila þekkingu á því hvernig nálgast megi fjárfesta sem hafa áhuga á þessum flokki fyrirtækja og viðskiptahraðla sem henta þeim. Samtök iðnaðarins í samstarfi við Nordic Innovation House í New York stóð fyrir opnum rafrænum kynningarfundi um fasteignatækniiðnaðinn á Íslandi fyrir skömmu. Innan Samtaka iðnaðarins eru aðildarfyrirtæki sem starfa á sviði fasteignatækni og kynningarfundurinn var fyrsta skrefið í þá átt að efla tengslanet þessara aðila og auka upplýsingagjöf til fyrirtækja í fasteignatækniiðnaði. Það eru mikil tækifæri fólgin í því að íslensk fasteignatæknifyrirtæki tengist í gegnum sambærilegt net og starfrækt er á Norðurlöndunum. Þannig opnast vettvangur fyrir fyrirtækin til að deila þekkingu og áskorunum. Einnig gæti opnast gátt til Norðurlanda og í því felast möguleikar á þátttöku í starfi nýrra samtaka á þeim slóðum. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við greinarhöfunda til að nálgast upplýsingar og taka þátt í starfi fasteignatæknihópsins á Íslandi innan Samtaka iðnaðarins og í starfi Nordic Innovation House í New York. Höfundar: Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi aðalræðisskrifstofu Íslands í New York Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Tækni Nýsköpun Fasteignamarkaður Fjártækni Mest lesið Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Sköpum störf við hæfi! Unnur Hrefna Jóhannsóttir skrifar Skoðun Immigrant Women: Essential Workers, Rising Voices on Labor Day Maru Alemán skrifar Skoðun Tikkað í skipulagsboxin Samúel Torfi Pétursson skrifar Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar Skoðun Sjúklingur settur í fangaklefa Arnar Þór Jónsson skrifar Skoðun Opið bréf til fjármálaráðherra, Daða Más Kristóferssonar Íris Róbertsdóttir skrifar Skoðun Ég kalla hann Isildur; mentorinn minn er gervigreind Björgmundur Guðmundsson skrifar Skoðun Hvað er „furry“ annars? Jóhanna Jódís Antonsdóttir skrifar Skoðun Jafnaðarmennskan og verkalýðsbaráttan Sigfús Ómar Höskuldsson skrifar Skoðun Hljóð og mynd íslenskra varna Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Kveðjur úr Grafarvogi til þeirra sem kasta steinum úr glerhúsi Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Leiðsöguhundurinn Gaur gerir mig að betri manneskju Þorkell J. Steindal skrifar Skoðun Fimmtíu ár frá lokum Víetnamstríðsins Finnur Th. Eiríksson skrifar Skoðun Að undirbúa börnin okkar fyrir heim sem er að hverfa Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar Skoðun Bókin er minn óvinur, en mig langar samt í verknám! Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ilmurinn af jarðolíu er svo lokkandi Sævar Helgi Lárusson skrifar Skoðun Hvað er að frétta af humrinum? Jónas Páll Jónasson skrifar Skoðun Þeir greiða sem njóta, eða hvað? Jóhannes Þór Skúlason,Pálmi Viðar Snorrason skrifar Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar Skoðun Sigrar og raunir íslenska hestsins Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Góðir grannar Landsvirkjunar og við hin Kjartan Ágústsson skrifar Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Mikilvægi orkuspáa Ingvar Júlíus Baldursson skrifar Skoðun Þegar innflutningurinn ræður ríkjum Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Vladímír Pútín: Hvað er að marka hann? Steinar Björgvinsson skrifar Skoðun Örlög Úkraínu varða frið og öryggi á Íslandi Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Vegamál á tímum skattahækkana og vantrausts Benedikt S. Benediktsson skrifar Skoðun Konur og menntun Sigríður Ingibjörg Ingadóttir,Steinunn Bragadóttir skrifar Sjá meira
Fasteignatækni (e. Proptech) er regnhlífarhugtak yfir tæknifyrirtæki sem vinna með fasteignir á einn eða annan hátt. Starfsemi þessara fyrirtækja getur falið í sér undirbúning framkvæmda, hönnun, uppbyggingu, rekstur, leigu og umbreytingu fasteigna með tækni, en öll eiga þessi fasteignatæknifyrirtæki það sameiginlegt að hafa tækniþróun og -notkun sem ráðandi þátt í starfsemi sinni. Á Íslandi starfar fjöldi slíkra fyrirtækja og er fasteignatækni vaxandi iðnaður. Flest þessara fyrirtækja bjóða upp á eða eru að þróa hugbúnaðarlausnir og sum þeirra framleiða einnig tækjabúnað. Fyrirtækin eiga það mörg sameiginlegt að vinna með lausnir sem snúa að sjálfbærni með því að veita yfirsýn og hafa stjórn á kolefnisfótspori, auðlindanotkun og orku. Mörg þeirra myndu jafnframt flokkast undir það að vera svokölluð fjártæknifyrirtæki (e. Fintech) sem einnig er vaxandi grein hér á landi. Á Norðurlöndunum hafa fasteignatæknifyrirtæki tengst í samtökum í hverju landi. Þannig hefur myndast net tengiliða þar sem fyrirtækin deila þekkingu á því hvernig nálgast megi fjárfesta sem hafa áhuga á þessum flokki fyrirtækja og viðskiptahraðla sem henta þeim. Samtök iðnaðarins í samstarfi við Nordic Innovation House í New York stóð fyrir opnum rafrænum kynningarfundi um fasteignatækniiðnaðinn á Íslandi fyrir skömmu. Innan Samtaka iðnaðarins eru aðildarfyrirtæki sem starfa á sviði fasteignatækni og kynningarfundurinn var fyrsta skrefið í þá átt að efla tengslanet þessara aðila og auka upplýsingagjöf til fyrirtækja í fasteignatækniiðnaði. Það eru mikil tækifæri fólgin í því að íslensk fasteignatæknifyrirtæki tengist í gegnum sambærilegt net og starfrækt er á Norðurlöndunum. Þannig opnast vettvangur fyrir fyrirtækin til að deila þekkingu og áskorunum. Einnig gæti opnast gátt til Norðurlanda og í því felast möguleikar á þátttöku í starfi nýrra samtaka á þeim slóðum. Við hvetjum áhugasama til að hafa samband við greinarhöfunda til að nálgast upplýsingar og taka þátt í starfi fasteignatæknihópsins á Íslandi innan Samtaka iðnaðarins og í starfi Nordic Innovation House í New York. Höfundar: Hjörtur Sigurðsson, framkvæmdastjóri VSB verkfræðistofu Hlynur Guðjónsson, aðalræðismaður og viðskiptafulltrúi aðalræðisskrifstofu Íslands í New York Eyrún Arnarsdóttir, viðskiptastjóri á mannvirkjasviði Samtaka iðnaðarins
Skoðun Það sem er ósagt varðandi vinnubrögð hjá Háskólanum á Akureyri Þóra Sigurðardóttir skrifar
Skoðun Hollar skólamáltíðir fyrir loftslagið og líðan barna Laufey Steingrímsdóttir,Anna Sigríður Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samskiptasáttmáli; skúffuskjal eða stórgott verkfæri Helena Katrín Hjaltadóttir,Íris Helga G. Baldursdóttir skrifar
Skoðun Reykjavíkurborg á flestar félagslegar íbúðir en Garðabær rekur lestina Heimir Már Pétursson skrifar
Skoðun Hittumst á rauðum sokkum 1. maí Finnbjörn A. Hermannsson,Kolbrún Halldórsdóttir,Magnús Þór Jónsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar