Fleiri fréttir

Fæðingarorlofsfrumvarp plokkar rúsínur úr rannsóknarkökunni
Nýlega var frumvarp um fæðingar- og foreldraorlof samþykkt í ríkisstjórn. Það kveður á um 12 mánaða orlof.

Að hika er sama og tapa
Ríkisstjórninni leiðist ekki að endurtaka í ræðu og riti að nýsköpun sé rauði þráðurinn í nú þriggja ára gömlum stjórnarsáttmála sínum.

Veraldleg þjóð í hlekkjum þjóðkirkju
Í könnun sem Siðmennt lét framkvæma nýlega kom fram að trúuðum á Íslandi heldur áfram að fækka og eru núna tæplega 42% af þjóðinni, á móti hefur trúlausum fjölgað og eru um 36% og bilið á milli þessara hópa heldur því áfram að minnka, en sá samanburður kemur m.a. úr sambærilegri könnun sem Siðmennt lét gera 2015.

Um mannréttindi og misnotkun þeirra
Hvað er til ráða þegar sjálfskipaður ritdómari leyfir sér að fara rangt með allar lykilstaðreyndir í umfjöllun sinni um nýútkomna bók móður minnar „Brosað gegnum tárin“?

Innleiðing betri vinnutíma
Á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttri vinnuviku – betri vinnutíma fyrir aðildarfélög BSRB. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt áherslu á styttri vinnuviku og að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf.

Sæll, Ármann
Sæll Ármann. Takk fyrir bréfið, það var fallegt. Auður Ósk Hallmundsdóttir heiti ég. Ég vinn á Leikskólanum Kópasteini og hef gert síðastliðin 7 ár sem leiðbeinandi á leikskóla.

Nei, stórfé! Hér dugar ei minna!
Kórónuveiran hefur slegið atvinnu- og efnahagslíf hér sem annars staðar bylmingshöggi. Nú þegar grillir í ljós við endann á göngunum þarf stefnu um endurreisn þjóðarbúsins til að uppræta atvinnuleysi og efla hagsæld landsmanna.

Er þétting byggðar loftslagsmál?
Samfélag okkar manna stendur á tímamótum. Okkar helsta sameiginlega verkefni er að takast á við loftslagsvánna. Það að flétta inn í hversdagsleikann hluti sem skipta máli til að takast á við stærsta verkefni samtímans er áskorun, ekki aðeins fyrir hvern einstakling, heldur líka fyrir okkur sem samfélag.

Fjölskylduflokkurinn
Í dag, 21. nóvember, á Landssamband Framsóknarkvenna 39 ára afmæli. Í 39 ár hafa konur innan Framsóknarflokksins barist ötullega fyrir réttindum kvenna, bæði innan flokksins sem utan hans.

Áhyggjulaust ævikvöld
Stórslysið á Landakoti þar sem 13 einstaklingar létust hefur beint athyglinni að aðbúnaði aldraðra á Íslandi. Því miður hafa þessi mál lengi verið í lamasessi.

Barnasáttmálinn brotinn - óþarfar aðgerðir á kynfærum barna
Dagur mannréttinda barna er í dag, 20. nóvember. Dagurinn er helgaður fræðslu um mannréttindi barna en Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var samþykktur þennan dag fyrir 31 ári.

Nú er öldin önnur
Við megum vera þakklát fyrir að lifa á árinu 2020, einhverjir eru ekki sammála mér um að árið 2020 sé endilega gott ár og það er ég heldur ekki að segja.

Flóttabörnin sem ekki fá að tala
Á afmælisdegi barnasáttmálans er gott að skoða hvernig við stöndum okkur að fara eftir ólíkum þáttum hans.

Til minningar um trans fólk
Í dag er minningardagur trans fólks. Dagurinn er haldinn til þess að minnast trans fólks sem hefur verið myrt fyrir kynvitund sína, en árið 2020 hafa verið tilkynnt alls 350 morð á trans fólki víðsvegar um heim, samkvæmt evrópsku trans samtökunum Transgender Europe, sem er 6% aukning á milli ára.

Jöfnuður í fyrirrúmi
Þær aðgerðir sem gripið er til núna í óvissuástandi munu hafa afleiðingar til ára og áratuga. Sá rauði þráður sem lagt var upp með af hendi Alþýðusambandsins í vor er að tryggja afkomuöryggi og byggja upp betra atvinnulíf.

Hvað svo?
Það vakti líklega gleði flestra þegar nýverið bárust fréttir af því að bóluefni sem virðast hafa góða virkni eru að ljúka prófunum og gætu verið komin í dreifingu í byrjun næsta árs. En hvað svo?

Mannréttindi fatlaðra barna á Íslandi
Í dag er dagur mannréttinda barna og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þann 30. september síðastliðin kom út viðbótarskýrsla frjálsra félagasamtaka um stöðu réttinda barna á Íslandi til Barnaréttarnefndar Sameinuðu þjóðanna.

Látum raddir barna heyrast!
Í dag, 20. nóvember, er alþjóðlegi dagur barna sem og afmælisdagur Barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna. Þessi dagur er mikilvægur meðal annars vegna þess að við fögnum því að 193 lönd hafa undirritað Barnasáttmálann sem gerir hann að þeim mannréttindasáttmála sem hefur verið samþykktur af flestum ríkjum í heiminum.

Ertu ekki örugglega búinn að endurfjármagna húsnæðislánið þitt?
Eitt af aðalmarkmiðum okkar sem komu að gerð Lífskjarasamningsins var að auka ráðstöfunartekjur okkar félagsmanna með fleiri þáttum en bara beinum launabreytingum.

Svörum kallinu
Á dögunum fór fram umræða á Alþingi um biðlista eftir úrræðum fyrir börn með geðheilbrigðisvandamál. Í umræðunni kom ég sérstaklega inn á þann þátt sem snýr að því til hvaða aðgerða ráðherra hyggðist grípa til og í framhaldinu lagði ég til að ráðist væri í úttekt á geðheilbrigðisþjónustu í landinu.

Eru ekki öll háskólapróf þýðingarmikil?
Þegar einhver segir við mig að hitt eða þetta hafi mikla þýðingu, þá sperri ég eyrun og hlusta vel. Samkvæmt orðabók hefur það sem er þýðingarmikið mikið gildi eða er mikilvægt.

Höfum Barnasáttmálann ætíð að leiðarljósi
Dagur mannréttinda barna er í dag. Mörg þeirra réttinda barna sem við teljum vera sjálfsögð í dag hafa síður en svo verið talin sjálfsögð í gegnum tíðina. Ef litið er til baka um eina öld, til ársins 1920, var veruleiki margra íslenskra barna gjörólíkur þeim veruleika sem börn þekkja í dag.

Manstu?
Munið þið eftir þættinum Kveik? Þar var fjallað um fátækt á Íslandi. Nú undanfarið hef ég séð á Facebook-síðum að fólk er að biðja um hjálp og mataraðstoð. Þetta er svo sorglegt.

Af okkur Leonardo DiCaprio
Þegar ég var unglingsstelpa þá elskaði ég Leonardo DiCaprio. Ég var ekki skotin í honum, ég elskaði hann. Ég held meira að segja að ég hafi trúað því að við ættum í einhverskonar sambandi.

Sumaropnun leikskóla í Hafnarfirði
Eftir að hafa lesið grein eftir Margréti Völu Marteinsdóttur varaformann fræðsluráðs Hafnarfjarðar á fréttamiðlinum Vísi get ég ekki orða bundist.

Út úr kófinu
Afleiðingar kórónuveirunnar og þeirra almennu samfélagslegu lokana og hindrana sem beitt hefur verið til að hægja á útbreiðslu hennar taka til allra sviða samfélagsins. Stjórnvöld hafa að einhverju leyti reynt að bregðast við þessum afleiðingum, en þó virðist vera ákveðin rörsýn á að reyna ítrekað að „stöðva veiruna“ í stað heildrænnar sýnar.

Laddi og leiðin áfram
Árangur í loftslagsmálum krefst stórra lausna. Við munum ekki ná settum markmiðum með smá grænum sköttum hér og smá ívilnunum þar. Við þurfum bæði hugarfars- og kerfisbreytingu, við þurfum að ráðast að rót vandans: Hagkerfinu sem hefur sett vöxt og neyslu framar öllu öðru.

Heilsársleikskóli í Hafnarfirði í augum leikskólakennara
Ég mætti til vinnu í morgun glöð eins og vanalega því ég er, að eigin áliti, í besta starfi í heimi. Ég fæ að vinna með leikskólabörnum alla virka dag og þau eru í miklu uppáhaldi hjá mér.

Reykjavík: 0 krónur
Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018.

Eldklár
Árið er 2020 og það hefur boðið okkur upp í krappan dans. Við höfum horft upp á veðurofsa, snjóflóð, rafmagnstruflanir, heimsfaraldur, jarðskjálfta og síðast en ekki síst tíða og mannskæða eldsvoða.

Leysanlegt kolefnisklúður
10. nóvember síðastliðinn gerði Fréttablaðið að umtalefni fyrirsjáanleg kaup ríkisins á kolefniskvótum til að uppfylla skuldbindingar Íslands gagnvart Kyoto bókuninni.

Skólamál úr skápnum
Skert tækifæri og óöryggi eiga ekki að vera fylgifiskar þess fyrir ungmenni að koma út úr skápnum. En þriðjungur hinsegin ungmenna upplifir óöryggi í skólanum sínum, í hinu íslenska skólakerfi.

Sérfræðiþekking, almenn skynsemi og þjóðfélagsumræðan
Undirritaður hefur skrifað ýmsar greinar um COVID og sóttvarnir í landinu síðustu vikur, með nokkurri gagnrýni á hendur sóttvarna- og heilbrigðisyfirvöldum, og hefur fengið mismikið lof, - reyndar meira last en lof - fyrir.

Heilsársleikskóli í Hafnarfirði
Aukið valfrelsi, meiri stuðningur og betri þjónusta við fjölskyldur

Frítekjumark eftirlauna er óvirkt
Ætli Ásmundur Einar viti af þessu?

OECD rassskellir Isavia
Rekstur Keflavíkurflugvallar á vegum Isavia fær vægast sagt hroðalega útreið í nýju samkeppnismati OECD, Efnahags- og framfarastofnunar Evrópu. Þær fréttir sem birst hafa um gagnrýni OECD á Isavia ná samt rétt að krafsa í yfirborðið.

Baráttan við að ná heilsu: Sjúkraþjálfun eftir Covid-19
Baráttan við Covid-19 er eitt stærsta verkefni þjóðarinnar og verður enn um sinn. Við fögnum öll fréttum af því að bóluefni séu á leiðinni, sem vonir standa til að veiti góðar varnir gegn veirunni.

Farsóttarþreyta og betri tíð
Á mánudaginn, á degi íslenskrar tungu, var á upplýsingafundi Almannavarna spurt um uppáhalds Covid-nýyrði framlínufólksins okkar. Á þeim vettvangi hafa þónokkur orð sprottið upp í daglegri notkun, til dæmis fordæmalaus og smitrakningarteymi.

Einvígið: Engin brögð í tafli
Fyrir rétt rúmlega hálfum mánuði fóru fram sögulegar forsetakosningar í Bandaríkjunum. Forsetaefni Demókrataflokksins, Joe Biden, bar sigur úr býtum gegn sitjandi forseta Bandaríkjanna, Donald Trump.

Arion banki: Ég vil fá mínar 12 milljónir til baka
Ég las það í fréttum að Arion banki væri í hreinlega í vandræðum með eigið fé sitt það væri svo mikið.

Forsetar, dómarar og forstjórar
Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn í gær. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar. Með hverju árinu færumst við nær jafnrétti á ólíkum sviðum samfélagsins.

Leikjafræði Lilju
Menntamálaráðherra er ekki fyrsti ráðherrann sem fær úrskurð um brot á jafnréttislögum. Aðrir ráðherrar hafa hins vegar ekki farið hennar leið, heldur almennt unað svona úrskurðum.

Leghálskrabbamein heyri sögunni til (með gjaldfrjálsri skimun)
Í dag, þann 17. nóvember 2020 hefst átak WHO, Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar, til þess að útrýma leghálskrabbameini. Átakið markar tímamót því þetta er í fyrsta sinn sem sett er það markmið að útrýma ákveðinni tegund krabbameins alls staðar í heiminum og var samþykkt á World Health Assembly í ágúst sl.

Hvers vegna Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna?
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár.

Styttri vinnuvika en engin hlé?
Nú er unnið hörðum höndum að því innan fjölmargra vinnustaða (okkar) félagsmanna Sameykis og annarra aðildarfélaga BSRB að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36.