Frítekjumark eftirlauna er óvirkt Sigurður T. Garðarsson skrifar 18. nóvember 2020 16:00 Frítekjumark eftirlauna frá lífeyrissjóðum er óvirkt hjá Tryggingastofnun. Ætli Ásmundur Einar viti af þessu? Á vefsíðu skattsinns (rsk.is) er listi yfir lögbundna lífeyrissjóði. Listinn inniheldur nöfn lífeyrissjóða sem hafa orðið lífeyrissjóður í heiti sínu, en á listanum eru nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa orðið eftirlaunasjóður í heiti sínu. Ekki er gott að vita hvort TR (Tryggingastofnun) á við þessa eftirlaunasjóði, þegar hún veitir eftirlaunaþegum þeirra réttmætt 100 þúsund króna frítekjumark og jafnframt 25 þúsund króna frítekjumark af öðrum tekjum (t.d. fjármagnstekjum), en neitar eftirlaunaþegum lífeyrissjóða um sama rétt. Á Reiknivél lífeyris 2020 hjá TR er eftirfarandi skýring við reit sem heitir: Tekjur m.a. af atvinnu, eftirlaun og atvinnuleysisbætur (?) Þegar smellt er á (?) kemur upp gluggi þar sem m.a. Stendur: „Með tekjum af atvinnu er átt við laun og aðrar starfstengdar greiðslur, s.s. eftirlaun frá fyrirtækjum og stofnunum (ekki frá lífeyrissjóðum)“. Í skýringum á vefsíðu skattsins þar sem fjallað er um vinnulaun segir: „Eftirlaun sem greidd eru frá vinnuveitanda teljast til vinnulauna“. TR skákar líklega í skjóli þessarar setningar með túlkun sinni á mismunun milli eftirlaunaþega (eftirlaunasjóða og lífeyrissjóða) við ráðstöfun frítekjumarks eftirlauna. Setningin fjallar um eftirlaun sem einn þátt vinnulauna (aðrar starfstengdar greiðslur), en ekki á tæmandi hátt. Til eftirlauna hljóta einnig að teljast vinnulaunin sem greidd eru með dreifðum mánaðarlegum greiðslum eftir 67 ára aldur, Jafnt frá lífeyrissjóðum, sem eftirlaunasjóðum. Engin rök eru fyrir annarri túlkun. Eins konar svikamylla - allavega ósamræmi sambærilegra mála. 25 þúsund króna almenna frítekjumarkið, sem er lögfest í lögunum um almannatryggingar (23.gr. 1.mgr.) á við aðrar tekjur, en atvinnutekjur og hafa fjármagnstekjur mest áhrif á þetta frítekjumark ellilífeyrisþega. Fjármagnstekjur teljast m.a. vextir og verðbætur af bankainnistæðum, arðgreiðslur, húsaleigutekjur og söluhagnaður t.d. af frístundahúsum (sumarbústöðum). Allir lífeyrisþegar sem fá ellilaun frá lífeyrissjóðum lenda í eins konar svikamyllu hjá TR, með skerðingu ellilífeyris um 45% af upphæð ellilaunanna frá lífeyrissjóðnum og neitun um frítekjumarkið af þessum atvinnutekjum, en í staðinn eru ellilaunin samþætt við frítekjumark fjármagnstekna. Þetta á reyndar ekki við, eins og áður er bent á, um ellilífeyrisþegana sem fá ellilaunin frá „eftirlaunasjóðum fyrirtækja og stofnana“. Þeir fá notið þessa frítekjumarks að fullu. Í lögum um almannatryggingar, þ.e. í VI. kafla, nánar tiltekið í 47. gr. segir: „Þegar teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur samkvæmt lögum þessum gilda stjórnsýslulög nema umsækjanda eða greiðsluþega sé veittur betri réttur samkvæmt þessum lögum eða öðrum lögum sem við eiga. Gæta skal samræmis við ákvörðun sambærilegra mála“. Nærtækast er að vísa í jafnréttisreglu stjórnsýslulaga um mistúlkun TR á að einn lífeyrissjóður geti verið að greiða starfstengd ellilaun, en annar ekki. Hvaða þýðingu hefur orðalagið um að eiga betri rétt ef þess er getið í þessum lögum eða öðrum sem við eiga? Síðasta setningin í ofangreindri málsgrein segir reyndar alla söguna um vegvillu TR. Í framhaldinu er því vert að skoða hvernig atvinnutengda frítekjumarkið er gert óvirkt hjá flestum ellilífeyrisþegum, en ekki hjá sumum. „Fjármagnstekju dreifingar tilboðið“ , virk og óvirk frítekjumörk. Í 16. gr. 11.mgr. Almannatryggingalaga er svohljóðandi tilboð: „Tryggingastofnun ríkisins er heimilt, að ósk lífeyrisþega, að dreifa eigin tekjum lífeyrisþegans sem stafa af fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tímabili“. Alkunna er hvernig ellilífeyrisþegar, sem byggt hafa sér sælureit í sveitinni, á löngum tíma, á eins hagkvæman hátt og þeim er mögulegt, með ómældri vinnu, ást og umhyggju, lenda í fjárhagslegri sjálfheldu, ef þeir vilja eða þurfa að selja sælureitinn af einhverjum ástæðum. Á skattaskýrslu er sumarbústaðurinn jafnan ekki hátt verðmetinn og markaðsverð oftast talsvert hærra (söluhagnaður)‚ því verið er að selja sælureit (með útivistarsvæði, blómabeðum, trjárækt, girtri lóð og heimkeyrslu). Hjón sem auk ellilífeyris frá TR fá ellilaun frá lífeyrissjóði, hafa óvirkt frítekjumark af atvinnutekjum en virkt frítekjumark af fjármagnstekjum samkvæmt vinnureglu stofnunarinnar. Þau hafa sáralítinn hag af almenna 10 ára frítekjumarks tilboðinu. Þessu er öfugt farið ef hjónin fá eftirlaunin úr „eftirlaunasjóðum“. Þar eru frítekjumörkin virk og jafnvel milljóna tekjur í húfi. Með því að láta reiknivél lífeyris 2020 á vefsíðu TR (https://www.tr.is/reiknivel/) reikna tilbúið dæmi með sömu ellilauna upphæð frá „eftirlaunasjóði“ og síðan lífeyrissjóði, þar sem þær eru færðar inn, í samræmi við tilskilin fyrirmæli, við reiti reiknivélarinnar og jafnframt upphæð frítekjumarks fjármagnstekna í sinn reit, fæst glögg mynd af mismuninum á hvern einstakling. Niðurstaðan milli hjónanna sem selja sælureitinn er sláandi. Fyrir hjón sem fá tekjur frá „eftirlaunasjóðum” munu þau hafa samkvæmt eiknivélinni, að frádregnum sköttum, rúml. 6,9 milljónir króna á 10 árum í auknar ráðstöfunartekjur1). Þar munar mestu að engin skerðing verður á eftirlaunagreiðslum TR á tímabilinu. Segja mætti að virka frítekjumarkið af fjármagnstekjum hjónanna færi þeim 6 milljónir króna og að auki fá þau tæp 70% (900 þús.) upp í hugsanlegan fjármagnstekjuskatt af 6 milljóna fjármagnstekjunum. Handhafar tekna frá lífeyrissjóðum (seinni hjónin) lenda hins vegar í svikamyllunni. Fá ekki launatengt frítekjumark (ellilaunin reiknuð sem fjármagnstekjur). Frítekjumark vinnulauna óvirkt og eftirlaunagreiðslur TR lækkaðar um 45 þúsund krónur á mánuði. Þau verða því af þeim 6,9 milljóna króna ráðstöfunartekjum sem hin hjónin fá á þessum 10 árum og þurfa auk þessa að greiða rúmlega 1,3 milljónir í fjármagnstekjuskatt2). 1)Mismunur ráðstöfunartekna eftir skatta 345,660- kr á hvorn maka í 10 ár (3,456,600-). Hjón 3,456,600x2=6,913,200- kr. 2) Af 6 milljónum króna fjármagnstekjum er lögboðinn fjármagnstekjuskattur 1,3 milljónir. Að lokum til félags- og jafnréttismálaráðherra. Á pistlum í öðrum fjölmiðlum hefur verið bent á enn víðtækari réttarfarsleg, fjárhagsleg og félagsleg áhrif, sem misréttið og hártoganir TR hafa á frítekjumark eftirlauna hjá skjólstæðingum lífeyrissjóða. Eins og í ofangreindum dæmum og tilvísunum snýr ranglætið og fjárhagslega misbeitingin fyrst og fremst að brotum á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Hver í stjórnsýslunni það er sem á að leiðrétta svona valdníðslu er ekki á færi leikmanns að fullyrða um, en pólitísk og siðferðisleg ábyrgð er líklegast á herðum félags- og jafnréttismálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Höfundur er fótgönguliði í Gráa hernum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Eldri borgarar Lífeyrissjóðir Mest lesið Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson Skoðun Skoðun Skoðun Tilgáta um brjálsemi þjóðarleiðtoga Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Blóðbað í Súdan: Framtíðarannáll? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Á að hita upp allan Faxaflóann? Eiríkur Hjálmarsson skrifar Skoðun Á tímamótum: Sameinuðu þjóðirnar í 80 ár Vala Karen Viðarsdóttir,Védís Ólafsdóttir skrifar Skoðun Borgar sig að vanmeta menntun? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Samfylkingin hækkar gjöld á háskólanema Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar Skoðun Héraðsvötnin eru hjartsláttur fjarðarins Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Lygin um flóttamenn á Íslandi Jón Frímann Jónsson skrifar Skoðun Mismunun skýrir aukningu erlendra fanga Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Farsæld barna í fyrirrúmi Bragi Bjarnason skrifar Skoðun Hlúum að persónumiðaðri nálgun í öldrunarþjónustu Margrét Guðnadóttir skrifar Skoðun Viljum við stjórnarandstöðu sem þvælist ekki fyrir? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Skólar hafa stigið skrefið með góðum árangri Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Varst þú að kaupa gallaða fasteign? Sara Bryndís Þórsdóttir skrifar Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar Skoðun „Glæpir“ Íslendinga Árni Davíðsson skrifar Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar Skoðun Fleiri átök = verri útkoma í lestri? Birgir Hrafn Birgisson skrifar Skoðun Biðin sem (enn) veikir og tekur Guðlaugur Eyjólfsson skrifar Skoðun Stafrænt netöryggisbelti Hrannar Ásgrímsson skrifar Skoðun Hvert stefnir ráðherra? Aðalsteinn Árni Baldursson skrifar Skoðun Free tuition Colin Fisher skrifar Skoðun Þegar fólkið okkar langar að deyja Sigurborg Sveinsdóttir,Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Why protest works Adam Daniel Fishwick skrifar Skoðun Í senn minning og ákvörðun um framtíð Elliði Vignisson skrifar Skoðun Reynslunni ríkari eftir fjárhagsleg áföll síðustu ára Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Ríkisstjórn lobbýistanna Jón Ferdínand Estherarson skrifar Sjá meira
Frítekjumark eftirlauna frá lífeyrissjóðum er óvirkt hjá Tryggingastofnun. Ætli Ásmundur Einar viti af þessu? Á vefsíðu skattsinns (rsk.is) er listi yfir lögbundna lífeyrissjóði. Listinn inniheldur nöfn lífeyrissjóða sem hafa orðið lífeyrissjóður í heiti sínu, en á listanum eru nokkrir lífeyrissjóðir sem hafa orðið eftirlaunasjóður í heiti sínu. Ekki er gott að vita hvort TR (Tryggingastofnun) á við þessa eftirlaunasjóði, þegar hún veitir eftirlaunaþegum þeirra réttmætt 100 þúsund króna frítekjumark og jafnframt 25 þúsund króna frítekjumark af öðrum tekjum (t.d. fjármagnstekjum), en neitar eftirlaunaþegum lífeyrissjóða um sama rétt. Á Reiknivél lífeyris 2020 hjá TR er eftirfarandi skýring við reit sem heitir: Tekjur m.a. af atvinnu, eftirlaun og atvinnuleysisbætur (?) Þegar smellt er á (?) kemur upp gluggi þar sem m.a. Stendur: „Með tekjum af atvinnu er átt við laun og aðrar starfstengdar greiðslur, s.s. eftirlaun frá fyrirtækjum og stofnunum (ekki frá lífeyrissjóðum)“. Í skýringum á vefsíðu skattsins þar sem fjallað er um vinnulaun segir: „Eftirlaun sem greidd eru frá vinnuveitanda teljast til vinnulauna“. TR skákar líklega í skjóli þessarar setningar með túlkun sinni á mismunun milli eftirlaunaþega (eftirlaunasjóða og lífeyrissjóða) við ráðstöfun frítekjumarks eftirlauna. Setningin fjallar um eftirlaun sem einn þátt vinnulauna (aðrar starfstengdar greiðslur), en ekki á tæmandi hátt. Til eftirlauna hljóta einnig að teljast vinnulaunin sem greidd eru með dreifðum mánaðarlegum greiðslum eftir 67 ára aldur, Jafnt frá lífeyrissjóðum, sem eftirlaunasjóðum. Engin rök eru fyrir annarri túlkun. Eins konar svikamylla - allavega ósamræmi sambærilegra mála. 25 þúsund króna almenna frítekjumarkið, sem er lögfest í lögunum um almannatryggingar (23.gr. 1.mgr.) á við aðrar tekjur, en atvinnutekjur og hafa fjármagnstekjur mest áhrif á þetta frítekjumark ellilífeyrisþega. Fjármagnstekjur teljast m.a. vextir og verðbætur af bankainnistæðum, arðgreiðslur, húsaleigutekjur og söluhagnaður t.d. af frístundahúsum (sumarbústöðum). Allir lífeyrisþegar sem fá ellilaun frá lífeyrissjóðum lenda í eins konar svikamyllu hjá TR, með skerðingu ellilífeyris um 45% af upphæð ellilaunanna frá lífeyrissjóðnum og neitun um frítekjumarkið af þessum atvinnutekjum, en í staðinn eru ellilaunin samþætt við frítekjumark fjármagnstekna. Þetta á reyndar ekki við, eins og áður er bent á, um ellilífeyrisþegana sem fá ellilaunin frá „eftirlaunasjóðum fyrirtækja og stofnana“. Þeir fá notið þessa frítekjumarks að fullu. Í lögum um almannatryggingar, þ.e. í VI. kafla, nánar tiltekið í 47. gr. segir: „Þegar teknar eru ákvarðanir um réttindi og skyldur samkvæmt lögum þessum gilda stjórnsýslulög nema umsækjanda eða greiðsluþega sé veittur betri réttur samkvæmt þessum lögum eða öðrum lögum sem við eiga. Gæta skal samræmis við ákvörðun sambærilegra mála“. Nærtækast er að vísa í jafnréttisreglu stjórnsýslulaga um mistúlkun TR á að einn lífeyrissjóður geti verið að greiða starfstengd ellilaun, en annar ekki. Hvaða þýðingu hefur orðalagið um að eiga betri rétt ef þess er getið í þessum lögum eða öðrum sem við eiga? Síðasta setningin í ofangreindri málsgrein segir reyndar alla söguna um vegvillu TR. Í framhaldinu er því vert að skoða hvernig atvinnutengda frítekjumarkið er gert óvirkt hjá flestum ellilífeyrisþegum, en ekki hjá sumum. „Fjármagnstekju dreifingar tilboðið“ , virk og óvirk frítekjumörk. Í 16. gr. 11.mgr. Almannatryggingalaga er svohljóðandi tilboð: „Tryggingastofnun ríkisins er heimilt, að ósk lífeyrisþega, að dreifa eigin tekjum lífeyrisþegans sem stafa af fjármagnstekjum sem leystar hafa verið út í einu lagi á allt að 10 ár. Ekki er heimilt að dreifa slíkum tekjum oftar en einu sinni á hverju tímabili“. Alkunna er hvernig ellilífeyrisþegar, sem byggt hafa sér sælureit í sveitinni, á löngum tíma, á eins hagkvæman hátt og þeim er mögulegt, með ómældri vinnu, ást og umhyggju, lenda í fjárhagslegri sjálfheldu, ef þeir vilja eða þurfa að selja sælureitinn af einhverjum ástæðum. Á skattaskýrslu er sumarbústaðurinn jafnan ekki hátt verðmetinn og markaðsverð oftast talsvert hærra (söluhagnaður)‚ því verið er að selja sælureit (með útivistarsvæði, blómabeðum, trjárækt, girtri lóð og heimkeyrslu). Hjón sem auk ellilífeyris frá TR fá ellilaun frá lífeyrissjóði, hafa óvirkt frítekjumark af atvinnutekjum en virkt frítekjumark af fjármagnstekjum samkvæmt vinnureglu stofnunarinnar. Þau hafa sáralítinn hag af almenna 10 ára frítekjumarks tilboðinu. Þessu er öfugt farið ef hjónin fá eftirlaunin úr „eftirlaunasjóðum“. Þar eru frítekjumörkin virk og jafnvel milljóna tekjur í húfi. Með því að láta reiknivél lífeyris 2020 á vefsíðu TR (https://www.tr.is/reiknivel/) reikna tilbúið dæmi með sömu ellilauna upphæð frá „eftirlaunasjóði“ og síðan lífeyrissjóði, þar sem þær eru færðar inn, í samræmi við tilskilin fyrirmæli, við reiti reiknivélarinnar og jafnframt upphæð frítekjumarks fjármagnstekna í sinn reit, fæst glögg mynd af mismuninum á hvern einstakling. Niðurstaðan milli hjónanna sem selja sælureitinn er sláandi. Fyrir hjón sem fá tekjur frá „eftirlaunasjóðum” munu þau hafa samkvæmt eiknivélinni, að frádregnum sköttum, rúml. 6,9 milljónir króna á 10 árum í auknar ráðstöfunartekjur1). Þar munar mestu að engin skerðing verður á eftirlaunagreiðslum TR á tímabilinu. Segja mætti að virka frítekjumarkið af fjármagnstekjum hjónanna færi þeim 6 milljónir króna og að auki fá þau tæp 70% (900 þús.) upp í hugsanlegan fjármagnstekjuskatt af 6 milljóna fjármagnstekjunum. Handhafar tekna frá lífeyrissjóðum (seinni hjónin) lenda hins vegar í svikamyllunni. Fá ekki launatengt frítekjumark (ellilaunin reiknuð sem fjármagnstekjur). Frítekjumark vinnulauna óvirkt og eftirlaunagreiðslur TR lækkaðar um 45 þúsund krónur á mánuði. Þau verða því af þeim 6,9 milljóna króna ráðstöfunartekjum sem hin hjónin fá á þessum 10 árum og þurfa auk þessa að greiða rúmlega 1,3 milljónir í fjármagnstekjuskatt2). 1)Mismunur ráðstöfunartekna eftir skatta 345,660- kr á hvorn maka í 10 ár (3,456,600-). Hjón 3,456,600x2=6,913,200- kr. 2) Af 6 milljónum króna fjármagnstekjum er lögboðinn fjármagnstekjuskattur 1,3 milljónir. Að lokum til félags- og jafnréttismálaráðherra. Á pistlum í öðrum fjölmiðlum hefur verið bent á enn víðtækari réttarfarsleg, fjárhagsleg og félagsleg áhrif, sem misréttið og hártoganir TR hafa á frítekjumark eftirlauna hjá skjólstæðingum lífeyrissjóða. Eins og í ofangreindum dæmum og tilvísunum snýr ranglætið og fjárhagslega misbeitingin fyrst og fremst að brotum á jafnræðisreglu stjórnsýslulaga. Hver í stjórnsýslunni það er sem á að leiðrétta svona valdníðslu er ekki á færi leikmanns að fullyrða um, en pólitísk og siðferðisleg ábyrgð er líklegast á herðum félags- og jafnréttismálaráðherra Ásmundar Einars Daðasonar. Höfundur er fótgönguliði í Gráa hernum.
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Sparnaðartillögur á kostnað atvinnulausra Finnbjörn A Hermannsson,Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar
Skoðun Atvinnustefna þarf líka að fjalla um rótgrónar atvinnugreinar Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar
Skoðun Aðgerðaáætlun í menntamálum ekki markviss Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Hermína Gunnþórsdóttir skrifar
Skoðun Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir skrifar
Skoðun Vörusvik Rafmenntar í nafni Kvikmyndaskóla Íslands og afleiðingar þeirra Böðvar Bjarki Pétursson,Friðrik Þór Friðriksson skrifar
Störf án staðsetningar - of hátt flækjustig eða rökrétt framþróun? Hildur Ösp Gylfadóttir,Áslaug Eir Hólmgeirsdóttir Skoðun