Arion banki: Ég vil fá mínar 12 milljónir til baka Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 07:00 Ég las það í fréttum að Arion banki væri í hreinlega í vandræðum með eigið fé sitt það væri svo mikið. Um þennan vanda Arion banka má lesa HÉR en þar stendur: „Tæknilega þýðir það að bankinn er með 65 milljarða króna í umfram eigið fé. Væntanlega væri það þó ekki skynsamleg ráðstöfum að greiða allt umfram eigið fé út en bankinn ætti að geta hæglega greitt hluthöfum 41 milljarð króna,“ skrifar greinandinn. Ég ætla að stinga upp á því við bankann að hann greiði hluthöfum sínum ekki neitt af þessum 65 milljörðum enda „ekki skynsamleg ráðstöfun“, heldur sýni bankastjóri Arion banka þann manndóm og sanngirni að sjá til þess að þeir 40 milljarðar sem hann getur greitt út, fari til fólksins sem bankinn hefur féflett, af einstakri óbilgirni og hörku, síðustu árin. Við skiptum þúsundum, en ég get nefnt sjálfa mig sem dæmi. Arion banki stal af mér a.m.k. 12 – 30 milljónum, ef ekki meiru, og ég myndi gjarnan vilja fá eitthvað af því til baka. Upphæðin fer eftir því við hvað er miðað, en hún er klárlega nær 30 milljónum en 12. Ég er þó til í að miða kröfu mína við þær algjörlega óumdeilanlegu 12 milljónir sem um ræðir, til að flækja málin ekki frekar. Þessi vandræði bankans með að losna við eigið fé koma mér þó óneitanlega á óvart því þegar ég var að „eiga við hann“ fyrir ári síðan vegna minna mála, hefði ég getað svarið að bankinn héngi á horriminni, svo mikil var óbilgirni hans. Hann gaf ekkert eftir og neytti aflsmunar með óforskömmuðum hætti til að ná fram ólöglegum kröfum sínum. Bankinn gekk meira að segja svo langt að krefjast þess að málshöfðun væri dregin til baka sem hefði, ef lögum hefði verið fylgt, „kostað hann“ 12 milljónir. 12 milljónir. Ég vissi það að okkur hjónin munaði verulega um 12 milljónir, en það leit út fyrir á þessum tíma að Arion banka munaði meira um þær en okkur. Svo þetta kemur á óvart. Það kæmi sér gríðarlega vel fyrir okkur hjónin að fá þessar 12 milljónir til baka, enda vita báðir aðilar, við og Arion banki, að bankinn átti engan rétt á þeim og hefði aldrei fengið þær nema vegna yfirburðastöðu sinnar. Nú gæti einhver spurt, ef þetta er svona augljóst, af hverju eruð þið þá ekki bara búin að fara með þetta fyrir dómstóla? Það er eðlileg spurning en henni er að sumu leyti erfitt að svara því þar að baki liggur flókin saga um skelfileg brot íslenskra dómara og misnotkun á því gríðarlega valdi sem þeim hefur verið falið. Það er ein ástæðan fyrir því að þetta mál hefur ekki ennþá verið tekið lengra og að þegar að svarf til stáls fyrir ári síðan, vorum við hjónin komin í þá stöðu að þurfa að bjarga því sem bjargað varð. Okkur tókst að bjarga heimili okkar, en það var óheyrilega dýru og óréttlátu verði keypt. Önnur ástæða er sú að barátta sem þessi sýgur alla orku frá þeim sem í lenda og að henni lokinni fer öll orkan í að byggja upp líf sitt að nýju. Þriðja ástæðan er sú að það er afskaplega dýrt að leita réttar síns, ekki síst þegar dómarar eru eins langt frá því að vera hlutlausir og mögulegt er. Ef íslensku dómurum er líkt við knattspyrnudómara þá eru þeir tólfti maðurinn í bankaliðinu og svo grófir að þeir dæma hreinlega víti fyrir ímynduð brot úti á miðjum velli. Staðan fyrir mótherja bankanna er því svo til vonlaus frá upphafi leiks. Ég væri óneitanlega mun betur stödd ef ég hefði 12 milljónirnar sem bankinn stal af mér með dyggri aðstoð sýslumanns og dómstóla og gæti þá væntanlega farið í mál við hann. En það merkilega er að þá þyrfti ég sennilega ekkert á því að halda. Já, í þessum málum bítur allt í skottið á sjálfu sér. En látum það liggja á milli hluta, núna eru greinilega bjartari tímar framundan. Arion banki á fullt af peningum, beinlínis of mikið af þeim! Ég skora á bankastjóra Arion banka, Benedikt Gíslason, að sýna þann manndóm að endurgreiða það sem hann hefur oftekið af fólki eins og mér. Ég fer fram á að fá þær 12 milljónir til baka sem ég sannanlega á og hvet aðra sem bankinn hefur oftekið peninga af, að fara fram á það sama. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og féflett af Arion banka. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Ásthildur Lóa Þórsdóttir Íslenskir bankar Mest lesið Málþófið er séríslenskt Bryndís Haraldsdóttir Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar Skoðun Það sem ekki má segja um það sem enginn vill sjá Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Listin að verða fullkomlega ósammála sjálfri sér á mettíma Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þingmenn auðvaldsins Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Arðgreiðslur í sjávarútvegi: Staðreyndir gegn fullyrðingum Elliði Vignisson skrifar Skoðun Verðugur bandamaður? Steinar Harðarson skrifar Skoðun Við þurfum nýja sýn á stjórnmál okkar - Mamdani-sýn Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Sósíalistaflokkurinn heimilislaus - hvað næst? Trausti Breiðfjörð Magnússon skrifar Skoðun Rán um hábjartan dag Guðbergur Egill Eyjólfsson skrifar Skoðun Af hverju er verðbólga ennþá svona há? Ólafur Margeirsson skrifar Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Uppbygging hjúkrunarheimila Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Með skynsemina að vopni Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar Skoðun 80.000 manna klóakrennsli í Dýrafjörð í boði Arctic Fish Jón Kaldal skrifar Skoðun Malað dag eftir dag eftir dag Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Að velja friðinn fram yfir réttlætið Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Hvað er þetta græna? Karlinn er að spræna Jóhanna Jakobsdóttir skrifar Skoðun Heilbrigðisþjónusta á krossgötum? Einar Magnússon,Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Stjórnarandstaðan hindrar kjarabætur Rúnar Sigurjónsson skrifar Skoðun Af hverju útiloka Ísrael frá Eurovision eins og Rússland? Stefán Jón Hafstein skrifar Skoðun Lífeyrir skal fylgja launum Jónína Björk Óskarsdóttir skrifar Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar Skoðun Hvernig er staða lesblindra á Íslandi? Guðmundur S. Johnsen skrifar Sjá meira
Ég las það í fréttum að Arion banki væri í hreinlega í vandræðum með eigið fé sitt það væri svo mikið. Um þennan vanda Arion banka má lesa HÉR en þar stendur: „Tæknilega þýðir það að bankinn er með 65 milljarða króna í umfram eigið fé. Væntanlega væri það þó ekki skynsamleg ráðstöfum að greiða allt umfram eigið fé út en bankinn ætti að geta hæglega greitt hluthöfum 41 milljarð króna,“ skrifar greinandinn. Ég ætla að stinga upp á því við bankann að hann greiði hluthöfum sínum ekki neitt af þessum 65 milljörðum enda „ekki skynsamleg ráðstöfun“, heldur sýni bankastjóri Arion banka þann manndóm og sanngirni að sjá til þess að þeir 40 milljarðar sem hann getur greitt út, fari til fólksins sem bankinn hefur féflett, af einstakri óbilgirni og hörku, síðustu árin. Við skiptum þúsundum, en ég get nefnt sjálfa mig sem dæmi. Arion banki stal af mér a.m.k. 12 – 30 milljónum, ef ekki meiru, og ég myndi gjarnan vilja fá eitthvað af því til baka. Upphæðin fer eftir því við hvað er miðað, en hún er klárlega nær 30 milljónum en 12. Ég er þó til í að miða kröfu mína við þær algjörlega óumdeilanlegu 12 milljónir sem um ræðir, til að flækja málin ekki frekar. Þessi vandræði bankans með að losna við eigið fé koma mér þó óneitanlega á óvart því þegar ég var að „eiga við hann“ fyrir ári síðan vegna minna mála, hefði ég getað svarið að bankinn héngi á horriminni, svo mikil var óbilgirni hans. Hann gaf ekkert eftir og neytti aflsmunar með óforskömmuðum hætti til að ná fram ólöglegum kröfum sínum. Bankinn gekk meira að segja svo langt að krefjast þess að málshöfðun væri dregin til baka sem hefði, ef lögum hefði verið fylgt, „kostað hann“ 12 milljónir. 12 milljónir. Ég vissi það að okkur hjónin munaði verulega um 12 milljónir, en það leit út fyrir á þessum tíma að Arion banka munaði meira um þær en okkur. Svo þetta kemur á óvart. Það kæmi sér gríðarlega vel fyrir okkur hjónin að fá þessar 12 milljónir til baka, enda vita báðir aðilar, við og Arion banki, að bankinn átti engan rétt á þeim og hefði aldrei fengið þær nema vegna yfirburðastöðu sinnar. Nú gæti einhver spurt, ef þetta er svona augljóst, af hverju eruð þið þá ekki bara búin að fara með þetta fyrir dómstóla? Það er eðlileg spurning en henni er að sumu leyti erfitt að svara því þar að baki liggur flókin saga um skelfileg brot íslenskra dómara og misnotkun á því gríðarlega valdi sem þeim hefur verið falið. Það er ein ástæðan fyrir því að þetta mál hefur ekki ennþá verið tekið lengra og að þegar að svarf til stáls fyrir ári síðan, vorum við hjónin komin í þá stöðu að þurfa að bjarga því sem bjargað varð. Okkur tókst að bjarga heimili okkar, en það var óheyrilega dýru og óréttlátu verði keypt. Önnur ástæða er sú að barátta sem þessi sýgur alla orku frá þeim sem í lenda og að henni lokinni fer öll orkan í að byggja upp líf sitt að nýju. Þriðja ástæðan er sú að það er afskaplega dýrt að leita réttar síns, ekki síst þegar dómarar eru eins langt frá því að vera hlutlausir og mögulegt er. Ef íslensku dómurum er líkt við knattspyrnudómara þá eru þeir tólfti maðurinn í bankaliðinu og svo grófir að þeir dæma hreinlega víti fyrir ímynduð brot úti á miðjum velli. Staðan fyrir mótherja bankanna er því svo til vonlaus frá upphafi leiks. Ég væri óneitanlega mun betur stödd ef ég hefði 12 milljónirnar sem bankinn stal af mér með dyggri aðstoð sýslumanns og dómstóla og gæti þá væntanlega farið í mál við hann. En það merkilega er að þá þyrfti ég sennilega ekkert á því að halda. Já, í þessum málum bítur allt í skottið á sjálfu sér. En látum það liggja á milli hluta, núna eru greinilega bjartari tímar framundan. Arion banki á fullt af peningum, beinlínis of mikið af þeim! Ég skora á bankastjóra Arion banka, Benedikt Gíslason, að sýna þann manndóm að endurgreiða það sem hann hefur oftekið af fólki eins og mér. Ég fer fram á að fá þær 12 milljónir til baka sem ég sannanlega á og hvet aðra sem bankinn hefur oftekið peninga af, að fara fram á það sama. Höfundur er formaður Hagsmunasamtaka heimilanna og féflett af Arion banka.
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun
Skoðun Ójafnvægi í jöfnunarkerfinu Anna Sigríður Guðnadóttir,Halla Karen Kristjánsdóttir,Lovísa Jónsdóttir skrifar
Skoðun Krónan, Nettó, Hagkaup, Bónus - það er kominn tími á formlega sniðgöngu Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Löggæslumál og aðstöðuleysi í Búðardal – ákall um viðbragð og aðgerðir Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar
Skoðun Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal skrifar
Skoðun Jafnrétti grundvallarforsenda friðar og öryggis í heiminum Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Af hverju er ekki 100 klst. málþóf á Alþingi um alvarlega stöðu barna? Grímur Atlason skrifar
Skoðun Knattspyrna kvenna í hálfa öld – þakkir til Eggerts Magnússonar Ingibjörg Hinriksdóttir skrifar
Skoðun Af nashyrningum og færni - hvernig sköpum við verðmæti til framtíðar? Guðrún Högnadóttir skrifar
Skoðun Frestur til að skila athugasemdum við nýtt deiliskipulag Heiðmerkur að renna út Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Fánar, tákn og blómabreiður: „Enginn bjó á Íslandi fyrr en einhver kom“ Meyvant Þórólfsson skrifar
Sól, sumar og símafriður: 10 ráð varðandi skjánotkun í sumarfríinu Anna Laufey Stefánsdóttir,Kristín Ólöf Grétarsdóttir,Skúli Bragi Geirdal Skoðun