Skoðun

Manstu?

Stephanie Rósa Bosma skrifar

Munið þið eftir þættinum Kveik? Þar var fjallað um fátækt á Íslandi.

Nú undanfarið hef ég séð á Facebook-síðum að fólk er að biðja um hjálp og mataraðstoð. Þetta er svo sorglegt.

Ég er ein af þeim sem er alltaf í vandræðum í lok mánaðar, ég þekki þetta.

Vildi að ég gæti hjálpað. Vildi ég gæti stofnað fyrirtæki eða stofnun og útrýmt fátækt.

Ég fór í Fjölskylduhjálp í fyrsta skipti í langan tíma til að fá mat. Ég skammaðist mín svo mikið, fannst ég vera vonlaus og ég ætti ekki heima þarna vegna þess ég er í vinnu, fæ tekjur mánaðarlega. En í dag, þó svo þú sért í vinnu þá ertu fátækur.

Hvern einasta mánuð ertu með þunglyndi, stress og vanlíðan, út af því þú átt ekki pening fyrir mat, fyrir föt og til að njóta lífsins.

Ég er ekkert jólabarn. Hvers vegna spyr fólk. Vegna þess að alltaf kringum jólin fylgir stress, ekki vegna þess hvort að maturinn verði tilbúinn á réttum tíma, heldur að flokka niður peninga til að eiga fyrir gjöfum, eiga fyrir mat, vera með þennan „hefðbunda jólamat”, eiga fyrir kjóla á dóttur mína, eiga fyrir áramótunum.

Þetta er ekki gleði lengur fyrir mér en ég brosi samt svo að dóttir mín finni ekki fyrir vonbrigðum með þunglyndi mitt.

Útrýma fátækt er minn draumur en ekki að fleiri og fleiri óski eftir mataraðstoð á Facebook síðum.

Ég stend með ykkur og ég er ein af ykkur.

Höfundur er umönnunarstarfsmaður og sjúkraliðanemi.Athugið. Vísir hvetur lesendur til að skiptast á skoðunum. Allar athugasemdir eru á ábyrgð þeirra er þær rita. Lesendur skulu halda sig við málefnalega og hófstillta umræðu og áskilur Vísir sér rétt til að fjarlægja ummæli og/eða umræðu sem fer út fyrir þau mörk. Vísir mun loka á aðgang þeirra sem tjá sig ekki undir eigin nafni eða gerast ítrekað brotlegir við ofangreindar umgengnisreglur.

Skoðun

Sjá meira


Velkomin á Vísi. Þessi vefur notar vafrakökur. Sjá nánar.