Eldklár Eyrún Viktorsdóttir skrifar 19. nóvember 2020 13:01 Árið er 2020 og það hefur boðið okkur upp í krappan dans. Við höfum horft upp á veðurofsa, snjóflóð, rafmagnstruflanir, heimsfaraldur, jarðskjálfta og síðast en ekki síst tíða og mannskæða eldsvoða. Þetta hljómar kunnuglega á einhvern hátt ekki satt? Eins og skáldsaga eftir Stephen King eða nýjasta og vinsælasta þáttaröðin á Netflix sem bönnuð er börnum. Hljómar eins og eitthvað sem er algjörlega úr takti við þann heim sem við höfum þekkt hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa slökkvilið landsins farið í 279 brunatengd útköll og þar af eru 90 útköll sem flokkast í hæsta stig alvarleika, eða F1. Árið er ekki búið og tölurnar halda áfram að blása út sem aldrei fyrr. Síðustu misseri höfum við horft upp á alvarlega, tíða og hreint út sagt skelfilega bruna sem dregið hafa sex manns til dauða. Áður en lengra er haldið vill undirrituð koma einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina þeirra sem látist hafa sökum eldsvoða. Það er auðvelt að senda samúðarkveðjur og líða illa við tilhugsunina eina um eldsvoða og sorgina sem þeim fylgja. Það er líka auðvelt að gleyma og halda áfram með daglegt líf á meðan brunarústir standa eftir óhreyfðar. Hingað og ekki lengra – brjótum hringinn og snúum brunavörn í sókn. Í dag kynnum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til leiks átakið Eldklár. Við ætlum að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir og hvernig hægt er að bæta þær, en við þurfum að standa saman og því bið ég um aðstoð. Við Íslendingar erum seig þjóð með einstaka aðlögunarhæfni. Til að svara þeim ósköpum sem yfir okkur dynja grátum við ekki í koddann. Við stöndum upp og dönsum við 2020 með því að byggja snjóflóðagarða, senda fólkið okkar út í ofsa til að gera við rafmagnsbilanir, við eigum einstakar björgunarsveitir, fordæmalaust þríeyki og magnað heilbrigðisstarfsfólk. Við klárum bókina hans King og skilum henni á bókasafnið. Slökkviliðin í landinu eru sömuleiðis öflug en álagið er gríðarlegt og við þurfum því að sameinast í að létta á verkefnum þeirra. Það getum við m.a. gert með því að hafa eigin brunavarnir á hreinu, sama hvaða nafni við heitum – einstaklingar eða lögaðilar. Við berum okkur öll vel þegar við ákveðum að setja vilja í verk. Eldsvoðar eru voðaverk og því hvetjum við landsmenn alla til að staldra við og hugsa um þessa tölu. Sex. Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum svo sannarlega breytt framtíðinni saman. Vertu eldklár með okkur. Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir. Á næstu misserum munu birtast stutt fræðslumyndbönd, hagnýtur fróðleikur og annað gagnlegt sem almenningur getur sótt í. Okkar einlæga von er að átakið muni koma í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna, að almenningur standi með okkur í baráttunni gegn eldsvoðum og standi vel að vígi komi upp eldur í þeirra nánasta umhverfi. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Slökkvilið Mest lesið Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Halldór 24.05.2025 Halldór #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Heiðmörk: Gaddavír og girðingar Auður Kjartansdóttir skrifar Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun #blessmeta - önnur grein Guðrún Hrefna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers virði er lambakjöt? Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar Skoðun Þjóðareign, trú og skattar Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hamas og átökin við Ísrael – hvað er ekki sagt upphátt? Einar G Harðarson skrifar Skoðun Gjaldfrjálsar máltíðir fyrir leikskólabörn Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Næstu sólarhringar á Gaza skipta sköpum Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar Skoðun Huglæg réttlætiskennd og skattar á verðmætasköpun Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Loksins fær þyrlan heimili fyrir norðan Njáll Trausti Friðbertsson skrifar Skoðun Opið bréf til stjórnvalda Elín Ýr Arnar Hafdísardóttir skrifar Skoðun Við skuldum þeim að hlusta Ólafur Adolfsson skrifar Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar Skoðun Alvarleg staða í umhverfi fréttamiðla Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Stéttarkerfi Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum Hamas. Einungis þannig getum við stöðvað hryllinginn á Gaza BIrgir Finnsson skrifar Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Æfingin skapar meistarann! Sigurjón Már Fox Gunnarsson skrifar Skoðun 140 sinnum líklegra að verða fyrir eldingu Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar Skoðun Traust í húfi Eyjólfur Ármannsson skrifar Skoðun Verðmætasköpun án virðingar Berglind Harpa Svavarsdóttir skrifar Skoðun Daði Már týnir sjálfum sér Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur við náttúruna og sjálfbæra þróun Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Aðgerðir gegn mansali í forgangi Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Sjá meira
Árið er 2020 og það hefur boðið okkur upp í krappan dans. Við höfum horft upp á veðurofsa, snjóflóð, rafmagnstruflanir, heimsfaraldur, jarðskjálfta og síðast en ekki síst tíða og mannskæða eldsvoða. Þetta hljómar kunnuglega á einhvern hátt ekki satt? Eins og skáldsaga eftir Stephen King eða nýjasta og vinsælasta þáttaröðin á Netflix sem bönnuð er börnum. Hljómar eins og eitthvað sem er algjörlega úr takti við þann heim sem við höfum þekkt hingað til. Þegar þetta er skrifað hafa slökkvilið landsins farið í 279 brunatengd útköll og þar af eru 90 útköll sem flokkast í hæsta stig alvarleika, eða F1. Árið er ekki búið og tölurnar halda áfram að blása út sem aldrei fyrr. Síðustu misseri höfum við horft upp á alvarlega, tíða og hreint út sagt skelfilega bruna sem dregið hafa sex manns til dauða. Áður en lengra er haldið vill undirrituð koma einlægum samúðarkveðjum til fjölskyldu og vina þeirra sem látist hafa sökum eldsvoða. Það er auðvelt að senda samúðarkveðjur og líða illa við tilhugsunina eina um eldsvoða og sorgina sem þeim fylgja. Það er líka auðvelt að gleyma og halda áfram með daglegt líf á meðan brunarústir standa eftir óhreyfðar. Hingað og ekki lengra – brjótum hringinn og snúum brunavörn í sókn. Í dag kynnum við hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun til leiks átakið Eldklár. Við ætlum að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir og hvernig hægt er að bæta þær, en við þurfum að standa saman og því bið ég um aðstoð. Við Íslendingar erum seig þjóð með einstaka aðlögunarhæfni. Til að svara þeim ósköpum sem yfir okkur dynja grátum við ekki í koddann. Við stöndum upp og dönsum við 2020 með því að byggja snjóflóðagarða, senda fólkið okkar út í ofsa til að gera við rafmagnsbilanir, við eigum einstakar björgunarsveitir, fordæmalaust þríeyki og magnað heilbrigðisstarfsfólk. Við klárum bókina hans King og skilum henni á bókasafnið. Slökkviliðin í landinu eru sömuleiðis öflug en álagið er gríðarlegt og við þurfum því að sameinast í að létta á verkefnum þeirra. Það getum við m.a. gert með því að hafa eigin brunavarnir á hreinu, sama hvaða nafni við heitum – einstaklingar eða lögaðilar. Við berum okkur öll vel þegar við ákveðum að setja vilja í verk. Eldsvoðar eru voðaverk og því hvetjum við landsmenn alla til að staldra við og hugsa um þessa tölu. Sex. Við getum ekki breytt fortíðinni en við getum svo sannarlega breytt framtíðinni saman. Vertu eldklár með okkur. Eldklár er átak á vegum Húsnæðis- og mannvirkjastofnunar sem hefur það að markmiði að fræða Ísland eins og það leggur sig um brunavarnir. Á næstu misserum munu birtast stutt fræðslumyndbönd, hagnýtur fróðleikur og annað gagnlegt sem almenningur getur sótt í. Okkar einlæga von er að átakið muni koma í veg fyrir alvarlega og mannskæða bruna, að almenningur standi með okkur í baráttunni gegn eldsvoðum og standi vel að vígi komi upp eldur í þeirra nánasta umhverfi. Höfundur er forvarnarfulltrúi brunavarna hjá Húsnæðis- og mannvirkjastofnun.
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Tuttugu ár af röddum sem áður voru þaggaðar, og framtíðin er okkar Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar
Skoðun Lífið er eins og konfektkassi, þú veist aldrei hvernig mola þú færð Elín Íris Fanndal skrifar
Skoðun Hvernig gengur nýjum kennurum í grunnskólakennslu? Ingólfur Ásgeir Jóhannesson,Aðalheiður Anna Erlingsdóttir,Andri Rafn Ottesen,Maríanna Jónsdóttir Maríudóttir,Valgerður S. Bjarnadóttir skrifar
Skoðun „Litla stúlkan og ruddarnir“ - Hugleiðing um stöðu Íslands á alþj.vettv. Flosi Þorgeirsson skrifar
Skoðun Mikilvæg gagnrýni eða tilraun til valdayfirtöku í Sósíalistaflokknum? Ása Lind Finnbogadóttir skrifar
Skoðun Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir skrifar
Skoðun Dagur líffræðilegrar fjölbreytni 2025 Rannveig Magnúsdóttir,Ole Sandberg,Ragnhildur Guðmundsdóttir,Rebecca Thompson,Skúli Skúlason,Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir skrifar
Skoðun Enginn á verðinum – um ábyrgð, framtíðarsýn og mikilvægi forvirkrar stjórnsýslu Guðjón Heiðar Pálsson skrifar
Matvælaverð hefur nær þrefaldast frá stofnun Viðskiptaráðs! Sigríður Ingibjörg Ingadóttir Skoðun
Konum í afplánun fjölgar: Með flókin áföll á bakinu Tinna Eyberg Örlygsdóttir,Sigríður Ella Jónsdóttir Skoðun