Innleiðing betri vinnutíma Sandra B. Franks skrifar 22. nóvember 2020 13:59 Á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttri vinnuviku – betri vinnutíma fyrir aðildarfélög BSRB. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt áherslu á styttri vinnuviku og að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Það er því mikill ávinningur fyrir sjúkraliðastéttina að hafa loksins náð þessum langþráða afanga. Um þessar mundir er unnið að innleiðingunni og hafa fjölmargar samstarfsnefndir og vinnuhópar verið skipaðar til að fylgja henni eftir með fræðslu- og upplýsingum sem miðlað er til starfsmanna og stjórnenda stofnana. Aldrei áður hefur verið samið um viðlíka vinnutímabreytingar. Verkefnið er því bæði framandi og krefjandi en meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Mismunandi útfærsla Innleiðing á vinnutímabreytingu í dagvinnu er yfirstandandi enda á breytingin að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Útfærslan er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem öllum er ætlað að vinna saman að góðri lausn fyrir sig og vinnustaðinn. Útfærslurnar eru margar og misjafnar sem allar miða að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Innleiðing á vinnutímabreytingu í vaktavinnu er í undirbúningi og á sú breyting að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi 1. maí 2021. Útfærslan er viðamikil kerfisbreyting og verður kynnt fyrir stjórnendum og starfsmönnum á allra næstu vikum. Vinnutímabreytingin miðar að því að vinnuvikan styttist um fjórar klukkustundir, í allt að átta stundir á viku. Matar- og kaffihlé Um vinnutímabreytingu í dagvinnu er mikilvægt að huga að samvinnu og útfæra verkefnið í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað án þess að skerða matar- og kaffitíma. Í umræðunni um styttri vinnuviku hefur gætt misskilnings um að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn án þess að fá hefðbundið matar- og kaffihlé. Það er ekki rétt, enda ljóst að hverjum starfsmanni er nauðsynlegt að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Með því að setja útfærsluna í hendur stofnana er starfsfólki og stjórnendum falið að finna leið til að skipuleggja vinnutímann betur og tryggja að hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Samvinna lykilatriði Mikil áhersla er á að allir sem koma að þessum vinnutímabreytingum vinni það í sameiningu. Það er því mikilvægt að hafa markmið breytingana að leiðarljósi. Innleiðingaferlið má ekki auka streitu á vinnustaðnum heldur þarf umbótasamtal starfsmanna og stjórnenda að leiða til streituminna starfsumhverfis. Samtal um betri vinnutíma snýst í raun um að losa sig úr viðjum vanans og hugsa hlutina upp á nýtt. Liður í því er að ákveða hvernig megi aðlaga neyslu- og hvíldarhlé að nýju vinnutímafyrirkomulagi. Sem dæmi til að stytta vinnuvikuna í 36 tíma má gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri útfærslu er gert ráð fyrir að neysluhléin séu á forræði vinnuveitanda. Það þýðir að starfsmaður fer ekki af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta. Ef starfsfólk vill hins vegar hafa forræði á matarhléi þarf að ákveða hvort taka eigi allt matarhléið eða að hluta. Þannig geta vinnustaðir ákveðið að formleg matarhlé séu til dæmis í 15, 20 eða 30 mínútur. Betri lífsgæði Þegar vel tekst til mun vinnutímabreytingin bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Breytingin mun hafa bein áhrif á líðan starfsmanna, og þar með gæði þjónustunnar. Fjölmargir sem nú þegar hafa upplifað vinnutímabreytingar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, segja að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari, og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það er því til mikils að vinna að okkur öllum takist vel til. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sandra B. Franks Vinnumarkaður Mest lesið Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Ég á þetta ég má þetta Arnar Atlason Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland Skoðun Skoðun Skoðun Dráp á börnum halda áfram þrátt fyrir vopnahlé Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Kennum þeim íslensku Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar Skoðun Erum ekki mætt í biðsal elliáranna Ragnheiður K. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Að vera eða ekki vera aumingi Helgi Guðnason skrifar Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Rangfærslur sveitarfélaga um réttindi fatlaðs fólks Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Sameinumst í að enda stafrænt ofbeldi gegn fötluðum konum Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Áskoranir í iðnnámi Íslendinga! Böðvar Ingi Guðbjartsson skrifar Skoðun Opin eða lokuð landamæri? Pétur Björgvin Sveinsson skrifar Skoðun Góð samviska er gulli betri Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Móttökudeildir: Brú til þátttöku – ekki aðskilnaður Friðþjófur Helgi Karlsson skrifar Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar Skoðun Réttindi allra að tala íslensku Hrafn Splidt skrifar Skoðun Tryggjum öryggi eldri borgara Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Skoðun Bætt stjórnsýsla fyrir framhaldsskólana Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ónýtt dekk undir rándýrum bíl Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Kemur málinu ekki við Inga Sæland skrifar Skoðun Mótum framtíðina með sterku skólakerfi Magnús Þór Jónsson skrifar Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar Skoðun Fögnum degi sjúkraliða og störfum þeirra alla daga Alma D. Möller skrifar Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Óstaðsettir í hús Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Flokkur fólksins hefur bætt hag aldraðra og öryrkja Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Láttu ekki svindla á þér við jólainnkaupin Inga María Backman skrifar Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar Skoðun Túlkun gagna er ábyrgð Joanna Marcinkowska skrifar Skoðun Lífsstílshljómkviðan: öndun í köldum potti Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Brunavarir, vatnsúðakerfi – Upphaf, innleiðing og mistökin Snæbjörn R Rafnsson skrifar Sjá meira
Á vormánuðum 2020 náðist tímamótasamkomulag um styttri vinnuviku – betri vinnutíma fyrir aðildarfélög BSRB. Sjúkraliðar hafa um árabil lagt áherslu á styttri vinnuviku og að 80% vinnuframlag á vöktum verði metið sem fullt starf. Það er því mikill ávinningur fyrir sjúkraliðastéttina að hafa loksins náð þessum langþráða afanga. Um þessar mundir er unnið að innleiðingunni og hafa fjölmargar samstarfsnefndir og vinnuhópar verið skipaðar til að fylgja henni eftir með fræðslu- og upplýsingum sem miðlað er til starfsmanna og stjórnenda stofnana. Aldrei áður hefur verið samið um viðlíka vinnutímabreytingar. Verkefnið er því bæði framandi og krefjandi en meginmarkmið breytinganna er að stuðla að umbótum í starfsemi stofnana, bæta vinnustaðamenningu og auka samræmingu vinnu og einkalífs án þess þó að það dragi úr gæðum þjónustu eða skerði laun starfsfólks. Mismunandi útfærsla Innleiðing á vinnutímabreytingu í dagvinnu er yfirstandandi enda á breytingin að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi fyrir árslok 2020. Útfærslan er í höndum starfsmanna og stjórnanda hvers vinnustaðar þar sem öllum er ætlað að vinna saman að góðri lausn fyrir sig og vinnustaðinn. Útfærslurnar eru margar og misjafnar sem allar miða að því að stytta vinnuvikuna úr 40 stundum í 36 stundir. Innleiðing á vinnutímabreytingu í vaktavinnu er í undirbúningi og á sú breyting að vera komin til framkvæmda í síðasta lagi 1. maí 2021. Útfærslan er viðamikil kerfisbreyting og verður kynnt fyrir stjórnendum og starfsmönnum á allra næstu vikum. Vinnutímabreytingin miðar að því að vinnuvikan styttist um fjórar klukkustundir, í allt að átta stundir á viku. Matar- og kaffihlé Um vinnutímabreytingu í dagvinnu er mikilvægt að huga að samvinnu og útfæra verkefnið í takt við það sem passar hverjum og einum vinnustað án þess að skerða matar- og kaffitíma. Í umræðunni um styttri vinnuviku hefur gætt misskilnings um að nú eigi starfsmenn að vinna allan daginn án þess að fá hefðbundið matar- og kaffihlé. Það er ekki rétt, enda ljóst að hverjum starfsmanni er nauðsynlegt að komast frá verkefnum sínum í stutta stund og nærast. Með því að setja útfærsluna í hendur stofnana er starfsfólki og stjórnendum falið að finna leið til að skipuleggja vinnutímann betur og tryggja að hefðbundin neysluhlé verða áfram á sínum stað. Samvinna lykilatriði Mikil áhersla er á að allir sem koma að þessum vinnutímabreytingum vinni það í sameiningu. Það er því mikilvægt að hafa markmið breytingana að leiðarljósi. Innleiðingaferlið má ekki auka streitu á vinnustaðnum heldur þarf umbótasamtal starfsmanna og stjórnenda að leiða til streituminna starfsumhverfis. Samtal um betri vinnutíma snýst í raun um að losa sig úr viðjum vanans og hugsa hlutina upp á nýtt. Liður í því er að ákveða hvernig megi aðlaga neyslu- og hvíldarhlé að nýju vinnutímafyrirkomulagi. Sem dæmi til að stytta vinnuvikuna í 36 tíma má gera hefðbundin neysluhlé, eins og kaffitíma fyrir og eftir hádegi og hádegishlé, hluta af vinnutímanum. Í þeirri útfærslu er gert ráð fyrir að neysluhléin séu á forræði vinnuveitanda. Það þýðir að starfsmaður fer ekki af vinnustaðnum í hádeginu til að útrétta. Ef starfsfólk vill hins vegar hafa forræði á matarhléi þarf að ákveða hvort taka eigi allt matarhléið eða að hluta. Þannig geta vinnustaðir ákveðið að formleg matarhlé séu til dæmis í 15, 20 eða 30 mínútur. Betri lífsgæði Þegar vel tekst til mun vinnutímabreytingin bæta vinnuumhverfið og stuðla að betra jafnvægi milli vinnu og fjölskyldulífs. Breytingin mun hafa bein áhrif á líðan starfsmanna, og þar með gæði þjónustunnar. Fjölmargir sem nú þegar hafa upplifað vinnutímabreytingar á eigin skinni, til dæmis með þátttöku í tilraunaverkefni ríkis og borgar, segja að hún feli í sér mun meiri lífsgæði en þeir hefðu reiknað með. Vinnutíminn hefði verið styttri en virkari, og tíminn með fjölskyldunni orðið meiri og líðanin betri. Það er því til mikils að vinna að okkur öllum takist vel til. Höfundur er formaður Sjúkraliðafélags Íslands.
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun
Skoðun Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir skrifar
Skoðun Kæru samborgarar, ég er ástæðan fyrir mögulegum skertum lífsgæðum ykkar Andri Valgeirsson skrifar
Skoðun Setjum velferð barna og ungmenna í forgang og sameinumst um bætta lýðheilsu María Heimisdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Fimm áherslur sem hafa bætt lífsgæði Kópavogsbúa Ásdís Kristjánsdóttir,Orri Hlöðversson skrifar
Skoðun Jákvæð áhrif millilandaflugs til Akureyrar eru miklu meiri en þú heldur Lára Halldóra Eiríksdóttir skrifar
Skoðun Þegar stórútgerðin gleypir allt – er kominn tími á norskar lausnir? Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Duga aðgerðir ríkistjórnarinnar til að rífa fjölda eldri borgara úr fátæktargildrunni? Björn Snæbjörnsson skrifar
Grunnskóli fyrir suma, biðlisti fyrir aðra, en „skref í rétta átt“ Sigurbjörg Erla Egilsdóttir,Theodóra S. Þorsteinsdóttir Skoðun