Hvers vegna Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna? Hólmfriður Árnadóttir skrifar 17. nóvember 2020 13:30 Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár. Hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. En hvers vegna að lögfesta sáttmálann og erum við að nota hann sem skyldi? Jú við lögfestum hann vegna þess að börn eiga að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir, börn eru manneskjur með langanir, þrár, þarfir og áhugamál sem eiga sannarlega rétt á sér enda það viðhorf sem speglast í lögum og reglum um skólastarf og barnavernd. Börn eiga rétt á samvistum við foreldra sína, þau eiga rétt á leikskólagöngu þar sem fagfólk sinnir þörfum þeirra á sem mestan og bestan hátt og þau eiga rétt að grunnskólagöngu þar sem sérþarfir þeirra, áhugasvið og hæfileikar njóta sín. Hvernig má vera að þjóð fari ekki eftir sáttmálanum þegar ákvarðanir um líf og framtíð barna flóttafólks er að ræða? Þegar barn hefur alist upp hér á landi, tileinkað sér tungumálið, eignast vini og á líf í föstum skorðum byggt á margra ára búsetu hér á landi? Það er ótækt að reglulega þurfti undirskriftalista og blaðaumfjöllun svo sáttmálinn sé virtur þegar kemur að brottvísun barna. Aldrei má svo vera að aðstæður foreldra, athafnir eins og umsókn um hæli, trúarskoðanir eða litarháttur þeirra verði til þess að barni eða börnum sé vísað úr landi. Ef við viljum sjá nýsköpun, þróun og framfarir þurfum við að hlúa sem best að börnum, á þeim hvílir ábyrgð á þjóðfélaginu í framtíðinni og hlutverk okkar er að berjast fyrir bættum hag allra barna og að þau fái að þroskast og dafna í skjóli okkar fullorðinna. Þar sem börn eru sérstaklega viðkvæmur þjóðfélagshópur er þeim þó tryggð aukin vernd og stuðningur í ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þannig lítum við ekki á að börn séu „litlir fullorðnir” eins og sjá má í sögunni heldur einstaklingar sem við sem samfélag höfum sammælst að standa vörð um og tryggja réttlæti. Í sáttmálanum góða eru grundvallarreglur sem við þurfum að horfa til, það er jafnræði og bann við mismunun barna út frá kynþætti, litarhætti, tungu, trú, kynferði, stjórnmálaskoðunum, ætterni, fötlun, félagslegrar stöðu eða aðstæðum, stöðu eða athöfnum forráðamanna þeirra. Þá ber að taka ákvarðanirer varða börn út frá því sem barninu er fyrir bestu og það eiga yfirvöld, stofnanir og þjónusta ætíð að hafa í forgrunni þegar umönnun barna eða velferð er í húfi og um leið eiga þau að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif um eigin velferð. Ef tilfellið er vanmönnun stofnanna sem fjalla eiga um málefni flóttafólks svo það dragist árum saman, ber að meta vinnu stofnunarinnar, ferli mála og hæfi þeirra sem um þau fjalla. Að fram fari ytra mat á störfum hennar, heill og hamingju börnum til handa, það hljótum við sem þjóð að geta sammælst um. Höfundur er formaður svæðafélags VG á Suðurnesjum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Réttindi barna Hælisleitendur Sameinuðu þjóðirnar Mest lesið Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Samtalið um dauðann veldur okkur óöryggi Ingrid Kuhlman skrifar Sjá meira
Barnasáttmáli Sameinuðu þjóðanna var lögfestur hér 20. febrúar árið 2013 og varð hluti af íslenskri löggjöf. Sáttmálinn er þó miklu eldri og við skuldbundin að virða og uppfylla ákvæði hans í tæp 30 ár. Hann felur í sér alþjóðlega viðurkenningu á að börn eru sjálfstæðir einstaklingar með fullgild réttindi óháð réttindum fullorðinna. En hvers vegna að lögfesta sáttmálann og erum við að nota hann sem skyldi? Jú við lögfestum hann vegna þess að börn eiga að njóta sömu mannréttinda og fullorðnir, börn eru manneskjur með langanir, þrár, þarfir og áhugamál sem eiga sannarlega rétt á sér enda það viðhorf sem speglast í lögum og reglum um skólastarf og barnavernd. Börn eiga rétt á samvistum við foreldra sína, þau eiga rétt á leikskólagöngu þar sem fagfólk sinnir þörfum þeirra á sem mestan og bestan hátt og þau eiga rétt að grunnskólagöngu þar sem sérþarfir þeirra, áhugasvið og hæfileikar njóta sín. Hvernig má vera að þjóð fari ekki eftir sáttmálanum þegar ákvarðanir um líf og framtíð barna flóttafólks er að ræða? Þegar barn hefur alist upp hér á landi, tileinkað sér tungumálið, eignast vini og á líf í föstum skorðum byggt á margra ára búsetu hér á landi? Það er ótækt að reglulega þurfti undirskriftalista og blaðaumfjöllun svo sáttmálinn sé virtur þegar kemur að brottvísun barna. Aldrei má svo vera að aðstæður foreldra, athafnir eins og umsókn um hæli, trúarskoðanir eða litarháttur þeirra verði til þess að barni eða börnum sé vísað úr landi. Ef við viljum sjá nýsköpun, þróun og framfarir þurfum við að hlúa sem best að börnum, á þeim hvílir ábyrgð á þjóðfélaginu í framtíðinni og hlutverk okkar er að berjast fyrir bættum hag allra barna og að þau fái að þroskast og dafna í skjóli okkar fullorðinna. Þar sem börn eru sérstaklega viðkvæmur þjóðfélagshópur er þeim þó tryggð aukin vernd og stuðningur í ýmsum alþjóðlegum mannréttindasamningum. Þannig lítum við ekki á að börn séu „litlir fullorðnir” eins og sjá má í sögunni heldur einstaklingar sem við sem samfélag höfum sammælst að standa vörð um og tryggja réttlæti. Í sáttmálanum góða eru grundvallarreglur sem við þurfum að horfa til, það er jafnræði og bann við mismunun barna út frá kynþætti, litarhætti, tungu, trú, kynferði, stjórnmálaskoðunum, ætterni, fötlun, félagslegrar stöðu eða aðstæðum, stöðu eða athöfnum forráðamanna þeirra. Þá ber að taka ákvarðanirer varða börn út frá því sem barninu er fyrir bestu og það eiga yfirvöld, stofnanir og þjónusta ætíð að hafa í forgrunni þegar umönnun barna eða velferð er í húfi og um leið eiga þau að fá tækifæri til að láta skoðanir sínar í ljós og hafa áhrif um eigin velferð. Ef tilfellið er vanmönnun stofnanna sem fjalla eiga um málefni flóttafólks svo það dragist árum saman, ber að meta vinnu stofnunarinnar, ferli mála og hæfi þeirra sem um þau fjalla. Að fram fari ytra mat á störfum hennar, heill og hamingju börnum til handa, það hljótum við sem þjóð að geta sammælst um. Höfundur er formaður svæðafélags VG á Suðurnesjum.
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty Skoðun
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun