Höfum Barnasáttmálann ætíð að leiðarljósi Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2020 10:00 Dagur mannréttinda barna er í dag. Mörg þeirra réttinda barna sem við teljum vera sjálfsögð í dag hafa síður en svo verið talin sjálfsögð í gegnum tíðina. Ef litið er til baka um eina öld, til ársins 1920, var veruleiki margra íslenskra barna gjörólíkur þeim veruleika sem börn þekkja í dag. Spænska veikin hafði nýlega gengið yfir og orðið mörgum að bana. Veiran hafði mikil áhrif á samfélagið þar sem engin mótefni voru fáanleg og réðst veiran helst á fólk á miðjum aldri svo mörg börn misstu foreldra sína. Með iðnbyltingunni sem var enn í uppsveiflu fluttu sífellt fleiri foreldrar með börn sín af fjölmennum sveitabæjum yfir á mölina og atvinnuþátttaka beggja foreldra jókst. Það vakti upp vangaveltur um hvað ætti eiginlega að gera við börnin sem höfðu ekki lengur einhvern fullorðinn sér við hlið. Skóladagurinn var styttri, færri námsgreinar kenndar og almenn þekking á mismunandi styrkleikum barna var mjög takmörkuð auk þess sem rannsóknir á uppeldis- og kennsluháttum voru lítt þekktar. Það voru því eflaust ekki margir sem voru sérstaklega að einblína á réttindi barna í samfélaginu og víða jafnvel enn stuðst við tilskipunina um húsagann þar sem m.a. kom fram að hýða mætti börn í refsiskyni með vendi eða hendi. Á sama tíma í Bretlandi var barnaskólakennari að nafni Eglantyne Jebb að horfa upp á þær skelfilegu afleiðingar sem fyrri heimstyrjöldin hafði í för með sér fyrir þýsk og austurísk börn. Hún stofnaði í kjölfarið samtökin Save the Children og skrifaði fyrstu drög að því sem við þekkjum í dag sem barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Samþykkt var á Alþingi árið 2016 að 20. nóvember ár hvert yrði tileinkaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmálans og Alþjóðadagur barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi sjá um framkvæmd dagsins í samstarfi við innanríkisráðuneytið og mennta- og menningamálaráðuneytið. Barnaheill senda reglulega bréf til allra skóla til að minna á þennan dag og hafa komið fram með ýmsar hugmyndir sem hægt er að nota í fræðslu um mannréttindi barna. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að hvetja nemendur til að skrifa smásögur og/eða teikna myndir af upplifun sinni af Covid-19. Börn hafa ekki verið undanþegin því að hafa upplifað þá óvissu og röskun sem hefur fylgt þessari heilbrigðisógn sem hefur geisað um allan heim á þessu ári. Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla og frístundastarfs hafa með starfi sínu í samvinnu við foreldra unnið mikið þrekvirki að sjá til þess að líf barnanna hefur náð að halda eins miklum stöðugleika og kostur er á. Hluti af því að efla þekkingu á réttindum barna er að hafa gott aðgengi að fræðsluefni um Barnasáttmálann. Í dag munu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra opna nýjan vef um Barnasáttmálann á slóðinni barnasattmali.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef við Menntamálastofnun. Á vefnum er að finna fjölda verkefna sem börn geta leyst, fróðleikur um Barnasáttmálann á litríkan og skemmtilegan máta og er vefurinn einnig á ensku og pólsku auk þess sem allar greinar sáttmálans eru táknmálstúlkaðar. Þá er að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, foreldra og fagfólk á vefnum. Það er óhætt að fullyrða að hugað er vel að réttindum barna í íslensku samfélagi í dag en samt sem áður er mikilvægt fyrir okkur að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist og vera vakandi yfir þeim áskorunum sem kunna að bíða barna og ungmenna síðar meir í síbreytilegu samfélagi. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled Skoðun Skoðun Skoðun Siglt gegn þjóðarmorði Cyma Farah,Sólveig Ásta Sigurðardóttir skrifar Skoðun Um ópið sem heimurinn ekki heyrir Reham Khaled skrifar Skoðun 30 by 30 - Gefum lífi á jörð smá séns Rósa Líf Darradóttir skrifar Skoðun Hærri greiðslur í fæðingarorlofi Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar Skoðun Stóra spurningin sem fjárlögin svara ekki Sandra B. Franks skrifar Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar Skoðun „AMOC straumurinn", enn ein heimsendaspáin... Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Talaðu núna, talaðu! Bolli Pétur Bollason skrifar Skoðun Seðlabankastjóri rannsakar sjálfan sig Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Skuggaráðherra ríkisstjórnarinnar Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Óttinn selur Davíð Bergmann skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda – horft til framtíðar Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Umbóta á námi fanga enn beðið Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Þegar fjórða valdið sefur – og gamla tuggan lifir Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna er í dag. Mörg þeirra réttinda barna sem við teljum vera sjálfsögð í dag hafa síður en svo verið talin sjálfsögð í gegnum tíðina. Ef litið er til baka um eina öld, til ársins 1920, var veruleiki margra íslenskra barna gjörólíkur þeim veruleika sem börn þekkja í dag. Spænska veikin hafði nýlega gengið yfir og orðið mörgum að bana. Veiran hafði mikil áhrif á samfélagið þar sem engin mótefni voru fáanleg og réðst veiran helst á fólk á miðjum aldri svo mörg börn misstu foreldra sína. Með iðnbyltingunni sem var enn í uppsveiflu fluttu sífellt fleiri foreldrar með börn sín af fjölmennum sveitabæjum yfir á mölina og atvinnuþátttaka beggja foreldra jókst. Það vakti upp vangaveltur um hvað ætti eiginlega að gera við börnin sem höfðu ekki lengur einhvern fullorðinn sér við hlið. Skóladagurinn var styttri, færri námsgreinar kenndar og almenn þekking á mismunandi styrkleikum barna var mjög takmörkuð auk þess sem rannsóknir á uppeldis- og kennsluháttum voru lítt þekktar. Það voru því eflaust ekki margir sem voru sérstaklega að einblína á réttindi barna í samfélaginu og víða jafnvel enn stuðst við tilskipunina um húsagann þar sem m.a. kom fram að hýða mætti börn í refsiskyni með vendi eða hendi. Á sama tíma í Bretlandi var barnaskólakennari að nafni Eglantyne Jebb að horfa upp á þær skelfilegu afleiðingar sem fyrri heimstyrjöldin hafði í för með sér fyrir þýsk og austurísk börn. Hún stofnaði í kjölfarið samtökin Save the Children og skrifaði fyrstu drög að því sem við þekkjum í dag sem barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Samþykkt var á Alþingi árið 2016 að 20. nóvember ár hvert yrði tileinkaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmálans og Alþjóðadagur barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi sjá um framkvæmd dagsins í samstarfi við innanríkisráðuneytið og mennta- og menningamálaráðuneytið. Barnaheill senda reglulega bréf til allra skóla til að minna á þennan dag og hafa komið fram með ýmsar hugmyndir sem hægt er að nota í fræðslu um mannréttindi barna. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að hvetja nemendur til að skrifa smásögur og/eða teikna myndir af upplifun sinni af Covid-19. Börn hafa ekki verið undanþegin því að hafa upplifað þá óvissu og röskun sem hefur fylgt þessari heilbrigðisógn sem hefur geisað um allan heim á þessu ári. Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla og frístundastarfs hafa með starfi sínu í samvinnu við foreldra unnið mikið þrekvirki að sjá til þess að líf barnanna hefur náð að halda eins miklum stöðugleika og kostur er á. Hluti af því að efla þekkingu á réttindum barna er að hafa gott aðgengi að fræðsluefni um Barnasáttmálann. Í dag munu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra opna nýjan vef um Barnasáttmálann á slóðinni barnasattmali.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef við Menntamálastofnun. Á vefnum er að finna fjölda verkefna sem börn geta leyst, fróðleikur um Barnasáttmálann á litríkan og skemmtilegan máta og er vefurinn einnig á ensku og pólsku auk þess sem allar greinar sáttmálans eru táknmálstúlkaðar. Þá er að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, foreldra og fagfólk á vefnum. Það er óhætt að fullyrða að hugað er vel að réttindum barna í íslensku samfélagi í dag en samt sem áður er mikilvægt fyrir okkur að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist og vera vakandi yfir þeim áskorunum sem kunna að bíða barna og ungmenna síðar meir í síbreytilegu samfélagi. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun
Skoðun Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir skrifar
Skoðun Námsmat og Matsferill – Tækifæri til umbóta í skólastarfi Sigurbjörg Róbertsdóttir skrifar
Skoðun Tími til aðgerða - loftslags- og umhverfismál sett á dagskrá Jóna Þórey Pétursdóttir skrifar
Skoðun Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson skrifar
Skoðun Sterkt skólasamfélag á Akureyri, sameiginleg ábyrgð og framtíðarsýn Heimir Örn Árnason skrifar
Skoðun Fæðingarhríðir fjórðu iðnbyltingarinnar: Til fjármálafyrirtækja Klara Nótt Egilson skrifar
Skoðun Erfðir og endurframleiðsla félagslegra vandamála milli kynslóða Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Setjum á okkur súrefnisgrímuna áður en við björgum heiminum. Nú þarf hinn þögli meirihluti að láta í sér heyra Steindór Þórarinsson Skoðun
Skólabærinn Garðabær: Við mælum árangur og gerum stöðugt betur Almar Guðmundsson,Sigríður Hulda Jónsdóttir Skoðun