Höfum Barnasáttmálann ætíð að leiðarljósi Linda Hrönn Þórisdóttir skrifar 20. nóvember 2020 10:00 Dagur mannréttinda barna er í dag. Mörg þeirra réttinda barna sem við teljum vera sjálfsögð í dag hafa síður en svo verið talin sjálfsögð í gegnum tíðina. Ef litið er til baka um eina öld, til ársins 1920, var veruleiki margra íslenskra barna gjörólíkur þeim veruleika sem börn þekkja í dag. Spænska veikin hafði nýlega gengið yfir og orðið mörgum að bana. Veiran hafði mikil áhrif á samfélagið þar sem engin mótefni voru fáanleg og réðst veiran helst á fólk á miðjum aldri svo mörg börn misstu foreldra sína. Með iðnbyltingunni sem var enn í uppsveiflu fluttu sífellt fleiri foreldrar með börn sín af fjölmennum sveitabæjum yfir á mölina og atvinnuþátttaka beggja foreldra jókst. Það vakti upp vangaveltur um hvað ætti eiginlega að gera við börnin sem höfðu ekki lengur einhvern fullorðinn sér við hlið. Skóladagurinn var styttri, færri námsgreinar kenndar og almenn þekking á mismunandi styrkleikum barna var mjög takmörkuð auk þess sem rannsóknir á uppeldis- og kennsluháttum voru lítt þekktar. Það voru því eflaust ekki margir sem voru sérstaklega að einblína á réttindi barna í samfélaginu og víða jafnvel enn stuðst við tilskipunina um húsagann þar sem m.a. kom fram að hýða mætti börn í refsiskyni með vendi eða hendi. Á sama tíma í Bretlandi var barnaskólakennari að nafni Eglantyne Jebb að horfa upp á þær skelfilegu afleiðingar sem fyrri heimstyrjöldin hafði í för með sér fyrir þýsk og austurísk börn. Hún stofnaði í kjölfarið samtökin Save the Children og skrifaði fyrstu drög að því sem við þekkjum í dag sem barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Samþykkt var á Alþingi árið 2016 að 20. nóvember ár hvert yrði tileinkaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmálans og Alþjóðadagur barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi sjá um framkvæmd dagsins í samstarfi við innanríkisráðuneytið og mennta- og menningamálaráðuneytið. Barnaheill senda reglulega bréf til allra skóla til að minna á þennan dag og hafa komið fram með ýmsar hugmyndir sem hægt er að nota í fræðslu um mannréttindi barna. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að hvetja nemendur til að skrifa smásögur og/eða teikna myndir af upplifun sinni af Covid-19. Börn hafa ekki verið undanþegin því að hafa upplifað þá óvissu og röskun sem hefur fylgt þessari heilbrigðisógn sem hefur geisað um allan heim á þessu ári. Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla og frístundastarfs hafa með starfi sínu í samvinnu við foreldra unnið mikið þrekvirki að sjá til þess að líf barnanna hefur náð að halda eins miklum stöðugleika og kostur er á. Hluti af því að efla þekkingu á réttindum barna er að hafa gott aðgengi að fræðsluefni um Barnasáttmálann. Í dag munu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra opna nýjan vef um Barnasáttmálann á slóðinni barnasattmali.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef við Menntamálastofnun. Á vefnum er að finna fjölda verkefna sem börn geta leyst, fróðleikur um Barnasáttmálann á litríkan og skemmtilegan máta og er vefurinn einnig á ensku og pólsku auk þess sem allar greinar sáttmálans eru táknmálstúlkaðar. Þá er að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, foreldra og fagfólk á vefnum. Það er óhætt að fullyrða að hugað er vel að réttindum barna í íslensku samfélagi í dag en samt sem áður er mikilvægt fyrir okkur að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist og vera vakandi yfir þeim áskorunum sem kunna að bíða barna og ungmenna síðar meir í síbreytilegu samfélagi. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Félagasamtök Réttindi barna Mest lesið Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Meirihluti vill lögfesta rétt til leikskólapláss Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda til rannsóknar Guðmundur S. Johnsen skrifar Skoðun Í lok jólanna og upphafi nýs árs Gestur Valgarðsson skrifar Skoðun Heilsa og veikindadagar - nýtt ár og ný tækifæri Victor Guðmundsson skrifar Skoðun Styttum nám lækna Haraldur F. Gíslason skrifar Skoðun Vangaveltur um trú og aukinn áhuga ungs fólks á henni Gunnar Jóhannesson skrifar Skoðun Íslenskan í andarslitrunum Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Frá nýlendu til þjóðar: Lærdómur sem Íslendingar þekkja Bernharð S. Bernharðsson skrifar Skoðun Opið bréf vegna langvarandi einangrunar Ragnheiður Svava Þórólfsdóttir skrifar Skoðun Hinseginfræðsla er forvarnaraðgerð Kári Garðarsson skrifar Skoðun Fjölskyldur í fyrsta sæti í Kópavogi Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Verum ekki föst í umferð næsta áratuginn Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þátttaka í bandalögum styrkir fullveldið Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar Skoðun Hvers vegna hönnunarmenntun skiptir máli núna Katrín Ólína Pétursdóttir skrifar Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar Skoðun Er netsala áfengis lögleg? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Hafnarfjörður er ekki biðstofa Guðbjörg Oddný Jónasdóttir skrifar Skoðun Fáar vísbendingar um miklar breytingar í Venesúela Gunnlaugur Snær Ólafsson skrifar Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Er ekki kominn tími til að jarða megrunar- og útlitsmenningu? Nanna Kaaber skrifar Skoðun Heiða Björg Hilmisdóttir – forystukona sem leysir hnútana Axel Jón Ellenarson skrifar Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar Skoðun Áramótaheitið er að fá leikskólapláss Ögmundur Ísak Ögmundsson skrifar Skoðun Hvað er Trump eiginlega að bralla? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Bætum lýðræðið í bænum okkar Gunnar Axel Axelsson skrifar Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar Sjá meira
Dagur mannréttinda barna er í dag. Mörg þeirra réttinda barna sem við teljum vera sjálfsögð í dag hafa síður en svo verið talin sjálfsögð í gegnum tíðina. Ef litið er til baka um eina öld, til ársins 1920, var veruleiki margra íslenskra barna gjörólíkur þeim veruleika sem börn þekkja í dag. Spænska veikin hafði nýlega gengið yfir og orðið mörgum að bana. Veiran hafði mikil áhrif á samfélagið þar sem engin mótefni voru fáanleg og réðst veiran helst á fólk á miðjum aldri svo mörg börn misstu foreldra sína. Með iðnbyltingunni sem var enn í uppsveiflu fluttu sífellt fleiri foreldrar með börn sín af fjölmennum sveitabæjum yfir á mölina og atvinnuþátttaka beggja foreldra jókst. Það vakti upp vangaveltur um hvað ætti eiginlega að gera við börnin sem höfðu ekki lengur einhvern fullorðinn sér við hlið. Skóladagurinn var styttri, færri námsgreinar kenndar og almenn þekking á mismunandi styrkleikum barna var mjög takmörkuð auk þess sem rannsóknir á uppeldis- og kennsluháttum voru lítt þekktar. Það voru því eflaust ekki margir sem voru sérstaklega að einblína á réttindi barna í samfélaginu og víða jafnvel enn stuðst við tilskipunina um húsagann þar sem m.a. kom fram að hýða mætti börn í refsiskyni með vendi eða hendi. Á sama tíma í Bretlandi var barnaskólakennari að nafni Eglantyne Jebb að horfa upp á þær skelfilegu afleiðingar sem fyrri heimstyrjöldin hafði í för með sér fyrir þýsk og austurísk börn. Hún stofnaði í kjölfarið samtökin Save the Children og skrifaði fyrstu drög að því sem við þekkjum í dag sem barnasáttmála Sameinuðu þjóðanna sem var lögfestur hér á landi árið 2013. Samþykkt var á Alþingi árið 2016 að 20. nóvember ár hvert yrði tileinkaður fræðslu um mannréttindi barna, en sá dagur er afmælisdagur Barnasáttmálans og Alþjóðadagur barna. Barnaheill – Save the Children á Íslandi sjá um framkvæmd dagsins í samstarfi við innanríkisráðuneytið og mennta- og menningamálaráðuneytið. Barnaheill senda reglulega bréf til allra skóla til að minna á þennan dag og hafa komið fram með ýmsar hugmyndir sem hægt er að nota í fræðslu um mannréttindi barna. Að þessu sinni er sérstök áhersla lögð á að hvetja nemendur til að skrifa smásögur og/eða teikna myndir af upplifun sinni af Covid-19. Börn hafa ekki verið undanþegin því að hafa upplifað þá óvissu og röskun sem hefur fylgt þessari heilbrigðisógn sem hefur geisað um allan heim á þessu ári. Skólastjórnendur, kennarar og annað starfsfólk skóla og frístundastarfs hafa með starfi sínu í samvinnu við foreldra unnið mikið þrekvirki að sjá til þess að líf barnanna hefur náð að halda eins miklum stöðugleika og kostur er á. Hluti af því að efla þekkingu á réttindum barna er að hafa gott aðgengi að fræðsluefni um Barnasáttmálann. Í dag munu forsætisráðherra og mennta- og menningarmálaráðherra opna nýjan vef um Barnasáttmálann á slóðinni barnasattmali.is. Um er að ræða samstarfsverkefni Barnaheilla, umboðsmanns barna og Unicef við Menntamálastofnun. Á vefnum er að finna fjölda verkefna sem börn geta leyst, fróðleikur um Barnasáttmálann á litríkan og skemmtilegan máta og er vefurinn einnig á ensku og pólsku auk þess sem allar greinar sáttmálans eru táknmálstúlkaðar. Þá er að finna ýmsar upplýsingar fyrir börn, foreldra og fagfólk á vefnum. Það er óhætt að fullyrða að hugað er vel að réttindum barna í íslensku samfélagi í dag en samt sem áður er mikilvægt fyrir okkur að standa vörð um þau réttindi sem hafa áunnist og vera vakandi yfir þeim áskorunum sem kunna að bíða barna og ungmenna síðar meir í síbreytilegu samfélagi. Höfundur er leiðtogi innlendra verkefna hjá Barnaheillum – Save the Children á Íslandi.
Skoðun Birta í borgarstjórn – fyrir barnafjölskyldur og úthverfin Bjarnveig Birta Bjarnadóttir skrifar
Skoðun Loftslagsmál og framtíð íslenskrar ferðaþjónustu Inga Hlín Pálsdóttir,Margrét Wendt skrifar
Skoðun Stórútgerðin og MSC vottunin: Rangtúlkun sem hamlar þjóðhagslegri nýtingu þorsks Kjartan Sveinsson skrifar
Skoðun Eru Fjarðarheiðargöng of löng? (og aðrar mýtur í umræðunni) Stefán Ómar Stefánsson van Hagen skrifar
Skoðun Félagslegur stuðningur í fangelsi er ekki munaður heldur nauðsyn Tinna Eyberg Örlygsdóttir skrifar
Skoðun Leikskólar sem jafnréttismál og áskoranir sem þarf að leysa sameiginlega Magnea Marinósdóttir skrifar
Skoðun Orkuskipti á pappír en olía í raun: Hvernig bæjarstjórnin keyrði Vestmannaeyjar í strand Jóhann Ingi Óskarsson skrifar
Skoðun Þegar rökin þrjóta og ábyrgðarleysið tekur yfir - Hugleiðingar óflokksbundins einstaklings í byrjun árs 2026 Guðmundur Ragnarsson skrifar