Farsóttarþreyta og betri tíð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 08:30 Á mánudaginn, á degi íslenskrar tungu, var á upplýsingafundi Almannavarna spurt um uppáhalds Covid-nýyrði framlínufólksins okkar. Á þeim vettvangi hafa þónokkur orð sprottið upp í daglegri notkun, til dæmis fordæmalaus og smitrakningarteymi. Í yfirstandandi bylgju faraldursins sem hefur fylgt okkur í haust hefur mikið borið á tveimur slíkum nýyrðum, Covid-þreytu og farsóttarkvíða. Þær eru sífellt háværari raddirnar sem gagnrýna sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Sumum þykja þær of harðar og jafnvel beinlínis traðka á mannréttindum fólks, jafnvel þótt þær séu allar byggðar á gildandi sóttvarnarlögum sem samþykkt voru á Alþingi. Auðvitað hafa allir rétt á því að tjá skoðun sína á þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til, sér í lagi þegar þær eru viðamiklar og hafa áhrif á daglegt líf hvers einasta Íslendings. Þeir sem hæst hafa hrópað í gagnrýni sinni og verið stórorðir um hversu langt stjórnvöld gangi hafa gjarnan viljað líta til Svíþjóðar. Þar hafi ekki verið gengið langt í samkomutakmörkunum, fólk verið tiltölulega frjálst á meðan flestar aðrar þjóðir í Evrópu hafi skellt í lás. Þar hafi verslun og þjónusta ekki þurft að þola jafn mikið högg og hér á landi. Í fyrradag var hins vegar greint frá því að ríkisstjórn Svíþjóðar sér sig tilneydda að snar herða sóttvarnir þar í landi og munu samkomur þar í landi takmarkast við 8 manns frá og með 24. nóvember. Þetta kemur í kjölfar þess að fimmti hver íbúi Stokkhólms virðist vera smitaður. Þar hefur veirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar og ný met slegin í hverri viku. Hér á landi, þar sem gripið hefur verið til ráðstafana með tilliti til aðstæðna hverju sinni, hefur dreifing veirunnar aldrei farið algerlega úr böndunum og staðan því öll önnur. Við sjáum fyrir endann á þessari lotu og vonandi þá síðustu í svo hertum samkomutakmörkunum og á sama tíma fer nýjum smitum innanlands fækkandi með hverjum degi. Með því að passa okkur áfram og aflétta takmörkunum ekki á einu bretti munu við svo vonandi getað átt ljúfa aðventu og jólahald þannig að fjölskyldur geti hist í svartasta skammdeginu og fagnað því að bráðum birtir til með hækkandi sól. Við erum á réttri leið. Sóttvarnarráðstafanir eru íþyngjandi og sumar hverjar fólki til ama. Þær eru inngrip í daglegt líf og venjur fólks og það er mikilvægt að við séum vakandi fyrir þeim áhrifum sem þær kunna að hafa, til dæmis á andlega heilsu fólks. En það bendir hins vegar allt til þess að þær hafi verið og séu rétt skref og að við séum á réttri leið. Fréttir síðustu daga af bóluefnum blása manni svo von í brjóst um að bráðum komi hér betri tíð. Þetta er verkefni okkar allra. Almenningur á hrós skilið fyrir þátttöku sína í sóttvarnarráðstöfunum. Þegar upp verður staðið mun það verða sigur allrar þjóðarinnar sem vinnst gegn veirunni. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Þegar Steve Jobs græddi milljarða á Toy Story Björn Berg Gunnarsson Fastir pennar Sáttmáli okkar við þjóðina Oddný G. Harðardóttir Skoðun Tímaskekkja í velferðarríki Stefán Þorri Helgason Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun Þreytta þjóðarsjálfið Starri Reynisson Skoðun Umferðarslys eða umhverfisslys Baldur Sigurðsson Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Skoðun Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hertar og skýrari reglur í hælisleitendamálum Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Skelin Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Ójöfn atkvæði eða heimastjórn! Sigurður Hjartarson skrifar Skoðun Sirkus Daða Smart Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Bændur fá ekki orðið Jóhanna María Sigmundsdóttir skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, á degi íslenskrar tungu, var á upplýsingafundi Almannavarna spurt um uppáhalds Covid-nýyrði framlínufólksins okkar. Á þeim vettvangi hafa þónokkur orð sprottið upp í daglegri notkun, til dæmis fordæmalaus og smitrakningarteymi. Í yfirstandandi bylgju faraldursins sem hefur fylgt okkur í haust hefur mikið borið á tveimur slíkum nýyrðum, Covid-þreytu og farsóttarkvíða. Þær eru sífellt háværari raddirnar sem gagnrýna sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Sumum þykja þær of harðar og jafnvel beinlínis traðka á mannréttindum fólks, jafnvel þótt þær séu allar byggðar á gildandi sóttvarnarlögum sem samþykkt voru á Alþingi. Auðvitað hafa allir rétt á því að tjá skoðun sína á þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til, sér í lagi þegar þær eru viðamiklar og hafa áhrif á daglegt líf hvers einasta Íslendings. Þeir sem hæst hafa hrópað í gagnrýni sinni og verið stórorðir um hversu langt stjórnvöld gangi hafa gjarnan viljað líta til Svíþjóðar. Þar hafi ekki verið gengið langt í samkomutakmörkunum, fólk verið tiltölulega frjálst á meðan flestar aðrar þjóðir í Evrópu hafi skellt í lás. Þar hafi verslun og þjónusta ekki þurft að þola jafn mikið högg og hér á landi. Í fyrradag var hins vegar greint frá því að ríkisstjórn Svíþjóðar sér sig tilneydda að snar herða sóttvarnir þar í landi og munu samkomur þar í landi takmarkast við 8 manns frá og með 24. nóvember. Þetta kemur í kjölfar þess að fimmti hver íbúi Stokkhólms virðist vera smitaður. Þar hefur veirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar og ný met slegin í hverri viku. Hér á landi, þar sem gripið hefur verið til ráðstafana með tilliti til aðstæðna hverju sinni, hefur dreifing veirunnar aldrei farið algerlega úr böndunum og staðan því öll önnur. Við sjáum fyrir endann á þessari lotu og vonandi þá síðustu í svo hertum samkomutakmörkunum og á sama tíma fer nýjum smitum innanlands fækkandi með hverjum degi. Með því að passa okkur áfram og aflétta takmörkunum ekki á einu bretti munu við svo vonandi getað átt ljúfa aðventu og jólahald þannig að fjölskyldur geti hist í svartasta skammdeginu og fagnað því að bráðum birtir til með hækkandi sól. Við erum á réttri leið. Sóttvarnarráðstafanir eru íþyngjandi og sumar hverjar fólki til ama. Þær eru inngrip í daglegt líf og venjur fólks og það er mikilvægt að við séum vakandi fyrir þeim áhrifum sem þær kunna að hafa, til dæmis á andlega heilsu fólks. En það bendir hins vegar allt til þess að þær hafi verið og séu rétt skref og að við séum á réttri leið. Fréttir síðustu daga af bóluefnum blása manni svo von í brjóst um að bráðum komi hér betri tíð. Þetta er verkefni okkar allra. Almenningur á hrós skilið fyrir þátttöku sína í sóttvarnarráðstöfunum. Þegar upp verður staðið mun það verða sigur allrar þjóðarinnar sem vinnst gegn veirunni. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar