Farsóttarþreyta og betri tíð Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir skrifar 18. nóvember 2020 08:30 Á mánudaginn, á degi íslenskrar tungu, var á upplýsingafundi Almannavarna spurt um uppáhalds Covid-nýyrði framlínufólksins okkar. Á þeim vettvangi hafa þónokkur orð sprottið upp í daglegri notkun, til dæmis fordæmalaus og smitrakningarteymi. Í yfirstandandi bylgju faraldursins sem hefur fylgt okkur í haust hefur mikið borið á tveimur slíkum nýyrðum, Covid-þreytu og farsóttarkvíða. Þær eru sífellt háværari raddirnar sem gagnrýna sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Sumum þykja þær of harðar og jafnvel beinlínis traðka á mannréttindum fólks, jafnvel þótt þær séu allar byggðar á gildandi sóttvarnarlögum sem samþykkt voru á Alþingi. Auðvitað hafa allir rétt á því að tjá skoðun sína á þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til, sér í lagi þegar þær eru viðamiklar og hafa áhrif á daglegt líf hvers einasta Íslendings. Þeir sem hæst hafa hrópað í gagnrýni sinni og verið stórorðir um hversu langt stjórnvöld gangi hafa gjarnan viljað líta til Svíþjóðar. Þar hafi ekki verið gengið langt í samkomutakmörkunum, fólk verið tiltölulega frjálst á meðan flestar aðrar þjóðir í Evrópu hafi skellt í lás. Þar hafi verslun og þjónusta ekki þurft að þola jafn mikið högg og hér á landi. Í fyrradag var hins vegar greint frá því að ríkisstjórn Svíþjóðar sér sig tilneydda að snar herða sóttvarnir þar í landi og munu samkomur þar í landi takmarkast við 8 manns frá og með 24. nóvember. Þetta kemur í kjölfar þess að fimmti hver íbúi Stokkhólms virðist vera smitaður. Þar hefur veirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar og ný met slegin í hverri viku. Hér á landi, þar sem gripið hefur verið til ráðstafana með tilliti til aðstæðna hverju sinni, hefur dreifing veirunnar aldrei farið algerlega úr böndunum og staðan því öll önnur. Við sjáum fyrir endann á þessari lotu og vonandi þá síðustu í svo hertum samkomutakmörkunum og á sama tíma fer nýjum smitum innanlands fækkandi með hverjum degi. Með því að passa okkur áfram og aflétta takmörkunum ekki á einu bretti munu við svo vonandi getað átt ljúfa aðventu og jólahald þannig að fjölskyldur geti hist í svartasta skammdeginu og fagnað því að bráðum birtir til með hækkandi sól. Við erum á réttri leið. Sóttvarnarráðstafanir eru íþyngjandi og sumar hverjar fólki til ama. Þær eru inngrip í daglegt líf og venjur fólks og það er mikilvægt að við séum vakandi fyrir þeim áhrifum sem þær kunna að hafa, til dæmis á andlega heilsu fólks. En það bendir hins vegar allt til þess að þær hafi verið og séu rétt skref og að við séum á réttri leið. Fréttir síðustu daga af bóluefnum blása manni svo von í brjóst um að bráðum komi hér betri tíð. Þetta er verkefni okkar allra. Almenningur á hrós skilið fyrir þátttöku sína í sóttvarnarráðstöfunum. Þegar upp verður staðið mun það verða sigur allrar þjóðarinnar sem vinnst gegn veirunni. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Bjarkey Olsen Gunnarsdóttir Alþingi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson Skoðun Skoðun Skoðun Þegar almenningsálit er lesið sem umboð Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Hættið að rukka vangreiðslugjald! Breki Karlsson,Runólfur Ólafsson skrifar Skoðun Heimsmynd byggð á öðrum fætinum Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Forgangsröðunarskuld Brynjar Karl Sigurðsson skrifar Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar Skoðun Erum við í djúpum skít? Jón Pétur Wilke Gunnarsson skrifar Skoðun Auglýst eftir heimili á Facebook Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Félagsleg hjálp sem sviptir fátækasta fólkið sjálfsbjörg Vilhelm Jónsson skrifar Skoðun Er atvinnulífið að misnota heilbrigðiskerfið? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Traust verður að endurspeglast í framkvæmd Sandra B. Franks skrifar Skoðun Það er leikur að læra fyrir suma Aðalheiður M. Steindórsdóttir skrifar Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar Skoðun Ég vil breytingar Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Hvert var samkomulagið? Geir Finnsson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar Skoðun Eyðilegging Vélfags Sigurður G. Guðjónsson skrifar Skoðun Menntastefna á finnskum krossgötum Álfhildur Leifsdóttir skrifar Skoðun Viðreisn vill evrópskt sambandsríki Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Fyrirsjáanleiki í frístundastarfi Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Bessastaðaboðskortin Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Niðurrif er fljótlegra en uppbygging Gunnþóra Halldórsdóttir skrifar Skoðun Þegar fagleg auðmýkt víkur fyrir ofurhetjublæti Lára S. Benjnouh skrifar Skoðun Hugleiðing um hernað Ámundi Loftsson skrifar Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Golfvöllur er heilsuauðlind Steinn Baugur Gunnarsson skrifar Skoðun Farsæld barna kemur ekki af sjálfu sér Birgir Örn Guðjónsson skrifar Skoðun Íþróttasukk Grímur Atlason skrifar Skoðun Skipulagt svelti í framhaldsskólum Guðjón Hreinn Hauksson skrifar Sjá meira
Á mánudaginn, á degi íslenskrar tungu, var á upplýsingafundi Almannavarna spurt um uppáhalds Covid-nýyrði framlínufólksins okkar. Á þeim vettvangi hafa þónokkur orð sprottið upp í daglegri notkun, til dæmis fordæmalaus og smitrakningarteymi. Í yfirstandandi bylgju faraldursins sem hefur fylgt okkur í haust hefur mikið borið á tveimur slíkum nýyrðum, Covid-þreytu og farsóttarkvíða. Þær eru sífellt háværari raddirnar sem gagnrýna sóttvarnarráðstafanir ríkisstjórnarinnar. Sumum þykja þær of harðar og jafnvel beinlínis traðka á mannréttindum fólks, jafnvel þótt þær séu allar byggðar á gildandi sóttvarnarlögum sem samþykkt voru á Alþingi. Auðvitað hafa allir rétt á því að tjá skoðun sína á þeim aðgerðum sem stjórnvöld grípa til, sér í lagi þegar þær eru viðamiklar og hafa áhrif á daglegt líf hvers einasta Íslendings. Þeir sem hæst hafa hrópað í gagnrýni sinni og verið stórorðir um hversu langt stjórnvöld gangi hafa gjarnan viljað líta til Svíþjóðar. Þar hafi ekki verið gengið langt í samkomutakmörkunum, fólk verið tiltölulega frjálst á meðan flestar aðrar þjóðir í Evrópu hafi skellt í lás. Þar hafi verslun og þjónusta ekki þurft að þola jafn mikið högg og hér á landi. Í fyrradag var hins vegar greint frá því að ríkisstjórn Svíþjóðar sér sig tilneydda að snar herða sóttvarnir þar í landi og munu samkomur þar í landi takmarkast við 8 manns frá og með 24. nóvember. Þetta kemur í kjölfar þess að fimmti hver íbúi Stokkhólms virðist vera smitaður. Þar hefur veirutilfellum fjölgað gríðarlega síðustu vikurnar og ný met slegin í hverri viku. Hér á landi, þar sem gripið hefur verið til ráðstafana með tilliti til aðstæðna hverju sinni, hefur dreifing veirunnar aldrei farið algerlega úr böndunum og staðan því öll önnur. Við sjáum fyrir endann á þessari lotu og vonandi þá síðustu í svo hertum samkomutakmörkunum og á sama tíma fer nýjum smitum innanlands fækkandi með hverjum degi. Með því að passa okkur áfram og aflétta takmörkunum ekki á einu bretti munu við svo vonandi getað átt ljúfa aðventu og jólahald þannig að fjölskyldur geti hist í svartasta skammdeginu og fagnað því að bráðum birtir til með hækkandi sól. Við erum á réttri leið. Sóttvarnarráðstafanir eru íþyngjandi og sumar hverjar fólki til ama. Þær eru inngrip í daglegt líf og venjur fólks og það er mikilvægt að við séum vakandi fyrir þeim áhrifum sem þær kunna að hafa, til dæmis á andlega heilsu fólks. En það bendir hins vegar allt til þess að þær hafi verið og séu rétt skref og að við séum á réttri leið. Fréttir síðustu daga af bóluefnum blása manni svo von í brjóst um að bráðum komi hér betri tíð. Þetta er verkefni okkar allra. Almenningur á hrós skilið fyrir þátttöku sína í sóttvarnarráðstöfunum. Þegar upp verður staðið mun það verða sigur allrar þjóðarinnar sem vinnst gegn veirunni. Höfundur er þingflokksformaður Vinstri grænna.
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun
Skoðun Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson skrifar
Skoðun Hvað gerist þegar gervigreind mætir raunveruleikanum? Björn Thor Stefánsson,Kristján Sölvi Örnólfsson,Oliver Sanchez,Viktor Már Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvað önnur lönd gera í húsnæðiskreppu – og hvað Ísland gerir ekki Yngvi Ómar Sigrúnarson skrifar
Skoðun Íslenska velsældarhagkerfið: Stefnumörkun, áskoranir og tækifæri Soffía S. Sigurgeirsdóttir,Soffia S. Sigurgeirsdóttir,Dóra Guðrún Guðmundsdóttir,Elva Rakel Jónsdóttir skrifar
Skoðun Börnin eiga að fá aðstoð strax og sínu umhverfi, ekki seinna og ekki annars staðar Valný Óttarsdóttir skrifar
Hækkum endurgreiðslu virðisaukaskatts af vinnu iðnaðarmanna Jón Sigurðsson,Pétur H. Halldórsson Skoðun