Skólamál úr skápnum Hanna Katrín Friðriksson skrifar 19. nóvember 2020 09:31 Skert tækifæri og óöryggi eiga ekki að vera fylgifiskar þess fyrir ungmenni að koma út úr skápnum. En þriðjungur hinsegin ungmenna upplifir óöryggi í skólanum sínum, í hinu íslenska skólakerfi. Þetta kemur fram í nýlega birtri könnun Samtakanna '78. Þessi staða er einfaldlega óásættanleg. Hún er óásættanleg gagnvart þessum ungmennum og hún er óásættanleg gagnvart samfélaginu okkar í heild. Það má leiða líkur að því að það séu hinsegin ungmenni í öllum skólum og eru þau alls konar, rétt eins og önnur ungmenni. Hinsegin ungmenni eiga það þó sameiginlegt að falla út fyrir það sem telst normið eða viðmiðið hvað varðar kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni og/eða kynvitund. Sömu tækifæri fyrir hinsegin ungmenni Hvert hinsegin ungmenni stefna í lífinu, hvað þau vilja fá út úr náminu sínu, hvað þau vilja starfa við að námi loknu er einnig jafn mikið alls konar og hjá öllum öðrum ungmennum. Og þau eiga rétt á sömu tækifærum, sömu aðstæðum til náms og sömu möguleikum á því að upplifa öryggi í skólanum sínum. Það hlýtur að vera samfélagsverkefni okkar allra að tryggja að svo verði. Það er ljóst að starfsfólk skólanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja öruggt námsumhverfi fyrir alla nemendur. Meðal þess sem kom fram í könnunni, hátt og skýrt, er að hinsegin ungmenni eru að biðja um námsefni og fræðslu sem ýtir undir sýnileika hinsegin fólks og hinseginleikans. Sem ýtir undir sýnileika þeirra sjálfra. Að tilvera þeirra sé viðurkennd til jafns við tilveru hinna. Hinseginfræðslu í skólakerfið Til þess að svo megi verða þarf hinseginfræðslu fyrir kennara og það þarf að tryggja að námsefnið endurspegli nútímann. Það er ekki nóg að kennaranemar sem hafa áhuga á kynjafræði og margbreytileika okkar mannfólksins, læri og skilji hvernig eigi að fást við þann sama margbreytileika í nemendahópum sínum. Stærðfræðikennarar, íþróttakennarar og jarðfræðikennarar þurfa að kunna þetta. Allir kennarar þurfa að kunna þetta – fyrir alla nemendur – og fyrir samfélagið okkar. Það er tímabært fyrir skólamálin okkar að koma úr skápnum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Hanna Katrín Friðriksson Skóla - og menntamál Alþingi Hinsegin Skoðun: Kosningar 2021 Mest lesið 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Skoðun Skoðun Ekki hluti af OKKAR Evrópu! Margrét Kristmannsdóttir skrifar Skoðun Mikil aukning í unglingadrykkju – eða hvað? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Er aukin atvinnuþátttaka kostnaður fyrir samfélagið? Gunnlaugur Már Briem skrifar Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun 30 milljarðar í útsvar en engin rödd í kosningum Róbert Ragnarsson skrifar Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar Skoðun Vaxtaokrið Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Er Ísland enn fullvalda? Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Ó, Reykjavík Ari Allansson skrifar Skoðun Mun húsnæðispakkinn hækka leigu og þar með verðbólguna? Sigrún Brynjarsdóttir skrifar Skoðun Leggðu íslenskunni lið Hópur stjórnarmanna Almannaróms skrifar Skoðun Þegar framtíðin hverfur Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Upplýsingar, afþreying og ógnir á Netinu Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Samráð óskast: fjölmenningarstefna Reykjavíkurborgar Oktavía Hrund Guðrúnar Jóns skrifar Skoðun Kjarninn í vörninni fyrir hagsmunum Íslands Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Til hamingju Ísland Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Vestfirðir til þjónustu reiðubúnir Þorsteinn Másson skrifar Skoðun Enn hækka fasteignaskattar í Reykjanesbæ Margrét Sanders skrifar Skoðun Áskorun til Þjóðkirkjunnar Skírnir Garðarsson skrifar Skoðun Samkennd án landamæra Guðrún Helga Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Réttindalaus rafmagnsvinna ógnar öryggi og dregur úr trausti Pétur H. Halldórsson skrifar Skoðun Fjölmenning er ekki áskorun, hún er fjárfesting Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Ytra mat á ís Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jenný Árnadóttir skrifar Skoðun Starfslok vegna kennitölu: tímaskekkja sem flýtir öldrun Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Aukinn stuðningur við leigjendur í Reykjavík Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Frelsi frá kynhlutverkum: innsýn sem breytir samböndum Þórdís Filipsdóttir skrifar Skoðun Brýtur innviðaráðherra lög? Örvar Marteinsson skrifar Skoðun The Thing og íslenska Tryggvi Pétur Brynjarsson skrifar Skoðun Verð og vöruúrval Arnar Sigurðsson skrifar Sjá meira
Skert tækifæri og óöryggi eiga ekki að vera fylgifiskar þess fyrir ungmenni að koma út úr skápnum. En þriðjungur hinsegin ungmenna upplifir óöryggi í skólanum sínum, í hinu íslenska skólakerfi. Þetta kemur fram í nýlega birtri könnun Samtakanna '78. Þessi staða er einfaldlega óásættanleg. Hún er óásættanleg gagnvart þessum ungmennum og hún er óásættanleg gagnvart samfélaginu okkar í heild. Það má leiða líkur að því að það séu hinsegin ungmenni í öllum skólum og eru þau alls konar, rétt eins og önnur ungmenni. Hinsegin ungmenni eiga það þó sameiginlegt að falla út fyrir það sem telst normið eða viðmiðið hvað varðar kynhneigð, kyntjáningu, kyneinkenni og/eða kynvitund. Sömu tækifæri fyrir hinsegin ungmenni Hvert hinsegin ungmenni stefna í lífinu, hvað þau vilja fá út úr náminu sínu, hvað þau vilja starfa við að námi loknu er einnig jafn mikið alls konar og hjá öllum öðrum ungmennum. Og þau eiga rétt á sömu tækifærum, sömu aðstæðum til náms og sömu möguleikum á því að upplifa öryggi í skólanum sínum. Það hlýtur að vera samfélagsverkefni okkar allra að tryggja að svo verði. Það er ljóst að starfsfólk skólanna gegnir lykilhlutverki þegar kemur að því að tryggja öruggt námsumhverfi fyrir alla nemendur. Meðal þess sem kom fram í könnunni, hátt og skýrt, er að hinsegin ungmenni eru að biðja um námsefni og fræðslu sem ýtir undir sýnileika hinsegin fólks og hinseginleikans. Sem ýtir undir sýnileika þeirra sjálfra. Að tilvera þeirra sé viðurkennd til jafns við tilveru hinna. Hinseginfræðslu í skólakerfið Til þess að svo megi verða þarf hinseginfræðslu fyrir kennara og það þarf að tryggja að námsefnið endurspegli nútímann. Það er ekki nóg að kennaranemar sem hafa áhuga á kynjafræði og margbreytileika okkar mannfólksins, læri og skilji hvernig eigi að fást við þann sama margbreytileika í nemendahópum sínum. Stærðfræðikennarar, íþróttakennarar og jarðfræðikennarar þurfa að kunna þetta. Allir kennarar þurfa að kunna þetta – fyrir alla nemendur – og fyrir samfélagið okkar. Það er tímabært fyrir skólamálin okkar að koma úr skápnum. Höfundur er þingflokksformaður Viðreisnar.
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun
Skoðun Kílómetragjald – Mun lækkun á bensíni og dísel skila sér til neytenda? Gunnar Alexander Ólafsson skrifar
Skoðun Stjórnmálaflokkar á öruggu framfæri ríkis og sveitarfélaga Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar
Skoðun Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir skrifar
Jólakötturinn, ert það þú? Aldís Amah Hamilton,Hulda Jónsdóttir Tölgyes,Klara Ósk Elíasdóttir,Ragnheiður Gröndal,Rósa Líf Darradóttir,Valgerður Árnadóttir Skoðun