Reykjavík: 0 krónur Sabine Leskopf skrifar 19. nóvember 2020 13:30 Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018. Hann tók mjög tilfinningaþrungna nálgun á þetta og sakaði borgina um beina kröfu sinni gegn öðrum sveitarfélögum. Þetta er eins og að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Borgin hefur verið útilokuð með ólögmætum hætti frá því að hljóta ákveðin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga án þess að nokkur rökstuðningur sé á bak við það. Í 5. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla 351/2002 stendur: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin hafa aldrei komin fram og ekki er lagastoð fyrir því heldur, eins og borgarlögmaður bendir á í bréfi sem fylgdi umræddri kröfu. Hann vísar jafnframt í kröfugerðinni til dóms Hæstaréttar 14. maí í fyrra í máli 34/2018 þar sem Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hafi verið að fara slíka leið í sambærilegu máli. Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Sem formaður fjölmenningarráðs hef ég sent borgarlögmanni ábendingar um þetta vandamál og er mjög ánægð með að þessu er fylgt eftir alla leið. Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum. Að nota málaflokk þeirra barna sem þurfa á mestan stuðning að halda til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi er ekki góð leið til að leysa málin. Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sabine Leskopf Sveitarstjórnarmál Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Sjá meira
Í kvöldfréttum í gærkvöldi kom Sigurður Ingi Jóhannsson, samgöngu- og sveitarstjórnarráðherra fram og gagnrýndi kröfu Reykjavíkurborgar um leiðréttingu á óréttlátum úthlutunum úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga og vegna vangoldinna framlaga á árunum 2015-2018. Hann tók mjög tilfinningaþrungna nálgun á þetta og sakaði borgina um beina kröfu sinni gegn öðrum sveitarfélögum. Þetta er eins og að saka launþega sem krefst réttlátrar launagreiðslu aftur í tíma um að stela frá vinnufélögum sínum. Borgin hefur verið útilokuð með ólögmætum hætti frá því að hljóta ákveðin framlög úr Jöfnunarsjóði sveitarfélaga án þess að nokkur rökstuðningur sé á bak við það. Í 5. gr. reglugerðar um jöfnunarframlög Jöfnunarsjóðs sveitarfélaga til reksturs grunnskóla 351/2002 stendur: „Jöfnunarsjóður sveitarfélaga skal greiða öðrum sveitarfélögum en Reykjavíkurborg framlög til nýbúafræðslu á grunnskólastigi þar sem um slíka fræðslu er að ræða.“ Rökin hafa aldrei komin fram og ekki er lagastoð fyrir því heldur, eins og borgarlögmaður bendir á í bréfi sem fylgdi umræddri kröfu. Hann vísar jafnframt í kröfugerðinni til dóms Hæstaréttar 14. maí í fyrra í máli 34/2018 þar sem Hæstiréttur Íslands komst að þeirri niðurstöðu að ólögmætt hafi verið að fara slíka leið í sambærilegu máli. Þetta þýðir hins vegar að öll sveitarfélög landsins, líka þau þar sem fá börn eru og álagið er minna, fá 150.000 krónur fyrir hvert barn sem hefur ekki íslensku að móðurmáli. Barn af erlendum uppruna í Reykjavík fær 0 krónur. Skattgreiðendur Reykjavíkurborgar greiða sem sagt 11 milljarða af útsvari sínu inn í þennan sjóð til að borga m.a. stuðning fyrir börn af erlendum uppruna í öðrum sveitarfélögum en þurfa þar að auki að borga sjálfir fyrir nauðsynlegan kostnað við íslenskukennslu barna af erlendum uppruna. Sem formaður fjölmenningarráðs hef ég sent borgarlögmanni ábendingar um þetta vandamál og er mjög ánægð með að þessu er fylgt eftir alla leið. Íslenskukennsla barna af erlendum uppruna er góð fjárfesting og tryggir að hér verði íslenskumælandi samfélag þar sem öll börn fái að njóta sín til fulls og tækifæri að leggja sitt af mörkum. Að nota málaflokk þeirra barna sem þurfa á mestan stuðning að halda til að ala á spennu milli Reykjavíkurborgar og landsbyggðarinnar í pólítískum tilgangi er ekki góð leið til að leysa málin. Þessi krafa mun núna fá úrvinnslu í réttarkerfinu en vonandi stendur ráðherrann við yfirlýsingu að vilja bæta úr þessu í framtíðinni. Höfundur er borgarfulltrúi og formaður fjölmenningarráðs Reykjavíkurborgar.
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir Skoðun