Forsetar, dómarar og forstjórar Halldór Benjamín Þorbergsson skrifar 18. nóvember 2020 06:00 Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn í gær. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar. Með hverju árinu færumst við nær jafnrétti á ólíkum sviðum samfélagsins. Ekki kemur lengur á óvart þegar útlendingar tala um að Ísland sé eitt þeirra landa sem fremst standa í jafnréttisbaráttu. Þeir lýsa jafnréttisparadís og telja upp fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann, fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætisráðherra og unga, afar frambærilega konu í embætti forsætisráðherra. Við erum stolt af þessu. Hlutur kvenna í atvinnulífinu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna áratugi. Aukin menntun og fjölgun kvenna á vinnustöðum hefur gerbreytt umhverfinu, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Blessunarlega þykja það ekki lengur sérstök tíðindi hér á landi þegar kona gegnir leiðtogahlutverki. En þrátt fyrir framfarir erum við ekki enn komin alla leið. Enn eru völd og áhrif kvenna í íslensku viðskiptalífi minni en karla. Því þarf að breyta. Mikilvægar fyrirmyndir Fyrir réttum sjö árum var kona ráðin forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Motors, verkfræðingurinn Mary Barra. Ráðningin þótti fréttnæm, enda fyrsta konan til að gegna stöðu æðsta yfirmanns hjá bílaframleiðandanum. Fyrstu misserin í nýju starfi vék hún sér undan spurningum blaðamanna um kyn, sem hún sagði engu skipta. Sú afstaða breyttist þegar á vegi hennar urðu feðgin, verkfræðingur og ung dóttir hans. Faðirinn sneri sér að forstjóranum, sem þegar naut mikillar velgengni í sínu starfi, og þakkaði henni fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi. Hún væri að ryðja brautina fyrir dóttur hans og hennar jafnöldrur, sem nú vissu að konur gætu verið forstjórar. Meira að segja forstjórar bandarískra bílarisa sem ekki hefðu getið sér orð fyrir að gefa konum tækifæri. Ef fleiri kynsystur fylgdu í hennar fótspor yrðu það ekki sérstök tíðindi þótt kona kæmist til metorða. Þannig framtíð vildi hann búa dóttur sinni. Verk að vinna Í íslensku atvinnulífi hefur heilmargt áunnist. Enn er þó tækifæri til að gera betur. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að fjölbreyttur hópur stjórnarmanna nær betri árangri en einsleitur. Því er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið að starfsmenn, stjórnendur og stjórnarmenn, komi úr mörgum áttum og færi með sér fjölbreytta reynslu og þekkingu. Verði fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma. SA munu hér eftir sem hingað til leggja þunga áherslu á aukið jafnrétti og fjölbreytni í atvinnulífinu. Því enn er verk að vinna. Stöndum undir nafni Í dag klukkan 9 verður streymt frá Hvatningarverðlaunum jafnréttismála á vefsíðu SA. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á fyrirtækjum sem skara framúr í jafnréttismálum. Önnur fyrirtæki eru hvött til þess að feta sömu braut. Að hvatningunni standa Samtök atvinnulífsins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands og UN Women á Íslandi. Þær Mary Barra og frú Vigdís Finnbogadóttir, forstjórinn og forsetinn, koma úr ólíkum áttum. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa rutt brautina og sýnt komandi kynslóðum, þvert á landamæri og atvinnugreinar, að engin ástæða sé til að treysta ekki konum til æðstu metorða. Höldum áfram að gera betur. Styrkja stoðir atvinnulífsins á öllum vígstöðvum. Samfélaginu öllu til heilla. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Halldór Benjamín Þorbergsson Jafnréttismál Mest lesið Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal Skoðun Skoðun Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Er yfirvöldum alveg sama um fólk á bifhjólum? Njáll Gunnlaugsson skrifar Skoðun Ekki mamman í hópnum - leiðtoginn í hópnum Katrín Ásta Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Rannsóknarnefnd styrjalda Gunnar Einarsson skrifar Skoðun Börn eiga ekki heima í fangelsi Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Aðförin að einkabílnum eða bara meira frelsi? Kristín Hrefna Halldórsdóttir skrifar Skoðun Kvöld sem er ekki bara fyrir börnin Alicja Lei skrifar Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar Skoðun Málið er dautt (A Modest Proposal) skrifar Skoðun Femínísk utanríkisstefna: aukin samstaða og aðgerðir Guillaume Bazard skrifar Skoðun Hagsmunir flugrekstrar á Íslandi eru miklir Jóhannes Bjarni Guðmundsson skrifar Skoðun Þjónn, það er bakslag í beinasoðinu mínu Hlédís Maren Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar Skoðun Kvennabarátta á tímum bakslags Tatjana Latinovic skrifar Skoðun Líttupp - ertu að missa af einhverju? Skúli Bragi Geirdal skrifar Skoðun Betri hellir, stærri kylfur? Ingvar Þóroddsson skrifar Skoðun Er loftslagskvíðinn horfinn? Sonja Huld Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Okur fákeppni og ofurvextir halda uppi verðbólgu Þorsteinn Sæmundsson skrifar Skoðun Óverjandi framkoma við fyrirtæki Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Réttlæti hins sterka. Þegar vitleysan í dómsal slær allt út Jörgen Ingimar Hansson skrifar Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Ástarsvik ein tegund ofbeldis gegn eldra fólki Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Lítil bleik slaufa kemur miklu til leiðar Halla Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Fræ menntunar – frá Froebel til Jung Kristín Magdalena Ágústsdóttir skrifar Skoðun 1500 vanvirk ungmenni í Reykjavík Magnea Gná Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar Skoðun Að hafa trú á samfélaginu Hjálmar Bogi Hafliðason skrifar Sjá meira
Kynjahlutföll hafa aldrei verið jafnari í Hæstarétti Íslands en þau verða með skipun tveggja kvenna við réttinn í gær. Þrjár konur munu sitja í Hæstarétti en fjórir karlar. Með hverju árinu færumst við nær jafnrétti á ólíkum sviðum samfélagsins. Ekki kemur lengur á óvart þegar útlendingar tala um að Ísland sé eitt þeirra landa sem fremst standa í jafnréttisbaráttu. Þeir lýsa jafnréttisparadís og telja upp fyrsta þjóðkjörna kvenforsetann, fyrstu samkynhneigðu konuna í embætti forsætisráðherra og unga, afar frambærilega konu í embætti forsætisráðherra. Við erum stolt af þessu. Hlutur kvenna í atvinnulífinu hefur vaxið hröðum skrefum undanfarna áratugi. Aukin menntun og fjölgun kvenna á vinnustöðum hefur gerbreytt umhverfinu, bæði hjá hinu opinbera og í einkageiranum. Blessunarlega þykja það ekki lengur sérstök tíðindi hér á landi þegar kona gegnir leiðtogahlutverki. En þrátt fyrir framfarir erum við ekki enn komin alla leið. Enn eru völd og áhrif kvenna í íslensku viðskiptalífi minni en karla. Því þarf að breyta. Mikilvægar fyrirmyndir Fyrir réttum sjö árum var kona ráðin forstjóri bandaríska stórfyrirtækisins General Motors, verkfræðingurinn Mary Barra. Ráðningin þótti fréttnæm, enda fyrsta konan til að gegna stöðu æðsta yfirmanns hjá bílaframleiðandanum. Fyrstu misserin í nýju starfi vék hún sér undan spurningum blaðamanna um kyn, sem hún sagði engu skipta. Sú afstaða breyttist þegar á vegi hennar urðu feðgin, verkfræðingur og ung dóttir hans. Faðirinn sneri sér að forstjóranum, sem þegar naut mikillar velgengni í sínu starfi, og þakkaði henni fyrir að ganga á undan með góðu fordæmi. Hún væri að ryðja brautina fyrir dóttur hans og hennar jafnöldrur, sem nú vissu að konur gætu verið forstjórar. Meira að segja forstjórar bandarískra bílarisa sem ekki hefðu getið sér orð fyrir að gefa konum tækifæri. Ef fleiri kynsystur fylgdu í hennar fótspor yrðu það ekki sérstök tíðindi þótt kona kæmist til metorða. Þannig framtíð vildi hann búa dóttur sinni. Verk að vinna Í íslensku atvinnulífi hefur heilmargt áunnist. Enn er þó tækifæri til að gera betur. Rannsóknir sýna svo ekki verður um villst að fjölbreyttur hópur stjórnarmanna nær betri árangri en einsleitur. Því er mikið hagsmunamál fyrir atvinnulífið að starfsmenn, stjórnendur og stjórnarmenn, komi úr mörgum áttum og færi með sér fjölbreytta reynslu og þekkingu. Verði fyrirmyndir þeirra sem á eftir koma. SA munu hér eftir sem hingað til leggja þunga áherslu á aukið jafnrétti og fjölbreytni í atvinnulífinu. Því enn er verk að vinna. Stöndum undir nafni Í dag klukkan 9 verður streymt frá Hvatningarverðlaunum jafnréttismála á vefsíðu SA. Verðlaununum er ætlað að vekja athygli á fyrirtækjum sem skara framúr í jafnréttismálum. Önnur fyrirtæki eru hvött til þess að feta sömu braut. Að hvatningunni standa Samtök atvinnulífsins, atvinnuvega- og nýsköpunarráðuneytið, Festa – miðstöð um samfélagsábyrgð, Háskóli Íslands og UN Women á Íslandi. Þær Mary Barra og frú Vigdís Finnbogadóttir, forstjórinn og forsetinn, koma úr ólíkum áttum. Þær eiga það hins vegar sameiginlegt að hafa rutt brautina og sýnt komandi kynslóðum, þvert á landamæri og atvinnugreinar, að engin ástæða sé til að treysta ekki konum til æðstu metorða. Höldum áfram að gera betur. Styrkja stoðir atvinnulífsins á öllum vígstöðvum. Samfélaginu öllu til heilla. Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun
Skoðun Vísindin geta læknað krabbamein en ekki grænmetissafar og kaffistólpípur Dögg Guðmundsdóttir,Guðrún Nanna Egilsdóttir,Vilborg Kolbrún Vilmundardóttir skrifar
Skoðun Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Verkakonur samtímans – og nýtt skeið í kvennabaráttu! Guðrún Margrét Guðmundsdóttir,Aleksandra Leonardsdóttir skrifar
Skoðun Samhljómur á meðal ÍSÍ og Íslandsspila um endursköpun spilaumhverfisins Ingvar Örn Ingvarsson skrifar
Skoðun Viljum við læra af sögunni eða endurtaka hana? Arndís Anna Kristínardóttir Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginlegt sundkort fyrir höfuðborgarsvæðið – löngu tímabært Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar
Skoðun Frá Peking 1995 til 2025: Samstarf, framþróun og ný heimsskipan Karl Héðinn Kristjánsson skrifar
Skoðun Hvað eiga kaffihúsin á 18. öld á Englandi og gervigreind sameiginlegt? Stefán Atli Rúnarsson skrifar
Þöggun, hroki og afneitun voru móttökur Samfylkingarinnar til okkar Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir Skoðun