Jöfnum lífskjör Halldór Gunnarsson skrifar 26. apríl 2013 06:00 Velferð tryggir lífsgæði. Jafna verður kjör kynslóða en gæta um leið þeirra sem búa við verstu kjörin. Á fyrri hluta ævinnar eru útgjöld mikil vegna húsnæðis og barna. Síðan dregur úr kostnaði, en tekjur aukast. Þær eru minnstar fyrst en vaxa fram yfir miðjan aldur og standa svo í stað eða dragast lítillega saman á efri árum. Öflug, sanngjörn og einföld kerfi eru best. Styrkja ber á ný helstu stoðir velferðar, s.s. heilbrigðis- og menntakerfi. Húsnæðisöryggi er ómissandi og ber að tryggja ungu fólki það, viðráðanlega. Einnig hjálp til sjálfshjálpar þegar áfall, s.s. atvinnumissi, slys eða veikindi, ber að. Sérkennilegt er að heyra stjórnmálamenn hrósa sér af „norrænni velferð“ um leið og fólk lifir undir fátæktarmörkum. Hafa þeir misst sjónar á íslenskum viðhorfum til samhjálpar?Lífeyrisþegum mismunað Ekki skal mismuna lífeyrisþegum um leið og hvatt er til að þeir verði áfram á vinnumarkaði. Sama regla gildi fyrir alla. Ríkið fær skatta af tekjum þeirra eins og annarra og þetta fólk greiðir í lífeyrissjóði. Flokkur heimilanna vill hætta að telja greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum til grunnlífeyris og færa útreikninginn til þess horfs sem var 1. júlí 2009. Eldri borgarar hafa dregist aftur úr launafólki. Samkvæmt könnun Hagstofunnar frá desember 2012 þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mánuði. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er samt aðeins 180 þús. kr. á mánuði. Það vantar 115 þús. kr.. Þetta ætlar Flokkur heimilanna að leiðrétta svo framfæri hvers einstaklings sé tryggt. Tenging örorkubóta við tekjur maka er mannréttindabrot. Skilgreina á aftur þá velferð sem þjóðin vill tryggja, hún vill ekki það ástand sem ríkir. Við sem höfum starfsþrek getum ekki horft þegjandi á niðurbrot mannvirðingar öryrkja og aldraðra.Umboðsmaður lífeyrisþega Eldri borgarar hafa byggt samfélagið upp. Þrátt fyrir hrun og kreppu erum við vel stödd í hópi þjóða. Flokkur heimilanna minnir á að eldri borgarar bera hitann og þungann af skattbyrðinni á meðan ungu fjölskyldurnar berjast í bökkum. Öryrkjar hafa sætt ranglæti. Flokkur heimilanna vill stofna embætti Umboðsmanns lífeyrisþega sem gætir hags aldraðra og öryrkja, þ.m.t. hvað varðar umönnun, en mikill skortur er á því sviði og biðlistar lengjast. Hringlað er með lífeyri og skattkjör, sem veldur þeim mestum vanda sem standa verst að vígi.Innantóm orð Stjórnmálaflokkar hafa lofað að gæta hags þeirra er minna mega sín. Hvar eru efndirnar? Skattlagning og tekjutengingar lífeyris eru komnar í óskiljanlega flækju, sem varla verður leyst úr nema stokka núverandi kerfi upp. Frumvarp um lífeyristryggingar og félagslegan stuðning dagaði uppi eins og annað. Nú gefst tækifæri til breytinga. Fjórflokkurinn ber kápuna á báðum öxlum og svarar engu. Eina vopnið sem aldraðir og öryrkjar hafa er kjörseðillinn. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Velferð tryggir lífsgæði. Jafna verður kjör kynslóða en gæta um leið þeirra sem búa við verstu kjörin. Á fyrri hluta ævinnar eru útgjöld mikil vegna húsnæðis og barna. Síðan dregur úr kostnaði, en tekjur aukast. Þær eru minnstar fyrst en vaxa fram yfir miðjan aldur og standa svo í stað eða dragast lítillega saman á efri árum. Öflug, sanngjörn og einföld kerfi eru best. Styrkja ber á ný helstu stoðir velferðar, s.s. heilbrigðis- og menntakerfi. Húsnæðisöryggi er ómissandi og ber að tryggja ungu fólki það, viðráðanlega. Einnig hjálp til sjálfshjálpar þegar áfall, s.s. atvinnumissi, slys eða veikindi, ber að. Sérkennilegt er að heyra stjórnmálamenn hrósa sér af „norrænni velferð“ um leið og fólk lifir undir fátæktarmörkum. Hafa þeir misst sjónar á íslenskum viðhorfum til samhjálpar?Lífeyrisþegum mismunað Ekki skal mismuna lífeyrisþegum um leið og hvatt er til að þeir verði áfram á vinnumarkaði. Sama regla gildi fyrir alla. Ríkið fær skatta af tekjum þeirra eins og annarra og þetta fólk greiðir í lífeyrissjóði. Flokkur heimilanna vill hætta að telja greiðslur úr lífeyrissjóði með tekjum til grunnlífeyris og færa útreikninginn til þess horfs sem var 1. júlí 2009. Eldri borgarar hafa dregist aftur úr launafólki. Samkvæmt könnun Hagstofunnar frá desember 2012 þarf einhleypingur 295 þús. kr. á mánuði. Lífeyrir einhleypra eldri borgara er samt aðeins 180 þús. kr. á mánuði. Það vantar 115 þús. kr.. Þetta ætlar Flokkur heimilanna að leiðrétta svo framfæri hvers einstaklings sé tryggt. Tenging örorkubóta við tekjur maka er mannréttindabrot. Skilgreina á aftur þá velferð sem þjóðin vill tryggja, hún vill ekki það ástand sem ríkir. Við sem höfum starfsþrek getum ekki horft þegjandi á niðurbrot mannvirðingar öryrkja og aldraðra.Umboðsmaður lífeyrisþega Eldri borgarar hafa byggt samfélagið upp. Þrátt fyrir hrun og kreppu erum við vel stödd í hópi þjóða. Flokkur heimilanna minnir á að eldri borgarar bera hitann og þungann af skattbyrðinni á meðan ungu fjölskyldurnar berjast í bökkum. Öryrkjar hafa sætt ranglæti. Flokkur heimilanna vill stofna embætti Umboðsmanns lífeyrisþega sem gætir hags aldraðra og öryrkja, þ.m.t. hvað varðar umönnun, en mikill skortur er á því sviði og biðlistar lengjast. Hringlað er með lífeyri og skattkjör, sem veldur þeim mestum vanda sem standa verst að vígi.Innantóm orð Stjórnmálaflokkar hafa lofað að gæta hags þeirra er minna mega sín. Hvar eru efndirnar? Skattlagning og tekjutengingar lífeyris eru komnar í óskiljanlega flækju, sem varla verður leyst úr nema stokka núverandi kerfi upp. Frumvarp um lífeyristryggingar og félagslegan stuðning dagaði uppi eins og annað. Nú gefst tækifæri til breytinga. Fjórflokkurinn ber kápuna á báðum öxlum og svarar engu. Eina vopnið sem aldraðir og öryrkjar hafa er kjörseðillinn.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar