Gagnrýni lögmanna á málsmeðferð saksóknara Þórður Bogason skrifar 25. apríl 2013 06:00 Í Fréttablaðinu, 23. apríl sl., kýs innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, að vega að lögmönnum vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála sem tengjast hruninu. Minnir hann á að Eva Joly, sérstakur ráðgjafi stjórnvalda, hafi varað við tilraunum til að gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta. Eva Joly var óspör á yfirlýsingar, líkt og aðrir stjórnmálamenn, sem rímuðu ekki allar við íslenskt réttarfar. Rétt er að rifja upp að samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu er meginkjarni réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi þessi: Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum og skal án tafar fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Unnt er að leita eftir áliti Mannréttindadómstóls Evrópu á málsmeðferð íslenskra dómstóla. Dómstóllinn úrskurðaði á síðasta ári tveimur blaðamönnum bætur úr hendi íslenska ríkisins vegna dóma Hæstaréttar Íslands í tveimur meiðyrðamálum. Lögmenn stóðu þannig vörð um réttarríkið, sem hluti dómskerfisins, en ekki ríkisvaldið. Innanríkisráðherra er því á hálum ís þegar hann gerir lítið úr störfum verjenda í sakamálum, sama af hvaða toga þau eru. Undirritaður er verjandi annars sakborninga í svokölluðu Vafningsmáli en héraðsdómur gekk í því máli hinn 28. desember 2012 og fól í sér sakfellingu. Málinu hefur verið áfrýjað. Rétt er að staldra við og nefna dæmi um þau atriði sem undirritaður hefur gagnrýnt varðandi málsmeðferð sérstaks saksóknara í Vafningsmálinu. Undir rekstri málsins komu upp alvarlegir gallar á rannsókn þess. Tveir aðalrannsakendur málsins, sem báru fyrir rétti að þeir hefðu unnið náið með saksóknara málsins á rannsóknarstigi, unnu samhliða fyrir þrotabú Milestone ehf. að greinargerð sem byggði á sekt þeirra einstaklinga sem þeim hafði verið falið að rannsaka sem opinberir starfsmenn. Rannsakendurnir þáðu umtalsverðar greiðslur fyrir þau störf. Sérstakur saksóknari kærði umrædda starfsmenn sína til ríkissaksóknara en taldi um leið ekkert athugavert við rannsóknina sem þeir unnu og byggði þar á rannsókn sem embættið framkvæmdi sjálft. Rannsókn á meintu broti tvímenninganna hefur verið felld niður af ríkissaksóknara en mörgum spurningum er ósvarað um það mál. Enginn getur þjónað tveimur herrum samtímis og erfitt er fyrir sakborninga að taka orð sérstaks saksóknara trúanleg þess efnis að fyllstu hlutlægni hafi verið gætt. Embætti sérstaks saksóknara notar sérstakt tölvukerfi til að meta hvort tölvupóstar og önnur slík gögn hafi þýðingu við rannsókn máls. Við skoðun verjenda á gögnum í vörslu sérstaks saksóknara, skömmu fyrir aðalmeðferð Vafningsmálsins, kom í ljós að embættinu höfðu yfirsést mikilvæg skjöl og gögn sem vörpuðu nýrri mynd á þá atburði sem leiddu til ákæru. Sú mynd var ekki í samræmi við málsatvikalýsingu ákæru. Í stað þess að staldra við, láta taka lögregluskýrslur og upplýsa málið fyrir aðalmeðferð, tók sérstakur saksóknari ákvörðun um að kalla tíu ný vitni fyrir dóm án þess að vita, fremur en verjendur, hvað þau kæmu til með að segja fyrir dómi. Með öðrum orðum var rannsókninni ekki lokið þegar aðalmeðferðin hófst. Líta verður á þetta sem augljóst brot á þeirri skyldu ákæruvaldsins að gefa ekki út ákæru fyrr en að lokinni rannsókn. Sú rannsókn skal snúa bæði að atriðum sem kunna að leiða til sektar eða sýknu. Ákæru skal ekki gefa út nema meiri líkur en minni séu á sekt. Í þessu máli liggur því fyrir Hæstarétti að taka afstöðu til þess hvort sakborningum hafi verið gert að sanna sakleysi sitt vegna þessarar málsmeðferðar. Reglan er jú sú að ákæruvaldinu beri að sanna sekt. Engan afslátt má veita á þeirri grunnreglu sama hvaða skoðun Eva Joly kann að hafa haft á því. Innanríkisráðherra segir í grein sinni að farið sé að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara. Eins og framangreind dæmi sýna hefur embættið sjálft grafið undan trúverðugleika sínum. Lögmaður sem setur fram gagnrýni á þessa þætti er einfaldlega að sinna starfi sínu og getur ekki vikið sér undan því að setja hana fram. Það er mjög skaðlegt fyrir íslenskt samfélag til framtíðar ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu í fyllingu tímans að þeir einstaklingar sem íslenska ríkið kaus að sækja til refsiábyrgðar vegna efnahagshrunsins hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðun Mest lesið Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Kúnstin að vera ósammála sjálfum sér Heiða Ingimarsdóttir skrifar Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar Skoðun Geislameðferð sem lífsbjörg Ingibjörg Isaksen skrifar Skoðun Þetta eru ekki eðlileg vinnubrögð Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar Skoðun Hversu mikið er nóg? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Til þeirra sem fagna Sigurður Gísli Bond Snorrason skrifar Skoðun Að semja er ekki veikleiki – það er forsenda lýðræðis Elliði Vignisson skrifar Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Sumar og sól – en ekki alltaf sátt í sálinni Ellen Calmon skrifar Skoðun Að flokka hver vinnur og hver tapar Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Skoðun Hagur hluthafanna alltaf og undantekningarlaust í forgangi Jón Kaldal skrifar Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir skrifar Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Vonir um vopnahlé eins og hálmstrá Sveinn Rúnar Hauksson skrifar Skoðun Samfélagið innan samfélagsins Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Til hamingju Íslendingar með nýja Óperu Andri Björn Róbertsson skrifar Skoðun Hvers vegna hatar SFS smábáta? Svarið tengist veiðigjöldum Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun „Oft er flagð undir fögru skinni“ Guðmunda G. Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Orðhengilsháttur og lygar Elín Erna Steinarsdóttir skrifar Skoðun Fjögurra daga vinnuvika – nýr veruleiki? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Ráðherra gengur fram án laga Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hagkvæmur kostur utan friðlands Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Gagnsæi og inntak Halldóra Lillý Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Sumargjöf Þórunn Sigurðardóttir skrifar Skoðun Hannað fyrir miklu stærri markaði Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Grafarvogur framtíðar verður til Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Málþófið um veiðigjöldin vekur miskunnsama Samverja Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Menntastefna 2030 Guðmundur Ingi Kristinsson skrifar Skoðun Ágætu fyrrum samstarfsaðilar á Þjóðminjasafni Íslands Uggi Jónsson skrifar Sjá meira
Í Fréttablaðinu, 23. apríl sl., kýs innanríkisráðherra, Ögmundur Jónasson, að vega að lögmönnum vegna verjendastarfa við rannsókn sakamála sem tengjast hruninu. Minnir hann á að Eva Joly, sérstakur ráðgjafi stjórnvalda, hafi varað við tilraunum til að gera rannsakendur tortryggilega, aðferðir þeirra og framgangsmáta. Eva Joly var óspör á yfirlýsingar, líkt og aðrir stjórnmálamenn, sem rímuðu ekki allar við íslenskt réttarfar. Rétt er að rifja upp að samkvæmt mannréttindasáttmála Evrópu er meginkjarni réttlátrar málsmeðferðar fyrir dómi þessi: Þegar kveða skal á um réttindi og skyldur manns að einkamálarétti eða um sök, sem hann er borinn um refsivert brot, skal hann eiga rétt til réttlátrar og opinberrar málsmeðferðar innan hæfilegs tíma fyrir sjálfstæðum og óvilhöllum dómstóli. Hver sá sem borinn er sökum um refsiverða háttsemi skal talinn saklaus uns sekt hans er sönnuð að lögum og skal án tafar fá vitneskju í smáatriðum um eðli og orsök þeirrar ákæru sem hann sætir. Hann fái nægan tíma og aðstöðu til að undirbúa vörn sína. Hann fái að halda uppi vörnum sjálfur eða með aðstoð verjanda að eigin vali. Unnt er að leita eftir áliti Mannréttindadómstóls Evrópu á málsmeðferð íslenskra dómstóla. Dómstóllinn úrskurðaði á síðasta ári tveimur blaðamönnum bætur úr hendi íslenska ríkisins vegna dóma Hæstaréttar Íslands í tveimur meiðyrðamálum. Lögmenn stóðu þannig vörð um réttarríkið, sem hluti dómskerfisins, en ekki ríkisvaldið. Innanríkisráðherra er því á hálum ís þegar hann gerir lítið úr störfum verjenda í sakamálum, sama af hvaða toga þau eru. Undirritaður er verjandi annars sakborninga í svokölluðu Vafningsmáli en héraðsdómur gekk í því máli hinn 28. desember 2012 og fól í sér sakfellingu. Málinu hefur verið áfrýjað. Rétt er að staldra við og nefna dæmi um þau atriði sem undirritaður hefur gagnrýnt varðandi málsmeðferð sérstaks saksóknara í Vafningsmálinu. Undir rekstri málsins komu upp alvarlegir gallar á rannsókn þess. Tveir aðalrannsakendur málsins, sem báru fyrir rétti að þeir hefðu unnið náið með saksóknara málsins á rannsóknarstigi, unnu samhliða fyrir þrotabú Milestone ehf. að greinargerð sem byggði á sekt þeirra einstaklinga sem þeim hafði verið falið að rannsaka sem opinberir starfsmenn. Rannsakendurnir þáðu umtalsverðar greiðslur fyrir þau störf. Sérstakur saksóknari kærði umrædda starfsmenn sína til ríkissaksóknara en taldi um leið ekkert athugavert við rannsóknina sem þeir unnu og byggði þar á rannsókn sem embættið framkvæmdi sjálft. Rannsókn á meintu broti tvímenninganna hefur verið felld niður af ríkissaksóknara en mörgum spurningum er ósvarað um það mál. Enginn getur þjónað tveimur herrum samtímis og erfitt er fyrir sakborninga að taka orð sérstaks saksóknara trúanleg þess efnis að fyllstu hlutlægni hafi verið gætt. Embætti sérstaks saksóknara notar sérstakt tölvukerfi til að meta hvort tölvupóstar og önnur slík gögn hafi þýðingu við rannsókn máls. Við skoðun verjenda á gögnum í vörslu sérstaks saksóknara, skömmu fyrir aðalmeðferð Vafningsmálsins, kom í ljós að embættinu höfðu yfirsést mikilvæg skjöl og gögn sem vörpuðu nýrri mynd á þá atburði sem leiddu til ákæru. Sú mynd var ekki í samræmi við málsatvikalýsingu ákæru. Í stað þess að staldra við, láta taka lögregluskýrslur og upplýsa málið fyrir aðalmeðferð, tók sérstakur saksóknari ákvörðun um að kalla tíu ný vitni fyrir dóm án þess að vita, fremur en verjendur, hvað þau kæmu til með að segja fyrir dómi. Með öðrum orðum var rannsókninni ekki lokið þegar aðalmeðferðin hófst. Líta verður á þetta sem augljóst brot á þeirri skyldu ákæruvaldsins að gefa ekki út ákæru fyrr en að lokinni rannsókn. Sú rannsókn skal snúa bæði að atriðum sem kunna að leiða til sektar eða sýknu. Ákæru skal ekki gefa út nema meiri líkur en minni séu á sekt. Í þessu máli liggur því fyrir Hæstarétti að taka afstöðu til þess hvort sakborningum hafi verið gert að sanna sakleysi sitt vegna þessarar málsmeðferðar. Reglan er jú sú að ákæruvaldinu beri að sanna sekt. Engan afslátt má veita á þeirri grunnreglu sama hvaða skoðun Eva Joly kann að hafa haft á því. Innanríkisráðherra segir í grein sinni að farið sé að gæta tilhneigingar til að grafa undan trúverðugleika embættis sérstaks saksóknara. Eins og framangreind dæmi sýna hefur embættið sjálft grafið undan trúverðugleika sínum. Lögmaður sem setur fram gagnrýni á þessa þætti er einfaldlega að sinna starfi sínu og getur ekki vikið sér undan því að setja hana fram. Það er mjög skaðlegt fyrir íslenskt samfélag til framtíðar ef Mannréttindadómstóll Evrópu kemst að þeirri niðurstöðu í fyllingu tímans að þeir einstaklingar sem íslenska ríkið kaus að sækja til refsiábyrgðar vegna efnahagshrunsins hafi ekki hlotið réttláta málsmeðferð fyrir dómi.
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun
Skoðun Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson skrifar
Skoðun Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir skrifar
Skoðun Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir skrifar
Stöðvum helvíti á jörðu Birna Þórarinsdóttir,Bjarni Gíslason,Gísli Rafn Ólafsson,Sigríður Schram,Stella Samúelsdóttir,Tótla I. Sæmundsdóttir Skoðun
Óboðlegt ástand á Landspítala – okkar sjónarhorn Hildur Jónsdóttir,Einar Freyr Ingason,Þórir Bergsson Skoðun
Tekist á um hvort lýðræðið á Íslandi sé virkt eða hvort hefðaréttur sé á völdum Þórður Snær Júlíusson Skoðun
Nýr rektor og 2025 – tímamót í háskólamálum Ástráður Eysteinsson,Magnús Karl Magnússon,Margrét Helga Ögmundsdóttir,Tinna Laufey Ásgeirsdóttir Skoðun