Nú er komið að því að nota heilann og kjósa rétt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Kæri kjósandi, nær og fjær. Ég skrifa þessa grein með einfaldan tilgang í huga, ég vil biðla til þín að mæta á kjörstað 27. apríl, nýta lýðræðislegan rétt þinn og kjósa. Ég ætla reyndar að biðja þig um að gera aðeins meira en bara að kjósa. Hér á landi er kosningakerfið svo skakkt að flokkar þurfa að fá 5% atkvæða svo þeir fái eitt atkvæði talið gilt. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtist 24. apríl eða í kosningavikunni munu 10% atkvæða falla úr gildi sökum þessa. Það þýðir að 10% þjóðarinnar mun ekki eiga fulltrúa inni á Alþingi Íslendinga. Þetta hefur einnig þau áhrif að þeir flokkar sem hljóta kjör inn á þing þurfa hlutfallslega minna fylgi kjósenda á bak við sig til að mynda ríkisstjórn. Sem dæmi má taka að ef kosningar færu líkt og könnun Fréttablaðsins gefur til kynna myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta myndað ríkisstjórn með 57% þingsæta þrátt fyrir að hafa aðeins stuðning 49,7% þjóðarinnar. Það liggur í augum uppi að það er galli í kerfinu og við verðum að viðurkenna það. Í Frakklandi er kosið í tveimur umferðum. Í fyrri umferðinni er mögulegt að styðja frambjóðendur sem eiga litla möguleika á að hljóta kosningu án þess að það hafi áhrif á niðurstöður kosninganna. Þær ákvarðast því oftar en ekki af seinni umferðinni, þar sem valið stendur á milli þeirra sem náðu kjöri. Frakkar eiga máltæki um hvernig þeir nýta sér þetta fyrirkomulag en „í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri seinni með heilanum“. Nú er komið að því að kjósa með heilanum. Það er falleg hugsun að kjósa með hjartanu og má segja að við höfum verið að gera það í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Niðurstöður liggja fyrir og núna er kominn tími til að velja á milli þeirra flokka sem munu ná inn á þing. Vilt þú eiga fulltrúa inni á Alþingi eða vilt þú kasta atkvæði þínu á glæ og styðja á sama tíma ríkisstjórn B&D? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Halldór 8.11.25 Halldór Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Fyrir hverja eru ákvarðanir teknar? Helga Þórisdóttir skrifar Skoðun Þá var „útlendingur“ ekki sá sem kom frá framandi heimsálfum martha árnadóttir skrifar Skoðun Kann barnið þitt að hjóla? Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Er ég Íslendingur? En þú? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samkeppni um hagsæld Ríkarður Ríkarðsson skrifar Skoðun Inngilding – eða aðskilnaður? Jasmina Vajzović Crnac skrifar Skoðun Húsnæðispakki fyrir unga fólkið og framtíðina Anna María Jónsdóttir skrifar Skoðun Þegar úrvinnsla eineltismála klúðrast Kolbrún Áslaugar Baldursdóttir skrifar Skoðun Virðum réttindi intersex fólks Daníel E. Arnarsson skrifar Skoðun Ha ég? Já þú! Ekki satt! Hver þá? Arna Sif Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Samfélagslegur spegill lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Rétt klukka síðan 1968: Höldum í síðdegisbirtuna Erlendur S. Þorsteinsson skrifar Skoðun Traust, von og tækifæri á Norðausturlandi Jóhann Páll Jóhannsson skrifar Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar Skoðun Skilin eftir á SAk Gunnhildur H Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Hagræn áhrif íþrótta og mikilvægi þeirra á Íslandi Helgi Sigurður Haraldsson skrifar Skoðun Vegið að heilbrigðri samkeppni Herdís Dröfn Fjeldsted skrifar Skoðun Frjósemisvitund ungs fólks Sigríður Auðunsdóttir skrifar Skoðun Ökuréttindi á beinskiptan og sjálfskiptan bíl Þuríður B. Ægisdóttir skrifar Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar Skoðun Ísland á krossgötum: Gervigreindarver í stað álvera! Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Endurreisn Grindavíkur Kristín María Birgisdóttir skrifar Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun 57 eignir óska eftir eigendum Sæunn Gísladóttir skrifar Skoðun Vindhanagal Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Vilja komast í orku Íslands Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Tölum um 7.645 íbúðirnar sem einstaklingar hafa safnað upp Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Ríkislögreglustjóri verður að víkja Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Röng klukka siðan 1968: Kominn tími á breytingar Erla Björnsdóttir skrifar Skoðun Ísland 2040: Veljum við Star Trek - eða Star Wars leiðina? Sigvaldi Einarsson skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi, nær og fjær. Ég skrifa þessa grein með einfaldan tilgang í huga, ég vil biðla til þín að mæta á kjörstað 27. apríl, nýta lýðræðislegan rétt þinn og kjósa. Ég ætla reyndar að biðja þig um að gera aðeins meira en bara að kjósa. Hér á landi er kosningakerfið svo skakkt að flokkar þurfa að fá 5% atkvæða svo þeir fái eitt atkvæði talið gilt. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtist 24. apríl eða í kosningavikunni munu 10% atkvæða falla úr gildi sökum þessa. Það þýðir að 10% þjóðarinnar mun ekki eiga fulltrúa inni á Alþingi Íslendinga. Þetta hefur einnig þau áhrif að þeir flokkar sem hljóta kjör inn á þing þurfa hlutfallslega minna fylgi kjósenda á bak við sig til að mynda ríkisstjórn. Sem dæmi má taka að ef kosningar færu líkt og könnun Fréttablaðsins gefur til kynna myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta myndað ríkisstjórn með 57% þingsæta þrátt fyrir að hafa aðeins stuðning 49,7% þjóðarinnar. Það liggur í augum uppi að það er galli í kerfinu og við verðum að viðurkenna það. Í Frakklandi er kosið í tveimur umferðum. Í fyrri umferðinni er mögulegt að styðja frambjóðendur sem eiga litla möguleika á að hljóta kosningu án þess að það hafi áhrif á niðurstöður kosninganna. Þær ákvarðast því oftar en ekki af seinni umferðinni, þar sem valið stendur á milli þeirra sem náðu kjöri. Frakkar eiga máltæki um hvernig þeir nýta sér þetta fyrirkomulag en „í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri seinni með heilanum“. Nú er komið að því að kjósa með heilanum. Það er falleg hugsun að kjósa með hjartanu og má segja að við höfum verið að gera það í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Niðurstöður liggja fyrir og núna er kominn tími til að velja á milli þeirra flokka sem munu ná inn á þing. Vilt þú eiga fulltrúa inni á Alþingi eða vilt þú kasta atkvæði þínu á glæ og styðja á sama tíma ríkisstjórn B&D?
Skoðun Tími til að endurskoða persónuverndarlög sem kæfa nýsköpun Hulda Birna Kjærnested Baldursdóttir ,Nanna Elísa Jakobsdóttir skrifar
Skoðun Á eineltisdaginn minnum við á eineltisdaginn Helga Björk Magnúsdóttir Grétudóttir,Ögmundur Jónasson skrifar
Skoðun Plan sem er sett í framkvæmd í stað áralangrar kyrrstöðu Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar