Nú er komið að því að nota heilann og kjósa rétt Guðmundur Ari Sigurjónsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Kæri kjósandi, nær og fjær. Ég skrifa þessa grein með einfaldan tilgang í huga, ég vil biðla til þín að mæta á kjörstað 27. apríl, nýta lýðræðislegan rétt þinn og kjósa. Ég ætla reyndar að biðja þig um að gera aðeins meira en bara að kjósa. Hér á landi er kosningakerfið svo skakkt að flokkar þurfa að fá 5% atkvæða svo þeir fái eitt atkvæði talið gilt. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtist 24. apríl eða í kosningavikunni munu 10% atkvæða falla úr gildi sökum þessa. Það þýðir að 10% þjóðarinnar mun ekki eiga fulltrúa inni á Alþingi Íslendinga. Þetta hefur einnig þau áhrif að þeir flokkar sem hljóta kjör inn á þing þurfa hlutfallslega minna fylgi kjósenda á bak við sig til að mynda ríkisstjórn. Sem dæmi má taka að ef kosningar færu líkt og könnun Fréttablaðsins gefur til kynna myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta myndað ríkisstjórn með 57% þingsæta þrátt fyrir að hafa aðeins stuðning 49,7% þjóðarinnar. Það liggur í augum uppi að það er galli í kerfinu og við verðum að viðurkenna það. Í Frakklandi er kosið í tveimur umferðum. Í fyrri umferðinni er mögulegt að styðja frambjóðendur sem eiga litla möguleika á að hljóta kosningu án þess að það hafi áhrif á niðurstöður kosninganna. Þær ákvarðast því oftar en ekki af seinni umferðinni, þar sem valið stendur á milli þeirra sem náðu kjöri. Frakkar eiga máltæki um hvernig þeir nýta sér þetta fyrirkomulag en „í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri seinni með heilanum“. Nú er komið að því að kjósa með heilanum. Það er falleg hugsun að kjósa með hjartanu og má segja að við höfum verið að gera það í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Niðurstöður liggja fyrir og núna er kominn tími til að velja á milli þeirra flokka sem munu ná inn á þing. Vilt þú eiga fulltrúa inni á Alþingi eða vilt þú kasta atkvæði þínu á glæ og styðja á sama tíma ríkisstjórn B&D? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Guðmundur Ari Sigurjónsson Mest lesið Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Skoðun Með góðri menntun eru börn líklegri til að ná árangri Sigurður Sigurjónsson skrifar Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. skrifar Skoðun Komum í veg fyrir að áföll erfist á milli kynslóða Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar Skoðun Listin að vera ósammála Huld Hafliðadóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun „Refsipólitísk áhrif“ Alma Mjöll Ólafsdóttir skrifar Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar Skoðun Ný og góð veröld í Reykjavíkurborg? Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Krónupíning foreldra er engin lausn Þórdís Lóa Þórhallsdóttir skrifar Skoðun Köld kveðja á kvennaári Stefanía Sigurðardóttir skrifar Sjá meira
Kæri kjósandi, nær og fjær. Ég skrifa þessa grein með einfaldan tilgang í huga, ég vil biðla til þín að mæta á kjörstað 27. apríl, nýta lýðræðislegan rétt þinn og kjósa. Ég ætla reyndar að biðja þig um að gera aðeins meira en bara að kjósa. Hér á landi er kosningakerfið svo skakkt að flokkar þurfa að fá 5% atkvæða svo þeir fái eitt atkvæði talið gilt. Samkvæmt skoðanakönnun Fréttablaðsins og Stöðvar 2 sem birtist 24. apríl eða í kosningavikunni munu 10% atkvæða falla úr gildi sökum þessa. Það þýðir að 10% þjóðarinnar mun ekki eiga fulltrúa inni á Alþingi Íslendinga. Þetta hefur einnig þau áhrif að þeir flokkar sem hljóta kjör inn á þing þurfa hlutfallslega minna fylgi kjósenda á bak við sig til að mynda ríkisstjórn. Sem dæmi má taka að ef kosningar færu líkt og könnun Fréttablaðsins gefur til kynna myndu Sjálfstæðisflokkurinn og Framsóknarflokkurinn geta myndað ríkisstjórn með 57% þingsæta þrátt fyrir að hafa aðeins stuðning 49,7% þjóðarinnar. Það liggur í augum uppi að það er galli í kerfinu og við verðum að viðurkenna það. Í Frakklandi er kosið í tveimur umferðum. Í fyrri umferðinni er mögulegt að styðja frambjóðendur sem eiga litla möguleika á að hljóta kosningu án þess að það hafi áhrif á niðurstöður kosninganna. Þær ákvarðast því oftar en ekki af seinni umferðinni, þar sem valið stendur á milli þeirra sem náðu kjöri. Frakkar eiga máltæki um hvernig þeir nýta sér þetta fyrirkomulag en „í fyrstu umferð á að kjósa með hjartanu en í þeirri seinni með heilanum“. Nú er komið að því að kjósa með heilanum. Það er falleg hugsun að kjósa með hjartanu og má segja að við höfum verið að gera það í skoðanakönnunum undanfarnar vikur. Niðurstöður liggja fyrir og núna er kominn tími til að velja á milli þeirra flokka sem munu ná inn á þing. Vilt þú eiga fulltrúa inni á Alþingi eða vilt þú kasta atkvæði þínu á glæ og styðja á sama tíma ríkisstjórn B&D?
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Skoðun Stöndum vörð um varasjóð VR – framtíðarlausn fyrir félagsfólk Bjarni Þór Sigurðsson skrifar
Skoðun Endurkaup í Grindavík: Fólk á rétt á raunverulegri mynd af húsnæði sínu Hilmar Freyr Gunnarsson skrifar