Finnsku skattarnir og Esko Aho, fv. forsætisráðherra Borgþór S. Kjærnested skrifar 25. apríl 2013 06:00 Nokkrir frambjóðendur hafa vitnað til fyrirlestrar fv. forsætisráðherra Finna sem hann á að hafa flutt fyrir nokkru hér á landi. Þar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið að: „Með því að lækka skatttöku hins opinbera tókst Finnum að bjarga sínu norræna velferðarkerfi.“ Sjálfur heimsótti ég Finnland á vegum Norræna flutningamannasambandsins oft í mánuði á árunum eftir 1991. Auk þess hef ég leitað til góðs vinar, Ralfs Fríberg og borið þetta undir hann. Ralf er fyrrum blaðafulltrúi finnska utanríkisráðuneytisins og sendiherra og svar hans var. „Við könnumst ekkert við þessa kenningu fv. forsætisráðherra finnskra framsóknarmanna, Eskos Aho“. Það sem við könnumst báðir við er eftirfarandi: Allir Finnar greiða skatt (engin skattleysismörk). Allir megin flokkar landsins styðja kenninguna um að „skattar líma saman velferðarsamfélagið og því eigi allir að taka þátt í að greiða þá í hlutfalli við tekjur sínar.“ Af fyrstu 16.000€ árstekjum (um 2,5 millj. Ísl.kr.) er skatturinn 1% 2013. Af næstu 16.000 – um 33.000€ árstekjum (um 2,5 – 5,2 millj. Ísl. kr.) er staðgreiðsluskatturinn 27% í ár. Síðan hækkar hann allt upp í 58% af hæstu tekjum. Finnar björguðu sér í gegnum kreppuna með því að endurskipuleggja og bjarga fjármálastofnunum, taka óheyrilegar upphæðir að láni og héldu lánalínum opnum með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB. Sömuleiðis ákvað finnska ríkisstjórnin að standa við allar erlendar fjármálaskuldbindingar. Húsnæðislán einstaklinga samfara hruni á húsnæðismarkaði – eftir bóluhækkanir fasteigna á árunum á undan – var ekki vandi ríkisstjórnarinnar, að mati hægri og miðju flokkanna, sem þá sátu í ríkisstjórn.Menn borga sjálfir Ríkisstjórnin hafði ekki efnt til skuldanna og benti fólki á að tala við sína lánardrottna. Grundvallarviðhorf í finnsku samfélagi er: „Menn borga sjálfir sínar skuldir og standa við eigin skuldbindingar“. Um 80% alls húsnæðis í Finnland er í einkaeigu. Aðrir leigja. Samfara kreppunni þar hrundu Sovétríkin. Finnar áttu útistandandi 5 milljarða marka skuldir hjá sovéska ríkisbankanum. Til allrar hamingju viðurkenndi Boris Jeltsín skuldina og að ríkisbanki Rússlands myndi greiða þær – einhvern tíma seinna. Enda var um smámuni að ræða miðað við allar aðrar erlendar skuldir sem efnt var til í hruninu. Rússar eru byrjaðir að borga. Þeir greiddu m.a. í hátæknibúnaði, BUK – 1 eldflaugum sem settar voru upp til varnar Helsinki við erlendri árás. Finnskir vísindamenn uppgötvuðu að flugskeytin voru gölluð. Þau voru hönnuð þannig að þau hefðu ekki brugðist við rússneskri loftárás á Helsinki! Í dag er bankakerfið öflugt og engin hætta á kreppu, enda gerðar strangar kröfur til lántakenda, samfara því að húsnæðiseklan er skelfileg á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn hægri flokksins, jafnaðarmanna, vinstrimanna (gömlu kommanna) og umhverfisflokksins hafa lækkað skatt á arð fyrirtækja, úr 24,5% í 20%. En það er vegna samkeppnisstöðunnar á erlendum mörkuðum, en þessi skattur er 22% í Svíþjóð og 21% í Eistlandi, mestu samkeppnislöndum Finnlands. En hvorki Esko Aho eða framsóknarflokkurinn hans eru lengur í ríkisstjórn – heldur eru þeir í stjórnarandstöðu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Nokkrir frambjóðendur hafa vitnað til fyrirlestrar fv. forsætisráðherra Finna sem hann á að hafa flutt fyrir nokkru hér á landi. Þar mun hann hafa sagt eitthvað á þá leið að: „Með því að lækka skatttöku hins opinbera tókst Finnum að bjarga sínu norræna velferðarkerfi.“ Sjálfur heimsótti ég Finnland á vegum Norræna flutningamannasambandsins oft í mánuði á árunum eftir 1991. Auk þess hef ég leitað til góðs vinar, Ralfs Fríberg og borið þetta undir hann. Ralf er fyrrum blaðafulltrúi finnska utanríkisráðuneytisins og sendiherra og svar hans var. „Við könnumst ekkert við þessa kenningu fv. forsætisráðherra finnskra framsóknarmanna, Eskos Aho“. Það sem við könnumst báðir við er eftirfarandi: Allir Finnar greiða skatt (engin skattleysismörk). Allir megin flokkar landsins styðja kenninguna um að „skattar líma saman velferðarsamfélagið og því eigi allir að taka þátt í að greiða þá í hlutfalli við tekjur sínar.“ Af fyrstu 16.000€ árstekjum (um 2,5 millj. Ísl.kr.) er skatturinn 1% 2013. Af næstu 16.000 – um 33.000€ árstekjum (um 2,5 – 5,2 millj. Ísl. kr.) er staðgreiðsluskatturinn 27% í ár. Síðan hækkar hann allt upp í 58% af hæstu tekjum. Finnar björguðu sér í gegnum kreppuna með því að endurskipuleggja og bjarga fjármálastofnunum, taka óheyrilegar upphæðir að láni og héldu lánalínum opnum með því að ákveða í þjóðaratkvæðagreiðslu að ganga í ESB. Sömuleiðis ákvað finnska ríkisstjórnin að standa við allar erlendar fjármálaskuldbindingar. Húsnæðislán einstaklinga samfara hruni á húsnæðismarkaði – eftir bóluhækkanir fasteigna á árunum á undan – var ekki vandi ríkisstjórnarinnar, að mati hægri og miðju flokkanna, sem þá sátu í ríkisstjórn.Menn borga sjálfir Ríkisstjórnin hafði ekki efnt til skuldanna og benti fólki á að tala við sína lánardrottna. Grundvallarviðhorf í finnsku samfélagi er: „Menn borga sjálfir sínar skuldir og standa við eigin skuldbindingar“. Um 80% alls húsnæðis í Finnland er í einkaeigu. Aðrir leigja. Samfara kreppunni þar hrundu Sovétríkin. Finnar áttu útistandandi 5 milljarða marka skuldir hjá sovéska ríkisbankanum. Til allrar hamingju viðurkenndi Boris Jeltsín skuldina og að ríkisbanki Rússlands myndi greiða þær – einhvern tíma seinna. Enda var um smámuni að ræða miðað við allar aðrar erlendar skuldir sem efnt var til í hruninu. Rússar eru byrjaðir að borga. Þeir greiddu m.a. í hátæknibúnaði, BUK – 1 eldflaugum sem settar voru upp til varnar Helsinki við erlendri árás. Finnskir vísindamenn uppgötvuðu að flugskeytin voru gölluð. Þau voru hönnuð þannig að þau hefðu ekki brugðist við rússneskri loftárás á Helsinki! Í dag er bankakerfið öflugt og engin hætta á kreppu, enda gerðar strangar kröfur til lántakenda, samfara því að húsnæðiseklan er skelfileg á höfuðborgarsvæðinu. Núverandi ríkisstjórn hægri flokksins, jafnaðarmanna, vinstrimanna (gömlu kommanna) og umhverfisflokksins hafa lækkað skatt á arð fyrirtækja, úr 24,5% í 20%. En það er vegna samkeppnisstöðunnar á erlendum mörkuðum, en þessi skattur er 22% í Svíþjóð og 21% í Eistlandi, mestu samkeppnislöndum Finnlands. En hvorki Esko Aho eða framsóknarflokkurinn hans eru lengur í ríkisstjórn – heldur eru þeir í stjórnarandstöðu.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar