Við erum menningarþjóð Arna Kristín Einarsdóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Senn líður að kosningum og síðustu vikurnar hafa kosningaloforðin dunið á kjósendum. Þau snúast aðalleg um að bæta hag heimilanna, leysa skuldavandann, lækka skatta, auka ráðstöfunartekjur og koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Allt mikilvæg málefni sem brýnt er að taka á. En gæti verið að undir niðri séum við að vonast til að halda áfram sama leiknum og við lékum fyrir hrun? Og til hvers var þá öll sú sjálfskoðun sem við fórum í gegnum þegar við gerðum grín að 2007. Hefur orðið einhver raunveruleg hugarfarsbreyting? Hefur orðið til nýtt verðmætamat? Hver erum við og hvers konar framtíð viljum við byggja börnunum okkar? Erum við þjóð sem gengur á auðlindir, deyðir fljót og fjötrar fossa eða þjóð sem skapar sér mannsæmandi líf á öðrum forsendum?Öflugur atvinnuvegur Skapandi greinar eru öflugur atvinnuvegur. Hagræn áhrif menningartengdrar starfsemi eru mælanleg og hlutfallslegt framlag til landsframleiðslunnar raunar meira en það sem íslenskur landbúnaður leggur til. Menningin skapar ekki bara verðmæti heldur mótar hún líka sjálfsmynd þjóðarinnar. Hún speglar og sýnir okkur hver við erum, hvaðan við komum og á hvaða leið við erum. 19. febrúar – 17. mars síðastliðinn var haldin menningarhátíð í Kennedy Center í Washington sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Nordic Cool“. Þessi árlega hátíð hefur það að markmiði að kynna Washingtonbúum menningu ólíkra heimsálfa. Í ár var horft til Norðurlandanna. Dagskrá hátíðarinnar var ætlað að endurspegla mat listrænna stjórnenda hennar á því hvað það væri að vera norrænn? Þeirra niðurstaða var að einkenni okkar menningarsvæðis væru náttúran, stöðugleikinn, frumkvöðlasýnin, hönnunin- og tæknin, velferð barnanna, jafnrétti kynjanna og fjölbreytileikinn.Landsliðið á „Nordic cool“ Það vakti verðskuldaða athygli hve stór hlutur Íslands var á hátíðinni í samanburði við hin þátttökulöndin. Á „Nordic cool“ komu m.a. fram Sinfóníuhljómsveit Íslands, Maxímús Músíkus, Vesturport, Íslenski dansflokkurinn, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Duo Harpverk og Víkingur Ólafsson, auk þess sem FM Belfast, Retro Stefson og Sóley voru fulltrúar Iceland Airwaves. Að ógleymdu fossaverki Rúríar. Íslenska þjóðin getur svo sannarlega verið stolt af þessu landsliði og þeirri mynd sem framlag þess gaf af þjóðinni. Að 330.000 manna þjóð skuli búa yfir svo kraftmiklu listalífi og eiga jafn framúrskarandi listamenn og þá sem komu fram á Nordic Cool hátíðinni er auðvitað mjög merkilegt. Við erum menningarþjóð. Við byggjum menningu okkar á gömlum merg, tölum gamalt tungumál og þó síungt, og eigum fornan heimsbókmenntaarf. Við höfum átt framsýnt fólk sem hefur plægt þá akra sem við erum enn að sá í og uppskera úr. Þannig hafa framsækin lög verið sett á Alþingi sem breytt hafa landslaginu og skapað framtíð sem er okkar nútíð.Með lögum skal land byggja Í dag byggir íslenskt tónlistarlíf á 50 ára gömlum lögum sem sett voru um tónlistarskóla árið 1963. Með lögunum var skapað hagstætt rekstrarumhverfi utan um skólana sem gerði það að verkum að tónlistarskólum fjölgaði gríðarlega á næstu áratugum og eru í dag yfir áttatíu. Á þeim grunni byggir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eins má rekja byggingu Þjóðleikhússins sem vígt var 1950 til framsýnna og hugrakkra ráðamanna. Sú framsýni skapaði leiklistinni vettvang til að blómstra. Það skiptir máli hverja við veljum til valda. Það skiptir máli að hafa vitra og framsýna ráðamenn sem setja þau lög í landinu sem styðja, efla og þroska okkur sem þjóð. Höfum það hugfast, þegar við göngum til kosninga og alla daga að við erum menningarþjóð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Halldór 03.05.2025 Halldór Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson Skoðun Skoðun Skoðun Fristund.is fyrir öll - líka eldra fólk Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn sem skeytir engu Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar Skoðun Fólkið sem gleymdist í Grindavík Bryndís Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar Skoðun Á að sameina ÍSÍ og UMFÍ? Ómar Stefánsson skrifar Skoðun Elsku ASÍ, bara… Nei Sunna Arnardóttir skrifar Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Við höfum ekki efni á norsku leiðinni Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Sósíalistar á vaktinni í átta ár Sanna Magdalena Mörtudóttir skrifar Skoðun Styðjum þá sem bjarga okkur Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Hver er viðskiptalegur ávinningur af EES-samningnum? Sigurbjörn Svavarsson skrifar Skoðun Embætti þitt geta allir séð Ragnheiður Davíðsdóttir skrifar Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Sigursaga Evrópu í 21 ár Pawel Bartoszek skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin, Dagbjört og ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Börnin á Gasa Ebba Margrét Magnúsdóttir skrifar Skoðun Myndir þú ráða fatlað fólk í vinnu? Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Hvað ert þú að gera? Eiður Welding skrifar Skoðun Rauðir sokkar á 1. maí Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun 1. maí er líka fyrir fatlað fólk! Geirdís Hanna Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Verkalýðshreyfingin á næsta leik í Evrópuumræðunni Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Á milli steins og sleggju Heinemann Ólafur Stephensen skrifar Skoðun Heiðrum íslenska hestinn Berglind Margo Þorvaldsdóttir skrifar Skoðun Allir eiga rétt á virku lífi — líka fatlað fólk Anna Margrét Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er kominn tími á Útlendingafrí? Marion Poilvez skrifar Skoðun Janus og jakkalakkarnir Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað ætlar þú að vera þegar þú verður stór? Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Sjá meira
Senn líður að kosningum og síðustu vikurnar hafa kosningaloforðin dunið á kjósendum. Þau snúast aðalleg um að bæta hag heimilanna, leysa skuldavandann, lækka skatta, auka ráðstöfunartekjur og koma hjólum atvinnulífsins aftur af stað. Allt mikilvæg málefni sem brýnt er að taka á. En gæti verið að undir niðri séum við að vonast til að halda áfram sama leiknum og við lékum fyrir hrun? Og til hvers var þá öll sú sjálfskoðun sem við fórum í gegnum þegar við gerðum grín að 2007. Hefur orðið einhver raunveruleg hugarfarsbreyting? Hefur orðið til nýtt verðmætamat? Hver erum við og hvers konar framtíð viljum við byggja börnunum okkar? Erum við þjóð sem gengur á auðlindir, deyðir fljót og fjötrar fossa eða þjóð sem skapar sér mannsæmandi líf á öðrum forsendum?Öflugur atvinnuvegur Skapandi greinar eru öflugur atvinnuvegur. Hagræn áhrif menningartengdrar starfsemi eru mælanleg og hlutfallslegt framlag til landsframleiðslunnar raunar meira en það sem íslenskur landbúnaður leggur til. Menningin skapar ekki bara verðmæti heldur mótar hún líka sjálfsmynd þjóðarinnar. Hún speglar og sýnir okkur hver við erum, hvaðan við komum og á hvaða leið við erum. 19. febrúar – 17. mars síðastliðinn var haldin menningarhátíð í Kennedy Center í Washington sem að þessu sinni bar yfirskriftina „Nordic Cool“. Þessi árlega hátíð hefur það að markmiði að kynna Washingtonbúum menningu ólíkra heimsálfa. Í ár var horft til Norðurlandanna. Dagskrá hátíðarinnar var ætlað að endurspegla mat listrænna stjórnenda hennar á því hvað það væri að vera norrænn? Þeirra niðurstaða var að einkenni okkar menningarsvæðis væru náttúran, stöðugleikinn, frumkvöðlasýnin, hönnunin- og tæknin, velferð barnanna, jafnrétti kynjanna og fjölbreytileikinn.Landsliðið á „Nordic cool“ Það vakti verðskuldaða athygli hve stór hlutur Íslands var á hátíðinni í samanburði við hin þátttökulöndin. Á „Nordic cool“ komu m.a. fram Sinfóníuhljómsveit Íslands, Maxímús Músíkus, Vesturport, Íslenski dansflokkurinn, Tríó Sunnu Gunnlaugs, Duo Harpverk og Víkingur Ólafsson, auk þess sem FM Belfast, Retro Stefson og Sóley voru fulltrúar Iceland Airwaves. Að ógleymdu fossaverki Rúríar. Íslenska þjóðin getur svo sannarlega verið stolt af þessu landsliði og þeirri mynd sem framlag þess gaf af þjóðinni. Að 330.000 manna þjóð skuli búa yfir svo kraftmiklu listalífi og eiga jafn framúrskarandi listamenn og þá sem komu fram á Nordic Cool hátíðinni er auðvitað mjög merkilegt. Við erum menningarþjóð. Við byggjum menningu okkar á gömlum merg, tölum gamalt tungumál og þó síungt, og eigum fornan heimsbókmenntaarf. Við höfum átt framsýnt fólk sem hefur plægt þá akra sem við erum enn að sá í og uppskera úr. Þannig hafa framsækin lög verið sett á Alþingi sem breytt hafa landslaginu og skapað framtíð sem er okkar nútíð.Með lögum skal land byggja Í dag byggir íslenskt tónlistarlíf á 50 ára gömlum lögum sem sett voru um tónlistarskóla árið 1963. Með lögunum var skapað hagstætt rekstrarumhverfi utan um skólana sem gerði það að verkum að tónlistarskólum fjölgaði gríðarlega á næstu áratugum og eru í dag yfir áttatíu. Á þeim grunni byggir Sinfóníuhljómsveit Íslands. Eins má rekja byggingu Þjóðleikhússins sem vígt var 1950 til framsýnna og hugrakkra ráðamanna. Sú framsýni skapaði leiklistinni vettvang til að blómstra. Það skiptir máli hverja við veljum til valda. Það skiptir máli að hafa vitra og framsýna ráðamenn sem setja þau lög í landinu sem styðja, efla og þroska okkur sem þjóð. Höfum það hugfast, þegar við göngum til kosninga og alla daga að við erum menningarþjóð.
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun
Skoðun Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir skrifar
Skoðun Rússar pyntuðu og myrtu úkraínsku blaðakonuna Viktoriiu Roshchyna Erlingur Erlingsson skrifar
Skoðun Gigtarmaí 2025 – Stuðlum að forvörnum, fræðslu og vitundarvakningu Hrönn Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Opið bréf til hæstvirts innviðaráðherra, Eyjólfs Ármannssonar, um íslensku og ábyrgð Nichole Leigh Mosty skrifar
Skoðun Hver á dómur að vera hjá ungmenni fyrir að fremja alvarlegt afbrot, jafnvel morð? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Jafnréttisbaráttan er brýnni en nokkru sinni fyrr Kolbrún Halldórsdóttir,Sunna Kristín Símonardóttir skrifar
Áskorun til ráðherra mennta- og barnamála og ráðherra menningarmála Anna Klara Georgsdóttir Skoðun