Verðbólgubálið aukið Guðmundur Gunnarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Stjórnmálamönnum hefur undanfarin ár verið tíðrætt um að til standi að lagfæra stökkbreytingu lána og það yrði gert með því að strika verðtryggingu út. Ráðherrar komu fram í fjölmiðlum veturinn 2010 og sögðust ætla að gera þetta með því taka um 250 milljarða út úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða þann reikning. Í kjölfar yfirlýsinga ráðherranna höfðu allmargir sjóðsfélagar samband við stjórnir sjóðanna og bentu á að það væru í gildi landslög og reyndar einnig stjórnarskrá, sem gerði þessa leið ófæra. Með þessu væri örorku- og lífeyrisþegum sem væru á bótum í dag, auk þeirra sem kæmust á bætur á næstu árum, einum gert að greiða allan kostnaðinn af þessu. Þessi fyrirætlan ráðherranna væri brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti, auk þess að vera brot á jafnræðisreglu, því þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar opinberu sjóðanna myndu ekki verða fyrir skerðingum. Skuld ríkissjóðs við opinberu lífeyrissjóðina er í dag um 500 milljarðar og hækkar um tugi milljarða á ári. Sá hraði mun vaxa á komandi árum vegna þess að stóru barnasprengjuárgangarnir eru að nálgast lífeyrisaldur. Útgjöld Tryggingastofnunar hækka þegar lífeyrir frá lífeyrissjóðunum lækkar. Auknar skuldir ríkisjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og aukin útgjöld TR, kalla á enn frekari niðurskurð eða hækkun skatta. Hagdeild ASÍ telur að ekki verði komist hjá um 4-6% hækkun skatta og sú ákvörðun verði ekki dregin lengur en í mesta lagi 4 ár. Ef lífeyriskerfið verður lagt í sömu rúst og það lá árið 1980, mun það kalla þar að auki á umtalsverða skattahækkun.Sökudólgurinn Hvað gerðu ráðherrarnir þegar elli- og örorkuþegar höfnuðu því alfarið að greiða reikninginn? Jú þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að venju að verkalýðshreyfingin væri sökudólgurinn. Hún stæði gegn því að tekið yrði á skuldavanda heimilanna og lífeyrissjóðirnir höfnuðu þess vegna að taka þátt í því. Þessi ómerkilega klisja hefur verið endurtækin á Alþingi undanfarna daga. Hverjir eru það sem setja lög í þessu landi? Hverjir eru það sem ákvarða hina opinberu efnahagstefnu og þá um leið vaxtastigið og hvernig það kerfi er útfært? Hverjir voru það sem settu lög um verðtryggingu? Hvers vegna voru þau lög sett? Hvernig stendur á því að fjölmiðlamenn spyrja ekki alþingismenn um hvers vegna þeir vilji að landslög séu brotin? Það hefur lengi legið fyrir að flöt lækkun lána kemur þeim sem mest hafa milli handanna best, 80% af þeim fjármunum hafna í vösum þeirra sem ekki þurfa á því að halda. Það sem nær til þeirra sem eru í vanda, það er að segja barnafjölskyldna og einstæðra foreldra, verður of lítið til þess að bjarga þeim frá vandanum. Í dag er allt sem bendir til þess að stjórnmálamenn ætli sér að steypa efnahagslífinu í enn eitt verðbólgubálið, án þess að taka á vandanum. Þeir ætla að taka enn eitt fixið, detta bara einu sinni í það aftur og svo lofa þeir að vera edrú eftir það. Kosningaloforðin á að venju að leysa með enn einni gengisfellingunni og bara eitt verðbólgubálið enn, sem þýðir að verðgildi launa lækkar og framkölluð er eignaupptaka hjá launamönnum. Þessi endurtekna eignaupptaka hefur undanfarna áratugi jafngilt því að fjórðungur launa hafi verið tekinn úr launaumslögunum áður en þau ná í vasa launamanna. Verðtrygging er greiðsludreifingarkerfi á ofurvöxtum, sem er afleiðing mikillar verðbólgu, sem er afleiðing óagaðrar efnahagsstjórnunar. Ef greiðsludreifingin er afnumin verður fólki einfaldlega gert að greiða ofurvextina með öðrum hætti. Umræða stjórnmálamanna jafngildir því að þeir reikni með því að meinið hverfi við það plásturinn verði fjarlægður. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Stjórnmálamönnum hefur undanfarin ár verið tíðrætt um að til standi að lagfæra stökkbreytingu lána og það yrði gert með því að strika verðtryggingu út. Ráðherrar komu fram í fjölmiðlum veturinn 2010 og sögðust ætla að gera þetta með því taka um 250 milljarða út úr lífeyrissjóðunum til þess að greiða þann reikning. Í kjölfar yfirlýsinga ráðherranna höfðu allmargir sjóðsfélagar samband við stjórnir sjóðanna og bentu á að það væru í gildi landslög og reyndar einnig stjórnarskrá, sem gerði þessa leið ófæra. Með þessu væri örorku- og lífeyrisþegum sem væru á bótum í dag, auk þeirra sem kæmust á bætur á næstu árum, einum gert að greiða allan kostnaðinn af þessu. Þessi fyrirætlan ráðherranna væri brot á stjórnarskrárvörðum eignarétti, auk þess að vera brot á jafnræðisreglu, því þetta myndi einvörðungu bitna á sjóðsfélögum almennu lífeyrissjóðanna. Sjóðsfélagar opinberu sjóðanna myndu ekki verða fyrir skerðingum. Skuld ríkissjóðs við opinberu lífeyrissjóðina er í dag um 500 milljarðar og hækkar um tugi milljarða á ári. Sá hraði mun vaxa á komandi árum vegna þess að stóru barnasprengjuárgangarnir eru að nálgast lífeyrisaldur. Útgjöld Tryggingastofnunar hækka þegar lífeyrir frá lífeyrissjóðunum lækkar. Auknar skuldir ríkisjóðs vegna lífeyrisskuldbindinga og aukin útgjöld TR, kalla á enn frekari niðurskurð eða hækkun skatta. Hagdeild ASÍ telur að ekki verði komist hjá um 4-6% hækkun skatta og sú ákvörðun verði ekki dregin lengur en í mesta lagi 4 ár. Ef lífeyriskerfið verður lagt í sömu rúst og það lá árið 1980, mun það kalla þar að auki á umtalsverða skattahækkun.Sökudólgurinn Hvað gerðu ráðherrarnir þegar elli- og örorkuþegar höfnuðu því alfarið að greiða reikninginn? Jú þeir fóru í fjölmiðla og sögðu að venju að verkalýðshreyfingin væri sökudólgurinn. Hún stæði gegn því að tekið yrði á skuldavanda heimilanna og lífeyrissjóðirnir höfnuðu þess vegna að taka þátt í því. Þessi ómerkilega klisja hefur verið endurtækin á Alþingi undanfarna daga. Hverjir eru það sem setja lög í þessu landi? Hverjir eru það sem ákvarða hina opinberu efnahagstefnu og þá um leið vaxtastigið og hvernig það kerfi er útfært? Hverjir voru það sem settu lög um verðtryggingu? Hvers vegna voru þau lög sett? Hvernig stendur á því að fjölmiðlamenn spyrja ekki alþingismenn um hvers vegna þeir vilji að landslög séu brotin? Það hefur lengi legið fyrir að flöt lækkun lána kemur þeim sem mest hafa milli handanna best, 80% af þeim fjármunum hafna í vösum þeirra sem ekki þurfa á því að halda. Það sem nær til þeirra sem eru í vanda, það er að segja barnafjölskyldna og einstæðra foreldra, verður of lítið til þess að bjarga þeim frá vandanum. Í dag er allt sem bendir til þess að stjórnmálamenn ætli sér að steypa efnahagslífinu í enn eitt verðbólgubálið, án þess að taka á vandanum. Þeir ætla að taka enn eitt fixið, detta bara einu sinni í það aftur og svo lofa þeir að vera edrú eftir það. Kosningaloforðin á að venju að leysa með enn einni gengisfellingunni og bara eitt verðbólgubálið enn, sem þýðir að verðgildi launa lækkar og framkölluð er eignaupptaka hjá launamönnum. Þessi endurtekna eignaupptaka hefur undanfarna áratugi jafngilt því að fjórðungur launa hafi verið tekinn úr launaumslögunum áður en þau ná í vasa launamanna. Verðtrygging er greiðsludreifingarkerfi á ofurvöxtum, sem er afleiðing mikillar verðbólgu, sem er afleiðing óagaðrar efnahagsstjórnunar. Ef greiðsludreifingin er afnumin verður fólki einfaldlega gert að greiða ofurvextina með öðrum hætti. Umræða stjórnmálamanna jafngildir því að þeir reikni með því að meinið hverfi við það plásturinn verði fjarlægður.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun