Framsókn og Landspítalinn Álfheiður Ingadóttir skrifar 25. apríl 2013 06:00 Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla Framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag. Hvað þýðir það að „gera ekki neitt“ í byggingarmálum spítalans í 4-6 ár? Rekstur LSH á 17 stöðum í borginni kostar aukalega 3 milljarða króna á ári. Frestun Framsóknar mun þannig kosta ríkissjóð 12-18 milljarða króna í óþarfa rekstrarkostnað á þessum tíma – frestunin þýðir í reynd að henda þeim peningum út um gluggann! Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er reiknað með viðhaldi, niðurrifi og endurnýjun eldri bygginga við Hringbraut upp á 11-14 milljarða. Þær áætlanir byggja á því að nýr spítali taki við sjúklingum og starfsemi þannig að hægt sé að rýma þau eldri og endurnýja þau. Framsókn vill setja 12-13 milljarða í umhverfi og viðgerðir á eldri byggingum ÁN þess að til staðar sé ný bygging til að taka á móti sjúklingunum á meðan. Það er ljóst að gömlu byggingarnar við Hringbraut þjóna ekki lengur hlutverki sínu. Ef hætt verður við nýbygginguna og eins ef henni verður slegið á frest í 4-6 ár eins og Framsókn vill, þá þarf einfaldlega að rýma þær til að endurbyggja þær. Svo einfalt er málið. Og hvert eiga sjúklingarnir að fara á meðan? Bygging nýs Landspítala er þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Hún mun borga sig upp á 25-30 árum með hreinum sparnaði í rekstri. En fjárhagslegur ávinningur er ekki aðalatriðið hér heldur betri þjónusta við sjúklinga og aðstandendur, meira öryggi vegna minni sýkingarhættu, betri vinnuaðstaða og aðbúnaður fyrir starfsfólk og nema á heilbrigðissviði og loks meiri árangur í rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda. Þetta hafa allir flokkar skilið og stutt til þessa – þar til núverandi forysta Framsóknar skarst úr leik á síðustu dögum þingsins í vor. Sem heilbrigðisráðherra beitti ég mér fyrir og studdi dyggilega við nýbyggingu Landspítalans. Það gerðu líka fyrri ráðherrar Framsóknarflokksins. Núverandi forystu þess flokks er hins vegar ekki treystandi í þessum efnum. Á hverju ári koma 100 þúsund sjúklingar alls staðar að af landinu á Landspítalann. Sá hlekkur í heilbrigðisþjónustu okkar má ekki bresta. VG vill forgangsraða í þágu velferðar á næsta kjörtímabili. Við höfum skapað svigrúm í heilbrigðis- og menntamálum. Í því felst m.a. að reisa nýjan Landspítala og gera betur við starfsfólk í aðbúnaði og launum. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Að fá óvæntan skatt í jólagjöf Tina Paic skrifar Skoðun Falleg heimasíða — tóm kirkja Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Samvera er heilsuefling Þröstur V. Söring skrifar Skoðun Skuldaskellir, nýr jólasveinn sveitarfélaga? Þuríður Harpa Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fullveldi á okkar forsendum Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Gagnaver – reynsla frá Danmörku Hallgrímur Óskarsson skrifar Skoðun Ofbeldi barna og verkferlar Kennarasambandsins Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Móðurást milli rimlanna Rósa Líf Darradóttir,Darri Gunnarsson skrifar Skoðun Sögulegur dagur Inga Lind Karlsdóttir skrifar Skoðun Fræðsla, forvarnir og lög gegn stafrænu ofbeldi Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Hvaða öryggistæki á daginn í dag? Hrefna Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Er RÚV, BBC okkar Íslendinga? Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Meira fyrir eldri borgara Sigurður Helgi Pálmason skrifar Skoðun Opin Þjóðkirkja í sókn Guðrún Karls Helgudóttir skrifar Skoðun Áform sem ógna hagsmunum sveitarfélaga Kolbrún Georgsdóttir skrifar Skoðun Aðvörunarorð Rutte, framkvæmdastjóra NATO Arnór Sigurjónsson skrifar Skoðun Erfðafjárskattur hækkar Nanna Margrét Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Ekki stimpla mig! Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Karlar gegn kynbundnu ofbeldi Þorgerður J. Einarsdóttir,Ingólfur Á. Jóhannesson skrifar Skoðun 3.860 börn í Reykjavík nýttu ekki frístundastyrkinn Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Aldrei gefast upp Árni Sigurðsson skrifar Skoðun Að búa til eitthvað úr engu Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar Skoðun Sakborningurinn og ég Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Vinnum hratt og vinnum saman Jóhanna Hlín Auðunsdóttir skrifar Skoðun Er líf karlmanns 75% af virði lífi konu? Jón Pétur Zimsen skrifar Sjá meira
Framsóknarflokkurinn vill nú allt í einu slá byggingu nýs Landspítala á frest í 4-6 ár. Þess í stað ætla Framsóknarmenn að setja 12-13 milljarða í Landspítalann „og umhverfi hans“, gera við gamlar byggingar á lóðinni og „byggja undir ný tæki“, hvað sem það nú þýðir. Hér vitna ég í Vigdísi Hauksdóttur á fundi með tannlæknum sl. miðvikudag. Hvað þýðir það að „gera ekki neitt“ í byggingarmálum spítalans í 4-6 ár? Rekstur LSH á 17 stöðum í borginni kostar aukalega 3 milljarða króna á ári. Frestun Framsóknar mun þannig kosta ríkissjóð 12-18 milljarða króna í óþarfa rekstrarkostnað á þessum tíma – frestunin þýðir í reynd að henda þeim peningum út um gluggann! Í áætlunum um byggingu nýs Landspítala er reiknað með viðhaldi, niðurrifi og endurnýjun eldri bygginga við Hringbraut upp á 11-14 milljarða. Þær áætlanir byggja á því að nýr spítali taki við sjúklingum og starfsemi þannig að hægt sé að rýma þau eldri og endurnýja þau. Framsókn vill setja 12-13 milljarða í umhverfi og viðgerðir á eldri byggingum ÁN þess að til staðar sé ný bygging til að taka á móti sjúklingunum á meðan. Það er ljóst að gömlu byggingarnar við Hringbraut þjóna ekki lengur hlutverki sínu. Ef hætt verður við nýbygginguna og eins ef henni verður slegið á frest í 4-6 ár eins og Framsókn vill, þá þarf einfaldlega að rýma þær til að endurbyggja þær. Svo einfalt er málið. Og hvert eiga sjúklingarnir að fara á meðan? Bygging nýs Landspítala er þjóðhagslega hagkvæm framkvæmd. Hún mun borga sig upp á 25-30 árum með hreinum sparnaði í rekstri. En fjárhagslegur ávinningur er ekki aðalatriðið hér heldur betri þjónusta við sjúklinga og aðstandendur, meira öryggi vegna minni sýkingarhættu, betri vinnuaðstaða og aðbúnaður fyrir starfsfólk og nema á heilbrigðissviði og loks meiri árangur í rannsóknum á sviði heilbrigðisvísinda. Þetta hafa allir flokkar skilið og stutt til þessa – þar til núverandi forysta Framsóknar skarst úr leik á síðustu dögum þingsins í vor. Sem heilbrigðisráðherra beitti ég mér fyrir og studdi dyggilega við nýbyggingu Landspítalans. Það gerðu líka fyrri ráðherrar Framsóknarflokksins. Núverandi forystu þess flokks er hins vegar ekki treystandi í þessum efnum. Á hverju ári koma 100 þúsund sjúklingar alls staðar að af landinu á Landspítalann. Sá hlekkur í heilbrigðisþjónustu okkar má ekki bresta. VG vill forgangsraða í þágu velferðar á næsta kjörtímabili. Við höfum skapað svigrúm í heilbrigðis- og menntamálum. Í því felst m.a. að reisa nýjan Landspítala og gera betur við starfsfólk í aðbúnaði og launum.
Skoðun Áhyggjur af stöðu tónlistarmenntunar á degi tónlistar Aron Örn Óskarsson,Edda Austmann,Sigrún Grendal skrifar
Skoðun Hækkaði Sjálfstæðisflokkurinn erfðafjárskatt um 6,3 milljarða? Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Ferðaþjónustan er ekki vandamálið – hún heldur hjólum landsins gangandi Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Stafrænt ofbeldi: Ógn sem fylgir þolendum hvert sem þeir fara Jenný Kristín Valberg skrifar
Skoðun Mikilvægt að taka upp keflið og byrja að baka Guðrún Elísa Friðbjargardóttir Sævarsdóttir skrifar