Takk fyrir mig! Karl Garðarsson skrifar 25. apríl 2013 06:00 Verðtryggða húsnæðislánið mitt hefur hækkað um 350.000 krónur á 28 dögum. Takk fyrir mig. Staðan er svipuð og jafnvel mun verri hjá þúsundum annarra heimila. Mánaðamótin eru orðin tími skelfingar hjá íbúðareigendum, enda stjórnar vísitala neysluverðs lífi þeirra. Þetta er eins og að vera sífellt í rússneskri rúllettu. Allt að helmingur íslenskra heimila er tæknilega gjaldþrota. Við erum að tala um tugþúsundir heimila. Þeim fjölgar sífellt, miðstéttin er að hverfa og þúsundir Íslendinga sjá fram á skuldaánauð í framtíðinni. Takk fyrir skjaldborgina, kæru stjórnvöld. Takk, þið fastapennar blaðanna og netmiðla sem sjáið Ísland breytast í eyðimörk nema verðtrygging húsnæðislána fái að haldast. Takk fyrir hina farsælu efnahagsstjórn sem hefur leitt til stöðugleika í efnahagsmálum, eða hitt þó heldur. Og svo þarf alveg sérstaklega að þakka þeim sem sjá enga aðra lausn en að afsala Evrópusambandinu fullveldi þjóðarinnar – enda erum við auðvitað fullkomlega ófær um að sjá um okkur sjálf. Svo er þetta allt krónunni að kenna, enda er hún ekkert annað en verkfæri djöfulsins. Lifir sjálfstæðu lífi og hefur það eina markmið að ganga frá heimilum landsins og skapa verðbólgu. Auðvitað er það henni að kenna að verðtryggð lán heimila landsins hafa hækkað um 23 milljarða króna á einum mánuði. Það hefur ekkert að gera með skelfilega hagstjórn. Eða hvað? Stjórnarflokkarnir þegja þunnu hljóði, enda fullkomið ráðaleysi þegar kemur að skuldum heimilanna. Minni spámenn þessara flokka tala áfram um nauðsyn þess að viðhalda verðtryggingu, enda megi annars fastlega búast við ragnarökum. Sjálfstæðismenn hvetja til minna vægis verðtryggingar. Á mannamáli þýðir það að flokkurinn ætlar ekki að hrófla við henni.Hagnaður bankanna Á sama tíma birtast fréttir af góðum hagnaði bankanna, sem er fenginn með peningaprentun sem á sér enga stoð í veruleikanum. Peningaprentun sem leiðir einungis til meiri þenslu og verðbólgu. Laun bankastjóranna hafa tekið stökk á undanförnum tveimur árum og að óbreyttu verður stemningin í bankakerfinu fljótlega orðin meiri en nokkru sinni fyrr – bíðum bara í tvö til þrjú ár. Stjórnvöld hafa horft opinmynnt á, án þess að aðhafast nokkuð. Reyndar er það ekki alveg rétt – forsætisráðherra hefur þó sagt að hún skilji ekkert í launum skilanefnda. Það er ekki bara almennt verðlag sem er stjórnlaust. Þannig hafa stjórnvöld staðið fyrir gegndarlausum gjaldskrár- og skattahækkunum allt kjörtímabilið, sem hafa farið beint út í verðlagið og kynt undir verðbólgu og þar með hækkun skulda heimilanna. Bankarnir hafa skálað, lífeyrissjóðirnir líka. Núna um mánaðamótin bættist síðan það nýjasta við, sykurskatturinn. Stjórnvöldum er ekkert óviðkomandi. Þau vilja hafa puttana í því hvað við borðum og drekkum. Þessi forsjárhyggja þýðir að verðtryggð húsnæðislán hækka um 1 milljarð króna, enda fer hækkunin beint í neysluvísitöluna. Takk fyrir mig. Sú fylgisaukning sem Framsóknarflokkurinn hefur séð í skoðanakönnunum að undanförnu er ekki tilviljun. Hann er eini flokkurinn sem er með klára stefnu í verðtryggingamálum – hún skal í burtu. Afnám verðtryggingar dugar hins vegar ekki eitt og sér – jafnframt þarf að grípa til annarra aðgerða til að tryggja stöðugleika í efnahagslífi og stöðugra gengi. Það verður gert. Það er með hreinum ólíkindum að nokkur stjórnmálaflokkur skuli geta mælt með því óréttlæti sem viðgengst í þessu landi. Það er með ólíkindum að nokkur maður skuli geta stungið niður penna og mælt með þeirri gegndarlausu eignaupptöku sem á sér stað um hver mánaðamót með verðtryggingunni. Val kjósenda er því einfalt í komandi kosningum – X-B. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Kosningar 2013 Skoðun Mest lesið Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson Skoðun Skoðun Skoðun Þétting byggðar er ekki vandamálið Dóra Björt Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þrengt að þjóðarleikvanginum Þorvaldur Örlygsson skrifar Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar Skoðun Alltof mörg sveitarfélög á Íslandi! Gunnar Alexander Ólafsson skrifar Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Lýðheilsan að veði? Willum Þór Þórsson skrifar Skoðun Evrópusambandsaðild - valdefling íslensks almennings Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Köllum Skjöld Íslands réttu nafni: Rasískt götugengi Ian McDonald skrifar Skoðun Hverjir eru komnir með nóg? Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Að leigja okkar eigin innviði Halldóra Mogensen skrifar Skoðun Málþóf sem valdníðsla Einar G. Harðarson skrifar Skoðun Klaufaskapur og reynsluleysi? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Hvernig spyr ég gervigreind til að fá besta svarið? Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Ertu bitur? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Er hægt að læra af draumum? Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Afstæði ábyrgðar Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar Skoðun Fjárhagslegt virði vörumerkja Elías Larsen skrifar Skoðun Við ákærum – hver sveik strandveiðisjómenn? Kjartan Páll Sveinsson skrifar Skoðun Þið voruð í partýinu líka! Gísli Sigurður Gunnlaugsson skrifar Skoðun Af hverju varð heimsókn framkvæmdastjóra ESB að NATO-fundi? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Veimiltítustjórn og tugþúsundir dáinna barna Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar Skoðun Swuayda blæðir: Hróp sem heimurinn heyrir ekki Mouna Nasr skrifar Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar Skoðun Þetta er allt hinum að kenna! Helgi Brynjarsson skrifar Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar Skoðun Sleppir ekki takinu svo auðveldlega aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Sjá meira
Verðtryggða húsnæðislánið mitt hefur hækkað um 350.000 krónur á 28 dögum. Takk fyrir mig. Staðan er svipuð og jafnvel mun verri hjá þúsundum annarra heimila. Mánaðamótin eru orðin tími skelfingar hjá íbúðareigendum, enda stjórnar vísitala neysluverðs lífi þeirra. Þetta er eins og að vera sífellt í rússneskri rúllettu. Allt að helmingur íslenskra heimila er tæknilega gjaldþrota. Við erum að tala um tugþúsundir heimila. Þeim fjölgar sífellt, miðstéttin er að hverfa og þúsundir Íslendinga sjá fram á skuldaánauð í framtíðinni. Takk fyrir skjaldborgina, kæru stjórnvöld. Takk, þið fastapennar blaðanna og netmiðla sem sjáið Ísland breytast í eyðimörk nema verðtrygging húsnæðislána fái að haldast. Takk fyrir hina farsælu efnahagsstjórn sem hefur leitt til stöðugleika í efnahagsmálum, eða hitt þó heldur. Og svo þarf alveg sérstaklega að þakka þeim sem sjá enga aðra lausn en að afsala Evrópusambandinu fullveldi þjóðarinnar – enda erum við auðvitað fullkomlega ófær um að sjá um okkur sjálf. Svo er þetta allt krónunni að kenna, enda er hún ekkert annað en verkfæri djöfulsins. Lifir sjálfstæðu lífi og hefur það eina markmið að ganga frá heimilum landsins og skapa verðbólgu. Auðvitað er það henni að kenna að verðtryggð lán heimila landsins hafa hækkað um 23 milljarða króna á einum mánuði. Það hefur ekkert að gera með skelfilega hagstjórn. Eða hvað? Stjórnarflokkarnir þegja þunnu hljóði, enda fullkomið ráðaleysi þegar kemur að skuldum heimilanna. Minni spámenn þessara flokka tala áfram um nauðsyn þess að viðhalda verðtryggingu, enda megi annars fastlega búast við ragnarökum. Sjálfstæðismenn hvetja til minna vægis verðtryggingar. Á mannamáli þýðir það að flokkurinn ætlar ekki að hrófla við henni.Hagnaður bankanna Á sama tíma birtast fréttir af góðum hagnaði bankanna, sem er fenginn með peningaprentun sem á sér enga stoð í veruleikanum. Peningaprentun sem leiðir einungis til meiri þenslu og verðbólgu. Laun bankastjóranna hafa tekið stökk á undanförnum tveimur árum og að óbreyttu verður stemningin í bankakerfinu fljótlega orðin meiri en nokkru sinni fyrr – bíðum bara í tvö til þrjú ár. Stjórnvöld hafa horft opinmynnt á, án þess að aðhafast nokkuð. Reyndar er það ekki alveg rétt – forsætisráðherra hefur þó sagt að hún skilji ekkert í launum skilanefnda. Það er ekki bara almennt verðlag sem er stjórnlaust. Þannig hafa stjórnvöld staðið fyrir gegndarlausum gjaldskrár- og skattahækkunum allt kjörtímabilið, sem hafa farið beint út í verðlagið og kynt undir verðbólgu og þar með hækkun skulda heimilanna. Bankarnir hafa skálað, lífeyrissjóðirnir líka. Núna um mánaðamótin bættist síðan það nýjasta við, sykurskatturinn. Stjórnvöldum er ekkert óviðkomandi. Þau vilja hafa puttana í því hvað við borðum og drekkum. Þessi forsjárhyggja þýðir að verðtryggð húsnæðislán hækka um 1 milljarð króna, enda fer hækkunin beint í neysluvísitöluna. Takk fyrir mig. Sú fylgisaukning sem Framsóknarflokkurinn hefur séð í skoðanakönnunum að undanförnu er ekki tilviljun. Hann er eini flokkurinn sem er með klára stefnu í verðtryggingamálum – hún skal í burtu. Afnám verðtryggingar dugar hins vegar ekki eitt og sér – jafnframt þarf að grípa til annarra aðgerða til að tryggja stöðugleika í efnahagslífi og stöðugra gengi. Það verður gert. Það er með hreinum ólíkindum að nokkur stjórnmálaflokkur skuli geta mælt með því óréttlæti sem viðgengst í þessu landi. Það er með ólíkindum að nokkur maður skuli geta stungið niður penna og mælt með þeirri gegndarlausu eignaupptöku sem á sér stað um hver mánaðamót með verðtryggingunni. Val kjósenda er því einfalt í komandi kosningum – X-B.
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun
Skoðun Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir skrifar
Skoðun Sameiginleg yfirlýsing 28 ríkja um málefni Palestínu, hvers virði er hún? Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Öryggi betur tryggt – fangelsismál færð til nútímans Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Klassapróf fína fólksins – eða hvernig erfingjar kenna okkur að lifa Sigríður Svanborgardóttir skrifar
Skoðun Bragðefni eru ekki vandamálið - Bann við þeim myndi skaða lýðheilsu Abdullah Shihab Wahid skrifar
Skoðun Skattar fyrst, svo allt hitt – og hagræðingin sem gleymdist Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Áfangasigur í baráttunni við hernaðinn gegn heimkynnum villta laxins Ingólfur Ásgeirsson,Árni Baldursson skrifar
Skoðun Þjóðþrifamálin sem stjórnarandstaðan fórnaði á altari útgerðanna Heimir Már Pétursson skrifar
Ert þú drusla? Katrín Sigríður J. Steingrímsdóttir,Elísa Rún Svansdóttir,Lilja Íris Long Birnudóttir,Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Margrét Baldursdóttir,Silja Höllu Egilsdóttir Skoðun