Viðurkenning á fullveldi sjálfstæðrar Palestínu 11. október 2011 06:00 Í liðinni viku mælti ég á Alþingi fyrir tillögu um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna fullveldi sjálfstæðrar Palestínu á grundvelli landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967. Nú þegar hafa 127 ríki viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, þar af átta sem síðar hafa gengið í Evrópusambandið, og sex þeirra eru einnig innan Atlantshafsbandalagsins. Við yrðum að sönnu fyrsta ríkið í norðvesturhluta Evrópu sem tæki slíka ákvörðun og hið fyrsta í Evrópu í yfir 20 ár. Fyrir Palestínu yrði afar mikilvægt að fá stuðning slíks ríkis. En ákvörðun um viðurkenningu verður fyrst og fremst að taka mið af utanríkisstefnu okkar fyrr og nú og siðferðilegum stuðningi Íslands við aukin mannréttindi, auk mats á því hvort hún yki eða drægi úr friðarlíkum milli Ísraels og Palestínu. Söguleg stefna ÍslandsÁrið 1947 átti glæsilegur fulltrúi Íslands, Thor Thors sendiherra, sinn þátt í því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu um tveggja ríkja lausnina svokölluðu, en hún felur í sér tilvist Palestínu og Ísraels hlið við hlið. Í 64 ár hefur Ísland því formlega stutt að Palestína verði fullvalda ríki. Undir forystu ólíkra ríkisstjórna hafa Íslendingar líka þróað utanríkisstefnu sem hefur fært okkur í fremstu röð þjóða sem berjast gegn mannréttindabrotum – sem eru daglegt brauð Palestínumanna. Rauður þráður gegnum utanríkisstefnuna síðustu áratugi hefur einnig verið órofa stuðningur við þá grundvallarafstöðu að smáþjóðir eigi sjálfar að fá að ráða örlögum sínum og hafa óskoraðan rétt til að verða fullvalda og frjálsar. Þess vegna brutu Íslendingar undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar ísinn fyrir Eystrasaltsþjóðirnar fyrir 20 árum, viðurkenndu fullveldi Svartfellinga og komu fyrstir þjóða til liðsinnis við Króatíu. Tillaga mín um viðurkenningu á Palestínu er því í fullu samræmi við sögulega afstöðu Íslands á lýðveldistímanum, eindregna afstöðu okkar sem ríkis til mannréttinda, og stuðning Íslendinga við sjálfstæðisbaráttu smáþjóða. Öryggi ÍsraelsFrá tíma Thors Thors hefur Ísland stutt tilvist og öryggi Ísraels. Tillaga mín um viðurkenningu á fullveldi Palestínu breytir engu um það. Núverandi ríkisstjórn hefur í engu stutt við ríkisstjórnir sem vilja má Ísrael út af landakortinu en minna má á að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skipulagði opinbera heimsókn utanríkisráðherra til Írans árið 2003. Varla þarf að fara mörgum orðum um afstöðu þess ríkis til Ísraels. Í núverandi ríkisstjórn Ísraels eru átök milli forsætisráðherrans Benjamíns Netanyahu og utanríkisráðherrans Avigdors Lieberman um forystu fyrir hægri væng ísraelskra stjórnmála. Herská andstaða gegn sjálfstæðu ríki Palestínumanna er drýgst til árangurs í því og skakar þar hvor skellum þyngri. Þessi skammsýni veldur því að stjórnvöld í Ísrael eru blind á það einstaka tækifæri sem nú liggur í augum uppi til að stuðla að varanlegu öryggi ríkisins með því að semja frið við nágranna sína á grundvelli sjálfstæðrar Palestínu. Fyrir Ísrael væri happadrýgst að ganga frá slíkum samningum strax – áður en arabíska vorið lyftir nýjum lýðræðislega kjörnum ríkisstjórnum til valda. Þær eru líklegar til að spegla eindregna samúð almennings í þessum ríkjum með Palestínu og reynast miklu harðdrægari gagnvart Ísrael en einræðisherrarnir sem vorkoman er nú að feykja fyrir pólitískan ætternisstapa. Íslenska tillagan byggir á þeim vörðum sem alþjóðasamfélagið hefur þegar hlaðið um þá einu leið sem getur leitt til varanlegs friðar – tveggja ríkja lausnarinnar. Hún er því stuðningur við framtíðaröryggi Ísraels. Tilboð um friðHeimastjórn Palestínu og frelsishreyfingin PLO – sem íslenskur forsætisráðherra heimsótti fyrstur vestrænna leiðtoga í útlegð til Túnis árið 1990 – hafa viðurkennt Ísraelsríki. Palestínsk stjórnvöld hafa gefið vopnaða baráttu upp á bátinn og lýst eindregnum vilja til friðsamlegrar sambúðar við Ísrael. Þau hafa einnig fært þá fórn að fallast á landamærin frá því fyrir sex daga stríðið 1967 þó að í því felist að Palestína hafi helmingi minna land til umráða en Ísland studdi árið 1947. Enn er líka í fullu gildi yfirlýsing Arababandalagsins frá 2002 um að ríki þess muni stofna til eðlilegra og friðsamlegra samskipta við Ísrael, dragi það her sinn inn fyrir landamærin fyrir sex daga stríðið 1967. Stuðningi Íslands við Palestínu allt frá 1989 hafa jafnan fylgt skýrar kröfur af okkar hálfu um að Palestína framfylgi gildum og áherslum sem koma fram í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það hafa Palestínumenn nú í gadda slegið. Umsókn þeirra um aðild að Sameinuðu þjóðunum fylgdi skrifleg yfirlýsing um að Palestína sæktist eftir friði og myndi að fullu uppfylla þjóðréttarlegar skyldur sínar. Samviska AlþingisAlþingi hefur í vetur margsinnis rætt atburðina sem tengjast arabíska vorinu. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lýst eindregnum stuðningi við kröfur almennings í viðkomandi löndum um mannréttindi og lýðræði. Það væri því tvískinnungur og hræsni ef alþingismenn sem hafa stutt réttindabaráttu íbúa Norður-Afríku neituðu Palestínumönnum um sama stuðning. Þeir búa þó óvéfengjanlega við hernám, stöðugt landrán og aðskilnaðarstefnu sem Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, sagði skylda apartheid. Hvernig er hægt að styðja baráttu íbúa Líbíu, Egyptalands, Túnis, Sýrlands og Jemen, án þess að styðja sömu baráttu Palestínumanna? Það er ekki hægt. Slíkt er í senn órökrétt og þverstæðukennt og yrði Alþingi til minnkunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Skoðanir Össur Skarphéðinsson Mest lesið Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson Skoðun Horfir barnið þitt á klám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson Skoðun Kynjuð vísindi, leikskólaráð á villigötum, klámsýki, svipmyndir frá Norður-Kóreu Fastir pennar Skoðun Skoðun Frá friðarsjálfsblekkingu til raunverulegs öryggis Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar Skoðun Þorgerður í sömu vörn og varðstjórinn Tómas Þór Þórðarson skrifar Skoðun Hver er staða fæðuöryggis á Íslandi? Hanna Katrín Friðriksson skrifar Skoðun „Hugsanleg áhrif“ Íslands innan ESB Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar Skoðun Þungaflutningar og vegakerfið okkar Haraldur Þór Jónsson skrifar Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar Skoðun Stöðvum ólöglegan flutning barna Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Þegar Inga Sæland sendir reikninginn á næsta borð Einar Þorsteinsson skrifar Skoðun Erlendar rætur: Hornsteinn framfara, ekki ógn Nichole Leigh Mosty skrifar Skoðun Virðingarleysið meiðir Sigurbjörg Ottesen skrifar Skoðun Kjarninn og hismið Magnús Magnússon skrifar Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar Skoðun Brjálæðingar taka völdin Elín Ebba Ásmundsdóttir skrifar Skoðun Ég og Dagur barnsins HRÓPUM á úrlausnir … Hvað með þig? Ólafur Grétar Gunnarsson skrifar Skoðun 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi Guðbjörg S. Bergsdóttir,Rannveig Þórisdóttir skrifar Skoðun Ætti Sundabraut að koma við í Viðey? Ólafur William Hand skrifar Skoðun Ekki klikka! Því það er enginn eins og Julian Íris Björk Hreinsdóttir skrifar Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar Skoðun 34 milljónir fyrir póstnúmerið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Spyrnum við fótum – eflum innlenda fjölmiðla, líka RÚV Kristján Ra. Kristjánsson skrifar Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar Skoðun Þegar rykið sest: Verndartollar ESB og áhrifin á EES Hallgrímur Oddsson skrifar Skoðun Stormur í vatnsglasi eða kaldhæðni örlaganna? Arnar Sigurðsson skrifar Skoðun Síðan hvenær var bannað að hafa gaman? Hópur stjórnarmanna í Uppreisn skrifar Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar Skoðun Frá skjá til skaða - ráð til foreldra um stafrænt ofbeldi Stella Samúelsdóttir skrifar Skoðun Barnaskattur Vilhjálms Árnasonar Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Í liðinni viku mælti ég á Alþingi fyrir tillögu um að ríkisstjórninni yrði falið að viðurkenna fullveldi sjálfstæðrar Palestínu á grundvelli landamæranna eins og þau voru fyrir sex daga stríðið 1967. Nú þegar hafa 127 ríki viðurkennt Palestínu sem fullvalda ríki, þar af átta sem síðar hafa gengið í Evrópusambandið, og sex þeirra eru einnig innan Atlantshafsbandalagsins. Við yrðum að sönnu fyrsta ríkið í norðvesturhluta Evrópu sem tæki slíka ákvörðun og hið fyrsta í Evrópu í yfir 20 ár. Fyrir Palestínu yrði afar mikilvægt að fá stuðning slíks ríkis. En ákvörðun um viðurkenningu verður fyrst og fremst að taka mið af utanríkisstefnu okkar fyrr og nú og siðferðilegum stuðningi Íslands við aukin mannréttindi, auk mats á því hvort hún yki eða drægi úr friðarlíkum milli Ísraels og Palestínu. Söguleg stefna ÍslandsÁrið 1947 átti glæsilegur fulltrúi Íslands, Thor Thors sendiherra, sinn þátt í því að allsherjarþing Sameinuðu þjóðanna samþykkti tillögu um tveggja ríkja lausnina svokölluðu, en hún felur í sér tilvist Palestínu og Ísraels hlið við hlið. Í 64 ár hefur Ísland því formlega stutt að Palestína verði fullvalda ríki. Undir forystu ólíkra ríkisstjórna hafa Íslendingar líka þróað utanríkisstefnu sem hefur fært okkur í fremstu röð þjóða sem berjast gegn mannréttindabrotum – sem eru daglegt brauð Palestínumanna. Rauður þráður gegnum utanríkisstefnuna síðustu áratugi hefur einnig verið órofa stuðningur við þá grundvallarafstöðu að smáþjóðir eigi sjálfar að fá að ráða örlögum sínum og hafa óskoraðan rétt til að verða fullvalda og frjálsar. Þess vegna brutu Íslendingar undir forystu Jóns Baldvins Hannibalssonar ísinn fyrir Eystrasaltsþjóðirnar fyrir 20 árum, viðurkenndu fullveldi Svartfellinga og komu fyrstir þjóða til liðsinnis við Króatíu. Tillaga mín um viðurkenningu á Palestínu er því í fullu samræmi við sögulega afstöðu Íslands á lýðveldistímanum, eindregna afstöðu okkar sem ríkis til mannréttinda, og stuðning Íslendinga við sjálfstæðisbaráttu smáþjóða. Öryggi ÍsraelsFrá tíma Thors Thors hefur Ísland stutt tilvist og öryggi Ísraels. Tillaga mín um viðurkenningu á fullveldi Palestínu breytir engu um það. Núverandi ríkisstjórn hefur í engu stutt við ríkisstjórnir sem vilja má Ísrael út af landakortinu en minna má á að ríkisstjórn Sjálfstæðisflokks og Framsóknar skipulagði opinbera heimsókn utanríkisráðherra til Írans árið 2003. Varla þarf að fara mörgum orðum um afstöðu þess ríkis til Ísraels. Í núverandi ríkisstjórn Ísraels eru átök milli forsætisráðherrans Benjamíns Netanyahu og utanríkisráðherrans Avigdors Lieberman um forystu fyrir hægri væng ísraelskra stjórnmála. Herská andstaða gegn sjálfstæðu ríki Palestínumanna er drýgst til árangurs í því og skakar þar hvor skellum þyngri. Þessi skammsýni veldur því að stjórnvöld í Ísrael eru blind á það einstaka tækifæri sem nú liggur í augum uppi til að stuðla að varanlegu öryggi ríkisins með því að semja frið við nágranna sína á grundvelli sjálfstæðrar Palestínu. Fyrir Ísrael væri happadrýgst að ganga frá slíkum samningum strax – áður en arabíska vorið lyftir nýjum lýðræðislega kjörnum ríkisstjórnum til valda. Þær eru líklegar til að spegla eindregna samúð almennings í þessum ríkjum með Palestínu og reynast miklu harðdrægari gagnvart Ísrael en einræðisherrarnir sem vorkoman er nú að feykja fyrir pólitískan ætternisstapa. Íslenska tillagan byggir á þeim vörðum sem alþjóðasamfélagið hefur þegar hlaðið um þá einu leið sem getur leitt til varanlegs friðar – tveggja ríkja lausnarinnar. Hún er því stuðningur við framtíðaröryggi Ísraels. Tilboð um friðHeimastjórn Palestínu og frelsishreyfingin PLO – sem íslenskur forsætisráðherra heimsótti fyrstur vestrænna leiðtoga í útlegð til Túnis árið 1990 – hafa viðurkennt Ísraelsríki. Palestínsk stjórnvöld hafa gefið vopnaða baráttu upp á bátinn og lýst eindregnum vilja til friðsamlegrar sambúðar við Ísrael. Þau hafa einnig fært þá fórn að fallast á landamærin frá því fyrir sex daga stríðið 1967 þó að í því felist að Palestína hafi helmingi minna land til umráða en Ísland studdi árið 1947. Enn er líka í fullu gildi yfirlýsing Arababandalagsins frá 2002 um að ríki þess muni stofna til eðlilegra og friðsamlegra samskipta við Ísrael, dragi það her sinn inn fyrir landamærin fyrir sex daga stríðið 1967. Stuðningi Íslands við Palestínu allt frá 1989 hafa jafnan fylgt skýrar kröfur af okkar hálfu um að Palestína framfylgi gildum og áherslum sem koma fram í stofnsáttmála Sameinuðu þjóðanna. Það hafa Palestínumenn nú í gadda slegið. Umsókn þeirra um aðild að Sameinuðu þjóðunum fylgdi skrifleg yfirlýsing um að Palestína sæktist eftir friði og myndi að fullu uppfylla þjóðréttarlegar skyldur sínar. Samviska AlþingisAlþingi hefur í vetur margsinnis rætt atburðina sem tengjast arabíska vorinu. Þingmenn úr öllum flokkum hafa lýst eindregnum stuðningi við kröfur almennings í viðkomandi löndum um mannréttindi og lýðræði. Það væri því tvískinnungur og hræsni ef alþingismenn sem hafa stutt réttindabaráttu íbúa Norður-Afríku neituðu Palestínumönnum um sama stuðning. Þeir búa þó óvéfengjanlega við hernám, stöðugt landrán og aðskilnaðarstefnu sem Desmond Tutu, erkibiskupinn suður-afríski, sagði skylda apartheid. Hvernig er hægt að styðja baráttu íbúa Líbíu, Egyptalands, Túnis, Sýrlands og Jemen, án þess að styðja sömu baráttu Palestínumanna? Það er ekki hægt. Slíkt er í senn órökrétt og þverstæðukennt og yrði Alþingi til minnkunar.
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun
Skoðun Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir skrifar
Skoðun Frá friði til vígvæðingar: Höfnum nýrri varnar- og öryggisstefnu utanríkisráðherra Steinunn Þóra Árnadóttir,Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Stærsta öryggismál barna í dag eru samskipti, mörk og viðbrögð við grun um ofbeldi Arnrún María Magnúsdóttir skrifar
Skoðun „Hættu að kenna innflytjendum um að tala ekki íslensku. Við erum ekki vandamálið“ Ian McDonald skrifar
Skoðun Þess vegna er vond hugmynd hjá Reykjavíkurborg að tekjutengja leikskólagjöld Halla Gunnarsdóttir skrifar
Skoðun Mamma fékk fjórar milljónir fyrir að eignast þig í apríl Guðfinna Kristín Björnsdóttir skrifar
Skoðun Staðreyndir um fasteignagjöld í Reykjanesbæ Guðný Birna Guðmundsdóttir,Sverrir Bergmann Magnússon,Sigurrós Antonsdóttir,Halldóra Fríða Þorvaldsdóttir,Bjarni Páll Tryggvason,Díana Hilmarsdóttir,Helga María Finnbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Ísland slítur sig frá þriggja áratuga norrænu menntasamstarfi Hópur fyrrverandi UWC-nema skrifar
Lestrarkunnátta barna batnar ekki með einni bók á hverja fimmtán nemendur Eydís Inga Valsdóttir Skoðun