Samfélag án aðgreiningar, virðum mannréttindi Grétar Pétur Geirsson skrifar 7. október 2011 06:00 Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. Við þekkjum öll þessa sögu, blökkumenn börðust fyrir jafnrétti, nú konur hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum, samkynhneigðir og nú stendur barátta fatlaðra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Næst á dagskrá hjá Alþingi er að festa í lög Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með tryggja mannréttindi fatlaðra að lögum. Í fyrstu grein Samnings SÞ segir: Markmiðið með þessum samningi er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. En hvað þýðir þetta allt, frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, bann við mismunun, jöfn tækifæri, aðgengi, jafnrétti kynjanna o.fl. Njóta ekki allir þessara réttinda, er þetta ekki ljóst í Stjórnarskrá landsins. Jú, þetta stendur þarna en þar sem mannréttindi fólks með fötlun eru ekki virt hvorki hér né í öðrum löndum, hefur verið farið í að túlka merkingu þess orðs að allir séu jafnir fyrir lögum. Ísland er búið að skrifa undir samninginn en ekki lögfesta. Meðan svo háttar til hefur hann sáralítið gildi. Það er á annað hundrað lönd sem hafa staðfest samninginn. Það er brýnt að samningurinn sé lögfestur. Við sem erum að vinna í þessari fötlunarpólitík skiljum ekki þennan seinagang stjórnvalda. Eru sjálfsögð mannréttindi eitthvað sem þarf að hræðast? Hvað gerir hinn hreyfihamlaða fatlaðan? Já, þetta er skrýtin spurning en svarið er einfalt. Skerðingin þarf ekki að vera stærsta hindrunin. Stærsta hindrun hreyfihamlaðra er samfélagið sjálft og það endurspeglast í því að aðgengi í sem víðastri merkingu er ekki fyrir hendi. Við höfum því ekki jöfn tækifæri. Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda sem öðrum hafa verið tryggð. Réttur til lífsAðildarríki Samnings SÞ árétta að sérhver mannvera eigi meðfæddan rétt til lífs og skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk fái notið þess á virkan hátt til jafns við aðra segir í 10. grein samningsins. En hvernig er þessum málum háttað þegar kemur að ófæddum börnum sem hafa verið greind með frávik? Staðreyndin er sú að 80% fóstra með frávik fá ekki að fæðast í þennan heim. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst ákvörðun foreldra og verður ekki sett í samning sem þennan, en það verður að tryggja að foreldrar sem standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem það nú er að fara í fóstureyðingu að þeir taki upplýsta ákvörðun. Slík ákvörðun er að mínu mati að foreldrar sem eiga von á barni með frávik fái allar þær upplýsingar sem hugsanlega liggja fyrir, ekki bara að það sé svo erfitt að vera með fatlað barn heldur að foreldrar fái að hitta foreldra sem eiga barn með frávik og fullorðinn fatlaðan einstakling. Einnig er mikilvægt að upplýsa hvaða rétt foreldrar eiga sem snýr að ríki og sveitarfélögum. Virðum margbreytileika lífsins og tökum upplýsta ákvörðun. Að eignast fatlað barn er enginn endir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. Við þekkjum öll þessa sögu, blökkumenn börðust fyrir jafnrétti, nú konur hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum, samkynhneigðir og nú stendur barátta fatlaðra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Næst á dagskrá hjá Alþingi er að festa í lög Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með tryggja mannréttindi fatlaðra að lögum. Í fyrstu grein Samnings SÞ segir: Markmiðið með þessum samningi er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. En hvað þýðir þetta allt, frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, bann við mismunun, jöfn tækifæri, aðgengi, jafnrétti kynjanna o.fl. Njóta ekki allir þessara réttinda, er þetta ekki ljóst í Stjórnarskrá landsins. Jú, þetta stendur þarna en þar sem mannréttindi fólks með fötlun eru ekki virt hvorki hér né í öðrum löndum, hefur verið farið í að túlka merkingu þess orðs að allir séu jafnir fyrir lögum. Ísland er búið að skrifa undir samninginn en ekki lögfesta. Meðan svo háttar til hefur hann sáralítið gildi. Það er á annað hundrað lönd sem hafa staðfest samninginn. Það er brýnt að samningurinn sé lögfestur. Við sem erum að vinna í þessari fötlunarpólitík skiljum ekki þennan seinagang stjórnvalda. Eru sjálfsögð mannréttindi eitthvað sem þarf að hræðast? Hvað gerir hinn hreyfihamlaða fatlaðan? Já, þetta er skrýtin spurning en svarið er einfalt. Skerðingin þarf ekki að vera stærsta hindrunin. Stærsta hindrun hreyfihamlaðra er samfélagið sjálft og það endurspeglast í því að aðgengi í sem víðastri merkingu er ekki fyrir hendi. Við höfum því ekki jöfn tækifæri. Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda sem öðrum hafa verið tryggð. Réttur til lífsAðildarríki Samnings SÞ árétta að sérhver mannvera eigi meðfæddan rétt til lífs og skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk fái notið þess á virkan hátt til jafns við aðra segir í 10. grein samningsins. En hvernig er þessum málum háttað þegar kemur að ófæddum börnum sem hafa verið greind með frávik? Staðreyndin er sú að 80% fóstra með frávik fá ekki að fæðast í þennan heim. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst ákvörðun foreldra og verður ekki sett í samning sem þennan, en það verður að tryggja að foreldrar sem standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem það nú er að fara í fóstureyðingu að þeir taki upplýsta ákvörðun. Slík ákvörðun er að mínu mati að foreldrar sem eiga von á barni með frávik fái allar þær upplýsingar sem hugsanlega liggja fyrir, ekki bara að það sé svo erfitt að vera með fatlað barn heldur að foreldrar fái að hitta foreldra sem eiga barn með frávik og fullorðinn fatlaðan einstakling. Einnig er mikilvægt að upplýsa hvaða rétt foreldrar eiga sem snýr að ríki og sveitarfélögum. Virðum margbreytileika lífsins og tökum upplýsta ákvörðun. Að eignast fatlað barn er enginn endir.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun