Samfélag án aðgreiningar, virðum mannréttindi Grétar Pétur Geirsson skrifar 7. október 2011 06:00 Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. Við þekkjum öll þessa sögu, blökkumenn börðust fyrir jafnrétti, nú konur hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum, samkynhneigðir og nú stendur barátta fatlaðra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Næst á dagskrá hjá Alþingi er að festa í lög Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með tryggja mannréttindi fatlaðra að lögum. Í fyrstu grein Samnings SÞ segir: Markmiðið með þessum samningi er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. En hvað þýðir þetta allt, frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, bann við mismunun, jöfn tækifæri, aðgengi, jafnrétti kynjanna o.fl. Njóta ekki allir þessara réttinda, er þetta ekki ljóst í Stjórnarskrá landsins. Jú, þetta stendur þarna en þar sem mannréttindi fólks með fötlun eru ekki virt hvorki hér né í öðrum löndum, hefur verið farið í að túlka merkingu þess orðs að allir séu jafnir fyrir lögum. Ísland er búið að skrifa undir samninginn en ekki lögfesta. Meðan svo háttar til hefur hann sáralítið gildi. Það er á annað hundrað lönd sem hafa staðfest samninginn. Það er brýnt að samningurinn sé lögfestur. Við sem erum að vinna í þessari fötlunarpólitík skiljum ekki þennan seinagang stjórnvalda. Eru sjálfsögð mannréttindi eitthvað sem þarf að hræðast? Hvað gerir hinn hreyfihamlaða fatlaðan? Já, þetta er skrýtin spurning en svarið er einfalt. Skerðingin þarf ekki að vera stærsta hindrunin. Stærsta hindrun hreyfihamlaðra er samfélagið sjálft og það endurspeglast í því að aðgengi í sem víðastri merkingu er ekki fyrir hendi. Við höfum því ekki jöfn tækifæri. Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda sem öðrum hafa verið tryggð. Réttur til lífsAðildarríki Samnings SÞ árétta að sérhver mannvera eigi meðfæddan rétt til lífs og skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk fái notið þess á virkan hátt til jafns við aðra segir í 10. grein samningsins. En hvernig er þessum málum háttað þegar kemur að ófæddum börnum sem hafa verið greind með frávik? Staðreyndin er sú að 80% fóstra með frávik fá ekki að fæðast í þennan heim. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst ákvörðun foreldra og verður ekki sett í samning sem þennan, en það verður að tryggja að foreldrar sem standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem það nú er að fara í fóstureyðingu að þeir taki upplýsta ákvörðun. Slík ákvörðun er að mínu mati að foreldrar sem eiga von á barni með frávik fái allar þær upplýsingar sem hugsanlega liggja fyrir, ekki bara að það sé svo erfitt að vera með fatlað barn heldur að foreldrar fái að hitta foreldra sem eiga barn með frávik og fullorðinn fatlaðan einstakling. Einnig er mikilvægt að upplýsa hvaða rétt foreldrar eiga sem snýr að ríki og sveitarfélögum. Virðum margbreytileika lífsins og tökum upplýsta ákvörðun. Að eignast fatlað barn er enginn endir. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason Skoðun „Rússland hefur hins vegar ráðist inn í 19 ríki“ Einar Ólafsson Skoðun Hverjum voru ráðherrann og RÚV að refsa? Júlíus Valsson Skoðun Skoðun Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Flugvöllurinn í Reykjavík - fyrir landið allt Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Gamla fólkið okkar býr við óöryggi – kerfið okkar er að bregðast Valný Óttarsdóttir skrifar Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Fiktið byrjar ekki sem sjúkdómur Gunnar Salvarsson skrifar Skoðun Jólagjöf ríkisstjórnarinnar Guðrún Hafsteinsdóttir skrifar Skoðun Einfaldlega íslenskt, líka um jólin Hafliði Halldórsson skrifar Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar Skoðun Vönduð lagasetning á undanhaldi Diljá Matthíasardóttir skrifar Skoðun Borgar það sig að panta mat á netinu? Jóhann Már Helgason skrifar Skoðun Staðreyndir um móttöku flóttafólks í Hafnarfirði Margrét Vala Marteinsdóttir skrifar Skoðun „Fullkominn fjandskapur í garð smáríkis“ Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar Hr. X bjargaði jólunum Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Öll lífsins gæði mynda skattstofn Jens Garðar Helgason skrifar Skoðun Þegar lögheimilið verður að útilokunartæki Jack Hrafnkell Daníelsson skrifar Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar Skoðun Mýtuvaxtarækt loftslagsafneitunar Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Hvað ætlið þið að gera fyrir okkur Seyðfirðinga? Júlíana Björk Garðarsdóttir skrifar Skoðun Jarðvegstilskipun Evrópu Anna María Ágústsdóttir skrifar Skoðun Jólagjöfin í ár Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samsköttun, samnýting eða skattahækkun? Kristófer Már Maronsson skrifar Sjá meira
Þó að standi í Stjórnarskránni að allir skulu vera jafnir fyrir lögum þá er það ekki þannig í raun. Menn hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum í gegnum tíðina og þurfa enn. Mannréttindi eru brotin á hverjum degi. Við þekkjum öll þessa sögu, blökkumenn börðust fyrir jafnrétti, nú konur hafa þurft að berjast fyrir sínum réttindum, samkynhneigðir og nú stendur barátta fatlaðra fyrir sjálfsögðum mannréttindum. Næst á dagskrá hjá Alþingi er að festa í lög Samning Sameinuðu þjóðanna um réttindi fatlaðs fólks og þar með tryggja mannréttindi fatlaðra að lögum. Í fyrstu grein Samnings SÞ segir: Markmiðið með þessum samningi er að stuðla að því að fatlað fólk njóti allra mannréttinda og mannfrelsis til fulls og jafns við aðra. En hvað þýðir þetta allt, frelsi til að taka sjálfstæðar ákvarðanir, bann við mismunun, jöfn tækifæri, aðgengi, jafnrétti kynjanna o.fl. Njóta ekki allir þessara réttinda, er þetta ekki ljóst í Stjórnarskrá landsins. Jú, þetta stendur þarna en þar sem mannréttindi fólks með fötlun eru ekki virt hvorki hér né í öðrum löndum, hefur verið farið í að túlka merkingu þess orðs að allir séu jafnir fyrir lögum. Ísland er búið að skrifa undir samninginn en ekki lögfesta. Meðan svo háttar til hefur hann sáralítið gildi. Það er á annað hundrað lönd sem hafa staðfest samninginn. Það er brýnt að samningurinn sé lögfestur. Við sem erum að vinna í þessari fötlunarpólitík skiljum ekki þennan seinagang stjórnvalda. Eru sjálfsögð mannréttindi eitthvað sem þarf að hræðast? Hvað gerir hinn hreyfihamlaða fatlaðan? Já, þetta er skrýtin spurning en svarið er einfalt. Skerðingin þarf ekki að vera stærsta hindrunin. Stærsta hindrun hreyfihamlaðra er samfélagið sjálft og það endurspeglast í því að aðgengi í sem víðastri merkingu er ekki fyrir hendi. Við höfum því ekki jöfn tækifæri. Fatlað fólk á sama tilkall til allra mannréttinda sem öðrum hafa verið tryggð. Réttur til lífsAðildarríki Samnings SÞ árétta að sérhver mannvera eigi meðfæddan rétt til lífs og skuli gera allar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að tryggja að fatlað fólk fái notið þess á virkan hátt til jafns við aðra segir í 10. grein samningsins. En hvernig er þessum málum háttað þegar kemur að ófæddum börnum sem hafa verið greind með frávik? Staðreyndin er sú að 80% fóstra með frávik fá ekki að fæðast í þennan heim. Ég geri mér fulla grein fyrir því að þetta er fyrst og fremst ákvörðun foreldra og verður ekki sett í samning sem þennan, en það verður að tryggja að foreldrar sem standa frammi fyrir þeirri erfiðu ákvörðun sem það nú er að fara í fóstureyðingu að þeir taki upplýsta ákvörðun. Slík ákvörðun er að mínu mati að foreldrar sem eiga von á barni með frávik fái allar þær upplýsingar sem hugsanlega liggja fyrir, ekki bara að það sé svo erfitt að vera með fatlað barn heldur að foreldrar fái að hitta foreldra sem eiga barn með frávik og fullorðinn fatlaðan einstakling. Einnig er mikilvægt að upplýsa hvaða rétt foreldrar eiga sem snýr að ríki og sveitarfélögum. Virðum margbreytileika lífsins og tökum upplýsta ákvörðun. Að eignast fatlað barn er enginn endir.
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Skoðun Hvers vegna heyra yfirvöld á Íslandi ekki grátbeiðni Sameinuðu þjóðanna og yfir 200 hjálparsamtaka um aðgerðir gegn Ísrael? Björn B. Björnsson skrifar
Skoðun Réttaröryggi nemenda og framkvæmd inntöku í framhaldsskóla Karen María Jónsdóttir skrifar
Skoðun Vandfýsin og útilokandi samstaða: Ólýðræðislegir tilburðir íslensku elítunnar gegn réttindabaráttu verkaðlýðsins Armando Garcia skrifar
Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller Skoðun