Svarað á sama máli Ingibjörg Ferdinandsdóttir skrifar 4. júní 2016 07:00 Nýverið átti ég gott samtal við erlenda nemendur mína sem eru fullorðið fólk á talþjálfunarnámskeiði í íslensku. Í þessu samtali kviknaði á fjölmörgum perum í kollinum á okkur um mannlegt eðli. Í mannlegu eðli leynast margar ólíkar tilfinningar og þær geta einkennst meðal annars af meðvirkni en einnig samkennd. Plús allar hinar sem við förum ekki inn á hér. Samlandar mínir, Íslendingar, eru margir hverjir nokkuð meðvirkir og oft verið talað um Ísland sem meðvirka þjóð. Við þykjum einnig oft á tíðum fljót að gleyma en kannski blessunarlega erum við upp til hópa ekkert alltof langrækin. En það er önnur saga. Umræðuefnið með þátttakendunum á íslenskunámskeiðinu beindist að þeim hvimleiða ávana Íslendinga að svara útlendingum á ensku sem eru að spreyta sig á hinu íslenska ylhýra. Ég horfði í augun á fólkinu þennan morgun, sem er meðal annars komið alla leið frá Nepal, Filipseyjum, Bandaríkjunum og Póllandi. Öll höfðu þau sína sögu að segja af mis-vel-heppnuðum tilraunum til að tjá sig á íslensku við mismunandi aðstæður en var svarað á ensku. Ég hvatti þau einlæglega til að halda ótrauð áfram þessari „baráttu“ því hún myndi skila sér á endanum. En þetta hlýtur að vera lýjandi. Og vitiði ég get sjálf skrifað undir að svo sé, þó hún sé einungis örlítið brot af reynslu míns fólks. Árið 2014 fór ég ásamt samstarfskonu minni í vinnuferð til Stokkhólms. Fjórða kvöldið okkar fórum við stöllur á huggulegan ítalskan veitingastað þar sem starfsfólkið var ítalskt en það talaði sænsku. Sjálf tala ég ágætis sænsku eftir að hafa búið í Svíþjóð í rúm sex ár. Kannski örlar enn á gautaborgskum hreim með dassi af íslenskubroti þar sem áratugur er liðinn frá flutningum heim. Þá var komið því að greiða fyrir matinn. Ég sagði þjóninum (á sænsku auðvitað) hvar við sátum. Hann svarði mér á ensku og það kom mér á óvart þar sem ég vissi að hann talaði lýtalausa sænsku! Þvínæst segi ég honum, áfram á sænsku, að við vorum ánægðar með matinn og staðinn. Sami þjónn svarar mér á ensku og ég finn fyrir pirringi vakna innra með mér. Gef mig þó ekki og held áfram einhverju sænsku smátali. Hann segir „please be welcome again“ þegar við hverfum út um dyrnar. Næst þegar þú finnur þig í þeirri stöðu að mæta útlendingi sem talar mál sem rúmlega þrjúhundruð þúsund manns í heiminum tala, viltu þá hugsa þig tvisvar um áður en þú svarar. Ef viðkomandi leggur það á sig að tala við þig á íslensku þá get ég lofað þér því að það er farsælast að svara viðkomandi á íslensku. Æfingin skapar jú meistarann ekki satt? Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Hjálp, barnið mitt spilar Roblox! Kristín Magnúsdóttir skrifar Skoðun Líkindi með guðstrú og djöflatrú Gunnar Björgvinsson skrifar Skoðun Ævinlega þakkláti flóttamaðurinn Zeljka Kristín Klobucar skrifar Skoðun Vér vesalingar Ingólfur Sverrisson skrifar Skoðun Leikrit Landsvirkjunar Snæbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Svona eða hinsegin, hvert okkar verður næst? Unnar Geir Unnarsson skrifar Skoðun Reynisfjara og mannréttindasáttmáli Evrópu Róbert R. Spanó skrifar Skoðun Að hlúa að foreldrum: Forvörn sem skiptir máli Áróra Huld Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ákall til íslenskra stjórnmálamanna Magnús Árni Skjöld Magnússon skrifar Skoðun Þurfum við virkilega „leyniþjónustu”? Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Byrjað á öfugum enda! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Væri ekki hlaupið út aftur Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Gervigreind fyrir alla — en fyrir hvern í raun? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Hefur ítrekað hótað okkur áður Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar Skoðun Bandaríkin voru alltaf vondi kallinn Karl Héðinn Kristjánsson skrifar Skoðun Erum við á leiðinni í hnífavesti? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar Skoðun Kæfandi klámhögg sveitarstjóra Jón Trausti Reynisson skrifar Skoðun Klár fyrir Verslunarmannahelgina? Ágúst Mogensen skrifar Skoðun Vegið að börnum í pólitískri aðför að ferðaþjónustunni Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Hið tæra illa Gunnar Hólmsteinn Ársælsson skrifar Skoðun Ferðamannaiðnaður? Nei, ferðaþjónusta! Guðmundur Björnsson skrifar Skoðun Hæðarveiki og lyf Ari Trausti Guðmundsson skrifar Skoðun Landsvirkjun hafin yfir lög Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar Skoðun Þau eru framtíðin – en fá ekki að njóta nútímans Sigurður Kári skrifar Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Hvers vegna þegir kristin, vestræn menning? Ómar Torfason skrifar Sjá meira
Nýverið átti ég gott samtal við erlenda nemendur mína sem eru fullorðið fólk á talþjálfunarnámskeiði í íslensku. Í þessu samtali kviknaði á fjölmörgum perum í kollinum á okkur um mannlegt eðli. Í mannlegu eðli leynast margar ólíkar tilfinningar og þær geta einkennst meðal annars af meðvirkni en einnig samkennd. Plús allar hinar sem við förum ekki inn á hér. Samlandar mínir, Íslendingar, eru margir hverjir nokkuð meðvirkir og oft verið talað um Ísland sem meðvirka þjóð. Við þykjum einnig oft á tíðum fljót að gleyma en kannski blessunarlega erum við upp til hópa ekkert alltof langrækin. En það er önnur saga. Umræðuefnið með þátttakendunum á íslenskunámskeiðinu beindist að þeim hvimleiða ávana Íslendinga að svara útlendingum á ensku sem eru að spreyta sig á hinu íslenska ylhýra. Ég horfði í augun á fólkinu þennan morgun, sem er meðal annars komið alla leið frá Nepal, Filipseyjum, Bandaríkjunum og Póllandi. Öll höfðu þau sína sögu að segja af mis-vel-heppnuðum tilraunum til að tjá sig á íslensku við mismunandi aðstæður en var svarað á ensku. Ég hvatti þau einlæglega til að halda ótrauð áfram þessari „baráttu“ því hún myndi skila sér á endanum. En þetta hlýtur að vera lýjandi. Og vitiði ég get sjálf skrifað undir að svo sé, þó hún sé einungis örlítið brot af reynslu míns fólks. Árið 2014 fór ég ásamt samstarfskonu minni í vinnuferð til Stokkhólms. Fjórða kvöldið okkar fórum við stöllur á huggulegan ítalskan veitingastað þar sem starfsfólkið var ítalskt en það talaði sænsku. Sjálf tala ég ágætis sænsku eftir að hafa búið í Svíþjóð í rúm sex ár. Kannski örlar enn á gautaborgskum hreim með dassi af íslenskubroti þar sem áratugur er liðinn frá flutningum heim. Þá var komið því að greiða fyrir matinn. Ég sagði þjóninum (á sænsku auðvitað) hvar við sátum. Hann svarði mér á ensku og það kom mér á óvart þar sem ég vissi að hann talaði lýtalausa sænsku! Þvínæst segi ég honum, áfram á sænsku, að við vorum ánægðar með matinn og staðinn. Sami þjónn svarar mér á ensku og ég finn fyrir pirringi vakna innra með mér. Gef mig þó ekki og held áfram einhverju sænsku smátali. Hann segir „please be welcome again“ þegar við hverfum út um dyrnar. Næst þegar þú finnur þig í þeirri stöðu að mæta útlendingi sem talar mál sem rúmlega þrjúhundruð þúsund manns í heiminum tala, viltu þá hugsa þig tvisvar um áður en þú svarar. Ef viðkomandi leggur það á sig að tala við þig á íslensku þá get ég lofað þér því að það er farsælast að svara viðkomandi á íslensku. Æfingin skapar jú meistarann ekki satt?
Skoðun Við þurfum ekki að loka landinu – við þurfum að opna augun Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Þjóðaratkvæðagreiðsla vegna umsóknar um aðild að ESB er stjórnsýslugrín! Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Ákall til umhverfis-, orku- og loftslagsráðherra að standa við gefin loforð Laura Sólveig Lefort Scheefer,Snorri Hallgrímsson,Sigurlaug Eir Beck Þórsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Ida Karólína Harris,Antonia Hamann,Julien Nayet-Pelletier skrifar
Skoðun Fjárskipti við slit óvígðrar sambúðar: Meginreglur og frávik Sveinn Ævar Sveinsson skrifar
Skoðun Greiðsla með Vísakorti tryggir ekki endurgreiðslu – forfallatryggingar gagnslausar þegar mest á reynir Erna Guðmundsdóttir skrifar