Lífræn ræktun og lífrænn landbúnaður 8. október 2011 11:00 Lífræn ræktun, lífrænn landbúnaður og iðnaðarframleiðsla landbúnaðarafurða hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum sem og réttur neytenda til að afla sér upplýsinga um erfðabreytt matvæli. En um hvað snýst lífræn ræktun? Lífræn ræktun, sem segja má að sé lífefld ræktun á vaxandi vinsældum að fagna og byggir hún m.a. á leiðbeiningum dr. Rudolfs Steiners sem var austurrískur náttúruvísindamaður og heimspekingur, en einnig á áratuga traustum grunni tilrauna og rannsókna. Lífræn ræktun hefur verið stunduð frá örófi alda um allan heim. Njáll á Bergþórshvoli stundaði lífræna ræktun og lét aka skarni á hóla, en meðal frumkvöðla hér á landi á seinni tímum má nefna garðyrkjumenn við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Vistvæna ræktun- og landbúnað má telja þann sem sannanlega raskar ekki vistkerfum náttúrunnar til skaða. Í lífefldri ræktun og landbúnaði eru settar enn strangari reglur og gæðakröfur, auk þess að háttbundin notkun náttúrulegra hvata er viðhöfð. Hvatar örva niðurbrot og uppsöfnun næringarefna í safnhaug og jarðvegi og stuðla að betri nýtingu áburðarefna, ásamt því að auka gæði og geymsluþol matjurta. Lífræn ræktun er af sama meiði og lífrænn landbúnaður en samkvæmt samþykktum alþjóðlegrar hreyfingar um lífrænan landbúnað eru helstu markmiðin þessi: Að framleiða holl matvæli í besta gæðaflokki og í nægjanlegu magni. Að vinna með lífríki jarðar en ekki gegn því. Að viðhalda og auka frjósemi jarðvegs til langframa. Að stuðla að og auka lífræna hringrás í landbúnaði með örverum, jarðvegsflóru og fánu, jurtum og dýrum. Að nota eins mikið og kostur er af endurnýjanlegum auðlindum í staðbundnum sjálfbærum landbúnaði. Að vinna eins og kostur er með lokuð kerfi varðandi lífræn efni og næringarefni. Að veita búpeningi nauðsynleg skilyrði til að lifa eðlilegu lífi en endurnýta hráefni og afurðir eins og kostur er. Að forðast alla mengun vegna tækjanotkunar. Að viðhalda fjölbreytni tegunda á ræktuðum svæðum og umhverfis þau, m.a. með verndun plöntu- og dýrasamfélaga. Að hafa í huga félagsleg og umhverfisleg áhrif landbúnaðar, einnig með tilliti til lífsafkomu og starfsánægju framleiðenda. Markmið lífrænnar ræktunar er þríþætt: að viðhalda frjósemi jarðvegs til framtíðar; að auka mótstöðuafl jurta gegn sjúkdómum og sníkjudýrum með réttum ræktunaraðferðum svo notkun hættulegra eitur- og varnarefna verði ónauðsynleg; og loks að framleiða heilnæmar afurðir af sem mestum gæðum. Í lífrænni ræktun er fylgt náttúrulegum takti hverrar árstíðar. Frjósemi jarðvegs er viðhaldið með víxlræktun, fjölbreyttu tegundavali við ræktun og jarðveginum er skilað aftur sem nemur afrakstri af uppskeru jarðvegsins. Hlutverk áburðar í lífrænni ræktun er að auðga hann og gæða lífi og í því tilliti er húsdýraáburður einn mikilvægasti þátturinn. Það sem mestu veldur er lífshvatinn sem í honum er og hann færir jarðveginum. Húsdýraáburður er jarðvegsbætandi, eykur magn gróðurmoldar og framleiðni hennar. Lífrænn áburður er m.a. þangmjöl, fiskimjöl, beina- og kjötmjöl og jurtaleifar. Nokkrar plöntutegundir er unnt að rækta til að auka næringarinnihald jarðvegs, einkum sem þátt af sáðskiptaræktun. Þetta eru t.d. belgjurtir, s.s. smári, sem ræktaðar eru að sumri en plægðar niður að hausti sem grænáburður. Með íblöndun lífræns áburðar í ræktunarjarðveg er rennt stoðum undir fjölskrúðugt örverulíf í moldinni en það er undirstaða arðsemi og þrifa nytjaplantna vegna þess að örverur ummynda næringarefni í náttúrulegri hringrás og styrkja mótstöðuafl jurta gegn ásókn skordýra og gegn sjúkdómum. Lifandi jarðvegur er því frjósamur jarðvegur. Afar mikilvægt er að meðhöndla áburðinn þannig að hann örvi og viðhaldi lífsferlinum í jarðvegi og að verðmæt næringarefni, s.s. köfnunarefni sem er óstöðugt, nýtist sem best. Ummyndun áburðarins í safnhaugaferlinu er jarðveginum nauðsynleg til viðhalds og endurnýjunar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Skoðun Skoðun Hinn falski raunveruleiki Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar Skoðun Alvarlegar rangfærslur í Hitamálum Eyþór Eðvarðsson skrifar Skoðun Verður Hvalfjörður gerður að einni stærstu rotþró landsins? Haraldur Eiríksson skrifar Skoðun Fleiri ásælast Grænland en Trump Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Mótmæli frá grasrótinni eru orðin saga í Evrópu Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Er tímabili friðar að ljúka árið 2026? Jun Þór Morikawa skrifar Skoðun Reykvískir lýðræðisjafnaðarmenn – kjósum oddvita Freyr Snorrason skrifar Skoðun Ástandið, jólavókaflóðið og druslur nútímans Sæunn I. Marinósdóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Sjá meira
Lífræn ræktun, lífrænn landbúnaður og iðnaðarframleiðsla landbúnaðarafurða hefur verið til umfjöllunar í fjölmiðlum sem og réttur neytenda til að afla sér upplýsinga um erfðabreytt matvæli. En um hvað snýst lífræn ræktun? Lífræn ræktun, sem segja má að sé lífefld ræktun á vaxandi vinsældum að fagna og byggir hún m.a. á leiðbeiningum dr. Rudolfs Steiners sem var austurrískur náttúruvísindamaður og heimspekingur, en einnig á áratuga traustum grunni tilrauna og rannsókna. Lífræn ræktun hefur verið stunduð frá örófi alda um allan heim. Njáll á Bergþórshvoli stundaði lífræna ræktun og lét aka skarni á hóla, en meðal frumkvöðla hér á landi á seinni tímum má nefna garðyrkjumenn við Heilsustofnun NLFÍ í Hveragerði. Vistvæna ræktun- og landbúnað má telja þann sem sannanlega raskar ekki vistkerfum náttúrunnar til skaða. Í lífefldri ræktun og landbúnaði eru settar enn strangari reglur og gæðakröfur, auk þess að háttbundin notkun náttúrulegra hvata er viðhöfð. Hvatar örva niðurbrot og uppsöfnun næringarefna í safnhaug og jarðvegi og stuðla að betri nýtingu áburðarefna, ásamt því að auka gæði og geymsluþol matjurta. Lífræn ræktun er af sama meiði og lífrænn landbúnaður en samkvæmt samþykktum alþjóðlegrar hreyfingar um lífrænan landbúnað eru helstu markmiðin þessi: Að framleiða holl matvæli í besta gæðaflokki og í nægjanlegu magni. Að vinna með lífríki jarðar en ekki gegn því. Að viðhalda og auka frjósemi jarðvegs til langframa. Að stuðla að og auka lífræna hringrás í landbúnaði með örverum, jarðvegsflóru og fánu, jurtum og dýrum. Að nota eins mikið og kostur er af endurnýjanlegum auðlindum í staðbundnum sjálfbærum landbúnaði. Að vinna eins og kostur er með lokuð kerfi varðandi lífræn efni og næringarefni. Að veita búpeningi nauðsynleg skilyrði til að lifa eðlilegu lífi en endurnýta hráefni og afurðir eins og kostur er. Að forðast alla mengun vegna tækjanotkunar. Að viðhalda fjölbreytni tegunda á ræktuðum svæðum og umhverfis þau, m.a. með verndun plöntu- og dýrasamfélaga. Að hafa í huga félagsleg og umhverfisleg áhrif landbúnaðar, einnig með tilliti til lífsafkomu og starfsánægju framleiðenda. Markmið lífrænnar ræktunar er þríþætt: að viðhalda frjósemi jarðvegs til framtíðar; að auka mótstöðuafl jurta gegn sjúkdómum og sníkjudýrum með réttum ræktunaraðferðum svo notkun hættulegra eitur- og varnarefna verði ónauðsynleg; og loks að framleiða heilnæmar afurðir af sem mestum gæðum. Í lífrænni ræktun er fylgt náttúrulegum takti hverrar árstíðar. Frjósemi jarðvegs er viðhaldið með víxlræktun, fjölbreyttu tegundavali við ræktun og jarðveginum er skilað aftur sem nemur afrakstri af uppskeru jarðvegsins. Hlutverk áburðar í lífrænni ræktun er að auðga hann og gæða lífi og í því tilliti er húsdýraáburður einn mikilvægasti þátturinn. Það sem mestu veldur er lífshvatinn sem í honum er og hann færir jarðveginum. Húsdýraáburður er jarðvegsbætandi, eykur magn gróðurmoldar og framleiðni hennar. Lífrænn áburður er m.a. þangmjöl, fiskimjöl, beina- og kjötmjöl og jurtaleifar. Nokkrar plöntutegundir er unnt að rækta til að auka næringarinnihald jarðvegs, einkum sem þátt af sáðskiptaræktun. Þetta eru t.d. belgjurtir, s.s. smári, sem ræktaðar eru að sumri en plægðar niður að hausti sem grænáburður. Með íblöndun lífræns áburðar í ræktunarjarðveg er rennt stoðum undir fjölskrúðugt örverulíf í moldinni en það er undirstaða arðsemi og þrifa nytjaplantna vegna þess að örverur ummynda næringarefni í náttúrulegri hringrás og styrkja mótstöðuafl jurta gegn ásókn skordýra og gegn sjúkdómum. Lifandi jarðvegur er því frjósamur jarðvegur. Afar mikilvægt er að meðhöndla áburðinn þannig að hann örvi og viðhaldi lífsferlinum í jarðvegi og að verðmæt næringarefni, s.s. köfnunarefni sem er óstöðugt, nýtist sem best. Ummyndun áburðarins í safnhaugaferlinu er jarðveginum nauðsynleg til viðhalds og endurnýjunar.
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun
Skoðun Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon skrifar
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Bandaríkin léku lykilhlutverk í samruna Evrópu sem leiddi til friðar og efnahagslegrar velsældar Kristján Vigfússon Skoðun