Skemmtilegri í 25 ár Ari Edwald skrifar 9. október 2011 08:00 Þegar Stöð 2 hóf útsendingar 9. október 1986 - fyrst frjálsra og einkarekinna sjónvarpsstöðva á Íslandi - hafði þjóðin í reynd ekki fengið að kynnast til fulls áhrifamætti og notagildi þessa magnaða miðils, sjónvarpsins. Það mun ekki hafa skort efasemdir um að slíkt framtak væri yfirhöfuð á færi einkaaðila og að sjónvarpsrekstur gæti staðið undir sér sem fyrirtæki á okkar smáa markaði. En frumherjarnir voru stórhuga og settu stefnuna á alhliða sjálfstæða sjónvarpsstöð, sem byði upp á fyrsta flokks sjónvarpsefni af öllu tagi. Þeir töldu einfaldlega að stöðin myndi ekki hljóta nægilega útbreiðslu sem áskriftarstöð á meðal íslensku þjóðarinnar ef markið væri sett lægra. Allar götur síðan hefur það verið meginmarkmið stöðvarinnar að skemmta þjóðinni. Stytta henni stundir heima í stofu með því að bjóða upp á vandlega valda blöndu af vinsælasta erlenda skemmtiefninu, bestu íslensku dagskrárgerð sem völ er á, vönduðu barnaefni og síðast en ekki síst fréttum og fréttatengdri umfjöllun, á mannamáli, um fólkið í landinu fyrir fólkið í landinu. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur staðið vaktina frá fyrsta starfsdegi stöðvarinnar og er hún gott dæmi um þau þrekvirki sem unnin hafa verið á stöðinni. En brautryðjendaverk Stöðvar 2 eru sannarlega margvísleg. Án hennar þyrftum við ef til vill enn að þola sjónvarpslaus fimmtudagskvöld og í ofanálag heilan mánuð af stillimynd í júlí. Við þetta má líka bæta að Stöð 2 var fyrsta stöðin til að bjóða upp á dagskrá allan sólarhringinn, talsett barnaefni, í morgundagskrá um helgar, sérstaka hliðarstöð helgaða bíómyndum, plúsrásir, stafræna útsendingu, háskerpuútsendingu, þrívíddarútsendingu, frelsi til að horfa á þætti þegar best hentar og svo mætti lengi telja. Það er bjargföst trú mín að Stöð 2 verði áfram leiðandi í framþróun íslensks sjónvarps og tengdra miðla. En þrátt fyrir þessa jákvæðu og nauðsynlegu nýjungagirni, allt sem gengið hefur á, eigendaskipti og mannabreytingar, höfum við aldrei misst sjónar af því sem mestu máli skiptir; að bjóða áskrifendum ætíð upp á framúrskarandi dagskrá. Og við gleymum því heldur aldrei að það eru áskrifendur sem ráða ferðinni og ákveða á endanum dagskrá stöðvarinnar. Það gera þeir með frelsi sínu og valdi til að velja og hafna því sem við höfum upp á að bjóða. Það eru líka áskrifendur Stöðvar 2, ásamt auglýsendum og framúrskarandi lista- og hæfileikafólki, sem eiga heiðurinn af öllu því frábæra innlenda dagskrárefni sem Stöð 2 hefur boðið upp á. Áskrifendur eru þar með einn helsti bakhjarl kvikmynda- og þáttagerðar í landinu og þeirra framfara sem átt hafa sér stað í sjónvarpsþáttagerð á Íslandi. Þessu gleymum við aldrei og er okkur því efst í huga á þessu stórafmæli Stöðvar 2 - þakklæti. Þakklæti til alls þess starfsfólks, skemmtikrafta og listafólks sem gætt hefur stöðina lífi, þakklæti til auglýsenda fyrir þá tiltrú sem þeir hafa sýnt stöðinni og síðast en ekki síst þakklæti til áskrifenda sem gert hafa Stöð 2 skemmtilegri í 25 ár - og munu áfram gera um ókomna tíð því þetta er ekki bara smellið slagorð, heldur loforð. Þess vegna horfum við björtum augum á komandi vetur og langa framtíð. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun Hverjir eiga Ísland? Jón Baldvin Hannibalsson Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Sanngirni að brenna 230 milljarða króna? Björn Leví Gunnarsson skrifar Skoðun Strandveiðar eru ekki sóun Örn Pálsson skrifar Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar Skoðun SFS skuldar Sigurjón Þórðarson skrifar Skoðun Hvar er hjálpin sem okkur var lofað? Dagmar Valsdóttir skrifar Skoðun Áform um fleiri strandveiðidaga: Áhættusöm ákvörðun Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Slítum stjórnmálasambandi við Ísrael! Ólafur Ingólfsson skrifar Skoðun Aukið við sóun með einhverjum ráðum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Kæru valkyrjur, hatrið sigraði líklega í þetta skiptið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Vönduð vinnubrögð - alltaf! Jóna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórnin stóð af sér áhlaup sérhagsmuna Ásthildur Lóa Þórsdóttir skrifar Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar Skoðun Tvöföld bið eftir geislameðferð er of löng Katrín Sigurðardóttir skrifar Skoðun Fröken þjóðarmorð: Þér er ekki boðið! Linda Ósk Árnadóttir,Yousef Ingi Tamimi skrifar Skoðun Linsa Lífsins Matthildur Björnsdóttir skrifar Skoðun „Að skrifa söguna“ Var of mikið undir hjá kvennalandsliðinu? Viðar Halldórsson skrifar Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Netöryggi til framtíðar Unnur Kristín Sveinbjarnardóttir skrifar Skoðun Aftur á byrjunarreit Hörður Arnarson skrifar Skoðun Norðurlandamet í fúski! Kristinn Karl Brynjarsson skrifar Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ursula von der Leyen styður þjóðarmorð! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvert er markmið fulltrúalýðræðis? Hlynur Orri Stefánsson,Vilhjálmur Árnason skrifar Skoðun Ég vona að þú gleymir mér ekki Hlynur Már Vilhjálmsson skrifar Skoðun Hvaða einkunn fékkst þú á bílprófinu? Grétar Birgisson skrifar Skoðun Að koma út í lífið með verri forgjöf, hvernig tilfinning er það? Davíð Bergmann skrifar Sjá meira
Þegar Stöð 2 hóf útsendingar 9. október 1986 - fyrst frjálsra og einkarekinna sjónvarpsstöðva á Íslandi - hafði þjóðin í reynd ekki fengið að kynnast til fulls áhrifamætti og notagildi þessa magnaða miðils, sjónvarpsins. Það mun ekki hafa skort efasemdir um að slíkt framtak væri yfirhöfuð á færi einkaaðila og að sjónvarpsrekstur gæti staðið undir sér sem fyrirtæki á okkar smáa markaði. En frumherjarnir voru stórhuga og settu stefnuna á alhliða sjálfstæða sjónvarpsstöð, sem byði upp á fyrsta flokks sjónvarpsefni af öllu tagi. Þeir töldu einfaldlega að stöðin myndi ekki hljóta nægilega útbreiðslu sem áskriftarstöð á meðal íslensku þjóðarinnar ef markið væri sett lægra. Allar götur síðan hefur það verið meginmarkmið stöðvarinnar að skemmta þjóðinni. Stytta henni stundir heima í stofu með því að bjóða upp á vandlega valda blöndu af vinsælasta erlenda skemmtiefninu, bestu íslensku dagskrárgerð sem völ er á, vönduðu barnaefni og síðast en ekki síst fréttum og fréttatengdri umfjöllun, á mannamáli, um fólkið í landinu fyrir fólkið í landinu. Fréttastofa Stöðvar 2 hefur staðið vaktina frá fyrsta starfsdegi stöðvarinnar og er hún gott dæmi um þau þrekvirki sem unnin hafa verið á stöðinni. En brautryðjendaverk Stöðvar 2 eru sannarlega margvísleg. Án hennar þyrftum við ef til vill enn að þola sjónvarpslaus fimmtudagskvöld og í ofanálag heilan mánuð af stillimynd í júlí. Við þetta má líka bæta að Stöð 2 var fyrsta stöðin til að bjóða upp á dagskrá allan sólarhringinn, talsett barnaefni, í morgundagskrá um helgar, sérstaka hliðarstöð helgaða bíómyndum, plúsrásir, stafræna útsendingu, háskerpuútsendingu, þrívíddarútsendingu, frelsi til að horfa á þætti þegar best hentar og svo mætti lengi telja. Það er bjargföst trú mín að Stöð 2 verði áfram leiðandi í framþróun íslensks sjónvarps og tengdra miðla. En þrátt fyrir þessa jákvæðu og nauðsynlegu nýjungagirni, allt sem gengið hefur á, eigendaskipti og mannabreytingar, höfum við aldrei misst sjónar af því sem mestu máli skiptir; að bjóða áskrifendum ætíð upp á framúrskarandi dagskrá. Og við gleymum því heldur aldrei að það eru áskrifendur sem ráða ferðinni og ákveða á endanum dagskrá stöðvarinnar. Það gera þeir með frelsi sínu og valdi til að velja og hafna því sem við höfum upp á að bjóða. Það eru líka áskrifendur Stöðvar 2, ásamt auglýsendum og framúrskarandi lista- og hæfileikafólki, sem eiga heiðurinn af öllu því frábæra innlenda dagskrárefni sem Stöð 2 hefur boðið upp á. Áskrifendur eru þar með einn helsti bakhjarl kvikmynda- og þáttagerðar í landinu og þeirra framfara sem átt hafa sér stað í sjónvarpsþáttagerð á Íslandi. Þessu gleymum við aldrei og er okkur því efst í huga á þessu stórafmæli Stöðvar 2 - þakklæti. Þakklæti til alls þess starfsfólks, skemmtikrafta og listafólks sem gætt hefur stöðina lífi, þakklæti til auglýsenda fyrir þá tiltrú sem þeir hafa sýnt stöðinni og síðast en ekki síst þakklæti til áskrifenda sem gert hafa Stöð 2 skemmtilegri í 25 ár - og munu áfram gera um ókomna tíð því þetta er ekki bara smellið slagorð, heldur loforð. Þess vegna horfum við björtum augum á komandi vetur og langa framtíð.
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun
Skoðun „Ísland mun taka þátt í þvingunaraðgerðum gegn Ísrael náist samstaða fleiri ríkja“ Einar Ólafsson skrifar
Skoðun Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson skrifar
Skoðun Flugnám - Fjórði hluti: Hlutverk Reykjavíkurflugvallar í flugnámi Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Stjórnmál sem virka og lýðræði sem kemst ekki fyrir í umslagi Þórður Snær Júlíusson skrifar
Skoðun Þversögn Íslands í Palestínumálinu: Um fullveldi, samsekt og réttarríkið Gína Júlía Waltersdóttir skrifar
Skoðun Gervigreind í skólum: Tækifæri til byltingar eða hætta á nýjum ójöfnuði? Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Flugnám -Þriðji hluti: Samtvinnað (Integrated) eða áfangaskipt (Modular) ATPL flugnám Matthías Arngrímsson skrifar
Skoðun Ursula Von der Leyen styður stríðsglæpamenn - Ísland á ekki að þegja Helen Ólafsdóttir skrifar
Í nafni „sanngirni“ brenndi ríkisstjórn 230 milljörðum – lífeyrir landsmanna fór á bálið Elliði Vignisson Skoðun