Aðför gegn aðildarviðræðum 8. október 2011 06:00 Aðildarumsókn Íslands að ESB virðist nú á haustdögum vera að færast nær kastljósinu eftir að hafa verið í skugga erfiðra mála sem hafa gegnumsýrt þjóðmálaumræðuna undanfarin misseri. Umræðan þessa stundina virðist þó ekki ætla að snúast um efnisatriði væntanlegs aðildarsamnings og um hvað ESB-aðild felur í sér heldur um það hvort halda beri aðildarviðræðum áfram eður ei. Háværar raddir eru uppi um að slíta beri aðildarviðræðum við ESB. Hér er á ferðinni aðför gegn aðildarviðræðum með það að markmiði að hafa efnislega umræðu um aðildarsamning af þjóðinni og koma í veg fyrir að hún geti kosið um samninginn þegar þar að kemur. Aðför forsetansForseti lýðveldisins leggur opinberlega lag sitt við andstæðinga ESB-aðildar og tekur virkan þátt í þeirri aðför sem nú á sér stað gegn aðildarviðræðum. Innlegg forsetans er þó afar einkennilegt svo ekki sé meira sagt. Ólafur Ragnar Grímsson heldur því fram fullum fetum að okkar helstu nágranna- og vinaþjóðir, sem flestar eru í ESB, hafi gagngert tekið sér stöðu gegn okkur og séu í raun okkar helstu andstæðingar! Fullyrða má að þessi söguskoðun forsetans standist engan veginn. Ólafur Ragnar Grímsson hefur jafnframt ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að aðild Íslands að ESB feli í sér afsal á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Þessi skoðun forsetans er sérstaklega athyglisverð og ekki síst í ljósi þess að hann lét sig ekki muna um að láta sjá sig gleiðbrosandi á sjálfstæðis- og fullveldishátíð Eystrasaltsríkja sem nýverið fögnuðu 20 ára frelsi. Þjóðir sem allar sem ein gengu í ESB, meðal annars til þess að tryggja í sessi nýfengið fullveldi og sjálfstæði. Forsetinn skuldar þjóðinni rökstuðning á því hvernig hann fær það út að okkar helstu nágranna- og vinaþjóðir séu í raun okkar helstu andstæðingar! Jafnframt ætti forsetinn að útskýra af hverju hann þekktist boð Eystrasaltsríkja um að heiðra þau á sjálfstæðis- og fullveldishátíð þeirra ef hans staðfasta trú er sú að ESB-aðild ríkjanna geri það að verkum að þau séu hvorki fullvalda né sjálfstæð og þar að auki í hópi þjóða sem hafa snúið við okkur baki! Flestir sem þekkja til forseta lýðveldisins vita að hann er á móti aðild Íslands að ESB. Ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar undanfarið bera þess skýr merki að hann ætlar – í skjóli forsetaembættisins – að taka opinberan og virkan þátt í þeirri atlögu sem nú stendur yfir gegn þeim aðildarsamningi sem nú er í vinnslu. Formaður SjálfstæðisflokksinsBjarni Benediktsson hefur snúist eins og vindhani í afstöðu sinni til ESB. Hringlandaháttur formanns Sjálfstæðisflokksins er með eindæmum og blása vindar nú þannig að hann hefur sett nafn sitt við þá hugmynd að slíta beri aðildarviðræðum við ESB. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins er formaðurinn með þessu að ítreka enn frekar fullkomna einangrun flokksins meðal mið-hægri systurflokka í Evrópu, sem allir sem einn styðja aðild og veru síns lands í ESB. Að þessu leyti tekur Sjálfstæðisflokkurinn sér stöðu með ógeðfelldum öfgaflokkum yst til hægri í litrófi stjórnmálanna. Formaður Sjálfstæðisflokksins styður sem sagt þá hugmynd að aðildarviðræðum við ESB verði slitið, meðal annars á þeim forsendum að ESB sé að breytast svo mikið og að evran sé í fullkominni óvissu. Nú þykist ég vita að Bjarni Benediktsson veit full vel að samstarf þjóða innan þess bandalags sem nú er undir merkjum ESB hefur verið í stöðugri þróun allt frá upphafi og er síbreytilegt – líkt og samstarf þjóða almennt – og þannig verður það um ókomna tíð. Bjarni Benediktsson hlýtur einnig að gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir að evran sigli nú, líkt og flestallir gjaldmiðlar, ólgusjó þá er óvissan ekki meiri en svo að evran er komin til að vera og mun auka stöðugleika í efnahagslífi Íslendinga, komi til þess að hún verði lögeyrir hér í kjölfar aðildar að ESB. Sjálfstæðismenn, með Bjarna Benediktsson í broddi fylkingar, hljóta jafnframt að gera sér grein fyrir því að trúverðugleiki Íslendinga er í húfi, verði aðildarviðræðum slitið. Hugmyndin um að slíta aðildarviðræðum við ESB – og hafa þar með efnislega umræðu um málið af þjóðinni – og sú veruleikafirring forseta lýðveldisins að ESB hafi að geyma óvinveittar þjóðir er því ekki aðeins illa ígrunduð heldur fullkomlega galin. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson Skoðun Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Betri en við höldum Hjálmar Gíslason skrifar Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Setjum við Ísland í fyrsta sæti? Júlíus Valsson skrifar Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Skattahækkanir í felum – árás á heimilin Lóa Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Að fyrirgefa sjálfum sér Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Hér starfa líka (alls konar) konur Selma Svavarsdóttir skrifar Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar Skoðun 5 vaxtalækkanir á einu ári Arna Lára Jónsdóttir skrifar Skoðun Falskur finnst mér tónninn Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Treystir Viðreisn þjóðinni í raun? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þingmaður með hálfsannleik um voffann Úffa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Allt fyrir ekkert – eða ekkert fyrir allt? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Glansmynd án innihalds Árni Rúnar Þorvaldsson skrifar Skoðun Kæra Kristrún, eru Fjarðarheiðargöng of dýr? Helgi Hlynur Ásgrímsson skrifar Skoðun Samvinna er eitt en samruni allt annað Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Eyðilegging Kvikmyndasafns Íslands Sigurjón Baldur Hafsteinsson skrifar Skoðun Ráðherra sem talar um hlýju en tekur úrræði af veikum Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Saman gegn fúski Benedikta Guðrún Svavarsdóttir skrifar Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar Skoðun Hvernig varð staðan svona í Hafnarfirði? Einar Geir Þorsteinsson skrifar Skoðun Samherjarnir Ingi Freyr og Georg Helgi Páll Steingrímsson skrifar Skoðun Minna stress meiri ró! Magnús Jóhann Hjartarson skrifar Skoðun Innflytjendur, samningar og staðreyndir Birgir Orri Ásgrímsson skrifar Skoðun Vindmyllur Þórðar Snæs Stefanía Kolbrún Ásbjörnsdóttir skrifar Skoðun Ál- og kísilmarkaðir í hringiðu heimsmála Tinna Traustadóttir skrifar Skoðun Útgerðarmenn vaknið, virkjum nýjustu vísindi Svanur Guðmundsson skrifar Skoðun Hversu margar ókeypis máltíðir finnur þú í desember? Þorbjörg Sandra Bakke skrifar Skoðun Sjálfgefin íslenska – Hvernig? Ólafur Guðsteinn Kristjánsson skrifar Sjá meira
Aðildarumsókn Íslands að ESB virðist nú á haustdögum vera að færast nær kastljósinu eftir að hafa verið í skugga erfiðra mála sem hafa gegnumsýrt þjóðmálaumræðuna undanfarin misseri. Umræðan þessa stundina virðist þó ekki ætla að snúast um efnisatriði væntanlegs aðildarsamnings og um hvað ESB-aðild felur í sér heldur um það hvort halda beri aðildarviðræðum áfram eður ei. Háværar raddir eru uppi um að slíta beri aðildarviðræðum við ESB. Hér er á ferðinni aðför gegn aðildarviðræðum með það að markmiði að hafa efnislega umræðu um aðildarsamning af þjóðinni og koma í veg fyrir að hún geti kosið um samninginn þegar þar að kemur. Aðför forsetansForseti lýðveldisins leggur opinberlega lag sitt við andstæðinga ESB-aðildar og tekur virkan þátt í þeirri aðför sem nú á sér stað gegn aðildarviðræðum. Innlegg forsetans er þó afar einkennilegt svo ekki sé meira sagt. Ólafur Ragnar Grímsson heldur því fram fullum fetum að okkar helstu nágranna- og vinaþjóðir, sem flestar eru í ESB, hafi gagngert tekið sér stöðu gegn okkur og séu í raun okkar helstu andstæðingar! Fullyrða má að þessi söguskoðun forsetans standist engan veginn. Ólafur Ragnar Grímsson hefur jafnframt ekki farið í grafgötur með þá skoðun sína að aðild Íslands að ESB feli í sér afsal á fullveldi og sjálfstæði þjóðarinnar. Þessi skoðun forsetans er sérstaklega athyglisverð og ekki síst í ljósi þess að hann lét sig ekki muna um að láta sjá sig gleiðbrosandi á sjálfstæðis- og fullveldishátíð Eystrasaltsríkja sem nýverið fögnuðu 20 ára frelsi. Þjóðir sem allar sem ein gengu í ESB, meðal annars til þess að tryggja í sessi nýfengið fullveldi og sjálfstæði. Forsetinn skuldar þjóðinni rökstuðning á því hvernig hann fær það út að okkar helstu nágranna- og vinaþjóðir séu í raun okkar helstu andstæðingar! Jafnframt ætti forsetinn að útskýra af hverju hann þekktist boð Eystrasaltsríkja um að heiðra þau á sjálfstæðis- og fullveldishátíð þeirra ef hans staðfasta trú er sú að ESB-aðild ríkjanna geri það að verkum að þau séu hvorki fullvalda né sjálfstæð og þar að auki í hópi þjóða sem hafa snúið við okkur baki! Flestir sem þekkja til forseta lýðveldisins vita að hann er á móti aðild Íslands að ESB. Ummæli Ólafs Ragnars Grímssonar undanfarið bera þess skýr merki að hann ætlar – í skjóli forsetaembættisins – að taka opinberan og virkan þátt í þeirri atlögu sem nú stendur yfir gegn þeim aðildarsamningi sem nú er í vinnslu. Formaður SjálfstæðisflokksinsBjarni Benediktsson hefur snúist eins og vindhani í afstöðu sinni til ESB. Hringlandaháttur formanns Sjálfstæðisflokksins er með eindæmum og blása vindar nú þannig að hann hefur sett nafn sitt við þá hugmynd að slíta beri aðildarviðræðum við ESB. Fyrir hönd Sjálfstæðisflokksins er formaðurinn með þessu að ítreka enn frekar fullkomna einangrun flokksins meðal mið-hægri systurflokka í Evrópu, sem allir sem einn styðja aðild og veru síns lands í ESB. Að þessu leyti tekur Sjálfstæðisflokkurinn sér stöðu með ógeðfelldum öfgaflokkum yst til hægri í litrófi stjórnmálanna. Formaður Sjálfstæðisflokksins styður sem sagt þá hugmynd að aðildarviðræðum við ESB verði slitið, meðal annars á þeim forsendum að ESB sé að breytast svo mikið og að evran sé í fullkominni óvissu. Nú þykist ég vita að Bjarni Benediktsson veit full vel að samstarf þjóða innan þess bandalags sem nú er undir merkjum ESB hefur verið í stöðugri þróun allt frá upphafi og er síbreytilegt – líkt og samstarf þjóða almennt – og þannig verður það um ókomna tíð. Bjarni Benediktsson hlýtur einnig að gera sér grein fyrir því að þrátt fyrir að evran sigli nú, líkt og flestallir gjaldmiðlar, ólgusjó þá er óvissan ekki meiri en svo að evran er komin til að vera og mun auka stöðugleika í efnahagslífi Íslendinga, komi til þess að hún verði lögeyrir hér í kjölfar aðildar að ESB. Sjálfstæðismenn, með Bjarna Benediktsson í broddi fylkingar, hljóta jafnframt að gera sér grein fyrir því að trúverðugleiki Íslendinga er í húfi, verði aðildarviðræðum slitið. Hugmyndin um að slíta aðildarviðræðum við ESB – og hafa þar með efnislega umræðu um málið af þjóðinni – og sú veruleikafirring forseta lýðveldisins að ESB hafi að geyma óvinveittar þjóðir er því ekki aðeins illa ígrunduð heldur fullkomlega galin.
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson skrifar
Skoðun Kílómetragjald í blindgötu – þegar stjórnvöld misskilja ferðaþjónustuna Þórir Garðarsson skrifar
Skoðun Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Ríkisstjórn grefur undan samkeppni, þú munt borga meira Grétar Ingi Erlendsson,Erla Sif Markúsdóttir,Guðbergur Kristjánsson skrifar
Frá sr. Friðriki til Eurovision: Sama woke-frásagnarvélin, sama niðurrifsverkefni gegn gyðing-kristnum rótum Vesturlanda Hilmar Kristinsson Skoðun
Misskilningur Viðreisnar um áhrif EES-úrsagnar á Íslendinga erlendis Eggert Sigurbergsson Skoðun
Draumurinn um ESB-samning er uppgjöf – Ekki fórna framtíðinni fyrir falsöryggi Eggert Sigurbergsson Skoðun
Af hverju umræðan um Eurovision, Ísrael og jólin hrynur þegar raunveruleikinn bankar upp á Hilmar Kristinsson Skoðun