Fleiri fréttir

Nýtt og réttlátara skattkerfi

Steingrímur J. Sigfússon skrifar

Ríkisstjórnin hefur lagt fram tillögur sínar að réttlátara tekjuskattskerfi. Meginmarkmið þess er að tryggja réttláta dreifingu skattbyrðanna sem og að færa til baka þær byrðar sem ríkisstjórnir undanfarinna áratuga hafa velt af þeim tekjuhæstu yfir á þá tekjulægstu.

Gegnsæ þrotameðferð

Halldór Árnason skrifar um þrotameðferðir Krafan var að allt skyldi upp á borðinu við uppgjör eftir hrunið. Margir óttast að bak við luktar dyr banka verði miklar eignatilfærslur, þar sem innvígðir fá samkeppnislaust að kaupa fyrirtæki, með afskrifuðum skuldum.

Nauðgun án frekari valdbeitingar

Ofbeldi gegn konum er mun algengari ástæða fyrir heilsubresti kvenna en umferðarslys og malaría samanlagt. Þetta er sláandi fullyrðing en sönn. Nú stendur yfir árlegt 16 daga átak gegn kynbundnu ofbeldi. Markmið 16 daga átaksins er að vekja athygli á að kynbundið ofbeldi ógnar lífi og heilsu kvenna um allan heim og ekki síður að knýja á um afnám þess.

Samkeppni í boði ríkisins

Hannes Alfreð Hannesson skrifar

Frjáls samkeppni á mörkuðum hérlendis á undir högg að sækja. Hvort sem litið er til rekstrar á sviði bankaþjónustu, bílaumboða eða bókabúða er staðreyndin sú að ríkið hefur tekið yfir rekstur fjölda fyrirtækja. Þessi fyrirtæki eru nú rekin sem sjálfstæðar einingar í þeirri - oft veiku von - að verðmæti þeirra aukist með tímanum og verði á endanum söluvara. Þetta ‘nýja Ísland’ verðum við væntanlega að búa við um eitthvert skeið og leita leiða til að sætta okkur við.

Dómskerfið: Annar möguleiki í stöðunni

Burðir dómstóla til að sinna eftirköstum efnahagshrunsins hafa verið í kastljósinu að undanförnu. Aukinn málafjöldi á nær öllum sviðum hefur valdið töluverðu álagi á dómskerfið og allar líkur eru á að framhald verði á þeirri þróun, líkt og kom fram í nýlegri ályktun Lögmannafélags Íslands. Þar hefur sérstaklega verið bent á stórfellda aukningu í munnlega fluttum einkamálum, ágreiningsmál vegna gjaldþrota, sakamál og tilkomu greiðsluaðlögunarmála.

Opið bréf til Katrínar Júlíusdóttur

Stefán Jón Hafstein skrifar

Sæl Kata. Ég er algjörlega ruglaður. Mér skilst að Samfylkingin styðji 360.000 tonna álver í Helguvík og það með hraði. Helst byrja næsta vor.

Leyfi til afnota af líkama annarra

þórdís Elva Þorvaldsdóttir skrifar

Í Fréttablaðinu hinn 12. nóvember sl. birtist grein eftir Sigríði Hjaltested, aðstoðarsaksóknara í kynferðisbrotamálum hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu, undir fyrirsögninni „Að horfa jafnt til sýknu og sektar".

Erum við of kærulaus?

sigurlaug hauksdóttir skrifar

Kynlíf líta flestir á sem mikilvægan hluta af sjálfum sér og lífi sínu. Það getur treyst sambönd og gefið lífinu meiri lit. Sé kynlíf stundað með ábyrgð veitir það gjarnan mikla ánægju og vellíðan, kraft og hamingju. Að ýmsu þarf að huga ef svo á að verða. Gagnkvæm virðing, traust og hlýja þarf að ríkja milli þeirra sem í hlut eiga auk virðingar fyrir sjálfum sér. Einnig þarf að koma til þroski til að kunna að tjá sig, setja mörk og virða þau, gefa og þiggja og tryggja öryggi kynlífsins. Vanti eitthvað upp á getur það spillt ánægjunni. Skoðum síðastnefnda þáttinn - öryggið.

Rjúfum vítahringinn

Eiríkur Sigurðsson skrifar

Finnar lentu í því eftir þeirra kreppu á fyrri hluta tíunda áratugarins að missa stóran hóp ungs fólks í vítahring langtímaatvinnuleysis og félagslegrar einangrunar. Þaðan komust margir ekki aftur og urðu með tímanum háðir fjárhagslegri aðstoð til langframa. Þetta hafði velferðarráð Reykjavíkur í huga þegar það samþykkti nýlega að efna til átaks til þess að stuðla að félagslegri virkni fólks sem fær fjárhagsaðstoð frá borginni.

Gatið hægra megin

Í kjölfar búsáhaldabyltingarinnar töldu margir að nýtt pólitískt landslag yrði til á Íslandi. Niðurstaðan í kosningunum í vor varð þó önnur. Eftir að talið hafði verið upp úr kjörkössunum kom í ljós að hinn gamalgróni fjórflokkur hafði styrkt sig í sessi.

Tekjutengjum sjómannaafsláttinn

Frá því er greint í fréttum Ríkisútvarpsins 25.11.2009 að dæmi séu um að hásetahlutur á fjölveiðiskipum sem svo eru nefnd geti farið í 30 milljónir króna á ári. Jafnframt er tekið fram að gjarnan séu 2 menn um hvert pláss á slíkum skipum. Árslaun einstakra starfsmanna á fjölveiðiskipi geta þá rokkað á milli 15 og 35-40 milljóna króna eftir því hvort um háseta eða yfirmann er að ræða. Með öðrum orðum: Tekjur þessara aðila sveiflast frá því að vera rífleg forsætisráðherralaun og yfir í það að losa laun forsætisráðherra og 2ja óbreyttra þingmanna að auki! En þar með er ekki allt talið því almenningur leggur sérhverjum einstaklingi í þessum hópi til 100 til 200 þúsund krónur á ári í formi skattafsláttar, sjómannaafsláttarins. Ríkisskattstjóri upplýsir að heildarkostnaður ríkissjóðs vegna sjómannaafsláttarins nemi um 1,1 milljarði króna.

Vinir í raun?

Kristján Sturluson skrifar

Nú þegar harðnað hefur á dalnum á Íslandi hefur skýrt komið í ljós hversu brýnt það er fyrir okkur að eiga vini í raun. Við ætlumst til að aðrar þjóðir sýni stöðu okkar skilning og komi okkur til aðstoðar. Á sama tíma og við höfum þessar væntingar til vina okkar má spyrja sig hvort við Íslendingar sjálfir séum vinir í raun.

Ég nam land á Íslandi

Eins og forfeður okkar sem fóru frá landinu sínu fór ég líka frá landinu mínu í leit að nýjum tækifærum. Alveg eins og þeir skapaði ég mér líf hér á Íslandi. Og alveg eins og þeir fannst mér stundum að mér tækist það ekki.

Menningaruppeldi

Fyrir frumkvæði Samfylkingar og VG í borgarstjórn voru tveir starfshópar settir á laggirnar árið 2007. Báðir áttu að grandskoða hvernig efla mætti list- og menningaruppeldi í leik- og grunnskólum borgarinnar. Margar góðar tillögur eru afrakstur vinnunnar auk mikilvægrar upplýsinga um stöðu listgreinakennslu og menningaruppeldis í skólum borgarinnar. Eins fór fram mikilvæg úttekt á samstarfi skóla við menningarstofnanir og kröftug, þverfagleg umræða átti sér stað.

Jafnréttismál í öndvegi

Jóhanna Sigurðardóttir skrifar

Í samstarfsyfirlýsingu ríkisstjórnarinnar var jafnrétti kynja, mannréttindi og kvenfrelsi meðal þeirra gilda sem voru sett í öndvegi með afgerandi hætti. Skipuð hefur verið sérstök ráðherranefnd um jafnréttismál til þess að fylgja þessari stefnumótun eftir og er henni ætlað að efla forystu og samhæfingu í sérstökum forgangs- og áherslumálum á þessu sviði.

Úr vörn í sókn

Einar Skúlason skrifar

Í upphafi ársins vorum við framsóknarmenn samankomnir á fjölmennasta og glæsilegasta flokksþingi Framsóknarflokksins fyrr og síðar. Þar var kjörin ný forysta og margar breytingar gerðar á stefnu flokksins. Í kjölfarið sóttum við fram í kosningum til Alþingis og það skilaði sér í því að tveir þingmenn koma nú úr röðum framsóknarmanna í Reykjavík. Ekki mátti miklu muna að undirritaður yrði sá þriðji.

Vegið að góðu fyrirtæki

Jóhannes Jónsson skrifar

Morgunblaðið hefur farið mikinn undanfarið gegn Högum. Af einhverjum ástæðum hafa fréttir af endurskipulagningu fyrirtækisins farið illa í þá í Hádegismóum. Blaðið heimtar nýtt eignarhald. Með ástæðulausum aðdróttunum er vegið að góðu fyrirtæki og um leið reynt að rýra eignir kröfuhafa Arion banka.

Fríkirkjuprestur á villigötum

Í hátíðarriti vegna 110 ára afmælis Fríkirkjunnar í Reykjavík, sem fylgdi Fréttablaðinu nýlega, er grein eftir séra Hjört Magna Jóhannsson um lagafrumvarp að nýjum þjóðkirkjulögum. Í þessari grein eru þvílíkar dylgjur, rangfærslur og vísvitandi blekkingar að ekki verður hjá því komist að andmæla og minna á þau orð Ara fróða að skylt sé að hafa það heldur er sannara reynist.

Hvað er gjaldþrot?

jón trausti sigurðarson skrifar

Hvenær setur maður fyrirtæki á hausinn, og hvenær setur maður fyrirtæki ekki á hausinn. Hingað til hefur þetta atriði verið nokkuð skýrt. Fyrirtæki sem ekki getur greitt skuldir sínar, það er gjaldþrota fyrirtæki.

Kvenlíkaminn vígvöllur í stríði

Magnea Marinósdóttir skrifar

Kerfisbundnar nauðganir á konum í svokölluðum „nauðgunarbúðum“ voru liður í þjóðernishreinsunum serbneska stjórnarhersins á múslimum í Bosníu árið 1992-1995. Talið er að um 500 þúsund konum og stúlkum hafi verið nauðgað þegar þjóðarmorðin í Rúanda voru framin árið 1994.

Eins og ekkert hafi gerst

Loftur Guttormsson skrifar

Opinber stjórnmálaumræða síðustu vikurnar um það hvernig bregðast skuli við kreppunni á Íslandi ber vitni um að sumir stjórnmálaforingjar eru ekki reiðubúnir að draga lærdóm af hrakföllum síðustu missera og taka til endurskoðunar þá stefnu sem flestum ber saman um að átti mikinn þátt í þeim.

Með almannahagsmuni að leiðarljósi

Lilja Mósesdóttir skrifar

Fullyrðingar um að búið sé að slá skjaldborg um hrunbankana og hrunfyrirtæki heyrast nú æ oftar. Bankarnir eru gagnrýndir fyrir að starfa á sömu forsendum og fyrir hrun og fyrir að afskrifa skuldir fjárglæframanna og fákeppnisfyrirtækja.

Lyfjafyrirtæki og blekkingar

steindór j. erlingsson skrifar

Sífellt koma fram fleiri sönnunargögn um að læknar við suma af helstu læknaháskólum Bandaríkjanna setji nafn sitt á vísindagreinar sem skrifaðar eru af hulduhöfundum fyrir lyfjafyrirtækin". Þessu er haldið fram í frétt sem birtist í New York Times 4. ágúst sl. og því bætt við að greinarnar séu skrifaðar til þess að auka sölu á lyfjum. Ef við horfum sérstaklega til geðlyfja er þetta ekki nýtt vandamál. Hvernig geta læknar svívirt Hippókratesareiðinn með þessu móti?

Jöfn tækifæri og bjartari framtíð

Ragna Sara Jónsdóttir skrifar

Fyrir tuttugu árum tóku röskar konur sig saman og stofnuðu Landsnefnd UNIFEM á Íslandi. Þær höfðu sömu hugsjónir að leiðarljósi og fjöldi réttsýnna einstaklinga um allan heim: Að bæta stöðu kvenna þar sem réttindi þeirra eru ekki virt að fullu, tækifæri þeirra eru takmörkuð og frelsi ekki virt.

Staðreyndir um fjárhagsstöðu OR

Anna Skúladóttir skrifar

Í ljósi umræðu undanfarnar vikur um fjárhagsstöðu Orkuveitu Reykjavíkur vil ég koma á framfæri upplýsingum úr reikningum Orkuveitunnar, ef það mætti varpa skýrara ljósi á stöðu fyrirtækisins.

Styrkjum konur

Sigríður Erla Jónsdóttir skrifar

Landsnefnd UNIFEM á Íslandi hefur nú verið starfandi í 20 ár. En hvaða erindi skyldu nú íslenskar konur eiga við alþjóðleg samtök eins og Sameinuðu þjóðirnar og hví skyldum við gerast UNIFEM-systur?

Flutningskostnaður hækkaður

Einar K. Guðfinnsson skrifar

Ríkisstjórnin kann að forgangs­raða; eftir sínu höfði. Nú hefur hún tekið ákvörðun um að hækka flutningskostnað á landsbyggðinni með sérstakri skattlagningu undir yfirskini umhverfisverndar.

Skaðlegar skattahækkanir

Um þessar mundir er verið að taka mjög afdrifaríkar ákvarðanir í skattamálum hér á landi. Skattahækkanir upp á tugi milljarða munu draga almenning og atvinnulíf hér á landi enn meira niður, auka atvinnuleysi og verðbólgu og veikja baráttukraft þjóðarinnar. Neysla mun minnka, sem mun hafa áhrif á fjölmörg fyrirtæki og lækka þannig skatttekjur ríkisins. Skattkerfið verður flóknara með fleiri skattþrepum. Aukinn skattur verður lagður á sparnað fólks með umtalsverðri hækkun fjármagnstekjuskatts og hækkun á tryggingargjaldi sem er beinn launaskattur á fyrirtæki. Eignarskattur er nánast eins og eignaupptaka. Engin vissa er svo fyrir því að þessi aukna skattheimta muni skila sér. Á sama tíma er fólk að taka á sig launafrystingu og jafnvel launalækkun.

Opin og gagnsæ útboð – allra hagur

Á undanförnum vikum hafa birst fréttir um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að semja við byggingarfélagið Eykt um framkvæmdir á horni Lækjargötu og Austurstrætis en verkið var boðið út nú í haust. Ýjað hefur verið að því í þessum fréttum að eitthvað óeðlilegt hafi verið við ákvörðun borgaryfirvalda í málinu. Þetta er rangt.

Er þörf fyrir sparisjóði?

Á undanförnum mánuðum hefur viðhorf okkar til margra hluta tekið breytingum en þó hefur bankakerfið komið mest á óvart og valdið tjóni sem vart verður metið.

Verðum við menntaðri eftir kreppuna?

Ánægjulegt var að fá að taka þátt í upphafi þjóðfundarins í Laugardalshöll og enn ánægjulegra var að sjá þá miklu áherslu sem fundurinn lagði á menntun sem eina af mikilvægustu leiðunum út úr þeim þrengingum sem við erum nú í. Menntun er grundvallaratriði í uppbyggingu þjóðarinnar, bæði inn á við og út á við.

Ómálefnalegri gagnrýni mótmælt

Í lok október sl. féll dómur í Hæstarétti Íslands í máli Vilhjálms Bjarnasonar gegn greinarhöfundum, fyrrverandi stjórnarmönnum Glitnis, vegna kaupa Glitnis á hlutafé fráfarandi bankastjóra Glitnis við starfslok hans í apríl 2007. Hæstiréttur sýknaði greinarhöfunda og sneri þar með við dómi héraðsdóms frá því í janúar á þessu ári.

Skuldastaða Orkuveitu Reykjavíkur

Samkvæmt sex mánaða uppgjöri Orkuveitu Reykjavíkur 2009 skuldar fyrirtækið 227 milljarða króna. Því er rétt að spyrja hvenær urðu þessar skuldir til og hver ber ábyrgð á þeim? Samkvæmt ársreikningi fyrir árið 2005 voru skuldir OR um 40 milljarðar en það er síðasta heila árið sem R-listinn stjórnaði fyrirtækinu.

Sektir á þjóðfundi

Á laugardaginn var veittist mér sú ánægja að taka þátt í að semja nýjan þúsund radda brag um bjarta framtíð lands og þjóðar. Á sögulegum og vel skipulögðum Þjóðfundi var lagt á ráðin um hvað þjóðin ætti að hafa að leiðarljósi til að létta þrautagönguna eftir Hrunið mikla og stefna að þegar komið væri út úr eyðimörkinni. Verður vonandi gagn að öllu því sem rætt var og skrifað á óteljandi litfagra miða í þétt setinni Laugardalshöll. Forsprakkar og allir sem lögðu hönd á plóginn eiga hrós skilið og þökk fyrir glæsilegt þing með þeim þverskurði þjóðarinnar sem þarna var saman kominn.

Nútímavæðing skattkerfisins

Áður en frumvarp um breytingar á skattalögum hefur verið lagt fram fer stjórnarandstaðan, undir forystu Sjálfstæðisflokks, mikinn á Alþingi. Í vændum eru úrbætur á skattkerfinu þar sem í ríkari mæli verður horft til þess að þeir sem mest hafa á milli handanna leggi meira af mörkum og þeim sem minna hafa verði hlíft sem kostur er.

Eldfjallagarður er samstarfsverkefni

Hugmyndir um eldfjallagarð á Reykjanesskaga hafa verið alllengi á kreiki. Fyrir meira en áratug vann ég greinargerð fyrir Hafnarfjarðarbæ um safn til sögu eldvirkni og um eldfjallagarð tengdan því. Með eldfjallagarði er átt við mörg samstengd svæði eða staði þar sem áhugafólk getur fræðst með einhverjum hætti (skilti, prentefni, hljóðrænar upplýsingar osfrv.) um sögu eldgosa, eldstöðvar, gosmyndanir og jarðskorpuhreyfingar. Milli staða geta menn ýmist ekið, hjólað eða gengið, allt eftir stað, vegalengd og áhuga. Sýningar eða sérstök mannvirki sem varða jarðeld eða jarðhita geta verið hluti garðsins.

Við styðjum öll athafnasemi

Birkir Jón Jónsson, Dagur B. Eggertsson og Katrín Jakobsdóttir og Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifa

Í gegnum sögu Íslands hafa margvísleg áföll dunið yfir þjóðina. Sum hafa verið af völdum náttúru og önnur hafa verið efnahagsleg.

Icesave og stjórnarskrá

Sigurður Líndal skrifar

Senn virðist líða að því að svokallað Icesave-mál verði afgreitt með lögum frá Alþingi. Eins og kunnugt er samþykkti þingið 2. september sl. lög nr. 96/2009 þar sem heimiluð er ríkisábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda frá Bretum og Hollendingum samkvæmt samningum frá 5. júní sl. Í lögunum voru settir veigamiklir fyrirvarar:

Kær búbót á erfiðum tímum

Eitt af mínum fyrstu verkum sem sjávarútvegs- og landbúnaðarráðherra, var að heimila strandveiðar með undirritun reglugerðar þann 25. júní sl., en veiðar þessar höfðu áður verið boðaðar af forvera mínum í embættinu,

Útlendingar hafa hag af styrkingu krónunnar

Nokkur umræða er nú um gengisáhættu vegna Icesave uppgjörs. Á það hefur verið bent að tekjur TIF eru miðaðar við íslenskar krónur (krafan á bankann) en gjöldin eru í erlendri mynt (lánið sem Alþingi er að gangast í ábyrgð fyrir).

Hæstiréttur gefur innherjum veiðileyfi

Þann 30. apríl 2007 var kosin ný stjórn Glitnis. Undir forystu Þorsteins M. Jónssonar ákvað hún samdægurs að borga fráfarandi forstjóra, Bjarna Ármannssyni, tæplega 7 milljarða króna af peningum bankans fyrir hlutabréf Glitnis sem Bjarna höfðu áskotnast utan starfssamnings hans.

Faglegar ráðningar

Í grein minni um pólitískar vinaráðningar sem birtist hér í Fréttablaðinu hinn 11.nóvember sl. lagði ég til að sett yrði á laggirnar ráðningarstofa stjórnsýslunnar.

Menning og mælingar

Við deilum því flest að menningin er okkur mikilvæg, jafnvel þó að við útskýrum það með ólíkum hætti. Hugtakið menning er líka afar opið og breitt og getur innihaldið flest sem okkur dettur í hug. Menning tengist umhverfi okkar, sögu og hegðun fyrr og nú. Menning er þar af leiðandi einhvers konar sameiginleg meðvitund okkar um að við séum af sama uppruna eða í sama mengi og verður ákveðinn samnefnari milli fólks. Menningin er því forsenda samstöðunnar. Á erfiðum tímum eins og nú ganga í garð er samstaðan afar mikilvæg.

Barnasáttmálinn og þátttaka barna

Í 12. grein Barnasáttmála Sameinuðu Þjóðanna er fjallað um þátttöku barna og segir þar m.a. „börn eiga rétt á að láta í ljós skoðanir sínar í öllum málum er varða þau og að tekið sé réttmætt tillit til skoðana þeirra í samræmi við aldur þeirra og þroska". Í tilefni af 20 ára afmæli sáttmálans vil ég fjalla lítillega um þátttöku barna í þjóðfélaginu.

Sérstakur persónuafsláttur

Kristinn H. Gunnarsson skrifar

Óhjákvæmilegt er að hækka skatta og draga úr útgjöldum. Eðlilega skiptir miklu máli hvernig sköttunum er jafnað niður. Þá er nauðsynlegt að hafa í huga að byrði beinna skatta hefur síðustu 15 ár þyngst meira á lágar tekjur en háar.

Sjá næstu 50 greinar