Opin og gagnsæ útboð – allra hagur 21. nóvember 2009 06:00 Á undanförnum vikum hafa birst fréttir um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að semja við byggingarfélagið Eykt um framkvæmdir á horni Lækjargötu og Austurstrætis en verkið var boðið út nú í haust. Ýjað hefur verið að því í þessum fréttum að eitthvað óeðlilegt hafi verið við ákvörðun borgaryfirvalda í málinu. Þetta er rangt. Í útboðsgögnum vegna framkvæmdanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis voru sett ýmis skilyrði, meðal annars þau að bjóðendur skyldu hafa eigið fé upp á 30 milljónir króna og hafa áður unnið verk af svipaðri stærðargráðu. Skýrt var tekið fram í gögnum að ekki yrði samið við bjóðendur sem uppfylltu ekki skilyrðin sem útboðsgögnin tilgreindu. Við yfirferð tilboða kom í ljós að lægstbjóðandi í verkið uppfyllti ekki skilyrði útboðsgagna og taldist tilboð hans því ekki gilt. Eykt uppfyllti hins vegar öll skilyrði sem sett voru. Tilboð fyrirtækisins í verkið var næstlægst og við brottfall lægstbjóðanda var tilboð Eyktar orðið lægsta gilda tilboð í verkið. Því var á allan hátt eðlilegt að tilboðinu yrði tekið. Útboðsskilyrði eru á ábyrgð innkaupasviðs borgarinnar og eru sett í þeim tilgangi að verja hagsmuni borgarinnar gagnvart tilboðsgjöfum og því að þeir klári verkið. Ákvörðunin um að semja við Eykt um framkvæmdir á horni Lækjargötu og Austurstrætis er alfarið á ábyrgð borgarinnar. Eykt kom ekki að henni á neinu stjórnsýslustigi. Í viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum við forsvarsmann lægstbjóðanda hefur komið fram að hann telji ekki svara kostnaði að kæra ákvörðun Reykjavíkurborgar í málinu til þar til bærra yfirvalda. Þetta er í sjálfu sér skiljanleg afstaða, enda er kostnaður við málaferli mikill og niðurstaða í dómsmáli í tilviki sem þessu myndi að öllum líkindum berast of seint til þess að viðkomandi verkkaupi myndi aðhafast nokkuð. Við þekkjum þetta á eigin skinni hjá Eykt, enda höfum við ekki alltaf verið sátt við ákvarðanir stjórnsýslunnar í útboðsmálum. Akureyrarbær óskaði eftir tilboðum í framkvæmdir við íþróttamiðstöð Giljaskóla nú í haust. Um opið útboð var að ræða og bauð Eykt lægst þrettán fyrirtækja í verkið. Þrátt fyrir að Eykt hafi verið lægstbjóðandi og uppfyllt öll skilyrði um þátttöku í útboðinu ákvað Akureyrarbær að ganga til samninga við þann aðila sem átti næstlægsta boðið. Aldrei eftir opnun tilboða var haft samband við Eykt eða félaginu boðið á fund til að fara yfir tilboð sitt. Eykt taldi aðferð bæjarins við yfirferð tilboða ekki í samræmi við ákvæði útboðsgagna og kærði ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin svaraði kröfu Eyktar á þann hátt að nefndinni væri ekki heimilt að fjalla um innkaup sveitarfélaga sem eru undir viðmiðunarmörkum EES, en þau eru um 450 milljónir króna sé um verklegar framkvæmdir að ræða. Efnisleg afstaða í málinu liggur því ekki fyrir. Ég harma þetta sérstaklega. Þeir sem telja á sig hallað í útboðum vegna opinberra innkaupa eiga að geta leitað réttar síns hjá kærunefnd útboðsmála og eftir atvikum hjá dómstólum. Fyrir liggur að kærunefndin telur sig ekki geta fjallað um opinber innkaup sé verkupphæð framkvæmdar undir um 450 milljónum króna. Eins og staðan er nú í þjóðfélaginu, þegar krafan um gagnsæi er á vörum allra, er þessi afstaða kærunefndarinnar ekki viðunandi. Við sem að verkframkvæmdum komum hljótum að tala einum rómi fyrir opnum og gagnsæjum útboðsferlum opinberra aðila í smærri sem stærri verkum á öllum stigum. Það er allra hagur. Höfundur er forstjóri byggingarfélagsins Eyktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre Skoðun Djöfulsins, helvítis, andskotans pakk Vilhjálmur H. Vilhjálmsson Skoðun VII. Aðförin að Ólafi Jóhannessyni Hafþór S. Ciesielski Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þegar þeir sem segjast þjóna þjóðinni ráðast á hana Ágústa Árnadóttir Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra – taka tvö Eyjólfur Pétur Hafstein skrifar Skoðun Mikilvægi björgunarsveitanna Kristján Þórður Snæbjarnarson skrifar Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa birst fréttir um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að semja við byggingarfélagið Eykt um framkvæmdir á horni Lækjargötu og Austurstrætis en verkið var boðið út nú í haust. Ýjað hefur verið að því í þessum fréttum að eitthvað óeðlilegt hafi verið við ákvörðun borgaryfirvalda í málinu. Þetta er rangt. Í útboðsgögnum vegna framkvæmdanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis voru sett ýmis skilyrði, meðal annars þau að bjóðendur skyldu hafa eigið fé upp á 30 milljónir króna og hafa áður unnið verk af svipaðri stærðargráðu. Skýrt var tekið fram í gögnum að ekki yrði samið við bjóðendur sem uppfylltu ekki skilyrðin sem útboðsgögnin tilgreindu. Við yfirferð tilboða kom í ljós að lægstbjóðandi í verkið uppfyllti ekki skilyrði útboðsgagna og taldist tilboð hans því ekki gilt. Eykt uppfyllti hins vegar öll skilyrði sem sett voru. Tilboð fyrirtækisins í verkið var næstlægst og við brottfall lægstbjóðanda var tilboð Eyktar orðið lægsta gilda tilboð í verkið. Því var á allan hátt eðlilegt að tilboðinu yrði tekið. Útboðsskilyrði eru á ábyrgð innkaupasviðs borgarinnar og eru sett í þeim tilgangi að verja hagsmuni borgarinnar gagnvart tilboðsgjöfum og því að þeir klári verkið. Ákvörðunin um að semja við Eykt um framkvæmdir á horni Lækjargötu og Austurstrætis er alfarið á ábyrgð borgarinnar. Eykt kom ekki að henni á neinu stjórnsýslustigi. Í viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum við forsvarsmann lægstbjóðanda hefur komið fram að hann telji ekki svara kostnaði að kæra ákvörðun Reykjavíkurborgar í málinu til þar til bærra yfirvalda. Þetta er í sjálfu sér skiljanleg afstaða, enda er kostnaður við málaferli mikill og niðurstaða í dómsmáli í tilviki sem þessu myndi að öllum líkindum berast of seint til þess að viðkomandi verkkaupi myndi aðhafast nokkuð. Við þekkjum þetta á eigin skinni hjá Eykt, enda höfum við ekki alltaf verið sátt við ákvarðanir stjórnsýslunnar í útboðsmálum. Akureyrarbær óskaði eftir tilboðum í framkvæmdir við íþróttamiðstöð Giljaskóla nú í haust. Um opið útboð var að ræða og bauð Eykt lægst þrettán fyrirtækja í verkið. Þrátt fyrir að Eykt hafi verið lægstbjóðandi og uppfyllt öll skilyrði um þátttöku í útboðinu ákvað Akureyrarbær að ganga til samninga við þann aðila sem átti næstlægsta boðið. Aldrei eftir opnun tilboða var haft samband við Eykt eða félaginu boðið á fund til að fara yfir tilboð sitt. Eykt taldi aðferð bæjarins við yfirferð tilboða ekki í samræmi við ákvæði útboðsgagna og kærði ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin svaraði kröfu Eyktar á þann hátt að nefndinni væri ekki heimilt að fjalla um innkaup sveitarfélaga sem eru undir viðmiðunarmörkum EES, en þau eru um 450 milljónir króna sé um verklegar framkvæmdir að ræða. Efnisleg afstaða í málinu liggur því ekki fyrir. Ég harma þetta sérstaklega. Þeir sem telja á sig hallað í útboðum vegna opinberra innkaupa eiga að geta leitað réttar síns hjá kærunefnd útboðsmála og eftir atvikum hjá dómstólum. Fyrir liggur að kærunefndin telur sig ekki geta fjallað um opinber innkaup sé verkupphæð framkvæmdar undir um 450 milljónum króna. Eins og staðan er nú í þjóðfélaginu, þegar krafan um gagnsæi er á vörum allra, er þessi afstaða kærunefndarinnar ekki viðunandi. Við sem að verkframkvæmdum komum hljótum að tala einum rómi fyrir opnum og gagnsæjum útboðsferlum opinberra aðila í smærri sem stærri verkum á öllum stigum. Það er allra hagur. Höfundur er forstjóri byggingarfélagsins Eyktar.
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar