Opin og gagnsæ útboð – allra hagur 21. nóvember 2009 06:00 Á undanförnum vikum hafa birst fréttir um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að semja við byggingarfélagið Eykt um framkvæmdir á horni Lækjargötu og Austurstrætis en verkið var boðið út nú í haust. Ýjað hefur verið að því í þessum fréttum að eitthvað óeðlilegt hafi verið við ákvörðun borgaryfirvalda í málinu. Þetta er rangt. Í útboðsgögnum vegna framkvæmdanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis voru sett ýmis skilyrði, meðal annars þau að bjóðendur skyldu hafa eigið fé upp á 30 milljónir króna og hafa áður unnið verk af svipaðri stærðargráðu. Skýrt var tekið fram í gögnum að ekki yrði samið við bjóðendur sem uppfylltu ekki skilyrðin sem útboðsgögnin tilgreindu. Við yfirferð tilboða kom í ljós að lægstbjóðandi í verkið uppfyllti ekki skilyrði útboðsgagna og taldist tilboð hans því ekki gilt. Eykt uppfyllti hins vegar öll skilyrði sem sett voru. Tilboð fyrirtækisins í verkið var næstlægst og við brottfall lægstbjóðanda var tilboð Eyktar orðið lægsta gilda tilboð í verkið. Því var á allan hátt eðlilegt að tilboðinu yrði tekið. Útboðsskilyrði eru á ábyrgð innkaupasviðs borgarinnar og eru sett í þeim tilgangi að verja hagsmuni borgarinnar gagnvart tilboðsgjöfum og því að þeir klári verkið. Ákvörðunin um að semja við Eykt um framkvæmdir á horni Lækjargötu og Austurstrætis er alfarið á ábyrgð borgarinnar. Eykt kom ekki að henni á neinu stjórnsýslustigi. Í viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum við forsvarsmann lægstbjóðanda hefur komið fram að hann telji ekki svara kostnaði að kæra ákvörðun Reykjavíkurborgar í málinu til þar til bærra yfirvalda. Þetta er í sjálfu sér skiljanleg afstaða, enda er kostnaður við málaferli mikill og niðurstaða í dómsmáli í tilviki sem þessu myndi að öllum líkindum berast of seint til þess að viðkomandi verkkaupi myndi aðhafast nokkuð. Við þekkjum þetta á eigin skinni hjá Eykt, enda höfum við ekki alltaf verið sátt við ákvarðanir stjórnsýslunnar í útboðsmálum. Akureyrarbær óskaði eftir tilboðum í framkvæmdir við íþróttamiðstöð Giljaskóla nú í haust. Um opið útboð var að ræða og bauð Eykt lægst þrettán fyrirtækja í verkið. Þrátt fyrir að Eykt hafi verið lægstbjóðandi og uppfyllt öll skilyrði um þátttöku í útboðinu ákvað Akureyrarbær að ganga til samninga við þann aðila sem átti næstlægsta boðið. Aldrei eftir opnun tilboða var haft samband við Eykt eða félaginu boðið á fund til að fara yfir tilboð sitt. Eykt taldi aðferð bæjarins við yfirferð tilboða ekki í samræmi við ákvæði útboðsgagna og kærði ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin svaraði kröfu Eyktar á þann hátt að nefndinni væri ekki heimilt að fjalla um innkaup sveitarfélaga sem eru undir viðmiðunarmörkum EES, en þau eru um 450 milljónir króna sé um verklegar framkvæmdir að ræða. Efnisleg afstaða í málinu liggur því ekki fyrir. Ég harma þetta sérstaklega. Þeir sem telja á sig hallað í útboðum vegna opinberra innkaupa eiga að geta leitað réttar síns hjá kærunefnd útboðsmála og eftir atvikum hjá dómstólum. Fyrir liggur að kærunefndin telur sig ekki geta fjallað um opinber innkaup sé verkupphæð framkvæmdar undir um 450 milljónum króna. Eins og staðan er nú í þjóðfélaginu, þegar krafan um gagnsæi er á vörum allra, er þessi afstaða kærunefndarinnar ekki viðunandi. Við sem að verkframkvæmdum komum hljótum að tala einum rómi fyrir opnum og gagnsæjum útboðsferlum opinberra aðila í smærri sem stærri verkum á öllum stigum. Það er allra hagur. Höfundur er forstjóri byggingarfélagsins Eyktar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Skoðun Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Skoðun Hafa börn frjálsan vilja? Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Á undanförnum vikum hafa birst fréttir um þá ákvörðun Reykjavíkurborgar að semja við byggingarfélagið Eykt um framkvæmdir á horni Lækjargötu og Austurstrætis en verkið var boðið út nú í haust. Ýjað hefur verið að því í þessum fréttum að eitthvað óeðlilegt hafi verið við ákvörðun borgaryfirvalda í málinu. Þetta er rangt. Í útboðsgögnum vegna framkvæmdanna á horni Lækjargötu og Austurstrætis voru sett ýmis skilyrði, meðal annars þau að bjóðendur skyldu hafa eigið fé upp á 30 milljónir króna og hafa áður unnið verk af svipaðri stærðargráðu. Skýrt var tekið fram í gögnum að ekki yrði samið við bjóðendur sem uppfylltu ekki skilyrðin sem útboðsgögnin tilgreindu. Við yfirferð tilboða kom í ljós að lægstbjóðandi í verkið uppfyllti ekki skilyrði útboðsgagna og taldist tilboð hans því ekki gilt. Eykt uppfyllti hins vegar öll skilyrði sem sett voru. Tilboð fyrirtækisins í verkið var næstlægst og við brottfall lægstbjóðanda var tilboð Eyktar orðið lægsta gilda tilboð í verkið. Því var á allan hátt eðlilegt að tilboðinu yrði tekið. Útboðsskilyrði eru á ábyrgð innkaupasviðs borgarinnar og eru sett í þeim tilgangi að verja hagsmuni borgarinnar gagnvart tilboðsgjöfum og því að þeir klári verkið. Ákvörðunin um að semja við Eykt um framkvæmdir á horni Lækjargötu og Austurstrætis er alfarið á ábyrgð borgarinnar. Eykt kom ekki að henni á neinu stjórnsýslustigi. Í viðtölum sem birst hafa í fjölmiðlum við forsvarsmann lægstbjóðanda hefur komið fram að hann telji ekki svara kostnaði að kæra ákvörðun Reykjavíkurborgar í málinu til þar til bærra yfirvalda. Þetta er í sjálfu sér skiljanleg afstaða, enda er kostnaður við málaferli mikill og niðurstaða í dómsmáli í tilviki sem þessu myndi að öllum líkindum berast of seint til þess að viðkomandi verkkaupi myndi aðhafast nokkuð. Við þekkjum þetta á eigin skinni hjá Eykt, enda höfum við ekki alltaf verið sátt við ákvarðanir stjórnsýslunnar í útboðsmálum. Akureyrarbær óskaði eftir tilboðum í framkvæmdir við íþróttamiðstöð Giljaskóla nú í haust. Um opið útboð var að ræða og bauð Eykt lægst þrettán fyrirtækja í verkið. Þrátt fyrir að Eykt hafi verið lægstbjóðandi og uppfyllt öll skilyrði um þátttöku í útboðinu ákvað Akureyrarbær að ganga til samninga við þann aðila sem átti næstlægsta boðið. Aldrei eftir opnun tilboða var haft samband við Eykt eða félaginu boðið á fund til að fara yfir tilboð sitt. Eykt taldi aðferð bæjarins við yfirferð tilboða ekki í samræmi við ákvæði útboðsgagna og kærði ákvörðunina til kærunefndar útboðsmála. Kærunefndin svaraði kröfu Eyktar á þann hátt að nefndinni væri ekki heimilt að fjalla um innkaup sveitarfélaga sem eru undir viðmiðunarmörkum EES, en þau eru um 450 milljónir króna sé um verklegar framkvæmdir að ræða. Efnisleg afstaða í málinu liggur því ekki fyrir. Ég harma þetta sérstaklega. Þeir sem telja á sig hallað í útboðum vegna opinberra innkaupa eiga að geta leitað réttar síns hjá kærunefnd útboðsmála og eftir atvikum hjá dómstólum. Fyrir liggur að kærunefndin telur sig ekki geta fjallað um opinber innkaup sé verkupphæð framkvæmdar undir um 450 milljónum króna. Eins og staðan er nú í þjóðfélaginu, þegar krafan um gagnsæi er á vörum allra, er þessi afstaða kærunefndarinnar ekki viðunandi. Við sem að verkframkvæmdum komum hljótum að tala einum rómi fyrir opnum og gagnsæjum útboðsferlum opinberra aðila í smærri sem stærri verkum á öllum stigum. Það er allra hagur. Höfundur er forstjóri byggingarfélagsins Eyktar.
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar