Icesave og stjórnarskrá Sigurður Líndal skrifar 19. nóvember 2009 06:00 Senn virðist líða að því að svokallað Icesave-mál verði afgreitt með lögum frá Alþingi. Eins og kunnugt er samþykkti þingið 2. september sl. lög nr. 96/2009 þar sem heimiluð er ríkisábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda frá Bretum og Hollendingum samkvæmt samningum frá 5. júní sl. Í lögunum voru settir veigamiklir fyrirvarar: ábyrgðin var tímabundin, tiltekin efnahagsleg viðmið skyldu takmarka hana, áskilinn var réttur til að fá úrlausn tiltekins þar til bærs úrlausnaraðila um ábyrgð ríkisins og gæti Alþingi takmarkað hana ef niðurstaðan yrði íslenzka ríkinu í vil, og loks skyldi farið að íslenzkum lögum við uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans. Í frumvarpi því sem nú er til umfjöllunar í Alþingi er gert ráð fyrir að ábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda verði ekki tímabundin, þannig að hún hvíli á íslenzka ríkinu unz skuldin sé greidd, að fullir vextir verði greiddir óháð því hvort hagvöxtur verði, að íslenzka ríkið geti ekki takmarkað ábyrgðina - eða fellt hana niður - ef þar til bær úrlausnaraðili komist að þeirri niðurstöðu að íslenzka ríkið beri ekki ábyrgð á láni Tryggingarsjóðsins og loks að ekki sé gert ráð fyrir að ríkisábyrgð á láninu verði takmörkuð við það að uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans fari að íslenzkum lögum og lúti niðurstöðum íslenzkra dómstóla nema með óeðlilegum skilyrðum, þar sem brezk lög og brezkir dómstólar kunna að hafa síðasta orðið um ýmis álitaefni sem rísa. Af umræðum undanfarið verður helzt ráðið að í raun viti enginn með neinni vissu hvaða skuldbindingar íslenzka ríkið gangist undir. Nefndar hafa verið vaxtagreiðslur sem kynnu að nema allt að 300 milljörðum króna, gífurleg gengisáhætta, óvissa um efnahag þjóðarinnar, t.d. ef aflabrestur yrði eða önnur áföll, auk sem þessar kvaðir eru ótímabundnar og líklegt að hvíli á komandi kynslóðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, og loks óvissa um hvort neyðarlögn svokölluðu samrýmist stjórnarskrá og afleiðingin verði miklar ábyrgðarskuldbindingar til viðbótar þeim sem fyrir eru ef þau standist ekki. Merkilegt má heita að í þeirri miklu umræðu sem fram hefur farið virðist ekkert hafa verið fjallað um hversu langt heimildir löggjafans ná til að skuldbinda íslenzka ríkið (og þá um leið þjóðina) með þessum hætti - hvort ekki sé óhjákvæmilegt að setja slíkum skuldbindingum, sem allt bendir til að verði mjög þungbærar, einhver takmörk eins og leitazt var við að gera í lögum nr. 96/2009. - Og þá hlýtur stjórnarskráin að koma til skoðunar. Þar er ekki tekið berum orðum á slíkum álitamálum. Í 21. gr. segir að samþykki Alþingis þurfi til breytinga á stjórnarhögum ríkisins og í 40. gr. að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild. Með frumvarpi því sem nú bíður afgreiðslu liggur vissulega fyrir lagaheimild, en verður ekki að gera þá kröfu að hún sé þannig úr garði gerð að skuldbindingum séu sett skýr takmörk og stofni þannig fullveldi ríkisins ekki í hættu? Og hér er álitaefnið hvort frumvarpið fullnægi þessum áskilnaði. Um það skal ekkert fullyrt, en hins vegar kemur á óvart að þessi þáttur virðist ekki hafa komið til almennrar umræðu. Væri nú ekki rétt að huga að þessu áður en frumvarpið verður samþykkt? Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson Skoðun Skoðun Skoðun Hver leyfði aðgangsgjald að náttúruperlum? Runólfur Ólafsson,Breki Karlsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar Skoðun Fyrir hvern er verið að byggja í Kópavogi? María Ellen Steingrímsdóttir skrifar Skoðun Klappstýrur iðnaðarins Árni Pétur Hilmarsson skrifar Skoðun Af hverju ætti ungt fólk að flytja heim eftir nám? Steinunn Gyðu- og Guðjónsdóttir skrifar Skoðun Þegar allir fá rödd — frá prentvél til samfélagsmiðla Ásgeir Jónsson skrifar Skoðun Varúðarmörk eru ekki markmið Jóhann Helgi Stefánsson skrifar Skoðun Við þurfum betri döner í Reykjavík Björn Teitsson skrifar Skoðun Vannæring er aftur komin í tísku Guðrún Nanna Egilsdóttir skrifar Skoðun Lykilár í framkvæmdum runnið upp skrifar Skoðun Hitamál Flatjarðarsinna Sveinn Atli Gunnarsson skrifar Skoðun Af þessu tvennu, er mikilvægast að gera réttu hlutina Sveinn Ólafsson skrifar Skoðun Afburðakonuna Steinunni Gyðu í 2. sætið! Dagbjört Hákonardóttir skrifar Skoðun Leghálsskimun – lítið mál! Vala Smáradóttir skrifar Skoðun SFS „tekur“ umræðuna líka Elías Pétur Viðfjörð Þórarinsson skrifar Skoðun Að standa með sjálfum sér Snorri Másson skrifar Skoðun Hvar er unga jafnaðarfólkið í Ráðhúsinu? Kristín Soffía Jónsdóttir skrifar Skoðun Fjárfestum í farsælli framtíð Líf Lárusdóttir skrifar Skoðun Krúnuleikar Trumps konungs Kristinn Hrafnsson skrifar Skoðun Stuðningur við lista- og menningarstarf í höfuðborginni Magnea Marinósdóttir skrifar Skoðun Loðnuveiðar og stærð þorskstofna Guðmundur J. Óskarsson,Jónas P. Jónasson skrifar Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar Skoðun Flugvélar hinna fordæmdu Óskar Guðmundsson skrifar Skoðun Siðlaust en fullkomlega löglegt Jónas Yngvi Ásgrímsson skrifar Skoðun Endurræsum fyrir börnin okkar og kennarana Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Samfylking og Reykjavík til sigurs Pétur Marteinsson skrifar Skoðun Hugmyndin fyrir brandara – hakakró! Maciej Szott skrifar Skoðun Markmið fyrir iðnað, innantóm orð fyrir náttúru Elvar Örn Friðriksson skrifar Skoðun Dóra Björt er ljúfur nagli Eydís Sara Óskarsdóttir skrifar Sjá meira
Senn virðist líða að því að svokallað Icesave-mál verði afgreitt með lögum frá Alþingi. Eins og kunnugt er samþykkti þingið 2. september sl. lög nr. 96/2009 þar sem heimiluð er ríkisábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda frá Bretum og Hollendingum samkvæmt samningum frá 5. júní sl. Í lögunum voru settir veigamiklir fyrirvarar: ábyrgðin var tímabundin, tiltekin efnahagsleg viðmið skyldu takmarka hana, áskilinn var réttur til að fá úrlausn tiltekins þar til bærs úrlausnaraðila um ábyrgð ríkisins og gæti Alþingi takmarkað hana ef niðurstaðan yrði íslenzka ríkinu í vil, og loks skyldi farið að íslenzkum lögum við uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans. Í frumvarpi því sem nú er til umfjöllunar í Alþingi er gert ráð fyrir að ábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda verði ekki tímabundin, þannig að hún hvíli á íslenzka ríkinu unz skuldin sé greidd, að fullir vextir verði greiddir óháð því hvort hagvöxtur verði, að íslenzka ríkið geti ekki takmarkað ábyrgðina - eða fellt hana niður - ef þar til bær úrlausnaraðili komist að þeirri niðurstöðu að íslenzka ríkið beri ekki ábyrgð á láni Tryggingarsjóðsins og loks að ekki sé gert ráð fyrir að ríkisábyrgð á láninu verði takmörkuð við það að uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans fari að íslenzkum lögum og lúti niðurstöðum íslenzkra dómstóla nema með óeðlilegum skilyrðum, þar sem brezk lög og brezkir dómstólar kunna að hafa síðasta orðið um ýmis álitaefni sem rísa. Af umræðum undanfarið verður helzt ráðið að í raun viti enginn með neinni vissu hvaða skuldbindingar íslenzka ríkið gangist undir. Nefndar hafa verið vaxtagreiðslur sem kynnu að nema allt að 300 milljörðum króna, gífurleg gengisáhætta, óvissa um efnahag þjóðarinnar, t.d. ef aflabrestur yrði eða önnur áföll, auk sem þessar kvaðir eru ótímabundnar og líklegt að hvíli á komandi kynslóðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, og loks óvissa um hvort neyðarlögn svokölluðu samrýmist stjórnarskrá og afleiðingin verði miklar ábyrgðarskuldbindingar til viðbótar þeim sem fyrir eru ef þau standist ekki. Merkilegt má heita að í þeirri miklu umræðu sem fram hefur farið virðist ekkert hafa verið fjallað um hversu langt heimildir löggjafans ná til að skuldbinda íslenzka ríkið (og þá um leið þjóðina) með þessum hætti - hvort ekki sé óhjákvæmilegt að setja slíkum skuldbindingum, sem allt bendir til að verði mjög þungbærar, einhver takmörk eins og leitazt var við að gera í lögum nr. 96/2009. - Og þá hlýtur stjórnarskráin að koma til skoðunar. Þar er ekki tekið berum orðum á slíkum álitamálum. Í 21. gr. segir að samþykki Alþingis þurfi til breytinga á stjórnarhögum ríkisins og í 40. gr. að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild. Með frumvarpi því sem nú bíður afgreiðslu liggur vissulega fyrir lagaheimild, en verður ekki að gera þá kröfu að hún sé þannig úr garði gerð að skuldbindingum séu sett skýr takmörk og stofni þannig fullveldi ríkisins ekki í hættu? Og hér er álitaefnið hvort frumvarpið fullnægi þessum áskilnaði. Um það skal ekkert fullyrt, en hins vegar kemur á óvart að þessi þáttur virðist ekki hafa komið til almennrar umræðu. Væri nú ekki rétt að huga að þessu áður en frumvarpið verður samþykkt? Höfundur er lagaprófessor.
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun
Skoðun Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras skrifar
Skoðun Börn með fjölþættan vanda - hver ber ábyrgð og hvað er til ráða? Haraldur L. Haraldsson,Regína Ásvaldsdóttir,Þ:orbjörg Helga Vigfúsdóttir skrifar
Opið bréf til meirihluta Reykjavíkurborgar: 850% hækkun gjalda hjá Reykjavíkurborg og skekkt samkeppnisstaða Erik Figueras Torras Skoðun