Icesave og stjórnarskrá Sigurður Líndal skrifar 19. nóvember 2009 06:00 Senn virðist líða að því að svokallað Icesave-mál verði afgreitt með lögum frá Alþingi. Eins og kunnugt er samþykkti þingið 2. september sl. lög nr. 96/2009 þar sem heimiluð er ríkisábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda frá Bretum og Hollendingum samkvæmt samningum frá 5. júní sl. Í lögunum voru settir veigamiklir fyrirvarar: ábyrgðin var tímabundin, tiltekin efnahagsleg viðmið skyldu takmarka hana, áskilinn var réttur til að fá úrlausn tiltekins þar til bærs úrlausnaraðila um ábyrgð ríkisins og gæti Alþingi takmarkað hana ef niðurstaðan yrði íslenzka ríkinu í vil, og loks skyldi farið að íslenzkum lögum við uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans. Í frumvarpi því sem nú er til umfjöllunar í Alþingi er gert ráð fyrir að ábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda verði ekki tímabundin, þannig að hún hvíli á íslenzka ríkinu unz skuldin sé greidd, að fullir vextir verði greiddir óháð því hvort hagvöxtur verði, að íslenzka ríkið geti ekki takmarkað ábyrgðina - eða fellt hana niður - ef þar til bær úrlausnaraðili komist að þeirri niðurstöðu að íslenzka ríkið beri ekki ábyrgð á láni Tryggingarsjóðsins og loks að ekki sé gert ráð fyrir að ríkisábyrgð á láninu verði takmörkuð við það að uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans fari að íslenzkum lögum og lúti niðurstöðum íslenzkra dómstóla nema með óeðlilegum skilyrðum, þar sem brezk lög og brezkir dómstólar kunna að hafa síðasta orðið um ýmis álitaefni sem rísa. Af umræðum undanfarið verður helzt ráðið að í raun viti enginn með neinni vissu hvaða skuldbindingar íslenzka ríkið gangist undir. Nefndar hafa verið vaxtagreiðslur sem kynnu að nema allt að 300 milljörðum króna, gífurleg gengisáhætta, óvissa um efnahag þjóðarinnar, t.d. ef aflabrestur yrði eða önnur áföll, auk sem þessar kvaðir eru ótímabundnar og líklegt að hvíli á komandi kynslóðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, og loks óvissa um hvort neyðarlögn svokölluðu samrýmist stjórnarskrá og afleiðingin verði miklar ábyrgðarskuldbindingar til viðbótar þeim sem fyrir eru ef þau standist ekki. Merkilegt má heita að í þeirri miklu umræðu sem fram hefur farið virðist ekkert hafa verið fjallað um hversu langt heimildir löggjafans ná til að skuldbinda íslenzka ríkið (og þá um leið þjóðina) með þessum hætti - hvort ekki sé óhjákvæmilegt að setja slíkum skuldbindingum, sem allt bendir til að verði mjög þungbærar, einhver takmörk eins og leitazt var við að gera í lögum nr. 96/2009. - Og þá hlýtur stjórnarskráin að koma til skoðunar. Þar er ekki tekið berum orðum á slíkum álitamálum. Í 21. gr. segir að samþykki Alþingis þurfi til breytinga á stjórnarhögum ríkisins og í 40. gr. að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild. Með frumvarpi því sem nú bíður afgreiðslu liggur vissulega fyrir lagaheimild, en verður ekki að gera þá kröfu að hún sé þannig úr garði gerð að skuldbindingum séu sett skýr takmörk og stofni þannig fullveldi ríkisins ekki í hættu? Og hér er álitaefnið hvort frumvarpið fullnægi þessum áskilnaði. Um það skal ekkert fullyrt, en hins vegar kemur á óvart að þessi þáttur virðist ekki hafa komið til almennrar umræðu. Væri nú ekki rétt að huga að þessu áður en frumvarpið verður samþykkt? Höfundur er lagaprófessor. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Sigurður Líndal Mest lesið Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson Skoðun Siðferðileg reiði er ekki staðreynd Hilmar Kristinsson Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir Skoðun Partí í Dúfnahólum 10 Þórlindur Kjartansson Skoðun Þetta varð í alvöru að lögum! Snorri Másson Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson Skoðun Skoðun Skoðun Andi hins ókomna á stjórnarheimilinu? Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Var ég ekki nógu mikils virði? Kristján Friðbertsson skrifar Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar Skoðun Þegar jólasveinninn kemur ekki á hverri nóttu Guðlaugur Kristmundsson skrifar Skoðun 100 lítrar á mínútu Sigurður Friðleifsson skrifar Skoðun Stöðugleiki sem viðmið Arnar Laxdal skrifar Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar Skoðun Loftslagsmál: tölur segja sögur en hvaða sögu viljum við? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Hvaðan koma jólin okkar – og hvað kenna þau okkur um menningu? Margrét Reynisdóttir skrifar Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar Skoðun Hver borgar fyrir heimsendinguna? Karen Ósk Nielsen Björnsdóttir skrifar Skoðun Innviðir og öryggi í hættu í höndum ráðherra Magnús Guðmundsson skrifar Skoðun „Steraleikarnir“ Birgir Sverrisson skrifar Skoðun Fínpússuð mannvonska Armando Garcia skrifar Skoðun Fólkið sem hverfur... Kristján Fr. Friðbertsson skrifar Skoðun Gengið til friðar Ingibjörg Haraldsdóttir,Elín Oddný Sigurðardóttir skrifar Skoðun Gerið Ásthildi Lóu aftur að ráðherra Einar Steingrímsson skrifar Skoðun Mótmæli bænda í Brussel eru ekki sjónarspil – þau eru viðvörun Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Þegar gigtin stjórnar jólunum Hrönn Stefánsdóttir skrifar Skoðun Fullveldi í framkvæmd Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Verður Flokkur fólksins að Flótta fólksins? Júlíus Valsson skrifar Skoðun „Rússland hefur ráðist inn í 19 ríki“ - og samt engin ógn? Daði Freyr Ólafsson skrifar Skoðun Fæðuöryggi sem innviðamál í breyttu alþjóðakerfi Erna Bjarnadóttir skrifar Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar Skoðun Samstíga ríkisstjórn í sigri og þraut Kristrún Frostadóttir skrifar Skoðun Vextir á verðtryggðum lánum - ögurstund Hjalti Þórisson skrifar Skoðun Rokk í boði Ríkisins - möguleg tímaskekkja Stefán Ernir Valmundarson skrifar Skoðun Orkuskiptin sem engu máli skiptu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Samtöl við þá sem hurfu of fljótt Sigurður Árni Reynisson skrifar Sjá meira
Senn virðist líða að því að svokallað Icesave-mál verði afgreitt með lögum frá Alþingi. Eins og kunnugt er samþykkti þingið 2. september sl. lög nr. 96/2009 þar sem heimiluð er ríkisábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda frá Bretum og Hollendingum samkvæmt samningum frá 5. júní sl. Í lögunum voru settir veigamiklir fyrirvarar: ábyrgðin var tímabundin, tiltekin efnahagsleg viðmið skyldu takmarka hana, áskilinn var réttur til að fá úrlausn tiltekins þar til bærs úrlausnaraðila um ábyrgð ríkisins og gæti Alþingi takmarkað hana ef niðurstaðan yrði íslenzka ríkinu í vil, og loks skyldi farið að íslenzkum lögum við uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans. Í frumvarpi því sem nú er til umfjöllunar í Alþingi er gert ráð fyrir að ábyrgð á láni Tryggingarsjóðs innstæðueigenda verði ekki tímabundin, þannig að hún hvíli á íslenzka ríkinu unz skuldin sé greidd, að fullir vextir verði greiddir óháð því hvort hagvöxtur verði, að íslenzka ríkið geti ekki takmarkað ábyrgðina - eða fellt hana niður - ef þar til bær úrlausnaraðili komist að þeirri niðurstöðu að íslenzka ríkið beri ekki ábyrgð á láni Tryggingarsjóðsins og loks að ekki sé gert ráð fyrir að ríkisábyrgð á láninu verði takmörkuð við það að uppgjör og úthlutun eigna Landsbankans fari að íslenzkum lögum og lúti niðurstöðum íslenzkra dómstóla nema með óeðlilegum skilyrðum, þar sem brezk lög og brezkir dómstólar kunna að hafa síðasta orðið um ýmis álitaefni sem rísa. Af umræðum undanfarið verður helzt ráðið að í raun viti enginn með neinni vissu hvaða skuldbindingar íslenzka ríkið gangist undir. Nefndar hafa verið vaxtagreiðslur sem kynnu að nema allt að 300 milljörðum króna, gífurleg gengisáhætta, óvissa um efnahag þjóðarinnar, t.d. ef aflabrestur yrði eða önnur áföll, auk sem þessar kvaðir eru ótímabundnar og líklegt að hvíli á komandi kynslóðum með ófyrirsjáanlegum afleiðingum, og loks óvissa um hvort neyðarlögn svokölluðu samrýmist stjórnarskrá og afleiðingin verði miklar ábyrgðarskuldbindingar til viðbótar þeim sem fyrir eru ef þau standist ekki. Merkilegt má heita að í þeirri miklu umræðu sem fram hefur farið virðist ekkert hafa verið fjallað um hversu langt heimildir löggjafans ná til að skuldbinda íslenzka ríkið (og þá um leið þjóðina) með þessum hætti - hvort ekki sé óhjákvæmilegt að setja slíkum skuldbindingum, sem allt bendir til að verði mjög þungbærar, einhver takmörk eins og leitazt var við að gera í lögum nr. 96/2009. - Og þá hlýtur stjórnarskráin að koma til skoðunar. Þar er ekki tekið berum orðum á slíkum álitamálum. Í 21. gr. segir að samþykki Alþingis þurfi til breytinga á stjórnarhögum ríkisins og í 40. gr. að ekki megi taka lán er skuldbindi ríkið nema samkvæmt lagaheimild. Með frumvarpi því sem nú bíður afgreiðslu liggur vissulega fyrir lagaheimild, en verður ekki að gera þá kröfu að hún sé þannig úr garði gerð að skuldbindingum séu sett skýr takmörk og stofni þannig fullveldi ríkisins ekki í hættu? Og hér er álitaefnið hvort frumvarpið fullnægi þessum áskilnaði. Um það skal ekkert fullyrt, en hins vegar kemur á óvart að þessi þáttur virðist ekki hafa komið til almennrar umræðu. Væri nú ekki rétt að huga að þessu áður en frumvarpið verður samþykkt? Höfundur er lagaprófessor.
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun
Skoðun Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson skrifar
Skoðun Taktu af skarið – listin að breyta til áður en þú ert tilbúin Þuríður Santos Stefánsdóttir skrifar
Skoðun Náungakærleikur á tímum hátíða Hanna Birna Valdimarsdóttir,Harpa Fönn Sigurjónsdóttir,Helga Edwardsdóttir,Sigríður Elín Ásgeirsdóttir skrifar
Skoðun Svona gerum við… fjármagn til áfengis- og vímuefnameðferðar aukið um 850 milljónir Alma Möller skrifar
Skoðun Gluggagægir fyrir innan gluggann. Gervigreindin lifnar við Björgmundur Örn Guðmundsson skrifar
Jólin eru rökfræðilega yfirnáttúruleg – og sagan sem menn dóu fyrir lifir enn Hilmar Kristinsson Skoðun