Erum við of kærulaus? sigurlaug hauksdóttir skrifar 28. nóvember 2009 06:00 Kynlíf líta flestir á sem mikilvægan hluta af sjálfum sér og lífi sínu. Það getur treyst sambönd og gefið lífinu meiri lit. Sé kynlíf stundað með ábyrgð veitir það gjarnan mikla ánægju og vellíðan, kraft og hamingju. Að ýmsu þarf að huga ef svo á að verða. Gagnkvæm virðing, traust og hlýja þarf að ríkja milli þeirra sem í hlut eiga auk virðingar fyrir sjálfum sér. Einnig þarf að koma til þroski til að kunna að tjá sig, setja mörk og virða þau, gefa og þiggja og tryggja öryggi kynlífsins. Vanti eitthvað upp á getur það spillt ánægjunni. Skoðum síðastnefnda þáttinn - öryggið. Öryggið alltaf á oddinum?Flestir standa sig vel, en tölfræðin segir að við gætum staðið okkur betur. Rannsókn á um 2000 ungmennum í 10. bekkjum grunnskólanna árið 2006 sýndi að 20% þeirra notuðu engar verjur við síðustu kynmök. Sumir notuðu bara pilluna en ekki smokk þó að pillan fyrirbyggi eingöngu þungun en verndi ekki gegn kynsjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt að ungt fólk er samt duglegra að nota smokkinn en hinir eldri. Smokkurinn er og verður besta forvörnin gegn kynsjúkdómum. Eru kynsjúkdómar algengir?Tölfræðin segir okkur að Íslendingar eiga klamydíumet á Norðurlöndunum en um fimm manns greinast á dag, flestir á aldrinum 15-25 ára. Í hverjum mánuði greinast fjórir með lifrarbólgu B, tæplega tveir með lekanda og einn með HIV. Samkvæmt könnun læknanema árið 2008 hélt tíundi hver unglingur að HIV væri læknanlegur sjúkdómur, en hann er lífshættulegur taki maður ekki daglega inn lyf alla sína ævi. Nýleg rannsókn sýndi að 12% íslenskra kvenna 18-45 ára höfðu fengið kynfæravörtur, en HPV-veirur, sem valda vörtunum, geta einnig orsakað leghálskrabbamein. Í mörgum löndum er talið að um þriðjungur fólks sé með kynfæraáblástur (herpes), en aðeins fjórði hver viti um smit sitt. Kynsjúkdómar eru algengari en mann grunar og smitist maður af einum þeirra greiðir það oft leiðina fyrir smitun á öðrum, m.a. á HIV. Hví smitast svona margir?Sumir kynsjúkdómar eru einkennalausir og margir eru því grandalausir um að þeir séu smitaðir. Þótt kynfæri væru skoðuð með vasaljósi þurfa ekki að sjást nein einkenni eins og sár, útferð eða bólur. Flestir stunda því kynlíf í góðri trú og telja sig jafnvel geta sýnt hinum aðilanum traust með því að sleppa smokknum. Þetta er í lagi, þekki maður í reynd eigið ástand og hins aðilans líka. Séu stunduð skyndikynni hefur maður í rauninni ekki aðeins mök við einn aðila heldur fjölda fólks sem bólfélaginn hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, og ekki ólíklegt að einhver þeirra sé með kynsjúkdóm, sem hann eða hún veit ekkert um. Það er því hvorki ráðlegt né traustvekjandi að sleppa smokknum í skyndikynnum. Um tvær meginreglur er að ræða: Ef maður þekkir ekki nógu vel deili á hinum aðilanum skal alltaf nota smokk og nota hann rétt. Ef hins vegar á sér stað slys, smokkurinn gleymist eða rifnar, þarf að fara sem fyrst til læknis í skoðun til að kanna hugsanlegt smit. Líka þegar engin einkenni eru til staðar! Suma kynsjúkdóma er hægt að lækna eins og klamydíu, lekanda og sárasótt. Aðra er maður með alla ævi eins og HIV, herpes og kynfæravörtur, en meðferð getur dregið úr alvarleika þeirra. Til er bólusetning fyrir ungar stúlkur gegn HPV-veirum sem aðstandendur greiða í dag. Hvert skal leita?Allir geta farið í skoðun til heimilislæknisins/heilsugæslustöðina og á göngudeild húð- og kynsjúkdóma á Landspítalanum í Fossvogi. Þar vinna sérfræðingar í kynsjúkdómum. Þá er líka hægt að fara á Læknavaktina í Kópavogi sem er opin alla virka daga kl. 17-23.30 og um helgar. Konur geta jafnframt farið til kvensjúkdómalækna og karlar til þvagfæraskurðlækna. Kostnaður?Ekki þarf að greiða komugjald á heilsugæslustöðvum ef einungis er leitað aðstoðar vegna mögulegra kynsjúkdóma. Meðferð og lyf við alvarlegustu kynsjúkdómunum eins og HIV, sárasótt, lekanda og klamydíu er öllum að kostnaðarlausu. Fólk ætti endilega að nýta sér þessa þjónustu betur, því sjálfu og öðrum til góðs. Hvað viltu?Við burstum tennur til að forðast tannskemmdir. Ættum við ekki að sama skapi að nota smokkinn í skyndikynnum til að fyrirbyggja kynsjúkdóma? Öryggi í kynlífi er okkur mikils virði og við ein getum best tryggt að svo verði. Göngum því örugg um gleðinnar dyr og forðumst neikvæðar afleiðingar kynlífs. Sýnum ábyrgð svo kynlífið verði sem ánægjulegast! Höfundur er félagsráðgjafi á Landspítalanum og hjá Landlæknisembættinu. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Mest lesið Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir Skoðun Halldór 13.09.2025 Halldór Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson Skoðun Skoðun Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Raddir, sýnir og aðrar óhefðbundnar skynjanir Svava Arnardóttir skrifar Skoðun Er ég eins og ég er? - Svar við pistli heilbrigðisráðherra Eldur Smári Kristinsson skrifar Skoðun Eftir höfðinu dansa limirnir Hallfríður Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Sýklasótt – tími og þekking skiptir máli Alma Möller skrifar Skoðun Frá upplausn til uppbyggingar Þór Pálsson skrifar Skoðun Hagsmunir sveitanna í vasa heildsala Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Verið að vinna sér í haginn Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Ég er eins og ég er – um heilbrigðisþjónustu við trans fólk Alma D. Möller skrifar Skoðun Óvelkomnar alls staðar Kristín Davíðsdóttir skrifar Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Við elskum pizzur Herdís Magna Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Grafið undan grunnstoð samfélagsins skrifar Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Gætum eggja og forðumst náttúruleysi! Pétur Heimisson skrifar Skoðun Hraðara regluverk fyrir ómissandi innviði! Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Lesblinda og skólahald á Norðurlöndunum Snævar Ívarsson skrifar Skoðun Heimspeki og hugmyndaheimur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Furðuleg meðvirkni með fúskurum Jón Kaldal skrifar Skoðun Þegar viska breytist í vopn Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar Skoðun Jafnréttisstofa í 25 ár: Er þetta ekki komið? Martha Lilja Olsen skrifar Skoðun Hvar er textinn? Sigurlín Margrét Sigurðardóttir skrifar Skoðun Berklar, Krakk og Rough Sleep Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Blóðugar afleiðingar lyga Hjörvar Sigurðsson skrifar Skoðun Hinsegin samfélagið á heimili í Hafnarfirði Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Áhrif Vesturlanda og vöxtur Kína Jón Sigurgeirsson skrifar Skoðun Alvöru fjárlög fyrir venjulegt fólk Þórður Snær Júlíusson skrifar Sjá meira
Kynlíf líta flestir á sem mikilvægan hluta af sjálfum sér og lífi sínu. Það getur treyst sambönd og gefið lífinu meiri lit. Sé kynlíf stundað með ábyrgð veitir það gjarnan mikla ánægju og vellíðan, kraft og hamingju. Að ýmsu þarf að huga ef svo á að verða. Gagnkvæm virðing, traust og hlýja þarf að ríkja milli þeirra sem í hlut eiga auk virðingar fyrir sjálfum sér. Einnig þarf að koma til þroski til að kunna að tjá sig, setja mörk og virða þau, gefa og þiggja og tryggja öryggi kynlífsins. Vanti eitthvað upp á getur það spillt ánægjunni. Skoðum síðastnefnda þáttinn - öryggið. Öryggið alltaf á oddinum?Flestir standa sig vel, en tölfræðin segir að við gætum staðið okkur betur. Rannsókn á um 2000 ungmennum í 10. bekkjum grunnskólanna árið 2006 sýndi að 20% þeirra notuðu engar verjur við síðustu kynmök. Sumir notuðu bara pilluna en ekki smokk þó að pillan fyrirbyggi eingöngu þungun en verndi ekki gegn kynsjúkdómum. Rannsóknir hafa sýnt að ungt fólk er samt duglegra að nota smokkinn en hinir eldri. Smokkurinn er og verður besta forvörnin gegn kynsjúkdómum. Eru kynsjúkdómar algengir?Tölfræðin segir okkur að Íslendingar eiga klamydíumet á Norðurlöndunum en um fimm manns greinast á dag, flestir á aldrinum 15-25 ára. Í hverjum mánuði greinast fjórir með lifrarbólgu B, tæplega tveir með lekanda og einn með HIV. Samkvæmt könnun læknanema árið 2008 hélt tíundi hver unglingur að HIV væri læknanlegur sjúkdómur, en hann er lífshættulegur taki maður ekki daglega inn lyf alla sína ævi. Nýleg rannsókn sýndi að 12% íslenskra kvenna 18-45 ára höfðu fengið kynfæravörtur, en HPV-veirur, sem valda vörtunum, geta einnig orsakað leghálskrabbamein. Í mörgum löndum er talið að um þriðjungur fólks sé með kynfæraáblástur (herpes), en aðeins fjórði hver viti um smit sitt. Kynsjúkdómar eru algengari en mann grunar og smitist maður af einum þeirra greiðir það oft leiðina fyrir smitun á öðrum, m.a. á HIV. Hví smitast svona margir?Sumir kynsjúkdómar eru einkennalausir og margir eru því grandalausir um að þeir séu smitaðir. Þótt kynfæri væru skoðuð með vasaljósi þurfa ekki að sjást nein einkenni eins og sár, útferð eða bólur. Flestir stunda því kynlíf í góðri trú og telja sig jafnvel geta sýnt hinum aðilanum traust með því að sleppa smokknum. Þetta er í lagi, þekki maður í reynd eigið ástand og hins aðilans líka. Séu stunduð skyndikynni hefur maður í rauninni ekki aðeins mök við einn aðila heldur fjölda fólks sem bólfélaginn hefur sofið hjá áður og svo koll af kolli, og ekki ólíklegt að einhver þeirra sé með kynsjúkdóm, sem hann eða hún veit ekkert um. Það er því hvorki ráðlegt né traustvekjandi að sleppa smokknum í skyndikynnum. Um tvær meginreglur er að ræða: Ef maður þekkir ekki nógu vel deili á hinum aðilanum skal alltaf nota smokk og nota hann rétt. Ef hins vegar á sér stað slys, smokkurinn gleymist eða rifnar, þarf að fara sem fyrst til læknis í skoðun til að kanna hugsanlegt smit. Líka þegar engin einkenni eru til staðar! Suma kynsjúkdóma er hægt að lækna eins og klamydíu, lekanda og sárasótt. Aðra er maður með alla ævi eins og HIV, herpes og kynfæravörtur, en meðferð getur dregið úr alvarleika þeirra. Til er bólusetning fyrir ungar stúlkur gegn HPV-veirum sem aðstandendur greiða í dag. Hvert skal leita?Allir geta farið í skoðun til heimilislæknisins/heilsugæslustöðina og á göngudeild húð- og kynsjúkdóma á Landspítalanum í Fossvogi. Þar vinna sérfræðingar í kynsjúkdómum. Þá er líka hægt að fara á Læknavaktina í Kópavogi sem er opin alla virka daga kl. 17-23.30 og um helgar. Konur geta jafnframt farið til kvensjúkdómalækna og karlar til þvagfæraskurðlækna. Kostnaður?Ekki þarf að greiða komugjald á heilsugæslustöðvum ef einungis er leitað aðstoðar vegna mögulegra kynsjúkdóma. Meðferð og lyf við alvarlegustu kynsjúkdómunum eins og HIV, sárasótt, lekanda og klamydíu er öllum að kostnaðarlausu. Fólk ætti endilega að nýta sér þessa þjónustu betur, því sjálfu og öðrum til góðs. Hvað viltu?Við burstum tennur til að forðast tannskemmdir. Ættum við ekki að sama skapi að nota smokkinn í skyndikynnum til að fyrirbyggja kynsjúkdóma? Öryggi í kynlífi er okkur mikils virði og við ein getum best tryggt að svo verði. Göngum því örugg um gleðinnar dyr og forðumst neikvæðar afleiðingar kynlífs. Sýnum ábyrgð svo kynlífið verði sem ánægjulegast! Höfundur er félagsráðgjafi á Landspítalanum og hjá Landlæknisembættinu.
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Samstillt átak um öryggi Íslands Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir,Þorbjörg Sigríður Gunnlaugsdóttir skrifar
Skoðun Fjölbreytt líf í sjónum Sæunn Júlía Sigurjónsdóttir,Jóhanna Malen Skúladóttir,Laura Sólveig Lefort Scheefer skrifar
Skoðun Hæfniviðmið eða tölulegar einkunnir, hvað segir okkur meira um nám? Bryngeir Valdimarsson skrifar
Skoðun Þingmálaskrá og fjárlagafrumvarp 2026: „Tiltekt“ á kostnað lífskjara Svandís Svavarsdóttir,Guðmundur Ingi Guðbrandsson skrifar
Skoðun Verndum líffræðilega fjölbreytni í hafi! Laura Sólveig Lefort Scheefer,Valgerður Árnadóttir,Þorgerður María Þorbjarnardóttir skrifar
Opið bréf til utanríkisráðherra og alþingismanna: Farbann á hermenn sem taka þátt í þjóðarmorði Helen Ólafsdóttir Skoðun